Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 18
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Jónu Júlíu Valsteinsdóttur Sólvangi, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á fjórðu hæð á Sólvangi fyrir hlýhug og frábæra umönnun. Henning Þorvaldsson J. Steinunn Alfreðsdóttir Birna Friðrika Þorvaldsdóttir Jón Ragnar Jónsson Valdís Ólöf Þorvaldsdóttir Steinar Harðarson Sigurbjartur Á. Þorvaldsson Sveinsína Björg Jónsdóttir Guðmundur Páll Þorvaldsson Helga Aðalbjörg Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Ég sá það ekki fyrir fyrir áratug síðan hvað þetta yrði stórt og veit það svo sem ekki enn,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra, en á þessum degi fyrir réttum tíu árum birtist fyrsta greinin á vefsíðu hans, bjorn.is, sem haldið hefur verið úti allar götur síðan. Hangir enn á önglinum Árið 1995 var upplýsingabylting- in rétt að hefjast og fáir gerðu sér grein fyrir möguleikunum sem veraldarvefurinn átti eftir að bjóða upp á. Björn segir hug- myndina að vefsíðunni hafa kom- ið frá Arnþóri Jónssyni og Gunn- ari Jónssyni sem stóðu að tölvu- fyrirtækinu Miðheimum. „Þeir hvöttu mig til að nýta þessa tækni og töldu að ef þeir fengju ritfær- an og þekktan mann í lið með sér myndu fleiri fylgja í kjölfarið. Ég beit á agnið og hef hangið á þess- um öngli síðan.“ Fjölmargir lesa heimasíðuna; á póstlistanum eru um 1200 manns og Björn segist fá margar fyrir- spurnir í gegnum síðuna. „Ég man að þegar ég var að byrja á þessu gagnrýndu sumir að fólk þyrfti að hafa samband við mig í gegnum tölvu, en gæti ekki hitt mig í eigin persónu eða rætt við mig í síma. En tölvusamskiptin hafa sparað mér heilmikinn tíma og auðveldað mér samskiptin við fólk. Þetta sýnir að menn áttuðu sig ekki á að netið yrði einhver greiðasta leiðin til að hafa sam- band við fólk í náinni framtíð.“ Heimild um eigin viðhorf Björn uppfærir síðuna einu sinni í viku, yfirleitt á laugardegi eða sunnudegi og birtir pistla sína um leið og þeir hafa verið skrifaðir. „Ég hugsaði frá upphafi að ef ég ætlaði að gera þetta þannig að ég væri sáttur, krefðist það þess að ég væri alltaf með nýtt efni. Ann- ars hættir fólk að lesa síðuna.“ Ráðherrann þjáist þó aldrei af rit- stíflu að eigin sögn; á frekar erfitt með að stilla textanum í hóf ef eitthvað er. Björn segir einn helsta kost síðunnar þann að hún stendur sem heimild um viðhorf hans um atburði samtímans. „Þegar ég skrifa á netið tileinka ég mér beinskeyttari stíl en ég myndi gera ef ég væri til dæmis að skrifa fræðigrein. Það kemur fyrir þegar ég skoða það sem hef- ur verið sett á netið að ég hugsa að kannski hafi maður verið í harðari kantinum þegar viðkom- andi færsla var skrifuð. En það er hluti af andrúmsloftinu sem ríkir þegar maður er að skrifa og ekki svo að skilja að ég sjái eftir því sem ég læt frá mér.“ Skrif Björns vekja stundum sterk viðbrögð en hann segist ekki vísvitandi reyna að stuða fólk. „Maður veit aldrei hvað á eftir að hitta einhvern fyrir. Ég er oft mest undrandi á því sjálfur að fólk taki upp einhvern ákveðinn punkt í skrifum mínum frekar en annan.“ Fylgist með bloggsíðum Björn hefur mikinn áhuga á fjöl- miðlum og segir að þeir séu jafn- an þráðurinn í skrifum hans. „Ég var blaðamaður í tólf ár; hætti í stjórnarráðinu á sínum tíma til að fara í blaðamennsku því mér finnst gaman að sýsla við þessa hluti. Ég skrifa því samfellt mjög mikið um fjölmiðla og finnst gam- an að fjalla um það sem þar er sagt, sem og efnistök.“ Björn er ekki aðeins virkur bloggari sjálfur heldur hefur hann líka áhuga á öðrum blogg- síðum sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur undanfarin ár. „Mér finnst áhugavert að sjá mismun- andi stílbrögð. Sumir eru per- sónulegri en ég og fjalla mikið um sjálfa sig, en ég skrifa meira um annað fólk og skoðanir þess og reyni að halda mig við hinn opinbera vettvang.“ Björn segist sjálfsagt alltaf munu hafa áhuga á að halda síð- unni úti þó hann myndi láta af stjórnmálastörfum, en myndi sennilega ekki kæra sig um að taka upp persónulegri stíl. „Mér finnst bara gaman að skrifa um það sem er að gerast á líðandi stundu og fæ útrás með því. Ég held að það megi segja að með þessari síðu hafi ég að vissu leyti haldið í blaðamannsstarfið.“ bergsteinn@frettabladid.is 20 19. febrúar 2005 LAUGARDAGUR BON SCOTT (1946-1980) lést þennan dag. Fæ útrás með skrifunum TÍMAMÓT: HEIMASÍÐAN BJORN.IS ER TÍU ÁRA Í DAG „Ég er þrjátíu og þriggja... Áður en ég byrjaði með AC/DC spilaði ég með fullt af hljómsveit- um í Ástralíu. Maður verður aldrei of gamall fyrir rock ’n roll.“ Rokkarinn, sem þekktur var fyrir drykkjuskap, náði ekki 34 ára aldri. Bon Scott kafnaði í eigin ælu í bíl félaga síns fyrir utan íbúð hans í suður- hluta London. Hann var fæddur í Kirriemuir í Skotlandi, en fjölskylda hans flutti til Ástralíu árið 1952. Scott gekk til liðs við AC/DC árið 1974. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Sigurður Ingi Ásgeirsson kvikmyndagerðarmaður er 55 ára í dag. Helgi Már Arthúrsson upp- lýsingafulltrúi er 54 ára í dag. Hannes Hólmsteinn Gissur- arson stjórnmálafræði- prófessor er 52 ára í dag. Hilmar Oddsson kvik- myndaleikstjóri er 48 ára í dag. ANDLÁT Baldur Björnsson, Borgarsíðu 13, Akur- eyri, lést miðvikudaginn 9. febrúar. Páll Jónasson, Lambastaðabraut 12, Seltjarnarnesi, lést föstudaginn 11. febr- úar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigurður Bjarnason, stýrimaður, Hraun- bæ 40, Reykjavík, lést mánudaginn 14. febrúar. Jón Marinó Stefánsson, Austurbergi 30, Reykjavík, lést þriðjudaginn 15. febrúar. Þórey Ólöf Halldórsdóttir, Skálateigi 1, Akureyri, lést þriðjudaginn 15. febrúar. Björn Guðmundsson, hjúkrunarheimil- inu Eir, áður Miðtúni 2, lést miðvikudag- inn 16. febrúar. Gunnhildur Eiríksdóttir, Hrafnistu, Reykjavík, lést fimmtudaginn 17. febrúar. JARÐARFARIR 11.00 Grímur Samúelsson, Hlíf, Ísafirði, verður jarðsunginn frá Ísafjarðar- kirkju. 13.00 Sigurgeir Hannesson, bóndi, Stekkjardal, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju. 14.00 Einar Magnússon, fiskmatsmað- ur, Völusteinsstræti 15, Bolungar- vík, verður jarðsunginn frá Hóls- kirkju. 14.00 Lilja Halldórsdóttir, Hlíf 1, Ísa- firði, verður jarðsungin frá Ísa- fjarðarkirkju. 14.00 Sigrún Gunnarsdóttir, Ásvegi 9, Breiðdalsvík, verður jarðsungin frá Heydalakirkju. 14.00 Stefán Björgvin Guðmundsson, frá Dratthalastöðum, verður jarð- sunginn frá Egilsstaðakirkju. 14.00 Þuríður Sigurðardóttir, frá Hátúnum, verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju á Síðu. Þennan dag árið 1968 náðust sættir fyrir Hæstarétti í Bretlandi um að 62 börn, sem fæddust vansköpuð eftir að mæður þeirra höfðu tekið inn lyfið þalídómíð á meðgöngu, skyldu fá bætur frá lyfjafyrirtækinu sem framleiddi og markaðssetti lyfið þar í landi. Þalídó- míð-harmleikurinn er talinn eitt af hörmulegustu dæmunum um mistök vísindamanna. Um 8.000 konur um heim allan sem tekið höfðu þalí- dómíð til að draga úr morgunógleði og róa taugarnar eignuðust vansköpuð börn. Lyfið var fáanlegt í Bret- landi frá árinu 1958 þar til síðla árs 1961 þegar rann- sóknir leiddu í ljós að það ylli fósturskaða. Distillers Company (Biochemicals) Ltd. féllst svo í september 1968 á að greiða hverju barni 40 prósent af upphæð- inni sem krafist var í bætur fyrir dómi, en krafðist þess á móti að allar ásakanir á hendur fyrirtækinu um van- rækslu yrðu dregnar til baka. Eftir það var samið um bætur í fjölda annarra tilvika. Eftir mikla gagnrýni frá bæði fjölmiðlum og almenningi ákvað fyrirtækið árið 1973 að setja upp sjóð og greiða öllum börnum sem urðu fyrir barð- inu á lyfinu úr hon- um. Opinber rann- sókn á málinu sem ítrekað var kallað eftir fór þó aldrei fram. Al- menningur leit á þessum tíma á börn- in sem fórnarlömb hörmulegs slyss og bjóst við því að þau ættu fyrir höndum stutt og erfitt líf. Flest hafa börnin hins vegar tekist á við fötlun sína og afsannað slíkar hrakspár. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1803 Miðlunarlög samþykkt í Sviss, en með þeim héldu kantónur sjálfstæði sínu. 1878 Thomas Edison fær einka- leyfi fyrir fónógraf sinn. 1951 Bylting í Nepal steypir Rana-einveldinu sem stjórn- að hafði landinu í 104 ár og konungsfjölskyldan endur- heimtir völd sín. 1957 Verkfall háseta í kaupskipa- flotanum hefst og stendur til 17. mars. 1976 Fyrstu stjórnmálaslitin milli aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins þegar Ísland slítur stjórnmálasambandi við Breta vegna flotaíhlut- unar þeirra innan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar. 1986 Bandaríkjaþing samþykkir sáttmála sem bannar þjóð- armorð, 37 árum eftir að sáttmálinn var fyrst lagður fram til samþykktar. Þalídómíð-börnin fengu bætur FÆDDUST ÞENNAN DAG 1717 David Garrick, rithöf- undur og leikritaskáld. 1743 Luigi Boccherini, tón- skáld. 1908 Sir William McMahon, fyrrum forsætisráðherra Ástr- alíu. 1911 Merle Oberon, leik- kona. 1940 Smokey Robinson, tón- listarmaður. 1945 Michael Nader, leikari. 1948 Tony Iommi, gítarleikari Black Sabbath. 1955 Margaux Hemingway, leikkona. 1955 Jeff Daniels, leikari. 1957 (John Hoelcel) Falco, níunda áratugar poppari. 1960 Holly Johnson, söngvari Frankie Goes to Hollywood. 1960 Andrés Bretaprins. 1963 Seal, tónlistarmaður. 1966 Justine Bateman, leik- kona. 1967 Benicio Del Toro, leik- ari. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » BJÖRN BJARNASON Björn hefur alltaf haft áhuga á fjölmiðlum og starfaði lengi sem blaðamaður, því séu fjölmiðlar þráðurinn í skrif- um hans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FÓRNARLAMB ÞALÍDÓMÍÐS 20-21 Tímamót 18.2.2005 19:31 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.