Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 19. febrúar, 50. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 9.09 13.42 18.15 AKUREYRI 9.00 13.26 17.53 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þóra Guðmundsdóttir hefur átt marga bíla um ævina en ekur nú um á Audi Quattro Allroad skutbíl, árgerð 2004. „Ég hef alltaf verið á Subaru, Hondu og Audi,“ segir Þóra. „Það voru trúarbrögð hjá mér að vera á Hondu þangað til ég datt niður á Audi-inn. Þetta er langskemmtileg- asti bíll sem ég hef átt. Það er gott að keyra hann, hann er stöðugur, öruggur, þéttur og gefur manni trausta tilfinningu.“ Þóra var áður á framhjóladrifsbílum en vill í dag ekki sjá neitt nema fjórhjóladrif. „Til dæmis til að komast í bústaðinn. Bíllinn verður að komast leiðar sinnar. Svo er ég með hund svo ég verð að vera á skutbíl. Hann er með ágætis stúdíóíbúð þarna aftur í,“ segir Þóra. Í bílnum er 2,7 lítra twin turbo V-6 mótor sem telur 250 hestöfl og skilar Þóru úr kyrrstöðu í 100 á rúmum 7 sekúndum. „Það er freistandi að kitla pinnann en maður verður að halda sig innan leyfilegra marka. Það er mjög skemmtilegt viðbragð í bílnum þó að hann sé sjálfskiptur,“ segir hún. Þá er hann búinn stillanlegri loftpúðafjöðrun, sem Þóra segir að hafi vegið þungt þegar hún ákvað að kaupa bílinn, enda skemmti- legur kostur þegar hún fer út á land. Aðspurð hverju hún sækist eftir þegar hún velur bíl segir Þóra að sjálfskipting sé algjört frumskilyrði. „Svo vil ég að hann sé fjórhjóladrifinn og þægilegur. Þessi er til dæmis með marga stillimöguleika á sætun- um sem ég kann mjög vel við. Þegar ég var að leita að bíl setti ég það sem skilyrði núm- er eitt, tvö og þrjú að það væri kaffibolla- haldari í honum – að öðrum kosti liti ég ekki við honum,“ segir hún og hlær. Það er í mörgu að snúast hjá Þóru þessa dagana því fyrir utan að sitja í stjórn Unicef, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, er hún að flytja inn stórtenórinn Placido Domingo. „Ég hlusta oft á hann í bílnum, enda eru hljóm- flutningstækin í honum alveg frábær, einir átta hátalarar. Þessi bíll er algjör ljúflingur,“ segir Þóra að lokum. einareli@frettabladid.is Ánægð með 250 hestafla ljúflinginn bilar@frettabladid.is Hyundai frumsýndi nýjan hug- myndabíl í Chicago í liðinni viku. Bíllinn kallast Portic og er sex manna fjöl- skyldubíll. Tvær afar rúmgóðar þriggja sæta rað- ir eru í bílnum enda vellíðan fjölskyldunnar höfð að leiðarljósi. Sætin eru öll rafdrifin og í bílnum er þró- að upplýsinga- og afþreyingark- erfi, DVD-kerfi og skjár fyrir leiðsögukerfi. Portico er kynnt- ur með V6 vél og sex þrepa sjálfskiptingu. Hönnun bílsins gerir þó ráð fyrir dísilknúnum rafmótor sem verður tvískiptur, hvor hluti við sinn öxul. Portico verður því ekki einasta um- hverfisvænn heldur líka með gott fjórhjóladrif. Bikarmót Reykjavíkur í snjókrossi fer fram í Skála- felli í dag og hefst keppnishaldið klukk- an 14. Keppnin stendur í tvær klukkustundir og kostar ekki krónu inn. Áhuga- sömum er líka frjálst að fylgjast með æfingum og undirbúningi fyrr um daginn. Keppt verður í þremur flokk- um; unglinga- flokki, sportflokki og meistaraflokki. Mitsubishi Colt hefur upplýst að blæjubíll sé væntanlegur á markað. Þetta verður fyrsti Colt-blæjubíllinn og er sam- starfsverkefni Mitsubishi og ítalska hönnunarfyrirtækisins Pininfarina. Blæjubíllinn hefur ekki hlotið nafn en líklegt má telja að framleiðsla hans hefjist snemma á næsta ári og fyrstu eintökin verði föl á vordögum sama ár. Þóra og Audi-inn sem hún segir vera langskemmtilegasta bíl sem hún hefur átt. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í bílum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Það er ekkert mál að róa. Maður situr bara rólegur og lemur í vatnið með röri! Ford Focus reynsluekinn BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Þóra Guðmundsdóttir er mjög hrifin af 250 hestafla Audi-bílnum sínum. Hún valdi skutbíl vegna hundsins sem er oft með í för. f56 01.j FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 23 (01) Allt forsíða 18.2.2005 15.44 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.