Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 22
Ryð Djúpa rispa í lakkinu á bílnum getur valdið ryðskemmdum. Loka þarf fyrir rispur sem fyrst og er jafnvel hægt að nota glært naglalakk til þess, þó best sé að fara með bílinn til fagmanns.[ ] REYNSLUAKSTUR Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 ALLT Á EINUM STAÐ • HEILSÁRSDEKK • OLÍS SMURSTÖÐ • BÓN OG ÞVOTTUR • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • NAGLADEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • BREMSUKLOSSAR • PÚSTÞJÓNUSTA SBD, SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 G. Tómasson ehf • Smiðjuvegi 8, Kópavogi • sími: 577 6400 • www.hvellur.com • hvellur@hvellur.com NÝJASTA ÆÐIÐ! Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir. Nýjungar í Ford Focus Ford Focus hefur alltaf verið auðþekkjanlegur á götu. Andlitslyftingin fylgir straumnum og gerir bílinn rennilegri en hann var áður. Nýlega kynnti Brimborg nýjan Ford Focus. Í hann hefur verið bætt ýmsum búnaði sem ekki var í fyrirrennaranum, auk þess sem bíllinn hefur fengið andlitslyftingu, ekki síst að innan. Ford Focus hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom fyrst á markað fyrir um sex árum. Það er ekki að ástæðulausu því hér er á ferðinni einstaklega aðgengi- legur og nýtilegur bíll, ekki síst fyrir fjölskyldufólk. Það fyrsta sem vekur athygli þegar sest er inn í nýja Focusinn er þægileg og að hluta rafstýrð sæta- stilling. Sömuleiðis má stilla stýrið á handhægan hátt þannig að á augabragði getur nýr ökumaður komið sér fyrir eins og best er á kosið. Mælaborðið allt, útvarp og miðstöð/loftkæling eru aðgengileg og með látlausu útliti. Innréttingarnar í bílnum eru raunar allar í látlausari kantinum en þó massífari og með vandaðra yfirbragði en í fyrirrenn- aranum. Meðal þess sem vekur athygli í nýja Focusnum er ESP-stöðugleikastýrikerfið og spólvörnin, sem er við- bót miðað við eldri bílinn. Þetta eru eiginleikar sem auka mjög á öryggi og gera Focusinn að áhugaverðum kosti í sínum verð- og stærðarflokki. Upphituð sæti eru staðalbúnaður í Focusnum nema í Ambiente bíln- um og er hægt að stilla hitastigið eftir smekk hvers og eins. Reyndur var Trend-bíll, Wagon með 1,6 bensínvél. Bíllin var skemmtilegur og ágætlega krafmikill og sprækur. Rýmið í bílnum er gott, nóg pláss fyrir alla, bæði fram í og aftur í, og farangursrýmið bæði stórt og aðgengilegt. Fjöldamargar útfærslur eru fáanlegar á Ford Focus, sjálfskiptar og beinskiptar, bensín og dísil. Verðið er frá 1.720.000 fyrir beinskiptan þriggja dyra Ambiente með 1,4 vél upp í 2.710.000 fyrir Titanium 2,0 TDCi fimm dyra dísilbíl sem er beinskiptur sex gíra. steinunn@frettabladid.is Báðir bílarnir hlutu hæstu einkunn sem gefin hefur verið í þessum flokki í árekstrarprófi EuroNCAP eða 35 stig. Þeir jöfn- uðu þar með Ford Focus en skutu bílum eins og VW Golf (33 stig) og Toyota Corolla (28 stig) aftur fyrir sig. Citroën C4 er í boði á frábæru verði eða frá kr. 1.890.000 og er einstaklega vel búinn og má þar nefna ABS, 6 öryggispúða, geislaspilara, upphituð sæti og margt fleira. C4 Coupé er fáan- legur í VTS sportútgáfu með 180 hestafla vél og C4 Saloon er fáan- legur sjálfskiptur og með dísil- vél. Frá því Brimborg endurkynnti Citroën-merkið hér á landi í lok árs 2000 hefur stöðug aukning verið á sölu og er Citroën nú ann- að stærsta franska merkið hér á landi. Nálægt 1.000 Citroën-bílar hafa selst hér á landi og jókst salan í fyrra um 45%. Opið verður alla helgina frá kl. 11-17 og er frumsýnt á þremur stöðum á landinu; í Reykjavík, á Akureyri og í Reykjanesbæ. Kaffi og kleinur fyrir alla. ■ Tvöföld frumsýning Brimborg kynnir um helgina tvo nýja Citroën, sportútgáfuna Citroën C4 Coupé og fjölskyldubílinn Citroën C4 Saloon. Citroën er annar mest seldi franski bíllinn hérlendis og jókst salan um 45% í fyrra. Nýr Golf GTI frumsýndur HEKLA FRUMSÝNIR NÝJAN 200 HESTAFLA GOLF GTI. Nýr Golf GTI verður til sýnis í húsa- kynnum bílaumboðsins Heklu í dag. Bíllinn er 200 hestafla og hefur hlotið mikið lof víða og verið verðlaunaður. Golfinn hefur verið í þróun í þrjátíu ár og bíllinn sem sýndur verður er nýjasta afurð fyrirtækisins. Volkswagen hitti á réttan streng þeg- ar VW Golf var fyrst kynntur til sög- unnar árið 1974. Bíllinn sló strax í gegn og hefur æ síðan verið mest seldi þýski bíllinn. Ambiente Trend Sport Ghia Titanium FORD FOCUS fæst í fimm útfærslum 24-25 (02-03) Allt bílar 18.2.2005 15.54 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.