Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 38
Sjónvarpsþættirnir um Latabæ, eftir Magnús Scheving, virðast vera að slá í gegn út um all- an heim. Þættirnir voru frumsýndir í Kanada fyrir skömmu og brátt líður að því að þeir verði sýndir í löndum Suður-Ameríku. Þá hafa portúgalskar og spænskar sjón- varpsstöðvar keypt sýningarrétt- inn á þáttunum og sömu sögu eru að segja af þýsku sjónvarpsstöð- inni RTL Super. Latabæjarþættirnir verða lík- lega teknir til sýningar í Þýska- landi nú í haust en stöðin sýnir barnaefni fjórtán tíma á dag. Stöðin mun einnig koma að sölu og þróun á vörum tengdum Lata- bæ. Fréttablaðið hefur velt þessu máli fyrir sér og setur hér fram hugmyndir um leikara og nöfn sem mætti notast við þegar þátt- unum verður snarað yfir á þýsku. Því er ekki úr vegi að byrja á byrjuninni, það er þáttanafninu sjálfu, sem í stað hins enska heits Lazytown fær nafnið Faulstadt. Í Faulstadt búa að sjálfsögðu sömu persónur og voru í upphaf- lega leikritinu eftir Magnús: Nenni níski, Solla stirða, Halla hrekkjusvín, Maggi mjói, Bæjar- stjórinn, Stína símalína, Lolli lögga, Glanni glæpur og Siggi sæti að Íþróttaálfinum ógleymd- um. Fáir eru betur til þess fallnir að túlka íþróttaálfinn en austurríski ríkisstjórinn Arnold Schwarze- negger sem hefur margoft unnið titilinn Herra alheimur. Arnold er álíka vel vaxinn og Íþróttaálfur- inn og þarf í raun bara að setja upp húfuna og safna örmjóu yfir- varaskeggi til að líkjast hinum upprunalega íþróttaálfi. Hinn heimfrægi leikari Otto Waalkes, sem túlkaði sjálfan Otto í samnefndum myndum, færi með hlutverk Nenna níska enda keimlíkar persónur sem hoppa um í sakleysi sínu teljandi mörk og peninga. Sjálfur David Hasselhoff fær að leika Sigga sæta sem er al- mennt veikari fyrir sælgæti en gengur og gerist hjá venjulegu fólki. Hasselhoff sló í gegn í þátt- unum um Strandverði en færri vita að hann þykir einnig liðtæk- ur söngvari. Stærsti aðdáenda- hópur hans þegar tónlistin er ann- arsvegar er einmitt í Þýskalandi. Hinn fallega Solla stirða, sem Selma Björnsdóttir og Linda Ás- geirsdóttir hafa meðal annars leikið, verður talsett af ofurfyrir- sætunni Claudiu Schiffer. Hið bleika hár fer Claudiu afar vel og ljóst er að hún mun einnig bera bleika búninginn vel. Túlkun bæjarstjórans yrði í höndum Helmuts Kohl, fyrrver- andi kanslara, en þeir eiga meira en vaxtarlagið sameiginlegt. Pönkdrottningin Nina Hagen færi með hlutverk Höllu hrekkjusvíns og lögreglustjórann myndi sjálf- ur Horst Tappert túlka af sinni al- kunnu snilld enda fáir lögreglu- þjónar sem hafa notið jafn mikilla vinsælda hér á landi og Derrick. Þá yrði Fritz Wepper, sem lék Harry Klein samstarfsmann Derricks, í hlutverki Glanna glæps en það má segja að hann sigli undir fölsku flaggi, rétt eins og Glanni glæpur, en hann var handtekinn með eiturlyf í fórum sínum þegar hann var á hátindi sjónvarpsfrægðar sinnar. Það var auðvitað mikið áfall þegar þessi kynþokkafulli, lágvaxni maður sem heimsbyggðin þekkti sem samviskusama lögreglu reyndist vera eiturlyfjafíkill. Áfallið hefur vart verið minna en þegar Glanni glæpur felldi grímuna. ■ 19. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Aldrei fleiri áfangastaðir! Netverðdæmi Verð frá 47.066 kr.* Costa del Sol 57.438 kr. ef 2 ferðast saman. á Santa Clara í 7 nætur. *á mann m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting, 10.000 kr. bókunarafsláttur og flugvallarskattar. á Skala í 7 nætur. á Elimar í 7 nætur. á Halley í 7 nætur. Verð frá 49.400 kr.* Krít 60.100 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 39.500 kr.* Portúgal 54.200 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 38.730 kr.* Mallorca 47.730 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 34.230 kr.* Benidorm 46.300 kr. ef 2 ferðast saman. Sumar Plús 2005 Áfram Faulstadt! Íbúar Latabæjar á íslensku og tillögur að þýskum nöfnum: Solla stirða – Silke Stocksteif Glanni glæpur – Kornelius Kriminal Siggi sæti – Siegfried Zuckerbrot Nenni níski – Gustav Geizig Halla hrekkjusvín – Steffi Störenfried Stína símalína – Tanja Telefon Íþróttaálfurinn – Sportacus Maggi mjói – Moritz Mager Lolli lögga – Peter Polizei Bæjarstjórinn – Der Bürgermeister SPORTACUS Arnold Scwharzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, gæti hæglega leiklesið Íþrótta- álfinn. Þetta austurríska vöðvatröll var brautryðjandi í vaxtarrækt á sínum tíma og gæti með vörpulegu atgervi sínu hafa blásið ungum Magnúsi Scheving líkamsræktaranda í brjóst. Arnold komst á árum áður í Heimsmetabók Guinness fyrir fullkomna líkamsbygg- ingu og er því heppileg fyrirmynd þýskra barna sem vilja hrista af sér setuspikið sem safn- ast á þá sem sitja tímunum saman yfir tölvum og sjónvarpi. Þá var Arnold einu sinni heilsufars- og leikfimiráðgjafi ríkisstjórnar Bush eldri í Bandaríkjunum og gegndi því svip- uðu hlutverki og Íþróttaálfurinn hefur gert hér á landi með því að skóla íslenskan æskulýð til í hreyfingu og mataræði. Siegfried Zuckerbrot Sigga sæta leikur hinn bandaríski David Hasselhoff en hann hefur slegið hressilega í gegn í Þýskalandi með tónlist sinni sem hann hefur unnið með þýsk- um lagahöfundi. Hasselhof er elskaður og dáður í Þýskalandi og því kjörinn í hlutverk Sigga sæta sem er veikur fyrir og berst við sykurfíkn sína á hverjum degi. Hasselhof hefur sjálfur þurft að berjast fyrir því að halda línunum í lagi frá því að hann hætti að skokka um sólarstrendur á eftir Pamelu Anderson í Baywatch og hefur þar fyrir utan farið halloka í glímu sinni við brennivínsfíkn sína þannig að hann getur ekki orðið annað en sannfær- andi þegar hann grætur undan átlöngun sinni, Siegfrieds Zuckerbrot, í Súpermann-bún- ingi með bumbuna út í loftið. DER BÜRGERMEISTER Bæjarstjórann leikur enginn annar en Helmut Kohl. Kohl hefur allt sem þarf til að prýða Bæjarstjóra Latabæjar. Báðir eru þéttir á velli og geta verið fastir fyrir ef svo ber undir en báðir eru einnig breyskir og þeim er hætt við að falla í freistni. Þeir eru þó báðir bestu skinn og geta með góðri hjálp haldið illfyglum á borð við Glanna glæp og Kornelius Kriminal í skefjum. SILKE STOCKSTEIF Hin gullfallega Claudia Schiffer ljáir Sollu stirðu rödd sína. Solla stirða sprangaði um leiksvið Lata- bæjar í Loftkastalanum í aðskornum bleik- um nærbuxum og teygði sig á alla kanta. Illar tungur héldu því fram að hlutverk hennar væri því fyrst og fremst að laða fjölskyldufeður í leikhúsið en hvað sem öllum slíkum vangaveltum líður er engum blöðum um það að fletta að Claudia er rétta konan í hlutverkið á þýsku. Hún er vissulega góð í leikfimi og vön sviðsljósinu auk þess sem hún hefur með hegðun sinni og framkomu á almannafæri þótt góð fyrirmynd. rétt eins og Solla stirða. 40-41 (28-29)Helgarefni 18.2.2005 19:13 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.