Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 19. febrúar 2005 fyrir hana Rómantískar gamanmyndir Win a date with Ted Hamilton Anything else Heart burn Breakfast at Tiffany´s You´ve got mail Addicted to love Three to tango Along came Polly Sweet home Alabama Pretty woman Pretty woman Love actually 1.999kr/pk 2 sam an í pa kka Langur og litríkur Bruckner Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands sl. fimmtudagskvöld var á efniss- kránni eitt verk; Sinfónía nr. 8 eftir Anton Bruckner. Stjórnandi var Petri Sakari. Þetta var í fyrsta sinn sem verk- ið er flutt hér á landi. Stundum er sagt að nútímamenn geti ekki einbeitt sér eins lengi og fyrri tíma menn. Ef lengd tónverka er höfð sem mælikvarði kann það að virðast rétt. Nútímatónverk sem stendur í hálfa klukkustund telst langt verk. Fyrir einni öld þótti hálf klukkustund ekki óhæfileg lengd á einum kafla af þrem- ur eða fjórum í verki. Menn virðast hafa haft góðan tíma þá og ró í sálinni. Áttunda sinfónía Bruckners tekur u.þ.b. eina klukkustund og tuttugu mínútur í flutningi. Slík lengd gerir sérstakar kröf- ur til flytjenda, hlustenda og verksins sjálfs því ætlast verður til þess að sam- hengi haldist allan tímann. Áttunda sinfónían er í fjórum köflum í samræmi við klassíska hefð. Form einstakra kafla virðist líka vera í hefð- bundnum stíl þótt það sé teygt og tog- að með ýmsum hætti og röð kaflanna breytt að nokkru. Hinn rómantíski andi lagði meira upp úr öflugu flæði tilfinn- inganna en skýrleika skilningsins. Formið mátti ekki verða of fyrirsjáan- legt. Það gengur hins vegar á skjön við aðrar þarfir listarinnar. Því lengra sem verkið er, því meiri þörf er á skýrleika í framsetningu ef samhengi á ekki að týnast. Ef áttundu sinfóníunni er líkt við fljót borgar sig ekki að hlusta eftir ná- kvæmri mynd af grjótinu á botninum. Betra er að láta berast með flaumnum og grípa það sem upp úr stendur. Þar með kann að fara framhjá hlustandan- um eitthvað af því sem nauðsynlegt er til að halda verkinu saman. Ef eitthvað er hægt að finna að þessu mikla verki er það þetta. Hinn frægi þráður Leopolds er þunnur á köflum og stundum við það að slitna. Skertsóið ásamt tríóinu er þó undan- tekning að þessu leyti. Stefjaefnið er grípandi og andstæðan við tríóið skýr og allt þetta heldur hlustandanum frá upphafi til enda. Mikið er af vel skrif- aðri og fallegri tónlist í hinum köflun- um einkum hæga kafla og lokakafla. Hljómsveitarútsetningin er afrek út af fyrir sig. Hljómsveitin er stór; þrefalt brass og þrefalt tré ásamt með átta hornum að meðtalinni Wagner-túbu og annað í samræmi við þetta. Áber- andi er hve hljómar eru víða vel út- færðir og hljómur hljóðfærahópanna safaríkur og öflugur. Einnig er greini- legt að verkið hefur orðið síðari tíma mönnum að fyrirmynd. Má þar nefna t.d. Mahler og Sibelius. Það er töluverð raun fyrir hljómsveit og hljómsveitarstjóra að flytja þetta verk. Hljómsveitarstjórinn Petri Sakari var greinilega vel undirbúinn og stjórn- aði af öryggi og skörungsskap. Margt var sérlega vel spilað. Má t.d. nefna strengjastaði í hæga kafla og málm- blásara í lokakafla. Menn leiksins voru liðsmenn hins fríða hornaflokks, sem léku stórt hlutverk og blésu af hjartans list. Hvergi varð þess vart að örendið þryti og virðist hljómsveitin í fínu formi. Þessir tónleikar voru óvenjulegir að því leyti að leikið var án hlés. Misstu tón- leikargestir þar með af því að hitta kunningjana í hléinu, en að öðru leyti var það mjög við hæfi. ■ TÓNLIST FINNUR TORFI STEFÁNSSON Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands í Háskólabíói Sinfónía nr. 8 eftir Anton Bruckner Stjórnandi: Petri Sakari Niðurstaða: Hljómsveitarstjórinn Petri Sakari stjórnaði af öryggi og skörungsskap. Margt var sérlega vel spilað og virðist hljómsveitin í fínu formi. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Flutti áttundu sinfóníu Antons Bruckner á tónleikum sínum á fimmtudagskvöldið. 44-45 (32-33) Skrípó 18.2.2005 19:10 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.