Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 44
19. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Hátískudagarnir sem haldnir voru í París nýlega einkenndust af glamúr, glæsileika og áhrifum úr ýmsum áttum. Sýndar voru vor- og sumar- línurnar fyrir árið 2005. Franska hefðartískan frá tímum Napóleons setti sinn svip á dagana, áhrif frá Austurlöndum sem og mikil notkun á shiffon-efni sem hefur verið mjög vinsælt í tískuheiminum upp á síðkastið. Lítið fór fyrir minimal- isma í öllum glæsifatnaðinum og hinum íburðarmiklu kjólum sem þarna voru sýndir og oft virtist sem svo að reglan „more is more“ gilti frekar. Því meira skraut og litir, því betra. Hátíska, eða „Haute Couture“ eins og hún kallast í útlandinu, ein- kennist ávallt af miklum glæsileika og glamúr. Augljóst er að gríðarleg vinna er lögð í fatnaðinn og mikið er um bróderingar og ísaumaða steina eða perlur. Mörg stærstu tískuhúsin og hönnuðirnir sýndu í París og má þar helst nefna Dior, Valentino, Christi- an Lacroix, Chanel, Armani og Jean Paul Gaultier. Litir sem mikið fór fyrir voru rauður, appelsínu- gulur og bleikur en sá allra vinsælasti var hinn klass- íski hvíti. Hattar virðast vera að sækja í sig veðrið sem og fyrirferðarmiklar hárgreiðslur sem marg- ar hverjar minntu helst á stærðarinnar hatta. Fáir hafa efni á fatnaðinum sem flokk- ast undir hátísku en spenn- andi verður að sjá leikkon- urnar spranga um í há- tískukjólunum á ósk- arsverðlaunaafhending- unni sem ekki er langt undan. hilda@frettabladid.is Fatahönnuðurinn Hulda Karlotta Kristjánsdóttir vinnur að spennandi fatalínu Heilluð af skrítnum formum Föt skipa stóran sess í lífi Huldu Karlottu. Nú er hún að vinna að nýrri fatalínu þar sem hún leggur mesta áherslu á skrítin og skemmtileg form. Glamúrinn er þó aldrei langt undan og eru metallitirnir í mestu uppáhaldi hjá henni. Fatahönnuðurinn Hulda Karlotta Kristjánsdóttir er að vinna að nýrri og spennandi fatalínu þar sem hún leggur mesta áherslu á form. Hún blandar saman náttúrulegum bómullarefnum við teygjupólíester- efni í glamúrstíl og er útkoman stór- skemmtileg. Hulda Karlotta var um tíma í starfsþjálfun hjá hönnunar- hópnum As Four í New York og varð fyrir miklum áhrifum á meðan hún dvaldi þar. Hönnun As Four er afar sérstæð og þeirra markmið er að nostra við hverja flík. Í New York opnaðist Huldu Karlottu nýr heim- ur sem breytti lífssýn hennar. „Mér finnst skipta miklu máli að það sé eitthvað áhugavert að gerast í flíkinni og jafnvel að hún breyti formi líkamans. Sem fatahönnuður er ég alltaf að pæla í formum og vil helst að formin séu óvenjuleg. Ég er mjög hrifin af skrítinni hönnun en ég vil jafnframt að allar flíkur hafi notagildi,“ segir Hulda Karlotta. Hún leggur mikla áherslu á boli í línunni sem hún er að vinna að. Það er þó aldrei að vita nema buxur og pils bætist við ef vel tekst til en þessa stundina er þróunarferlið í hámarki og hún er opin fyrir öllu. „Bolirnir eru gerðir úr heilhring og ég verð að viðurkenna að þeir eru undir töluverðum As Four áhrifum,“ segir hún. Á síðasta ári var Hulda Karlotta að vinna við búningahönnun fyrir Latabæ. Hún segir að það hafi verið mjög góð reynsla. Spurð um hvort það gæti einhverja áhrifa úr Latabæ segir hún svo ekki vera. „Það var mikið ævintýri að vinna að búningunum í Latabæ en ég hef haldið eigin hönnun og vinnunni þar algerlega aðskildu. Það er þó ekki laust við að ég sakni Latabæjar. Það var svo mikil gleði og leikur þar.“ Núna er Hulda Karlotta með vinnustofu úti á Granda ásamt þremur öðrum lista- mönnum. Í nýju fatalín- unni sinni eru grunn- formin Huldu Karlottu mjög hugleikin. Kassi, hringur og þríhyrningur hafa fengið nýtt hlut- verk. „Grunnformin virð- ast kannski ekki vera mjög þokkafull en þegar maður leikur sér með þau verða þau afar skemmtileg. Þau gera það að verk- um að það er hægt að fá meiri þrí- vídd í fötin,“ segir Hulda Karlotta. Í línunni hennar er litavalið einfalt. Grunntónninn er svartur og með honum notar hún mest metalliti, rauðan og bleikan. Ásamt fatahönn- uninni hefur hún verið að þróa næl- ur sem hægt er að festa í nánast hvað sem er. Nælurnar saman- standa af nokkrum litlum körlum sem haldast í hendur. „Þessir nælukarlar eru gleði- gjafar í skammdeginu. Ég hef ver- ið að þróa þá og hingað til hef ég aðallega verið að hengja þá í fólk sem mér þykir vænt um. Maður á aldrei of mikið af svona litlum vin- um,“ segir hún. -MMJ GLYSBOLUR ÚR GLIMMERLÍNU Þar leikur Hulda Karlotta sér með hringlaga form. KALLANÆLAN Setur punktinn yfir i-ið. FRÍSKLEGIR KARLAR Eins og sést á myndinni er hægt að næla karlana í hvað sem er. Uppáhaldshönnuðir? Chloé, By Malene Birger, Day og Prada. Fallegustu litirnir? Svartur og allir grænir litir. Hverju ertu mest svag fyrir? Skóm. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Grænan bol í Evu og gullskó í GS skóm. Hvað finnst þér mest sjar- merandi í vor- og sumartísk- unni? Það er alltaf svo gaman þegar sumarvörurnar koma í verslanir. Ég ætla að sjá hvað verður í boði en ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að kaupa. Mér þykir samt lík- legt að ég kaupi mér ljósan galla- jakka, flottan kjól og pils. Annars hlakka ég gríðarlega til sumarsins þegar léttleikinn tekur völdin og ég get farið að vera berfætt í skónum. Uppáhaldsverslanir? Eva, Kultur og GK. Hvað eyðir þú miklum pen- ingum í föt á mánuði? Svona 20-30 þúsund krónum en það er samt mjög misjafnt. Stundum er það meira og stundum minna. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Ég gæti ekki verið án Lee-galla- buxnanna sem ég fékk mér á dög- unum og svörtu By Malene Birger skyrtunnar minnar. Uppáhaldsflík? Plíseraða pilsið mitt úr Spútník er alltaf jafnflott. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Í fyrra keypti ég mér skyrtu í H&M. Hún er plíseruð og virtist flott á herðatré en ég hef aldrei farið í hana. Hún er eitthvað skrítin í sniðinu. Þegar ég var í námi í París keypti ég mér glæran plast- jakka, en ég gat eiginlega ekkert notað hann því það kom alltaf móða innan á hann. Það var mjög fyndið. Tískupælingar Þórunnar Högnadóttur stílista og sjónvarpskonu Hlakka til að geta verið berfætt í skónum VALENTINO Austurlensk áhrif sjást hér í litanotkun og hárgreiðslu. Aðalsmerki Valentinos er glæsileiki og það sást vel á sýningu hans. CHANEL Karl Lagerfeld sýnir hér glæsilegan slaufu- og blúndu- kjól. Hvítur og bleikur voru aðallitirnir í Chanel línunni. Lag- erfeld sýndi einnig nokkrar nýjar útgáfur af hinni klassísku Chanel dragt. Valentino Shiffon efnið var áberandi hjá Valentino sem hentar mjög vel í glæsikjólana sem hann er þekktur fyrir. Hátískudagar í París: Glæsileikinn í fyrirrúmi 46-47 (34-35 ) Tíska 18.2.2005 19:03 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.