Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 54
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 1.990,- Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.IKEA.is Röð og regla án fyrirhafnar IK E 27 42 9 0 2. 20 05 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 5 LACK hillueining 35x190 sm hvít GORM hillueining 77x174x31 sm Konudagstilboð BJÄRNUM hilluberar 2 stk. 19 sm 1.490,- JÄRPEN hilla 79x19 sm 895,- BJÄRNUM bókastoð REBUS rekki 38x25x30 sm RUSCH veggklukka 24,5 sm KASSETTCD kassar 2 stk. 26x16,5x15 sm Tertusneið og kaffi 150,- LINGO CIRKEL kassar 2 stk. 32x24x15 sm 2.990,- 6.450,- ANNTONIUS hirsla 44x54x77 sm JÄLL þvottakarfa 41x43x64 sm 490,- 995,- 3.900,- 695,- 295,- 95,- 195,- 190,- BILLY bókaskápur 60x106 sm, beyki HEMLIS herðatré 5 stk. JAGGA skrif/segultafla 56x82x5 sm 2.490,- BRANÄS karfa 23x25x15 sm 23x25x23 sm 495,- 990,- Lúxusliðið Nú stendur upp úr öðrum hverj-um manni að gömlu húsin þarna neðarlega á Laugarveginum séu ekkert nema kofahreysi og að þau beri að rífa hið fyrsta. Ég get ekki neitað því að ég hef tekið þessa um- ræðu dálítið til mín því hingað til hef ég ekki talið þessi hús til lýta á borginni heldur þvert á móti. Á þessum slóðum uni ég hag mínum einna best í höfuðborginni enda þyk- ist ég finna þarna einhverja sál og sögu, en samkvæmt nýja tímanum hlýt ég þar af leiðandi að vera göturóni fyrst að húsin eru hreysi. NÚ hafa menn lotið í lægra haldi fyrir röksemdarfærslum sem segja að enginn nenni lengur að ganga upp tvær tröppur eða niður tvær til þess að versla í búð, heldur þurfi að byggja allt aftur tröppulaust. Eng- um dettur í hug að hugsanlega kunni það að vera varningnum að kenna að fólk nennir ekki að ganga upp tröpp- ur til að kaupa hann. Í öllu falli segi ég: Ef menn eru ekki betri kaup- menn en svo að þeir þurfa að bjóða varning sinn á jafnsléttu en verða gjaldþrota ella, að þá er illa fyrir þeim komið. EN það er ekkert sem heitir. Nú á að snúa vörn í sókn og byrja á því að gera í buxurnar eins og vanalega. Þetta er gömul saga og ný. Nærri alltaf þegar athafnamenn með háar hugmyndir ætla að byggja ný lúxus- hús í staðinn fyrir gömul hér á landi hefur niðurstaðan verið menningar- slys. Já, og ekki bara menningarslys heldur líka fagurfræðilegt undrun- arefni. Ráðgáta. Eins gott að jafn- sléttukaupmenn réðu ekki alfarið ferðinni þegar átti að rífa kofana, sem svo voru kallaðir, í Kvosinni, Torfunni eða í Grjótaþorpinu. Gam- an að hafa 15 ára gamlar svokallað- ar lúxusíbúðir þar núna. HVERNIG er það, svo ég spyrji eins og bjáni, er ekki hægt að bygg- ja neitt á Íslandi lengur nema að það sé lúxus? Ég persónulega er farinn að fá grænar bólur yfir þessu endal- ausa lúxustali sem vellur uppúr ólík- legasta fólki. Lúxus er hallærislegt orð og getur engan veginn verið tak- mark í sjálfu sér. Hamingjan er ann- ars staðar. OG ég skal segja ykkur nákvæm- lega hvernig þetta fer á hinum nýja lúxus-Laugavegi, Lúxusvegi, sem menn ætla að rusla upp í hvelli til þess að geta verslað tröppulaust: Lúxusliðið í lúxusíbúðunum mun skáskjóta sér á 100% lánum út í lyft- una þegar því langar til að versla, niður í Lexusbílastæðið þaðan sem það keyrir – vegna veðurs – í einni striklotu upp í Smáralind, sem heitir svo en er í raun risastór getnaðar- limur séð úr lofti, og er hún sem slík einmitt til vitnis um það hvernig byggingarverktakar hafa haft þjóð- félagið að háði og spotti um langt árabil. Ég spyr: Munu lúxusíbúðirnar og tröppulausu verslanirnar á Lauga- veginum líka líta út eins og getnað- arlimur séð úr lofti? Já, eða kannski samsvarandi líkamspartur kven- kyns? Það væri þá alla vega góður húmor, þótt ekki væri meira. ■ BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR 56 (44) Bak 18.2.2005 21:57 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.