Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 40
30 19. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Við hrósum... ... Valsmönnum fyrir að hafa tryggt sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í fótbolta og mætt í úrslitaleikinn gegn Íslandsmeisturunum fullir sjálfstrausts og í sóknarhug. Það eru greinilega breyttir tímar á Hlíðarenda. „Ég held ég geti samt sagt það blákalt að ég hafi ekkert verið að meika það. Ég tók ekkert Stuðmannahopp.“ Handboltaþjálfarinn Aðalsteinn Eyjólfsson hefur ekki tapað húmornum þótt hann hafi ekki fengið greidd laun svo mánuðum skiptir.sport@frettabladid.is HANDBOLTI Aðalsteinn náði frábær- um árangri með kvennalið ÍBV síðasta vetur. Gerði liðið að Ís- landsmeisturum og komst einnig í undanúrslit í Evrópukeppni. Þessi frábæri árangur opnaði dyrnar fyrir hann í Þýskalandi og úr varð að hann tók við liði Weibern sem kemur frá 1500 manna smábæ. Lífið í Þýskalandi hefur ekki verið neinn dans á rósum. Weib- ern er búið að verma botnsæti deildarinnar í allan vetur og lítið annað en fall blasir við liðinu. Jafnvel þótt liðið haldi sæti sínu þá mun það líklega verða dæmt niður sökum fjárhagsvandræða. „Það er frekar erfitt ástandið hérna. Það hefur enginn fengið laun í tæpa þrjá mánuði og á þriðjudag skýrist hvort félagið verði keyrt í gjaldþrot. Staðan er ekki góð og félagið vantar rúmar fimm milljónir króna til þess að klára tímabilið,“ sagði Aðalsteinn og bætti við að félagið ætli sér niður þar sem það hefur hreinlega ekki efni á því að spila í úrvals- deildinni. Aðalsteinn hefur sett félaginu afarkosti. Annað hvort greiði það honum það sem hann á inni fyrir 26. febrúar eða hann fer heim með fyrstu vél. „Mér finnst miður að þurfa að gera þetta því mig langar mikið til þess að klára tímabilið. En á móti kemur að maður lifir ekki á loftinu einu saman. Sem betur fer átti ég varasjóð en hann fer að tæmast,“ sagði Aðalsteinn sem er með frekar þunnskipaðan hóp þar sem stjórn félagsins hef- ur rekið þrjá leikmenn frá félag- inu. Eftir standa ellefu stelpur og vinna Aðalsteins því mjög erfið. Þrátt fyrir alla erfiðleikana sér hann ekki eftir því að hafa farið út. „Þetta er eitthvað sem mig hafði alltaf langað að prófa og ég lagði allt undir. Eftir að hafa kynnst þessu umhverfi þar sem annað hvert félag er í fjárhags- vandræðum þá hef ég hvorki löngun né vilja til þess að vera hér áfram. Það er ekki gott að lifa í umhverfi þar sem er stanslaus óv- issa með laun. Þetta er engu að síður búin að vera fín reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég held ég geti samt sagt það blákalt að ég hafi ekki verið að meika það. Ég tók ekkert Stuðmannahopp,“ sagði Aðal- steinn léttur og hló. Hann stefnir á að hefja nám í lögfræði næsta vetur og samhliða því mun hann þjálfa kvennalið FH. „Ég er búinn að vera í viðræð- um við FH síðustu vikur og málið er frágengið af minni hálfu,“ sagði Aðalsteinn en Sæmundur Stefánsson, formaður handknatt- leiksdeildar FH, vildi ekki stað- festa að hann væri búinn að ráða Aðalstein en bjóst við að tilkynna ráðningu hans eftir helgi. henry@frettabladid.is Var ekki að meika þaðLEIKIR GÆRDAGSINS 1. deild karla FH–FRAM 23–24 FH: Guðmundur Pedersen 8, Arnar Pétursson 4, Hjörtur Hinriksson 4, Hjörleifur Þórðarson 2, Brynjar Geirsson 2, Valur Arnarson 2, Jón Helgi Jónsson 1. Fram: Guðjón Drengsson 8, Hjálmar Vilhjálmsson 5, Jón Björgvin Pétursson 4, Ingólfur Axelsson 3, Þorri Björn Gunnarsson 2, Arnar Sæþórsson 2, Stefán Baldvin Stefánsson 1. SELFOSS–STJARNAN 29–29 Mörk Selfoss: Ramunas Mikalonis 7, Atli Kristinsson 6, Haraldur Þorvarðarson 5, Hörður Bjarnason 3, Ramunas Kalendauskas 3, Andri Kristjánsson 2, Jón Þór Þorvarðarson 2, Jón Einar Pétursson 1. Mörk Stjörnunnar: Kristján Kristjánsson 8, Þórólfur Nielsen 6, Arnar Theodórsson 4, Hermann Björnsson 4, Vilhelm Sigurðsson 3, Björn Óli Guðmundsson 2, Gunnlaugur Garðarsson 1, Davíð Ketilsson 1. Tveir leikmenn, einn Selfyssingur og einn Stjörnumaður, fengu krossinn undir lok leiksins og einn leikmaður Selfoss hafði fengið rautt spjald fyrr í leiknum. GRÓTTA/KR–AFTURELDING 27–25 Mörk Gróttu/KR: Kristinn Björgúlfsson 10/5, Daníel Berg Grétarsson 5, Kristján Geir Þorsteinsson 3, Hörður Gylfason 3, David Kekelia 3, Brynjar Hreinsson 1, Kormákur Friðriksson 1, Daði Hafþórsson 1. Mörk Aftureldingar: Ernir Hrafn Arnarson 10, Hrafn Ingvarsson 5, Magnús Einarsson 3, Vladislav Troufan 3, Einar Ingi Hrafnsson 2, Jens Ingvarsson 1, Ásgeir Jónsson 1. STAÐAN FH 5 4 0 1 139–119 8 FRAM 5 3 0 2 128–125 6 GRÓTTA/KR 5 3 0 2 126–127 6 AFTURELDING5 2 0 3 143–140 4 SELFOSS 5 1 1 3 138–149 3 STJARNAN 5 1 1 3 128–142 3 Handboltaþjálfarinn Aðalsteinn Eyjólfsson er á leið heim eftir viðburðaríkt ár í Þýskalandi þar sem félag hans, TuS Weibern, er að fara á hausinn og enginn hefur fengið laun í marga mánuði. Hann tekur við kvennaliði FH næsta vetur. ENGINN DANS Á RÓSUM Aðalsteinn Eyjólfsson hefur ekki fengið laun greidd í þrjá mánuði í Þýskalandi og hefur fengið nóg FRETTABLAÐIÐ/RÓBERT 42-43 (30-31) Sport 18.2.2005 22:08 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.