Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 14
Það er ekki á hverjum degi sem kona er ráðin forstjóri stórfyrir- tækis á Íslandi. Hitt kom ekki síður á óvart, þegar stjórn Flug- leiða skýrði frá vali sínu á nýj- um stjórnanda félagsins á mið- vikudaginn, að fyrir valinu hafði orðið tiltölulega ung kona, svo að segja óþekkt úr fjölmiðl- um og meðal almennings. Hún heitir Ragnhildur Geirsdóttir og hefur undanfarin þrjú ár stjórnað rekstrar- stýringarsviði Icelandair, en það alþjóðlega heiti er sem kunnugt er haft yfir dótt- u r f y r i r t æ k i Flugleiðasam- s t e y p u n n a r sem annast flugið til og frá Íslandi. Ragnhild- ur er Reyk- víkingur, 33 ára gömul. Hún lauk stúdents- prófi frá Hamra- hlíðarskóla og síðan vélaverkfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1995. Eftir það stundaði hún nám í háskólanum í Wisconsin-Madison í Banda- ríkjunum þar sem hún lauk MS prófi í iðnaðarverk- fræði 1996 og fram- leiðslustjórnun 1998. Sama ár var hún ráðin verkefnisstjóri hjá Fjár- festingarbanka atvinnu- lífsins en þaðan fór hún til Flugleiða 1999 og hefur starf- að þar síðan. Var hún fyrst verkefnisstjóri í stefnumótun- ardeild, en í ársbyrjun 2003 tók hún við rekstrarstýringarsviði Icelandair. Hefur hún undanfar- in misseri verið einn nánasti samstarfsmaður fyrirrennara síns í forstjórastól, Sigurðar Helgasonar. Hefur hún borið ábyrgð á starfsmannahaldi og leiðakerfi Icelandair og á síðar- nefnda sviðinu er henni talið til tekna að hafa stýrt breytingum sem leitt hafa til mikils afkomu- bata í rekstri. Það er til marks um álit sem Ragnhildur ávann sér í störfum hjá Icelandair að hún var í fyrra kosin í stjórn móðurfyrirtækisins, Flugleiða. Um sama leyti var hún kosin í stjórn fyrirtækisins Tölvu- mynda. Öll þessi störf hefur hún unnið á hljóðlátan hátt án þess að láta mikið fyrir sér fara. Ekki er þó ólíklegt að nú vilji fjölmiðlar kynnast henni betur og haft verði auga með henni á opinberum vett- vangi. Ragnhildur er í sambúð með Ágústi Þor- björnssyni hag- verkfræðingi og rekstrar- ráðgjafa. Hún er útivistar- kona og tekur þátt í starfi hjálparsveit- anna í Kópa- vogi. Ragnhildur fær hvarvetna góða umsögn, er sögð hafa mikla skipu- l a g s g á f u , vera bráð- greind, hug- myndarík og fljót að átta sig á hlutun- um. Ekki þyk- ir síðra að hún er þægilegur samstarfsmað- ur sem hlustar á sjónarmið annarra. Sér- fræðingar sem fylgjast með rekstri Flug- leiða telja að stjórnarformað- ur og aðaleigandi fyrirtækisins, Hannes Smárason, hafi leikið sterkan leik með ráðningu henn- ar. Einnig verður að ætla að hinn nýi forstjóri Flugleiða muni verða kynsystrum sínum hvatning til frekari framsóknar í viðskiptalífinu. ■ 19. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Ef við tökum upp evruna og göng- um í Myntbandalag Evrópu fáum við stóran peningagróða upp í hend- urnar á þægilegan hátt. Því er hald- ið fram og reiknað út að þjóðartekj- ur okkar aukist um 4% eða langt í 40 miljarða árlega. Til samanburð- ar má geta þess að þetta eru meiri auknar tekjur árlega en koma í heild með virkjun við Kárahnjúka og af álveri á Reyðarfirði til sam- ans. Þær tekjur fara aftur mikið í afborganir og vexti af lánum vegna framkvæmdanna. Tekjur af evr- unni eru að mestu á þurru. Eru nettó-tekjur. Nýlega héldu hagfræðingar fund og tengdist hann Seðlabanka Íslands. Þar kom sú skoðun fram að evran kæmi til Íslands sem gjald- miðill okkar vegna hagkvæmni þótt margir væru á móti upptöku evr- unnar. Vildu hafa áfram okkar ísl- enzku krónu. En vilja menn borga 3 miljarða í tap fyrir íslenzku krón- una á mánuði? Borga sem sagt með krónunni okkar stórfé og missa af stórgróða evrunnar. Sagt er í blöðum að sjávarútveg- ur okkar tapi 20 milljörðum á árs- grundvelli í dag vegna þess að doll- arinn sé of ódýr. Kostar núna rúm- lega 60 krónur en var fyrir þó nokkru kominn yfir 100 krónur. Svona sveiflur þolir efnahagskerfi okkar ekki. Er of lítið til þess. Með evrunni væri fiskur verkaður hér í evrum og seldur svo „innanlands“ í sömu mynt eða evrunni t.d. á Spáni. Allt væri í föstum skorðum „innan- lands“ í evrum og engin gengis- áhætta eða tap. Við eigum að sækja strax í dag um aðild að evrunni og Myntbanda- lagi Evrópu. Þá kemur árlegur hagnaður upp á tæpa 40 miljarða. Það er sú fjárhæð sem okkur vant- ar árlega í dag til að borga árlegan viðskiptahalla okkar við útlönd. Upptaka evrunnar gerði með ein- földum og þægilegum hætti við- skiptahalla okkar óþarfan. Förum inn í evrulandið. Þar fáum við fjármálalegt öryggi. Í dag eru stórar hækkanir fasteigna og mikill og sjúklegur viðskiptahalli merki um að hætta er á ferðum á Íslandi. Við tökum oft nýjan millj- arð að láni vikulega erlendis. Einn daginn stoppar það. Hvað gerist þá? ■ Það er stórgróði af evrunni LÚÐVÍK GIZURARSON HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR UMRÆÐAN KRÓNAN OG EVRAN Förum inn í evru- landið. Þar fáum við fjármálalegt öryggi. ,, MAÐUR VIKUNNAR Fljót að átta sig á hlutunum RAGNHILDUR GEIRSDÓTTIR NÝR FORSTJÓRI FLUGLEIÐA TE IK N : H EL G I S IG . W W W .H U G VE R K A. IS 16-17 Umræðan 18.2.2005 20:42 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.