Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 14
Það er ekki á hverjum degi sem
kona er ráðin forstjóri stórfyrir-
tækis á Íslandi. Hitt kom ekki
síður á óvart, þegar stjórn Flug-
leiða skýrði frá vali sínu á nýj-
um stjórnanda félagsins á mið-
vikudaginn, að fyrir valinu
hafði orðið tiltölulega ung kona,
svo að segja óþekkt úr fjölmiðl-
um og meðal almennings.
Hún heitir Ragnhildur
Geirsdóttir og hefur
undanfarin þrjú ár
stjórnað rekstrar-
stýringarsviði
Icelandair, en
það alþjóðlega
heiti er sem
kunnugt er
haft yfir dótt-
u r f y r i r t æ k i
Flugleiðasam-
s t e y p u n n a r
sem annast
flugið til og
frá Íslandi.
Ragnhild-
ur er Reyk-
víkingur, 33
ára gömul. Hún
lauk stúdents-
prófi frá Hamra-
hlíðarskóla og síðan
vélaverkfræðiprófi frá
Háskóla Íslands 1995.
Eftir það stundaði hún
nám í háskólanum í
Wisconsin-Madison í Banda-
ríkjunum þar sem hún lauk
MS prófi í iðnaðarverk-
fræði 1996 og fram-
leiðslustjórnun 1998.
Sama ár var hún ráðin
verkefnisstjóri hjá Fjár-
festingarbanka atvinnu-
lífsins en þaðan fór hún til
Flugleiða 1999 og hefur starf-
að þar síðan. Var hún fyrst
verkefnisstjóri í stefnumótun-
ardeild, en í ársbyrjun 2003 tók
hún við rekstrarstýringarsviði
Icelandair. Hefur hún undanfar-
in misseri verið einn nánasti
samstarfsmaður fyrirrennara
síns í forstjórastól, Sigurðar
Helgasonar. Hefur hún borið
ábyrgð á starfsmannahaldi og
leiðakerfi Icelandair og á síðar-
nefnda sviðinu er henni talið til
tekna að hafa stýrt breytingum
sem leitt hafa til mikils afkomu-
bata í rekstri. Það er til marks
um álit sem Ragnhildur ávann
sér í störfum hjá Icelandair að
hún var í fyrra kosin í stjórn
móðurfyrirtækisins, Flugleiða.
Um sama leyti var hún kosin í
stjórn fyrirtækisins Tölvu-
mynda. Öll þessi störf hefur hún
unnið á hljóðlátan hátt án þess
að láta mikið fyrir sér fara.
Ekki er þó ólíklegt að nú
vilji fjölmiðlar kynnast
henni betur og haft
verði auga með henni
á opinberum vett-
vangi.
Ragnhildur er
í sambúð með
Ágústi Þor-
björnssyni hag-
verkfræðingi
og rekstrar-
ráðgjafa. Hún
er útivistar-
kona og tekur
þátt í starfi
hjálparsveit-
anna í Kópa-
vogi.
Ragnhildur
fær hvarvetna
góða umsögn,
er sögð hafa
mikla skipu-
l a g s g á f u ,
vera bráð-
greind, hug-
myndarík og
fljót að átta
sig á hlutun-
um. Ekki þyk-
ir síðra að hún
er þægilegur
samstarfsmað-
ur sem hlustar
á sjónarmið
annarra. Sér-
fræðingar sem
fylgjast með rekstri Flug-
leiða telja að stjórnarformað-
ur og aðaleigandi fyrirtækisins,
Hannes Smárason, hafi leikið
sterkan leik með ráðningu henn-
ar. Einnig verður að ætla að
hinn nýi forstjóri Flugleiða
muni verða kynsystrum sínum
hvatning til frekari framsóknar
í viðskiptalífinu. ■
19. febrúar 2005 LAUGARDAGUR
Ef við tökum upp evruna og göng-
um í Myntbandalag Evrópu fáum
við stóran peningagróða upp í hend-
urnar á þægilegan hátt. Því er hald-
ið fram og reiknað út að þjóðartekj-
ur okkar aukist um 4% eða langt í
40 miljarða árlega. Til samanburð-
ar má geta þess að þetta eru meiri
auknar tekjur árlega en koma í
heild með virkjun við Kárahnjúka
og af álveri á Reyðarfirði til sam-
ans. Þær tekjur fara aftur mikið í
afborganir og vexti af lánum vegna
framkvæmdanna. Tekjur af evr-
unni eru að mestu á þurru. Eru
nettó-tekjur.
Nýlega héldu hagfræðingar
fund og tengdist hann Seðlabanka
Íslands. Þar kom sú skoðun fram að
evran kæmi til Íslands sem gjald-
miðill okkar vegna hagkvæmni þótt
margir væru á móti upptöku evr-
unnar. Vildu hafa áfram okkar ísl-
enzku krónu. En vilja menn borga 3
miljarða í tap fyrir íslenzku krón-
una á mánuði? Borga sem sagt með
krónunni okkar stórfé og missa af
stórgróða evrunnar.
Sagt er í blöðum að sjávarútveg-
ur okkar tapi 20 milljörðum á árs-
grundvelli í dag vegna þess að doll-
arinn sé of ódýr. Kostar núna rúm-
lega 60 krónur en var fyrir þó
nokkru kominn yfir 100 krónur.
Svona sveiflur þolir efnahagskerfi
okkar ekki. Er of lítið til þess. Með
evrunni væri fiskur verkaður hér í
evrum og seldur svo „innanlands“ í
sömu mynt eða evrunni t.d. á Spáni.
Allt væri í föstum skorðum „innan-
lands“ í evrum og engin gengis-
áhætta eða tap.
Við eigum að sækja strax í dag
um aðild að evrunni og Myntbanda-
lagi Evrópu. Þá kemur árlegur
hagnaður upp á tæpa 40 miljarða.
Það er sú fjárhæð sem okkur vant-
ar árlega í dag til að borga árlegan
viðskiptahalla okkar við útlönd.
Upptaka evrunnar gerði með ein-
földum og þægilegum hætti við-
skiptahalla okkar óþarfan.
Förum inn í evrulandið. Þar
fáum við fjármálalegt öryggi. Í dag
eru stórar hækkanir fasteigna og
mikill og sjúklegur viðskiptahalli
merki um að hætta er á ferðum á
Íslandi. Við tökum oft nýjan millj-
arð að láni vikulega erlendis. Einn
daginn stoppar það. Hvað gerist
þá? ■
Það er stórgróði af evrunni
LÚÐVÍK GIZURARSON
HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR
UMRÆÐAN
KRÓNAN OG EVRAN
Förum inn í evru-
landið. Þar fáum við
fjármálalegt öryggi.
,,
MAÐUR VIKUNNAR
Fljót að átta sig
á hlutunum
RAGNHILDUR GEIRSDÓTTIR
NÝR FORSTJÓRI FLUGLEIÐA
TE
IK
N
: H
EL
G
I S
IG
. W
W
W
.H
U
G
VE
R
K
A.
IS
16-17 Umræðan 18.2.2005 20:42 Page 2