Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 46
„Þetta leikrit er um mjög skarpar andstæður þar sem þemað er ástin,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur leikritsins Brotið sem frumsýnt verður í Hafnarfjarðar- leikhúsinu í kvöld. „Ástin getur bæði límt fólk sam- an og líka verið tortímandi afl sem slítur fólk í sundur. Þetta fjallar um ungt par sem hittist og verður svona gríðarlega ástfangið, en síðan verða aðstæður til þess að allt snýst gegn þeim. Og þá fer ástin í vörn og snýst upp í andstæðu sína.“ Velt er upp spurningum um hvort ástin eigi sér takmörk, hvað eigi að ganga langt fyrir þá sem maður elskar, og hvenær ástin dug- ar hreinlega ekki til lengur. Leikendur í verkinu eru Þrúður Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Friðrik Friðriksson og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Brotið er fyrsta leikrit Þórdísar í fullri lengd sem frumsýnt er í at- vinnuleikhúsi, en síðastliðið sumar var sýnt eftir hana örleikritið Áttu smit. Hún þýddi einnig hið um- deilda verk „Ég er ekki hommi“ sem hefur verið sýnt í Loftkastalan- um undanfarið. Hún segir Brotið vissulega vera óvægið verk, en þó sé allur subbu- skapur víðs fjarri. „Þetta er tiltölulega klassískt þema um ástina og hvað það er sem laðar fólk hvert að öðru og hvað rekur það í sundur. En vissulega er það samt brútal á köflum.“ Hollenski myndlistarmaðurinn Gideon Gabriel Kiers setur sterkan svip á þessa sýningu með vídeó- myndum sem hann varpar á sviðið. „Hann notar þarna byltingar- kennda tækni til að lýsa upp sviðið með myndvarpa sem stundum kem- ur alveg í staðinn fyrir þessi hefð- bundnu sviðsljós.“ Margrét Örnólfsdóttir sér um tónlistina í sýningunni en leikstjóri er Erling Jóhannesson. ■ 36 19. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Kl. 14.00 Tilfinningatorgið verður haldið á Hressó í dag á milli klukkan 14 og 18. Þar gefst fólki kostur á að bera tilfinningar sínar á torg, stórar og smáar, í gríni og alvöru. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur tekur á móti gestum, bæði þeim sem vilja tjá sig og hinum sem vilja hlusta. menning@frettabladid.is ! STÓRA SVIÐ HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Í kvöld kl 20 - UPPSELT Fö 25/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20 - UPPSELT Fö 4/3 kl 20 - UPPSELT Lau 5/3 kl 20, Su 13/3 kl 20 Fi 17/3 kl 20, Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Sýningar halda áfram eftir páska. LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 20/2 kl 14 Su 27/2 kl 14 Su 6/3 kl 14 - Aukasýning Síðustu sýningar HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana. Forsala aðgöngumiða hafin. NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Í kvöld kl 20, Lau 26/2 kl 20, Su 27/2 kl 20 Su 6/3 kl 20, Su 13/3 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Su 20/2 kl 20, Su 27/2 kl 20 BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson, Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Su 20/2 kl 20 - UPPSELT, Fi 24/2 kl 20, Fö 25/2 kl 20 - UPPSELT, Fi 3/3 kl 20, Fö 4/3 kl 20, Lau 5/3 kl 20, Fi 10/3 kl 20, Fö 11/3 kl 20, Lau 12/3 kl 20 Allra, allra síðustu sýningar AUSA eftir Lee Hall Í samstarfi við LA. Í kvöld kl 20, Lau 26/2 kl 20, Su 6/3 kl 20 Ath: Miðaverð kr. 1.500 AMERICAN DIPLOMACY eftir Þorleif Örn Arnarsson. Í samstarfi við Hið lifandi leikhús. Forsýning Má 21/2 kl 20 - kr. 1.000 Forsýning Þri 22/2 kl 20 - kr. 1.000 Aðalæfing Mi 23/2 kl 20 - kr. 1.000 Frumsýning Fi 24/2 kl 20 - UPPSELT Fö 4/3 kl 20, Lau 5/3 kl 20 SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson. Í samstarfi við TÓBÍAS. Fö 25/2 kl 20, Mi 2/3 kl 20 VESTURFARARNIR - NÁMSKEIÐ Í samstarfi við Mími - símenntun Mi 23/2 - Böðvar Guðmundsson Innifalið: Boð á Híbýli vindanna 15:15 TÓNLEIKAR HILDIGUNNUR HALLDÓRSDÓTTIR SÓLÓ - KYNSLÓÐABIL FIÐLUNNAR Í dag kl 15:15 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Frumsýning Fö 4/3 kl 20, Su 6/3 kl 20, Fö 11/3 kl 20, Su 12/3 kl 20, Fö 18/3 kl 20, Lau 19/3 kl 20 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Sögur kvenna frá hernámsárunum Sunnudagur 20/2 kl.14.00 Miðvikudagur 23/2 kl.14.00 Sunnudagur 27/2 kl. 14.00 ÁstandiðTenórinn Sýningum fer fækkandi Vetrarhátíð - Grímuball Bardukha og Andrea Jónsdóttir laugardaginn 19. febrúar. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir: Sun. 20. feb. kl. uppselt Sun. 27. feb. kl. örfá sæti Sun. 6. mars kl. 20 Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. 5. sýn. 25. feb. kl. 20 – Uppselt - 6. sýn. 27. febrúar kl. 19 – Uppselt 7. sýn. 4. mars kl. 20 – Örfá sæti laus - 8. sýn. 6. mars kl. 19 – Örfá sæti 9. sýn.12. mars kl. 19 - Uppselt. – Síðasta sýning AUKASÝNING: Mið. 2. mars kl. 20 AUKASÝNING: Fim. 10. mars kl. 20 í boði Vinafélags Íslensku óperunnar Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst Tosca – Vetrarkvöld með Puccini og Verdi, í Laugarborg mið. 23. feb. kl. 20.30 Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór og Kurt Kopecky, píanó flytja aríur og dúetta úr Toscu og öðrum óperum eftir Puccini og Verdi. Miðasala á netinu: www. opera.is ■ ■ KVIKMYNDIR  14.00 Heimildamyndavika Gagn- auga hefst í dag í Snarrót við Garðar- stræti. Sýndar verða um 50 heimild- armyndir þar sem fram koma sjónar- mið sem stangast á við ríkjandi heimsmynd og söguskoðun.  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir sænsku myndina Herr Arnes Pengar í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. ■ ■ TÓNLEIKAR  15.15 Hildigunnur Halldórsdóttir leikur á fiðlu verk eftir Telemann, Bach, Hafliða Hallgrímsson og Hildigunni Rúnarsdóttur. Tónleikarnir verða í Borgarleikhúsinu.  20.00 Karlakórinn Heimir, Álfta- gerðisbræður, Sigrún Hjálmtýsdótt- ir, Anna Sigríður Helgadóttir og vestur-íslenski tenórinn Peter John Buchan koma fram á skemmtikvöldi Vesturfarasetursins í Salnum í Kópa- vogi. Söngur, frásagnir, grín og glens.  21.00 Hljómsveitin Choral spilar órafmagnað á Kaffi Hljómalind.  22.00 Hvanndalsbræður, Helgi og hljóðfæraleikararnir, Douglas Wil- son, Norðanpiltar, Kristján Pétur og Populus Musika á Grand Rokk.  22.00 Reggí-hljómsveitin Hjálmar heldur tónleika í Stúdentakjallaranum. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 16 17 18 19 20 21 22 Laugardagur FEBRÚAR EKKI MISSA AF… ... Böðvari Guðmundssyni sem ætlar að segja frá Vesturfara- sögum sínum í Ráðhúsi Reykja- víkur klukkan 15.30. Leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur flytja einnig brot úr Híbýli vindanna og lesa úr bréfum vesturfara. ... sænsku kvikmyndinni Herr Arnes Pengar sem Kvikmynda- safn Íslands sýnir í Bæjar- bíói í Hafnarfirði klukkan 16. Myndina gerði Mauritz Stiller árið 1919. ... hinu árlega Spaðaballi sem haldið verður á Nasa í kvöld og hefst klukkan 22. Fjölskrúðugt mannlíf og alls konar menning verður kraumandi á Þjóðahátíð Alþjóðahúss- ins sem haldin verður í Perlunni í dag. Markmið Þjóðahátíðar er að kynna það fjöl- menningarlega samfélag sem Íslandi er í dag og hvaða áhrif fólk af erlendum upp- runa hefur á samfélagið; hvernig það auðgar menningu okkar og stuðlar að fjölbreyttara mannlífi. Með þessu er jafnframt verið að auka skilning milli fólks af ólíkum uppruna og leggja því starfi lið sem miðar að frið- samlegu fjölmenningarlegu samfélagi á Ís- landi. Hátíðin hefst á hádegi og stendur til klukkan 18. Þátttakendur í henni eru fulltrúar frá 20 þjóðlöndum auk ýmissa sem starfa að mál- efnum innflytjenda hér á landi. Þjóðahátíð er þannig kjörið tækifæri fyrir innfædda Íslendinga til að kynna sér fjöl- breytta menningu og uppruna þess erlenda fólks sem kosið hefur að setjast að hérlend- is. Sérstaklega vinsælt hefur verið meðal gesta Þjóðahátíða að fá að bragða á fram- andi réttum. Litríkt og lifandi ÁSTIN DUGAR EKKI TIL Nýtt leikrit eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Ástin snýst gegn sjálfri sér 48-49 (36-37) Slanga/Menning 18.2.2005 20:15 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.