Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 20
Davíð forsætisráðherra
Það var gaman að sjá Davíð Oddsson aftur á
þingi eftir svo langa fjarveru. Og hann leit svo
vel út. Nýklipptur og vel greiddur og reffileg-
ur. Það var ekki að undra að hann hafi rugl-
ast svolítið í ríminu. Settist í stól forsætisráð-
herra – af gömlum vana. Fattaði það hins
vegar ekki fyrr en þingmaður hafði ruglast í
ræðustól og ávarpað hann
sem „hæst-
virtan forsætisráðherra“. Færði sig þá úr Hall-
dórs sæti – í sitt sæti. En ruglingurinn hélt
áfram og næsti þingmaður sem tók til máls
endurtók leikinn. Það var því ekki stóllinn
sem Davíð sat í sem olli ruglingnum – heldur
einfaldlega vera hans í þingsal. Í hugum
margra – meira að segja þingmanna – er
Davíð enn forsætisráðherra.
Kvenréttindafrömuðurinn
Saddam Hussein
Endurkomu Davíðs á þing hefur verið beðið
með mikilli óþreyju. Sá sem bíður eflaust
einna spenntastur er forsætisráðherrann Hall-
dór Ásgrímsson, sem hefur einn þurft að
svara síendurteknum spurningum þingmanna
og fjölmiðla um Íraksmálið margumtal-
aða. Hann hefur varist einn – án
þess að hafa Davíð sér við
hlið. Davíð, sem er
einna þekktastur fyrir
að geta afgreitt erfiðar umræður með einni
sprengju – svo sem „afturhaldskommatitts-
flokkur“ – og leiða þannig umræðuna á villi-
götur og sleppa um leið í öruggt skjól. Halldór
kann þetta ekki. Hann þegir bara og þegir og
þegar hann talar er það allt í kross. Tilhlökk-
unin snerist því ekki síst um það hvaða
sprengju Davíð myndi láta falla um Íraksstríð-
ið. En hún hefur ekki fallið enn – fyrir utan
eina fýlubombu sem
hann laumaði inn á Al-
þingi í vikunni er rætt
var um kosningarnar í
Írak. Hann sagði að
stór hluti þeirra sem
berðust gegn frelsinu í
Írak kæmu úr röðum
„kvenréttindafrömuð-
arins Saddam
Hussein“.
22 19. febrúar 2005 LAUGARDAGUR
ÍRAKSMÁLIÐ Á fundi utanríkismála-
nefndar 19. febrúar 2003 lýsti
Halldór Ásgrímsson þeirri af-
dráttarlausu afstöðu ríkisstjórn-
arinnar að ef til aðgerða gegn Írak
kæmi yrðu þær einungis gerðar
með samþykki öryggisráðsins. Þá
sagði hann einnig að „ekkert virð-
ist vera staðfest um tilvist gereyð-
ingarvopna í Írak,“ eins og segir í
fundargerðinni.
Halldór taldi jafnframt „ekki
ólíklegt að ný ályktun yrði sam-
þykkt“ og „áherslur Íslands í mál-
inu hafa verið að finna friðsam-
lega lausn ef þess er nokkur kost-
ur,“ að því er fram kemur í fund-
argerðinni.
Stjórnarandstaðan gagnrýndi
Halldór á fundi nefndarinnar 21.
mars 2003 fyrir að hafa tekið
skyndilega stefnubreytingu í af-
stöðu sinni varðandi Írak. Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
Vinstri grænna, sagði á fundinum
21. mars að „ekkert hefði áður
komið fram sem hefði gefið
ástæðu til að ætla að ríkisstjórnin
myndi styðja hernaðaraðgerðir
gegn Írak án undangenginnar
ályktunar öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna. Þvert á móti hefði mátt
búast við gagnstæðri afstöðu rík-
isstjórnarinnar,“ að því er segir í
fundargerð.
Eiríkur Tómasson, lagaprófess-
or við Háskóla Íslands, var spurð-
ur að því hvort ráðherra hefði
gerst brotlegur gegn lögum um
ráðherraábyrgð yrði hann uppvís
að því að hafa gefið þingnefnd vís-
vitandi rangar eða misvísandi upp-
lýsingar. „Já, þá kann hann að hafa
bakað sér ábyrgð samkvæmt þeim
lögum,“ segir Eiríkur. „Og svo er
náttúrlega pólitísk ábyrgð, en þá
erum við komin út fyrir ramma
laganna,“ segir hann.
Telji meirihluti alþingis að ráð-
herra hafi gerst brotlegur gegn
lögum um ráðherraábyrgð getur
hann höfðað mál á hendur ráð-
herra fyrir brot í starfi, að sögn
Eiríks. „Þá fer málið fyrir lands-
dóm sem dæmir endanlega,“ segir
Eiríkur. Engin fordæmi eru fyrir
slíku á Íslandi.
Eiríkur telur þó að lögin um
ráðherraábyrgð séu ekki nægi-
lega skýr. „Hin lagalega ráðherra-
ábyrgð er eitt af því sem þarf að
skoða í tengslum við endurskoðun
stjórnarskrárinnar,“ segir hann.
Hann bendir á að í kjölfar
Watergate-hneykslisins á áttunda
áratugnum hafi löndin í kringum
okkur endurskoðað lög um ráð-
herraábyrgð og gert þau skýrari.
„Ef ráðherra verður staðinn að
því að gefa þinginu eða þingnefnd
rangar upplýsingar er ekki tekið
beint á því í ráðherraábyrgðarlög-
unum eins og þau eru núna. Ég tel
að þau eigi hins vegar að gera það.
Það ætti ekki bara að vera ráð-
herra siðferðilega skylt að gefa
réttar upplýsingar, heldur líka
lagalega. Brot á því sé þá lögbrot
og leiði til ábyrgðar,“ segir Eirík-
ur
. sda@frettabladid.is
stjornmal@frettabladid.is
Úr bakherberginu...
Rangar upplýs-
ingar eru lagabrot
Veiti ráðherra þingnefnd rangar upplýsingar hefur hann að öllum
líkindum brotið gegn lögum um ráðherraábyrgð, segir lagaprófessor.
Segir lögin ekki nægilega skýr og að þau eigi að endurskoða.
nánar á visir.is
UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,,
„Nái Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kjöri í komandi for-
mannskosningum innan Samfylkingarinnar, verður það
skref aftur á bak.“
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
á heimasíðu sinni 13. febrúar.
„Þegar menn láta hótanir eða refsiaðgerðir stjórna sér þá
er lýðræðið í miklum vanda. Ég vona að allir séu sammála
um það að slíkt eigi ekki að líða, ekki undir neinum kring-
umstæðum.“
Kristinn H. Gunnarsson á heimasíðu sinni 14. febrúar.
Málefni Framsóknarflokksins hefur talsvert borið á góma þessa vikuna.
Tilefnið er jákvætt að þessu sinni – í það minnsta fyrir suma.
Kristinn H. Gunnarsson hefur unnið sína orrustu gegn forystunni – en
stríðið heldur áfram. Þótt hann hafi lagt niður vopnin um hríð er séð til
þess að þau séu aldrei langt undan – ef til þeirra þurfi að grípa í skyndi.
Sá þingmaður Framsóknarflokksins sem enn háir sína orrustu er Siv
Friðleifsdóttir. Orrusta hennar hófst er hún var sett til hliðar í ráðherra-
hópi flokksins og náði hámæli er karlkyns andstæðingar hennar gerðu
atlögu að henni í gegnum Freyjuna.
En Siv neitar að gefast upp. Hún ætlar ekki að tapa þessari orrustu –
og því síður stríðinu. Mitt í anda þeirra sátta sem forystan var að boða
með því að bjóða Kristin velkominn til leiks að nýju gerir hún nýja at-
lögu. Hún ætlar að sjá til þess að bræðrunum Páli og Árna Magnússyni
verði ekki fyrirgefið Freyjumálið fyrir flokksþing. Hún ætlar ekki að gefa
eftir ritaraembættið – og ætlar að berjast til hinsta blóðdropa fyrir sæti
sínu á framboðslista kjördæmisins.
Hún hefur kvennafylkingu flokksins á sínu bandi og nýtir sér það. „Mér
fyndist ótrúlegt ef gengið yrði yfir karlmann, sem leiddi Framsóknar-
flokkinn í fjölmennasta kjördæmi landsins, væri með 20 prósent af fylgi
flokksins og miklu meira en aðrir þingmenn flokksins ef þeir eru greind-
ir eftir kjördæmi, ritari flokksins með langa reynslu í sveitarstjórnum og
á þingi,“ sagði Siv í viðtali í hádegisútvarpi Fréttablaðsins á Talstöðinni á
mánudaginn. Hún tryggir það að ekki verði aftur yfir hana gengið – hún
kemur í það minnsta í veg fyrir mótframboð um ritaraembættið á flokks-
þinginu.
Kristinn H. hugsar lengra fram í tímann. Í hádegisútvarpinu á Talstöð-
inni á fimmtudaginn sagðist hann metnaðarfullur stjórnmálamaður og
hann ætlaði sér forystuhlutverk í flokknum. Hann er að hugsa til
þarnæsta flokksþings – líkt og erkifjendur Sivjar, Magnússynirnir. Og
hann ætlar sér stóra hluti.
Stríðinu er langt frá því lokið.
VIKA Í PÓLITÍK
SIGRÍÐUR DÖGG AUÐUNSDÓTTIR SKRIFAR
Orrustur og stríð
LAGERÚTSALA
www.tanni.is
gott verð fyrir alla!
T-bolir 300 / Síðerma T-bolir 500 / Flíspeysur frá 500
Kuldagallar (Small) 1.000 / Samfestingar (Small) 1.000
Pólóbolir 700 / Skyrtur 1.000 / Jakkar frá 2.000
Svuntur fyrir mötuneyti 500 / Töskur / Húfur / Handklæði
Barna pólóbolir 500 / Barna joggingbuxur
Opið 9-17 virka daga og laugardaga 11-17
Dömupólóbolur krep 700 krHerraskyrtur 1.000 kr
Tanni er auglýsingavöru fyrirtæki
Við bjóðum fyrirtækjum, stofnunum og
félagasamtökum meðal annars:
T-boli, pólóboli, háskólapeysur, flíspeysur,
penna, reiknivélar, klukkur...
allt með þínu merki.
Erum í sama húsi og Tækniháskólinn, lagerhúsnæði að norðanverðu
„Þetta mál er eitt-
hvert poppúlísk-
asta mál sem hef-
ur komið inn á
þingið og hefur
ekki neinn annan
tilgang en að vekja
athygli á flutnings-
manni sjálfum.“
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, á Alþingi 14. febrúar í umræðu
um frumvarp Péturs Blöndals um að legg-
ja niður forsetaembættið.
„Það var nefnt í umræðunni áðan
að í Bretlandi er engin stjórnar-
skrá og gengur bara þokkalega.
Það er spurning
hvort það sé nokk-
ur þörf fyrir stjórn-
arskrá yfirleitt.“
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, á Alþingi við sama tækifæri.
„Ég hef alltaf haft illan bifur á því
að hér sé eitthvað fólk sem er
eitthvað æðra öðru fólki.“
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, á Alþingi við sama tækifæri.
„Ef einhver hefur
það hugmyndaflug
að búa til forseta
í ríki sem ekki
hefði neitt stjórn-
skipulegt hlutverk
þá ættum við að leggja hann
með einhverjum hætti niður.“
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar-
innar, á Alþingi við sama tækifæri.
„Við þreytumst
lítið á að monta
okkur yfir því að
við erum vagga
lýðræðis. Maður
stórefast um að
innstæða sé fyrir
því monti, virðu-
legur forseti,
þegar við horfum upp á það að
konum fækkaði hér í þinginu í
síðustu kosningum.“
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknar-
flokksins, á Alþingi 17. febrúar í umræðu
um kosningarnar í Írak.
UMMÆLI
Á ALÞINGI
,,
UMMÆLI
Á ALÞINGI ,,
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Á fundi utanríkismálanefndar 19. febrúar 2003 lýsti Halldór Ásgrímsson þeirri afdráttar-
lausu afstöðu ríkisstjórnarinnar að ef til aðgerða gegn Írak kæmi yrðu þær einungis gerðar
með samþykki öryggisráðsins. Stjórnarandstaðan gagnrýndi Halldór á fundi nefndarinnar
21. mars 2003 fyrir að hafa tekið skyndilega stefnubreytingu í afstöðu sinni varðandi Írak.
22-35 (22-23) Stjórnmál/Viðsk. 18.2.2005 15.55 Page 2