Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 61, 73 62,03 116,91 117,47 80,52 80,98 10,82 10,88 9,72 9,77 8,86 8,91 0,59 0,59 93,68 94,24 GENGI GJALDMIÐLA 18.02.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 110,70 -0,22% 4 19. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Flótti frá Íbúðalánasjóði: 85 milljarða uppgreiðsla FASTEIGNALÁN Miðað við þær tölur um stöðu heildarútlána Íbúða- lánasjóðs nú um áramótin, sem Fréttablaðið hefur undir hönd- um, hafa íbúðasjóðslán að and- virði 85 milljarða verið greidd upp á árinu. Miðast þetta við að í árslok 2004 séu heildarlán sjóðsins 15 milljörðum lægri en við árslok 2003. Einnig miðast útreikningurinn við það sem Hallur Magnússon, sviðsstjóri þróunar- og almannatengsla- sviðs Íbúðalánasjóðs, sagði hér í blaðinu í lok janúar að Íbúða- lánasjóður hefði lánaði lands- mönnum tæpa 70 milljarða árið 2004. Þetta gerist á þeim tíma sem markaður fasteignalána er að stækka. Við áramótin síðustu voru fasteignalán bankanna um 120 milljarðar. Ef 85 milljarðar voru notaðir til að endurfjármagna eldri íbúðasjóðslán, eru um 35 milljarðar ný lán og skuldbreytt bankalán, eða tæp 30 prósent af fasteignalánum bankanna. -ss Leigði herbergi í ólöglegu húsnæði Félagsþjónustan í Hafnarfirði leigði herbergi fyrir skjólstæðinga sína í nokkra mánuði í haust í ósamþykktu húsnæði á svæðinu við suðurhöfnina í bænum, að sögn eigenda húsnæðisins. HAFNARFJÖRÐUR Félagsþjónustan í Hafnarfirði leigði herbergi fyrir skjólstæðinga sína í nokkra mánuði í haust í ósamþykktu húsnæði að Hvaleyrarbraut 22, á hafnarsvæð- inu í suðurhluta bæjarins. Björn Baldursson, annar tveggja eigenda húsnæðisins, segir að eigendurnir hafi losað sig við skjólstæðinga stofnunarinnar því að þeim hafi bara fylgt eiturlyfjaneysla og vandræði. Hópur útlendinga býr nú í hús- næðinu sem er í skrifstofum gam- allar síldarvinnslu við Hvaleyrar- braut 22. Hópurinn samanstendur af sex Lettum, þremur Litháum og þremur Íslendingum. Íslending- arnir eru öryrkjar og útlendingarn- ir vinna hjá öðrum eigandanum og verktakafyrirtækinu Ris. Húsnæðið hefur verið innréttað með öllum græjum, níu herbergi og þrjár stúdíóíbúðir án þess að til- skilin leyfi lægju fyrir. Herbergin eru leigð á 32 þúsund og íbúðirnar á 40 þúsund krónur. Húsnæðið er í eigu Péturs Jónssonar húsasmíða- meistara og Björns. „Þetta er allt nýuppgert með eldhúsi, setustofu, sjónvarpi, þvottahúsi, þurrkara, þvottavél og uppþvottavél í eldhúsinu. Öll her- bergi eru parkettlögð og steinteppi á sameigninni. Öll herbergin eru nýmáluð með nýjum innréttingum. Þetta er skráð iðnaðarhúsnæði en mjög huggulegt, bara svipað og gistiheimilið Berg, iðnaðarhúsnæði sem búið er að breyta í gistiheim- ili,“ segir Björn. Már Sveinbjörnsson hafnar- stjóri kannaðist við að búið væri í þessu húsnæði en sagði málið ekki í lögsögu hafnarinnar heldur bygg- ingarfulltrúa og heilbrigðiseftir- lits. Starfsmanni byggingarfulltrú- ans í Hafnarfirði kom á óvart að búið væri í þessu húsnæði enda um iðnaðarhúsnæði á hafnarsvæði að ræða. ghs@frettabladid.is Hafnarfjörður: Innbrot um miðjan dag AFBROT Lögregla segir innbrots- þjófa finna meira skjól til verka sinna um hábjartan daginn en um nætur. Á einni viku hafa fjögur innbrot verið framin í Hafnar- firði, öll að degi til. Síðastliðinn miðvikudag var brotist inn í hús í Áslandshverfi og myndavélar og dýr tölvubúnaður borinn út. Fyrr í vikunni hafði sjónvarpstæki verið tekið um miðjan dag. Af þessu til- efni vill lögreglan í Hafnarfirði beina þeim tilmælum til fólks að herða nágrannavörslu og láta vita ef það verður vart við óeðlilegar mannaferðir í nágrenni sínu. - jse Stokkseyri: Brotist inn í skóla LÖGREGLUMÁL Fartölvum, skjám og öðrum tölvubúnaði var stolið úr skóla á Stokkseyri þegar brotist var þar inn í fyrrinótt. Þegar Fréttablaðið fór prentun í gærkvöldi hafði löreglan ekki náð þjófinum. Lögreglan á Sel- fossi væri þakklát ef fólk léti hana vita ef það hafi orðið vart við eitt- hvað grunsamlegt en engin stað- fest grunsemd hafði borist lög- reglunni í gærkveldi. Sömu nótt fann lögreglan 1 gramm af spýtti þegar hún hafði afskipti af öku- manni á Suðurlandsvegi. Maður- inn hefur áður komið við sögu lög- reglu og var honum sleppt eftir yfirheyrslu. - jse FIMM BÍLA TJÓN Fimm bílar skemmdust við Laugarbakka í fyrrakvöld þegar bílaflutningabíll með þrjá bíla á pallinum lenti í samstuði við annan bíl. Hentist einn bílanna af pallinum en allir bílarnir skemmdust. Færðin var góð en vegir eru mjóir og því oft erfitt um vik fyrir flutningabíla að komast leiðar sinnar. Rannsókn lokið: Ræningi í varðhaldi GÆSLUVARÐHALD Rannsókn á fjórum vopnuðum ránum og einni ránstil- raun í síðustu viku lauk í gær. Ræn- inginn hefur setið í gæsluvarðhaldi í eina viku en varðhaldið var fram- lengt um sex vikur eða þar til dóm- ur fellur. Málið verður sent til ríkissak- sóknara eftir helgi. Ræninginn ber við spilafíkn. Maðurinn sem er þriggja barna faðir hefur játað brot sín að mestu. - hrs ■ LÖGREGLUFRÉTTIR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI HVALEYRARBRAUT 22 Eigendur þessa húsnæðis segja að Félagsþjónustan í Hafnarfirði hafi leigt herbergi fyrir skjólstæðinga sína í þessu húsnæði en það er á iðnaðarsvæði. Húsnæðið er á stað þar sem íbúðahúsnæði á ekki að vera leyfilegt. Gengið og sjávarútvegur: Engin óskastaða SJÁVARÚTVEGUR Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, seg- ir það rangt hjá Guðmundi Ólafs- syni hagfræðingi að minni hluti tekna útgerðanna, miðað við skuld- ir, sé í dollurum eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Því sé staða gengisins í dag eng- in óskastaða fyrir útgerðarmenn. Stærstur hluti erlendra lána sé í myntkörfu, fjórðungur í dollurum. Á móti komi 20 prósent tekna grein- arinnar í sömu mynt. Í körfunni er einnig um fjórðungur í evrum á móti 37 prósentum tekna. - ss Ylræktarbændur: Fá aukinn afslátt RAFORKUVERÐ Á fundi ríkisstjórnar- innar í gær var ákveðið að sá af- sláttur sem Landsvirkjun og Rarik hafa veitt ylræktarbændum af raf- magnsverði, verður greiddur úr ríkissjóði. Fyrir niðurgreiddi ríkið raforkuverð til ylræktarbænda um 30 milljónir, en niðurgreiðslan verð- ur 80 milljónir eftir samþykkt ríkis- stjórnar. -ss Innbrot á Reykjanesi: Þriggja tonna tjakki stolið LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í fisk- vinnslufyrirtæki á Reykjanesi í fyrrinótt og hvarf þjófurinn á brott með verkfærakistu á hjólum, rafsuðutæki, hátíðnisuðutæki og þriggja tonna tjakk. Ljóst er að verðmæti þýfisins er nokkur hund- ruð þúsund krónur. Þjófurinn kom sér inn um gluggann en nokkuð víst að hann hafi farið annarstaðar út með þýfið. Ekki er vitað hver var að verki en lögreglan í Keflavík vonast til að fá vísbendingar frá fólki ef það hefur einhverjar upplýsingar um málið. - jse HALLUR MAGNÚSSON Sviðsstjóri þróunar- og almannatengsla- sviðs Íbúðalánasjóðs segir að sjóðurinn hafi lánað landsmönnum tæpa 70 millj- arða á síðasta ári. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L 04-05 18.2.2005 21:53 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.