Fréttablaðið - 19.02.2005, Side 7

Fréttablaðið - 19.02.2005, Side 7
19. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Formaður menntaráðs Reykjavíkur: Ræða þarf framtíð trúarlegra skóla GRUNNSKÓLAR Í umræðum í borg- arstjórn um hlutverk og stöðu einkarekinna skóla í borgarstjórn viðraði Stefán Jón Hafstein, for- maður menntaráðs Reykjavíkur- borgar, hugmyndir um hvernig breyta megi einkareknum skólum í borginni. Sagði hann meðal ann- ars um Suðurhlíðarskóla, sem rekinn er af aðventistum, að hann væri rekinn á trúarlegum fors- endum og ræða þyrfti stöðu borg- arinnar gagnvart slíkum skólum. „Hvert er svar okkar, komi til þess að félag múslima óski eftir að reka skóla á sínum forsendum í Reykjavík, eða skólar annarra trúarhópa?“ Jón Karlsson, skólastjóri Suð- urhlíðarskóla, sagði að hann hefði ekki fundað með Stefáni Jóni um breytingar á rekstri skólans, né heldur um trúarlegar forsendur hans. „Við búum í kristnu þjóð- félagi og það er undarlegt ef á að refsa fólki fyrir að setja kristni í öndvegi,“ sagði Jón. Stefán Jón segir að með þess- um orðum hafi hann ekki verið að taka efnislega afstöðu eða beina orðum sínum gegn Suðurhlíðar- skóla. Hann hafi verið að tala út frá sænsku reynslunni. Þar hafi myndast heitar umræður um sér- trúarskóla þar sem börn væru að einangrast í menningarkimum, en slíkt þurfi að ræða hér á landi út frá fjölmenningarstefnu. - ss Konur á íraska þinginu: Hærra hlutfall en á Íslandi ALÞINGI Siv Friðleifsdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, benti á það í umræðum um kosn- ingarnar í Írak á Alþingi að hlut- fall kvenna á íraska þinginu væri hærra en á Alþingi Íslendinga. „Konur hér eru 30,2 prósent, karlar eru 70 prósent. Við stönd- um okkur því verr en Írakar varð- andi hlutfall kvenna á þingi. Það er betra hlutfall kvenna á þingum meðal annars á Kúbu, Spáni, Kosta-Ríka, Argentínu, Rúanda, Suður-Afríku og í Írak en er á Ís- landi,“ sagði Siv. „Það er góðra gjalda vert að ræða kosningarnar í Írak á Al- þingi Íslendinga,“ sagði Ögmund- ur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. „En ég vek athygli á því að Alþingi er meinað að fá upplýs- ingar um aðkomu ríkisstjórnar Ís- lands að innrásinni í Írak en máls- hefjandi í þessari umræðu var á meðal þeirra sem greiddu at- kvæði gegn því að leynd yrði aflétt af gögnum um það mál,“ sagði hann. - sda Sími: 444 4000 www.icehotels.is GÓ‹UR FUNDUR N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 3 3 8 7 Á ICELANDAIR HOTELS finnur flú frábæra fundara›stö›u sem hentar fyrir fundi af öllum stær›um og ger›um. Vi› bjó›um fyrsta flokks tæknibúna›, sérfljálfa› starfsfólk og umgjör› vi› hæfi. Veri› velkomin! Nordica • Loftlei›ir • Flughótel • Hamar • Flú›ir • Rangá • Klaustur • Héra› SUÐURHLÍÐARSKÓLI Stefán Jón Hafstein vill ræða hver stefna borgarinnar eigi að vera varðandi sértrúarskóla. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Þingmaður Framsóknar- flokksins segir stöðu kvenna á þingi bága. 08-09 18.2.2005 18:55 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.