Fréttablaðið - 28.02.2005, Síða 65

Fréttablaðið - 28.02.2005, Síða 65
24 28. febrúar 2005 MÁNUDAGUR Ung íslensk rokkhljómsveit komst á samning hjá stóru fyrir- tæki (sem hafði sveitir á borð við Led Zeppelin inn- anborðs) í hinni stóru Ameríku fyrir þó nokkrum árum síðan. Kapparnir ungu sáu því fram á að geta flegið feitan gölt ef allt gengi eftir og var það sumar eitt að sveitin var kvödd í tónleikaferðalag stuttu eftir útkomu fyrstu plötunn- ar. Hljómsveitin átti að leika á 17 tónleikum á 23 dögum og bjuggu meðlimir hennar sig undir mikið streð og álag. Einn úr hljómsveitinni átti góðan kunningja sem vann á þekktri ís- lenskri útvarpsstöð. Var sá afar spenntur yfir afrekum hljómsveit- arinnar og reyndi hvað hann gat til að fylgjast með hverju skrefi hljómsveitarinnar. Þegar tónleikaferðin var hálfn- uð ákvað útvarpsmaðurinn að grafa upp símanúmer á hóteli sem hljómsveitin átti að gista á og hringja í félaga sinn og taka hann í viðtal. Klukkan á Íslandi var í kringum áttaleytið að kvöldi og hljómsveitin var stödd í Los Ang- eles, þar sem tónleikar á hinum fræga klúbbi Whiskey a Go-Go áttu sér stað kvöldið áður. Síminn hringdi og hringdi og hringdi og var okkar maður við það að leggja á þegar rám rödd heyrðist á hin- um enda línunnar. „Halló?“ sagði röddin. „Já blessaður maður. Þetta er Denni hérna í útvarpinu. Hvað segið þið gott, hvernig gekk að spila í gær?“ spurði okkar mað- ur, himinlifandi að hafa náð tali af hljómsveitinni. „Hvað meinarðu maður?“ svaraði röddin og hóstaði. „Áttuð þið ekki að vera spila í gær í LA?“ spurði útvarps- maðurinn. „Jú, en við erum búnir að vera blindfullir í viku að eltast við gellur og slepptum því bara að spila á öllum tónleikunum,“ svar- aði rokkstjarnan þá. „Erum við nokkuð í beinni?“ spurði kappinn svo. „Já,“ svaraði útvarpsmaður- inn. „Djöfullinn!“ heyrðist þá í rokkaranum. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA SMÁRI JÓSEPSSON SEGIR FRÁ ÍSLENSKRI ROKKSVEIT SEM KOMST Í HANN KRAPPAN Erum við nokkuð í beinni? M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N FISKBÚÐIN HAFBERG Gnoðarvogi 44, sími 588 8686 Glæný línuýsa hrogn og lifur Miðasala í síma 568 8000 www.HOUDINI.is Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Nú til dags: „Furður veraldar“ Hver setti stytturnar á Páskaeyju? Hvernig voru pýramídarnir byggðir? Hvernig voru steinblokk- irnar í Stonehenge gerðar? Og hvað í guðs nafni geymir kvenfólk í veskinu sínu? Örugglega tæki til innbrota. Heyrðu Palli... Hvernig verða aug- un á mér ef ég nota linsur? Eins og afgangar í piparkvörn! Ég var líka hræddur um það. Akörn eru svo komin úr tísku! Hannes, Þú... Þú... Þú... Solla, mundu hvað ég sagði við þig... ...ef þú getur ekki sagt eitthvað fallegt slepptu því þá að tala. Ókei-ei..ei. Það virðist vera minna hor í nefinu á þér. 64-65 (24-25) Skrípó 27.2.2005 18:23 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.