Tíminn - 16.02.1975, Side 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 16. febrúar 1975
Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla doga? Manstu gamla daga? Manstu gamla
Markvörðurinn
er verkstjóri
varnarinnar...
Þa6 er ekki gott, aö maöurinn sé einn. Kona Hermanns er Unnur
Jónasdóttir og þessi mynd af þeim hjónum er tekin fyrir tæpum tuttugu
árum, á Festival i Bergen, er þau fóru utan meö Karlakór Reykjavik-
ur.
BH ræðlr við Hermann
Hermannsson, um markvörzlu
og ýmsa, sem sóttu að markinu
í gamla daga
Það var árið 1932, að Her-
mann Hermannsson lagði
undir sig markið hjá Val,
— og enda þótt hann hafi
eftirlátið það öðrum síðan,
er tæplega hægt að segja,
að Hermann hafi eiginlega
farið úr markinu. Sjálf-
sagt yfirgefur hann það
aldrei að fullu. Hann er
líka búinn að vera svo
staðfastur í markinu, að
manni finnst hann vera
orðinn hálfgerður sam-
nefnari markvarða. Þeim,
sem komnir eru á miðjan
aldur, gleymist hann seint í
gulu peysunni, með
„sixpensarann" eilítið
skáhallan út í vangann og
fram á ennið. Hvernig
hann stóð — og hvernig
hann kastaði sér eins og
tigrisdýr á knöttinn. Það
voru viðbrögð, sem mönn-
um fannsttil um. Hann var
ógn og skelfing allra fram-
línumanna á þeim árum,
meðan leikurinn stóð. Þess
á milli boðinn og búinn til
að gera hverjum greiða,
sem á þurfti að halda, og
sparaði hvorki tíma né
fyrirhöfn. Hann varð svo
sem sextugur á síðastliðnu
hausti, en ekki lét hann sig
vanta í markið i sumar,
þegar borgarstarfsmenn
kepptu við borgarstjórnina
i bráðskemmtilegum leik.
Hermann hló mikiö, þessum
alúölega græskulausa hlátri, sem
honum er svo eiginlegur, þegar
ég innti hann eftir peysunum.
— Konan hefur ekkert gaman af
þvi, hvernig ég geng frá peysun-
um mfnum. Alltaf gatslitnar á
olnboganum og maganum. Af þvi
aö kasta sér maöur! Og svo var
ég fyrst I svartri peysu i Vals-
markinu og ailtaf I svartri i
landsliöinu. Þessi gula kom frá
Skotlandi. Robert Jack vildi ekki
hafa mig f svörtu. Sagöi, aö allir
skozkir markmenn væru I gulu.
Stældu Arsenal
eins og þeir gátu
Hermann kom mér á óvart,
þegar hann sagði mér, eftir
hverjum Valur heföi tekið upp
búninginn sinn.
— Það var eftir Arsenal. Það hef-
ur alltaf verið gott á milli Vals og
Arsenal, og við stældum þá. Þeir
voru á toppnum 1930-’34, og við
lærðum leikaðferðir þeirra, og
tókum búninginn upp eftir þeim,
og okkur þótti ákaflega vænt um,
þegar þeir uröu Eng-
landsmeistarar...
En viö skulum byrja á byrjun-
inni. Hermann hefur nefnilega
ekki alltaf verið Valsari.
— Nei, ég var Framari fyrst,
þegar ég átti heima á Bergstaöa-
stignum. Við gegnum strákarnir
yfir i Val 1926, okkur þótti gömlu
Noregsfarar 1935. Efsta rööin: Gisli Kærnested ( + ), óskar Jónsson,
Björgúlfur Baldursson, Reidar Sörensen, þjálfari, Hóimgeir Jónsson,
Bjarni Guöbjörnsson og Siguröur Ólafsson. Miörööin: Ólafur Gamali-
elsson ( + ), Guömundur V. Sigurösson, Jóhannes Bergsteinsson, Egill
Kristhjörnsson og Eiiert Slöivason. Fremsta rööin: Grímur Jónsson,
Hermann Hermannsson og Frimann Helgason ( + ). Á myndina vantar
Hrólf Benediktsson.
Þessi liö kepptu hér I Reykjavlk áriö 1938, sögulegan leik, sem endaöi meö jafntefli. Þeir I dökku skyrt-
unum eru Þjóöverjar, sem skipuöu úrvalsliö, en þeir I hvltu peysunum eru Vaisarar, og þá skulum viö
telja upp. t aftari rööinni eru: Lolli, Murdoch, Jóhannes Bergsteinsson, Egill Kristbjörnsson, Helgi
Schiöth (skoraöi markiö), Hrólfur Benediktsson, Grimar Jónsson, Guöjón Einarsson, dómari. t fremri
rööinni eru: Magnús Bergsteinsson, Hermann Hermannsson, Frimann Helgason og GIsli Kærnested
Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla