Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 39

Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 39
Sunnudagur 29. júni 1975. TÍMINN 39 Herbert Strang: F.fldjarfi drengurinn Alan. Að þvi búnu dreypti hann aftur á vatninu og hallaði sér af tur á bak, þannig að hann hvildi á olnbog- unum. — Þessi maður er dóni, sagði Alan við Rikka, er hann hafði leitt hann af stað til þess að gæta að hest- inum. — Hann ætti að vera okkur mjög þakklátur fyrir, að við skulum rétta honum hjálparhönd., — Hann er áhyggju- fullur vegna töskunn- ar sinnar, sagði Rikki. — Það hefur eitthvað dýrmætt verið i henni. Þeir gengu spölkorn eftir veginum og höfðu boga sina spennta, svo að þeir gætu tafarlaust skotið af þeim, ef ræningj- arnir skyldu af tur láta á sér bæra. Loks sáu þeir, hvar hesturinn var á beit i skógar- rjóðri skammt frá veginum. Hann tók sprettinn, þegar drengirnir nálguðust hann, og það leið þó nokkur stund, áður en þeim tækist að hand- sama hann. Að þvi loknu teymdu þeir hann, rjóðir af hlaup- unum, þangað sem þeir höfðu skilið reið- manninn eftir. Sér til mikillar undrunar sáu þeir, að maðurinn var allur á bak og burt. Þeir köll- uðu á hann. Þeir bundu hestinn við tré og fóru inn i skóginn til þess að leita að honum, en þeir sáu hann ekki, og hann gegndi ekki hrópum þeirra. — Þetta er skritið, Fjölmenn ráðstefna sjúkrahús- eðlis- fræðinga NÝLOKIÐ er ráðstefnu norrænna sjúkrahúseðlisfræðinga á Hótel Loftleiðum. Sjúkrahúseðlisfræð- ingar vinna á sjúkrahúsum i nánu samstarfi við lækna að geisla- lækningum og sjúkdómsgrein- ingu með geislavirkum efnum. Sjúkrahúseðlisfræðingar á Norðurlöndum mynda með sér samtök, sem nefnast Nordisk Forening for Klinisk Fysik. Vis- indalegar ráðstefnur eru haldnar annað hvert ár og var ráðstefnan á Hótel Loftleiðum sú áttunda i röðinni og jafnframt hin fyrsta, sem haldin er á tslandi. Ráðstefnuna sóttu um 50 manns, eðlisfræðingar og læknar, frá Norðurlöndum, Englandi og Sviss. Frá íslandi voru niu þátt- takendur. Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri, setti ráðstefnuna en siðan flutti Gisli Petersen, fyrrverandi prófessor, nokkur inngangsorð. Fjórir íslendingar fluttu erindi, en alls voru flutt 35 erindi á þing- inu. Af efnisatriðum, sem tekin voru fyrir, má nefna lækningar með fadium, geislaliffræði, geisla- skammtar á kynkirtla, geisla- mælingar, örbylgjuáhrif og ýmis atriði varðandi sjúkdómsgrein- ingu með röntgentækjum og geislavirkum efnum. Ráðstefnan þótti' takast með miklum ágætum og luku hinir er- lendu gestir miklu lofsorði á allan undirbúning og aðstöðu hér. Að ráðstefnu lokinni fóru flestir gest- anna i kynnisferðir um landið. Tillaga Björgvins BH—Reykjavik. — Það var til- laga Björgvins Guðmundssonar I borgarráði, sl. þriðjudag, að starf forstjóra Bæjarútgerðar Reykja- vikur skyldi auglýst til umsóknar, en Björgvin hefur tillögurétt i borgarráði, en ekki atkvæðisrétt. Þessari tillögu Björgvins greiddu þeir atkvæði, Kristján Benedikts- son og Sigurjón Pétursson, en hún var felld með þrem mótatkvæð- um Sjálfstæðismanna. Prestsvígsla í Skálholti PRESTSVIGSLA verður i Skál- holti 29. júni kl. 11 f .h. Biskup vlg- ir kándidatana Kjartan örn Sigurbjörnsson, settan prést i Vestmannaeyjum, og Þorvald Karl Helgason, ráðinn farprest. Vigsluvottar: Sr. Garðar Þor- steinsson, prófastur. sr. Karl Sigurbjörnsson, sr. Sigfinnur Þorleifsson, sr. Þorsteinn L. Jónsson. Sr. Gunnar Kristjánsson lýsir vígslu. Fyrir altari sr. Jakob Agúst Hiálmarsson, biskup og sr. Þorvaldur Karl Helgason. Sr. Kjartan örn Sigurbjörnsson pré- dikar. ?Verjum SgrööurJ verndunrn landg^ LANDVERND Missið ekki fótanna H Stáltáhetta 0 Svamptápúði O Ytri sóli O Hliföarbrún O Svamppúöi © Fóður O Yfirleður O Hælkappi O Sterkor blindsóli © llstoð Jallatte öryggisskórnir Léttir og liprir. Leðrið sérstaklega vatnsvarift. Stálhetta yfir tá. Sólinn soðinn án sauma. Þolir hita og frost. Stamur á is og oliublautum gólfum Hagstætt verð — Senrium um allt land. Dynjandi sí: Skeifurini 3H ¦ Reykjavik • Símar 8-2G-70 & 8-26-71 SOFTANE Þolir 25 þúsund Wolta spennu Islenzkar konur á kvennaársþing íBerlín gébé Rvik— t lok október verður haldið þing i tilefni hins alþjóð- lega kvennaárs i A-Berlin. Þingið verður haldið„undir kjörorðum kvennaárs Sameinuðu þjóð- anna: Jafnrétti, framþróun og friður. Það verður opið einstakl- ingum og fulltrúum samtaka viðs vegar að úr heiminum, og er að ýmsu leyti uppbót á ráðstefnu Sþ i Mexikó, en eins og kunnugt er sú ráðstefna einungis setin tilnefnd- um fulltrúum rikisstjórna. Nýlega komu saman konur i Reykjavik úr ýmsum stéttarfé- lögum ASt og BSRB, kvennasam- tökum, Háskólanum og MFIK til að stofna undirbúningsnefnd ts- lands fyrir þingið. Stefnt mun verða að þvi að senda rúman tug fulltrúa frá Islandi frá sem flest- um félögum, en einnig munu ein- staklingar fara á eigin vegum. Hefst undirbúningsstarf þing- fulltrúa, og annarra er áhuga hafa, 11. september n.k. Mánudaginn 30. júni e.h. verður skrifstöf- um vorum og vörugeymslu lokað vegna jarðarfarar Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna Tíminner peningar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.