Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 29. júni 1975. Höfundur: David Morrell' Blóðugur hildarleikur 57 vitað, að hann væri ekki að fara í hring. Var hann kannski á leið í f lasið á andstæðing sínum? Hann stanz- aði/ f ullur ótta. Landið hallaði niður á við. Hann hlaut að vera við einhverja brekku. Ef hann færi rakleitt niður, þá væri hann á leið burt. Eða hvað? Það var erfitt að hugsa. Svört runnaf lækjan þrengdi að honum og ekkert lát var á regninu. Strákdjöf ull. Ég skal sleppa og drepa þig fyrir þetta. Drepa þig fyrir þetta. Hann lyfti andíitinu upp úr forinni. Hann minntist þess ekki, að hafa hreyft sig all lengi. Svo skildisthonum, að hann hafði fallið í yfirlið. Hann stífnaði allur og leit í kring um sig. Andstæðingur hans hefði getað laumast upp að honum á meðan hann lé í mókinu. Hann hef ði get- að skorið hann á háls — rétt eins og hann afgreiddi Mitch. Jesús minn, sagði hann upphátt. Röddin líktist mest krunku og honum brá við. Jesú, endurtók hann enn einusinni, til að hreinsa röddina. En það var engu líkara en hún væri frosin. Svo varð hugsunin skyndilega skýrari. Nei, þetta er ekki rétt, hugsaði hann meðsér. Hann hefði ekki læðst að mér og drepið mig sofandi. Fyrst hefði hann vakið mig. Hann hefði viljaðaðég vissi hvaðvaraðgerast. Hvar er hann þá? Fylgist hann með mér einhvers stað- ar í námunda við mig? Kannski hef ur hann f undið slóð- ina og er nú á leiðinni? Hann hlustaði eftir hljóðum frá runnunum, en ekkert heyrðist. Hann varð að halda áfram. Bilið milli þeirra mátti ekki styttast. En þegar hann reyndi að skríða hratt áf ram, þá tókst honum aðeins að mjaka sér úr stað. Hann hlaut að hafa legið lengi meðvitundarlaus. Nú var ekki lengur myrkt yfir. Svolítill grámi var á himninum. Teasle sá bróm- berjarunna svo langt sem augað eygði. Þeir voru þéttir, Ijótir og broddarnir nokkurra þumlunga langir. Hann strauk á sér bakið. Fjöldamargir broddar stóðu út úr bakinu á honum, svo hann minnti einna mest á brodd- gölt. Teasle leit á alblóðuga hönd sína og skreiddist svo aftur af stað eins og ormur. Kannski var strákurinn ein- hvers staðar nálægt. Ef til vill f ylgdist hann með honum og naut þess að sjá hann þjást. Síðan rann allt saman í móðu. Skyndilega var sólin komin upp og milli greina brómberjarunnanna sá hann bláheiðan himininn. Hann hló. Af hverju ertu að hlæja? Hlæja? Ég man ekki einu sinni eftir því að hætt haf i að rigna. Nú er heiður himinn og dagsbirta. Guð hjálpi mér. Aftur hló hann og fann nú til svima. Það var skringileg tilf inning og hann hló þess vegna. Hann skreið tíu fet út úr runnaþykkninu— inn á haustlitan akur, áður en hann skildi að hann var laus úr f lækjunni. Hvílík f yndni. Hann pírði augun og reyndi að sjá hvar akurinn endaði. Hann gat það ekki. Þá reyndi hann að standa upp, en gat það ekki heldur. Allt snerist í höfðina á honum. Aftur hló Teasle. Hann gat ekki stillt sig. Skyndilega þagnaði hann. Grænliðinn hlaut að liggja hér einhvers staðar í launsátri. Hann myndiskemmtasér viðaðsjá mig svona sundurskorinnáðuren hannskyti mig. Helvítið. Ég skal. — Baunir með baconsúpu. Hann kastaði upp. Það var líka fyndið. Hvað hafði hann borðað, sem hann gat kastað upp? Ekkert. Einmitt. Ekki neitt. Hvað var það þá, sem lá þarna fyrir f raman hann. Hindberjakaka, hugsaði hann í gamni. Þá varð honum aftur óglatt. Hann skreiddist áf ram yf ir nokkrar lautir og dældir. Svo lá hann afvelta um stund. Loksins skreiddist hann aftur af stað og komst enn svolítinn spöl. Svartur pollur var á milli tveggja lauta. Alla nóttina hafði hann snúið andlitinu upp móti regninu til að drekka. En tungan var enn að kæfa hann. Hálsinn var þurr og bólginn. Hann drakk óhreint vatnið, þrýsti höf ðinu niður og lapti vatnið. AAinnstu munaði, að hann missti meðvitund með andlitið á kafi í vatninu. Uppi í honum var samblandin forin. Nokkur fet enn. Reyndu að komast aðeins lengra. Ég slepp burt. Ég skal drepa strákhelvítið..... rífa hann — Af því ég er — en hugsunin hvarf honum. Ég er — hann gat ekki munað það. Hann varð að stanza og hvíla sig. Sólin vermdi á honum bakið. Má ekki stoppa. Má ekki líða yf ir mig.... dey. Verð að halda áf ram. En hann gat ekki hreyft sig. Hann gat ekki reist sig upp til að skríða áfram á höndum og hnjám. Hann reyndi að klóra sig áfram, en hann haggaðist ekki heídur þannig. Ég verð.....máekkifalla íyfirlið.....dey. Hann tyllti fætin- um í laut og spyrnti fastar og fastar. Þá mjakaðist hann úr stað. H jartað barðist ótt og títt. Hann spyrnti f astar og mjakaðist áfram gegn um aurinn. Hann þorði ekki að stanza. Hann vissi, að hann hafði ekki orku til að koma sér af stað á ný. Beita fótunum — ýta. Skreiðast áfram. Strákf jandinn.....Þarna kom það. Nú mundi hann þetta. Hannætlaði að jafna um strákskrattann. Ég er ekki eins góður bardagamaður, hugsaði hann. Vissulega er hann betri bardagamaður en ég. En ég er — aftur hvarf honum hugsunin. Hreyfingarnar voru ósjálfráðarog vélkenndar. Hann ýtti sér áfram með fót- unum. Einu sinni enn — ýta. Enn einu sinni — ýta aftur. Sunnudagur 29. júni 8.00 Morgunandakt Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir 8.15 Létt morgunlög 9.00 Fréttir. útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Svíta fyrir kammersveit nr. 3 i A-dUr eftir Francois Couperin. Telemann-kammersveitin i Hamborg leikur. b. Kvintett I D-dúr eftir Johann Christi- an Bach. Félagar úr Ars Rediviva sveitinni í Prag leika. c. Pianósónata nr. 13 I Es-dúr op. 27 nr. 1 eftir Lud- wig van Beethoven. Solo- monleikur. d. Serenada fyr- ir strengjasveit i C-dúr op. 48 eftir Tsjaikovski. Fil- harmóniuhljómsveitin I Leningrad leikur: Evgeni Mravinski stjórnar. 11.00 Messa I Hábæjarkirkju i Þykkvabæ Prestur: Séra Kristján Róbertsson. Organleikari: Sigurbjartur Guðjónsson (Hljóðritun frá 15. þ.m.) 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar, Tónleikar. 13.20 Ég vil vera kjaftfor GIsli J. Astþórsson rithöfundur les þátt uf bók sinni, „Hlýj- um hjartarótum". 13.40 Harmonikulög Benny van Buren leikur. 14.00 Staldraö við á Blönduósi, — fjórði þáttur Jónas Jdnas- son litast um og spjallar við fólk. 15.00 Miðdegistónleikar: 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.15 Barnatlmi: Ragnhildur Helgadóttir og Kristln Unn- steinsdóttir stjórna. Arni Waage talar um fugla. Hreiðrið, smásaga eftir Ölaf Jóhann Sigurðsson. Landið með fjöllin hvitu, eftir Jó- hann Sigurjónsson. Fuglinn, sem vildi ekki syngja, tékk- neskt ævintýri I þýðingu As- laugar Árnadóttur. Þjóð- sögur og þjóðvlsur um fugla flytjendur: Þórunn Páls- dóttir og Viðar Eggertsson. 18.00 Stundarkorn með tentír- söngvaranum Peter Schrei- er, sem syngur lög eftir Schumann. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Til umræðu: Skal stefnt að launajöfnuði á þjóðfélag- inu? Baldur Kristjánsson stjórnar. Þátttakendur: Þröstur ólafsson hag- fræöingur og Ragnar Halldórsson forstjóri ísals. 20.00 tslenzk tónlist: Sinfónlu- hljdmsveit tslands leikur i útvarpssal a. „Heimaey", forleikur eftir Skúla Halldórsson. b. Islenzk svlta fyrir strokhljómsveit eftir Hallgrlm Helgason. 20.30 Hvað eru fljúgandi disk- ar? — frásagnir og skýring- ar Þorsteinn Guðjónsson flytur erindi. 20.50 Samkór Vestmannaeyja og dixielandhljómsveitin „Bangsa Dixý" syngja og leika Stjórnándi: Sigurður Rúnar Jónsson. 21.25 Þættir úr Hfi Vestur-ts- lendinga Séra Kristján Róbertsson flytur erindi: íslenzk menning I Vestur- heimi. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög Heiöar Astvaldsson dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Mánudagur 30. júni 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Guðjón Guðjóns-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.