Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 29. júni 1975. TÍMINN 7 FÁEIN ORÐ UM ISBIRNI OG BYSSUR Guð launar fyrir hrafninn.... Um daginn var frá þvi greint I fréttum að fiskibátur hefði siglt fram á fsbjörn norður I miðju Dumbshafi, þar sem hann var á sundi langt frá hafisþökunum norður af landinu, sem lika var sokkið undir hafsbrúnina til suðurs. Þeir mættust þvi á auðum sjó, einmana skipog Isbjörn á sundi. Fuglar sveimuðu þreytulega I auðnarfriði. Skýin á himninum sigldu rólega þennan dag og hafið and- aði þunglega og tilbreytingar- laust, þegar isbjörninn birtist skyndilega á flatneskjunni. Stefnunni er breytt samstundis ogbyssan er tekin fram. Brot úr andartaki mætast augu bjarnarins og augu skyttunnar, og svo kveður skotið við og eitt andartak fatast fuglunum flug- ið, og þeir flögra veinandi burt, er þeir sáu isbjörninn stirðna á sundinu, frjósa i ákveðnu sundtaki. Hann reynir að kafa, en þaö er of seint, þvi öndin er liðin burt úr þétthærðum kroppnum. Vélin i skipinu stöðvast eitt andartak um leið og hjartað i is- birninum, svona til að sýna samstööuna, en svo er sett i gang aftur og nú er siglt i bog- um. Það er potað i dýrið með stöng, stjakað við þvi i leit að lifsmarki, sem biður um eitt skot enn. Siðan er snöru brugðið um háls og það hift inn á salningunni og þungur kroppur- inn fellur máttlaus eins og blóö- belgur niður á þilfarið. Já, einhvern veginn svona sé ég þetta fyrir mér, — og svo heldur bæjarstjórnin fund. Þeir ræða um, hvort þeir eigi að kaupa björninn, sem stendur uppi i frystihúsinu. Þá verður hann stoppaður upp, og blim- skakkar augum úr verksmiðju- gleri framan i þýzka og danska túrista, og það mun glampa á lakkaðar, hvitar tennurnar. Eitthvað á þessa leið voru hugleiðingar minar, þegar ég las um isbjarnarskotið i hafinu um daginn. A sýningunni, sem haldin var á Kjarvalsstöðum I tilefni ellefu alda byggðar, var sýnt kort yfir landgöngur isbjarna og húna á íslandi. ísland er (var) ts- bjarnaland. Þeir komu i Suður- sveit, á Gjögur og Horn, á Strandir, hreint út um allt, stundum margir i einu, stund- um einn eða tveir á öld og þeir átu sauðfé og hvað eina, sem fyrir þeim varð. Samt voru þeir ekki beinlinis vargar, en þeir voru — og eru hættulegir mönn- um. Þeir eru sjaldfengið dýr nú, og eru friðaðir nú i Grænlandi, með vissum fyrirvara. Þá vakn- ar sú spurning: Eigum við aö skjóta þessi dýr? Norður á Ströndum slóst. svona björn upp á fólk i sumar- leyfi, þar voru konur og börn. Þá varö að gripa til byssunnar. Sama verður að gera, ef dýrin ganga sjóblaut og svöng á land I Grimsey, eða hvar sem þau sjást I byggð, en ég held að við ættum að friða þau sem mest. Ekki með lögbanni, eða öðrum_ slikum aðgerðum, heldur eigum við að gera þetta með hjartanu, svipaö og þegar við fyrirgefum. Það eru ekki margir isbirnir eftir. Legg ég þvi til, að næst þegar Islenzkt skip siglir fram á isbjörn á sundi einhvers staðar norður i hafi, þá verði ekki grip- ið til byssunnar, heldur verði tekið ofan og veifað I staðinn. Guð launar fyrir hrafninn. Jónas Guðmundsson. W GH «1VIQ BÝÐUR ÞAÐ BEZTA SEM TIL ER Á M aillllia MALLORCA - COSTA DEL SOL Nú eru allar Sunnuferðir til útlanda dagflug með stærstu og glæsilegustu Boeing þotum íslendinga. Sunna hefur vegna mikilla viðskipta og samninga til magra ára náð hagkvæmum kjörum við hótel á Spáni. Þess vegna eru ferðir Sunnu til Mallorka og Costa del So/ jafnódýrar sem raun ber vitni. í tvær óg/eymanlegar vikur búið þér á góðum hótelum eða íbúðum. Njótið hvitdar og skemmtana í náttúrufegurð og ótakmarkaðri sól. Bað- strendurnar eru eins og góðar og bezt verður á kosið. Sóldýrkendur geta hvort sem þeir vi/ja tekið sundsprett í sundlaug- um hóte/anna eða synt í sjónum ti/ að kæ/a sig. Stutt að fara til stórborga Spánar, Frakk/ands, Ítalíu og Afríku. Eigm skrifstofa Sunnu á Mallorka og Costa del So/, með íslensku starfsfólki ve/tir öryggi og ómetan/ega þjónustu, skipuleggur hinar vmsælu skemmti- og skoðunarferðir með ís/enskum fararstjórum. Hafið samband við skrifstofu Sunnu í Lækjargötu, og fáið upplýs- ingar um ferðirnar. Pantið far strax, því mikil aðsókn er í hinar vinsælu sólarlandaferðir Sunnu. Og erþegar uppse/t í margar ferðir. Sérlega hagstæð kjör fyrir fjölskyldufólk í íbúðum. FERMSKRIFSTOMN SUNNA LIKJAREOTU 2 SIMAR 1640012070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.