Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 29. júni 1975. TÍMINN 11 LÖGFRÆÐINGAR OG LÆKNAR Á ÖNDVERÐUM MEIÐI í AFAR SÉRSTÆÐU MORÐMÁLI. ER HÆGT AÐ HALDA ÞVÍ FRAM, AÐ MAÐUR SÉ LÁTINN, ÞEGAR HÆGT ER AÐ NOTA HJARTA HANS TIL HJARTAÍGRÆÐSLU? mjög þjáður og sýndi einstaka viðbrögð. — Möguleikar hans á að lifa þetta af voru alls engir, lýsti dr. Burns yfir. Mér er ekki kunnugt um nokkurt tilfelli, þar sem sjúklingur hefur lifað af heila- skaða sem þennan. Tveimur timum eftir að Allen var lagður inná sjúkrahúsið, var ekki vart nokkurs lifsmarks i heila hans. Viðbrögð hans urðu sifellt veikari, en hann dró ennþá andann og hjartað starfaði óað- finnanlega. — Við vorum þess fullvissir, að sár Allens væru banvæn, segir dr. Burns. — Við vissum einnig, að dr. Norman Shumway á sjúkra- húsi Stanfordháskóla vantaði hjartagjafa, og okkur virtist Allen afskaplega vel til þess fall- inn. Þá var leitað til lögreglunnar til að fá leyfi til liffæraflutningsins. Likskoðunarmennirnir i Oakland og Santa Clara, þar sem Stanford er, beindu athyglinni að þvi, að það striddi gegn öllum venjum að nota liffæri manna, sem orðið höfðu fórnarlömb skotárásar, til liffæraflutninga. Likskoðunar- mönnum væri skylt að kryfja slik lik mjög nákvæmlega, rannsaka hvert einstakt liffæri og ákvarða hina raunverulegu dánarorsök. Yfirvöld bentu á hinn bóginn á, að hægt væri að flytja Allen til Santa Clara, þar sem hægt væri að lýsa hann látinn og siðan mætti hefja liffæraflutninginn > Dr. Burns hringdi til Stanford og út- skýrði aðstæðurnar fyrir læknum þar, Klukkan hálfsex um morguninn hafði hann samband við konu Allens, Gwendolyn Joyce Allen, sem var 23 ára að aldri og bjó i Austin i Texas. Hún segir svo frá: — Mér var tilkynnt, að maðurinn minn hefði verið særður til ólifis. Læknirinn vildi fá a vita, hvort ég leyfði, að nýrun og hjartað úr Sam yrðu flutt i sjúka menn, þeim til bjargar, ef Sam lifði ekki af sár sin. Að sjálfsögðu var mér mjög brugðið, en þar sem heili Sams var algjörlega hættur að starfa, var hann ekki lengur á lifi sem sá maður, er ég þekkti. Hann hefði lika ábyggilega sjálfur óskað þess, að hjarta hans mætti verða annarri mannveru til gagns eða jafnvel lifs. Klukkan tiu árdegis næsta dag hringdi dr. Shumway á Highland- sjúkrahúsið og tilkynnti, að yfir- völd vildu ekki fallast á liffæra- flutninginn. En eftir langvarandi viðræður við yfirvöld, var dr. Shumway þó veitt leyfi til að fjar- lægjahjarta Allens, þegar dauða hans bæri að höndum á sjúkra- húsinu i Oakland. Siðan skyldi flytja hjartað flugleiðis með þyrlu til Stanford. Klukkan ellefu var Allen settur i gervilunga. Hann dró þó sjálfur ennþá andann, og hjarta hans sló án nokkurra örðuleika. Siðdegis fékk hinn 52 ára Blaine Wixom, sem lá fyrir dauðanum á sjúkrahúsi i Salt Lake City, skilaboð frá hópi hjartasérfræðinga, sem áttu að vinna að hjartaflutningnum undir stjórn dr. Shumway. Wixom hafði lengi óskað sér nýs hjarta, enda var hans eigið nánast óstarfhæft sakir hjartagalla. Læknarnir sögðu honum, að nú væri kominn til þeirra hjarta- gjafi — Allen — og báðu sjúkling- inn að koma til Stanford. Wixom og kona hans, Joy, flugu til Kaliforniu siðar þennan sama dag. Klukkan hálffjögur gekkst Allen enn á ný undir rannsókn á Highlandsjúkrahúsinu. Læknarnir voru sammála um, að heilaskaðinn væri svo mikill að ekki væri nokkur möguleiki á, að sjúklingurinn lifði þetta af. Klukkan ellefu um kvöldið var Allen orðinn ófær um að draga andann af eigin mætti og gervilungað tók til starfa. Sjúklingurinn sýndi öll einkenni sykursýki, vegna þess hversu hæg kirtlastarfsemin var orðin. Að morgni þriðjudagsins var fyrsta heilalinuritið sem sýnir raf sveiílur heilans, tekið af Allen. Samkvæmt þvi virtist ekki um neina heilástarfsemi að ræða. Wixom var lagður inn á Stan- ford og klukkan hálf fimm veitti likskoðunarmaðurinn i Oakland leyfi til flutningsins á hjarta Allens. — Við vorum i mjög mikilli klipu, segir likskoðunar- maðurinn, Roland Prahl. — Ef við samþykktum hjarta- flutninginn, gerðum við lög- reglunni erfiðara fyrir i hennar starfi, en ef við á hinn bóginn neituðum að samþykkja hann, hefðum við verið ákærðir af lækn- unum. Klukkan hálftiu var á ný tekið heilalinurit af Allen og aftur var það neikvætt — engin viðbrögð. Um hádegisbilá miðvikudeginum kom kona Allens til Oakland og ók til sjúkrahússins ásamt tengda- móður sinni og mágkonu. Hún segir svo frá: — Ég man ekki nákvæmlega, hvort læknirinn sagði, að Sam væri látinn eða bara, að heili hans væri hættur að starfa. 1 sjálfu sér skiptir það heldur ekki máli. En ég sá aftur á móti að Sam dró andann — og mér fannst endilega að hann væri lifandi. En þrátt fyrir það, var hann látinn og hafði verið það allan timann, jafnvel áður en læknarnir sögðu hann vera það. Klukkan hálfþrjú skrifaði Gwendolyn Allen undir yfir- lýsingu þess efnis, að hún samþykkti flutning á hjarta manns sins, ef þriðja heilalinu- ritið yrði einnig neikvætt. Klukkan hálfátta var svo þriðja heilalinuritið tekið — og Framhald á bls. 36 Plastprent hf. f lytur að HÖFÐABAKKA 9 o A MIKLABRAUT U O I Plaitprent hf. X o T1 o CD í» * . GLIT U3 SIS VESTURLANDSVEGUR Systurfyrirtæki sameinast Plastprent h/f. og Plastpokar h/f. hafa nú hafió starfsemi nýrrar og fullkominnar plastverksmiðju aö Höföabakka 9 í Árbæjarhverfi. í hinni nýju og rúmgóðu verksmiðju verða framleiðslu- og söludeildir undir einu þaki. Ný og fullkomin verksmiðja. Plastprent h/f. hefur frá upphafi verið í fararbroddi í plastiðnaði. Fyrirtækið hóf starf sitt árið 1958 með einni vél og tveim mönnum á 60 m gólffleti. í dag starfa 30 manns við fyrirtækið. Gólfflötur nýju verk- smiðjunnar er 2018 m og vélarnar eru 18, þar af 6 nýtízku vélar, sem hafa verið teknar í notkun á þessu ári. Tækninýjungar. Aukning vélakosts og sífelld endurnýjun hefur gert fyrirtækinu kleift að framleiða plastvörur í háum gæða- flokki, — fyllilega sambærilegum við erlenda fram- leiðslu. í hinni nýju verksmiðju að Höfðabakka 9, mun Plastprent h/f. framleiða sína eigin plastfilmu í öllum þykktum, hvort sem filman verður notuð í bygginga- plast eða umbúðaplast, garðaplast eða heimilispoka. Framleiðsiuvörur. Plastprent h/f. er fyrsta fyrirtækið á íslandi, sem framleiðir og prentar á plastpoka. Plastprent h/f fram- leiðir heimilispoka, burðarpoka, sorpsekki, umbúöa- poka fyrir iðnvarning, byggingaplast, garðaplast ofl. Auk þess annast fyrirtækið prentun á umbúðapappír og sellofanumbúðir. VERIÐ VELKOMIN AÐ HÖFÐABAKKA9 SÍMINN ER 85600 Plastprent fyrstirog ennþá fremstir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.