Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 18
18 'frívÍlNN nf I r.l'j .'.'" . i 1 l fn i í Sunnudagur 29. júni 1975. JZHTTTTiRrcfln Tillögur Sambands ungra framsóknarmanna um skattamál Skattsvikin I gær birtist hér í blaðinu for- ustugrein úr Dagens Nyheter i Stokkhólmi. t greininni, sem fjallaði um skattamál, var skýrt frá þvi, að tilgreindir lögfræðing- ar hefðu nýlega gert könnun á skattsvikum i Sviþjóð og teldi sig hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að rfkið myndi árlega fá tólf mill- jörðum sænskra króna meira i skatttekjur, ef öll kurl kæmu til grafar. Þetta nemur um 47 mill- jörðum Islenzkra króna. En það er vlðar pottur brotinn I þessum efnum en I Svíþjóð. Ný- lega hafa norsk skattayfirvöld gert athuganir á allmörgum framtölum með aðstoð bankanna, og I framhaldi af þvi hækkað skatta á nokkrum þúsundum framteljenda um upphæð, sem nemur samtals 410 milljónum norskra króna í eignaskatt og 68 milljónum norskra króna I tekju- skatt. Þessari könnun i Noregi er enn hvergi nærri lokið, og eiga þvi framangreindar upphæðir eftir að hækka mikið. Það hefur lengi verið opinbert leyndarmál hér á landi, að ts- lendingar eru ekki syndlausir i sambandi viðskattframtöl, frem- ur en frændur þeirra á Norður- löndum eða aðrar þjóðir, þar sem persónuskattar eru innheimtir. Það þarf ekki annað en að lesá skattskrána til að sannfærast um þetta. Stóreignamenn og stór- gróðamenn greiða margir hverjir sáralitla skatta. Sama mali gegnir um ýmsa þá, sem lifa hinu mesta dhófsllfi. Að öllu leyti er hér ekki um syndir framteljend- anna að ræða, heldur koma til viðbótar ýmsar undanþágur I skattalögunum, sem ívilna stór- um hluta skattgreiðenda á kostnað annarra. Þá er innheimta söluskattsins kapltuli út af fyrir sig. Þar eru margvislegir möguleikar til að komast undan skatti, nema eftir- litið sé þvl traustara. Alkunna er, að kaupfélög greiða á ýmsum stöðum ótrúlega mikið i söluskatt I samanburði við ýmsa keppi- nauta þeirra, sem virðast hafa sizt minni veltu. Vitnisburður skattskránna Afkoma rlkissjóðs er allt annað en góö um þessar mundir og horf- ur eru á stórfelldum halla. Rætt er um að mæta þessu að ein- hverju leyti með niðurskurði á framkvæmdum, en hæpið er, að mikiö fé geti sparazt á þann hátt. Erfitt verður einnig að koma saman tekjuhallalausum fjárlóg- um á næsta ári, enda þótt gætt verði itrasta sparnaðar. Þrauta lendingin til að mæta þessu getur oröið sU, að hækka ýmsar álögur, eins og nýlega hefur verið gert i sambandi við áfengi og tóbak. En skattaálögurer ekki hægtað auka endalaust, og slzt þó á þeim tima, þegar afkoma einstaklinga og at- vinnuvega þrengist vegna versn- andi viðskiptakjara. Undir þessum kringumstæðum væri það vissulega ekki óeðlilegt, þótt ný gangskör yrði gerð að þvi /að reyna að uppræta skattsvikin og afla rfki og sveitarfélögum aukinna tekna á þann hátt. Jafn- framt þarf að afnema margvis- legar óeðlilegar undanþágur, sem leyfðar eru nú og valda þvi m.a., að ýmisskonar óhófseyðsla og skuldasöfnun nýtur furðulegra forréttinda. Þvíaðeins að þetta sé gert koma nýjar álögur til greina, og þvlaðeins geta þeir, sem sýna heiðarleika i þessum efnum, sætt sig við þær. Fátt myndi auka veg nilverandi rikisstjórnar meira en að hún gerði nýtt átak i þessum efnum. Skattskrárnar, sem senn eru væntanlegar, munu áreiðanlega sýna.að meira en litið fer aflaga i þessum efnum. Skattjöfnuður A nýloknu þingi Sambands ungra framsóknarmanna var gerð athyglisverð ályktun um skattamál. I upphafi hennar segir: „15. þing S.U.F. leggur áherzlu á mikla samneyzlu i þjóðfélaginu. A þann hátt einan verður komið I framkvæmd þeim félagslegu markmiðum sem stefnt er að. Mikil samneyzla krefst þess að tilsvarandi tekna sé aflað með álögum á þjóðfélagsþegnana. Það er þvi nauðsynlegt að skattjöfnuður riki I þjóðfélaginu, þ.e. að fólk, sem býr við sömu að- stæður, greiði sambærilega skatta. Allt bendir til þess að verulega vanti á að slikur skatt- jöfnuður sé fyrir hendi. Þing S.U.F. telur þvi að eitt brýnasta viðfangsefnið í þjóð- félaginu sé að vinna að endurbót- um á skattkerfinu og auknum skattjöfnuði." Þá segir í ályktunum, að stefna beri að eftirgreindum aðgerðum i sambandi við skattamál einstak- linga: ,,Að komið verði á sérsköttun hjóna. — að frádráttarheimildir verði einfaldaðar og samræmdar. — að kostnaður vegna eigin húsnæðis og leiguhúsnæðis verði lagður að jöfnu við álagningu skatts. — að sérfrádrættir vegna heimilisstofnunar verði auknir. Greiðslubyrði unga fólksins, sem vinnur ósleitilega að þvi að stofna eigið heimili, er þyngst allra þjóðfélagshópa. Þessi staðreynd skapar unga fólkinu sérstöðu. Þvi ber að lögleiða aukinn frádrátt fyrir ungt fólk í þvi skyni að jafna greiðslubyrði þjóðfélagsþegn- anna. — að tekið verði upp stað- greiðslukerfi skatta. — aö nUverandi söluskattskerfi verði endurbætt eða virðisauka- skatti komið á i þess stað. Söluskattskerfi það, er við buum við, er meingallað, enda hefur það vaxið skipulagslaust. Mögu- íeikar til skattsvika aukast með hærri söluskatti og fleiri undan- þágum. 15. þing S.U.F. telur hins vegar að frekari skattlagning á nauðþurftarvörum heimilanna og á IbUðarhUsnæði unga fólksins auki enn á ójöfnuð i þjóðfélag- inu." Skattamál fyrirtækja Þá fjallar ályktunin um skatta- mál fyrirtækja og leggur i þvi sambandi áherzlu á eftirfarandi: „Að reglum um fyrningar og meðferð söluhagnaðar verði tafarlaust breytt. Núverandi reglur um fyrningar og meðferð söluhagnaðar mismuna mjög fyrirtækjum og eínstökum at- vinnugreinum. Skattfrelsi sölu- hagnaðar veitir fyrirtækjum möguleika til að mynda nýjan fyrningarstofn með þvi að skipta um eignir á fárra ára millibili. Nauðsynlegt er að breyta fyrningarreglum og afnema skattfrelsi söluhagnaðar á fyrnanlegum eignum. — að breyta reglum um.vara- sjóð fyrirtækja á þann hátt að I stað varasjóðs komi fjár- festingarsjóður sem ráðstafa skuli til fjdrfestinga samkvæmt nánari reglum. Fjárfestingar- sjóður yröi meiri hvatning til að fjármagna fjárfestingar að hluta með eigin fé fyrirtækjanna ásamt þvl að stuðla að betri hagstjórn. Nauösynlegt er að réttur fyrir- tækja til að leggja f fjárfestingar- sjöð sé mismunandi eftir aðstöðu þeirra og staðsetningu. Slikt gæti tryggt jafnari dreifingu atvinnu- tækja um landið. Þótt nauðsynlegt sé að um- breyta skattkerfinu, er ekki siður nauðsynlegt að bæta framkvæmd skattamála m.a. með auknu skatteftirliti og bættu skipulagi. Endurbæturá skattkerfinu ásamt nauðsynlegum skipulagsbreyt- ingum er þvf eitt mesta jafn- réttismál sem við er að glima nU. Framsóknarflokknum ber þvi að beita sér af alefli i þessum málaflokki." Nýkjörin stjóm SUF, ásamt fráfarandi formanni og nokkrum gesta þingsins. Fremri röo frá vinstri: Sigurður Haraldsson, Reykjavlk, Magnús ólafsson, Sveinsstöðum, nýkjörinn formaöur, Eggert Jóhannesson, Selfossi fyrrv. formaður, Asmund Berthelsen, Noregi, Steingrlmur Hermannsson, ritari flokksins, Halldór Asgrimsson, alþingismaður, Höfn I Hornafirði. Aftari röð f.v.: Jón Sigurðsson, Kópavogi, Eirikur Sigurðsson, tsafirði, Friðrik Georgsson, Keflavlk, Jónas Gestsson, Hellissandi, Guðni Agústsson, Selfossi, Sveinn Jóns- son, Reykjavik. Hvernig yrði t.d. verzlunin, ef heildsalarnir fylgdu þeirri reglu að flytja aðeins inn þær vörur, sem seldust bezt og mestur hagnaður væri að hverju sinni? HUn yrði þokkaleg, verzlunin i landinu, ef slikri reglu væri fylgt, eða hvað halda menn? Sem betur fer fylgja heild- salarnir' ekki blint slikri gróða- stefnu. Þeirleggja oft hart að sér til að hafa vörubirgðir, sem seljast dræmt, til þess að geta fullnægt þörfum viðskiptavin- anna. Þannig verður þjóðfélagið llka að skipuleggja atvinnulifið, ef vel á að fara. Menn kvarta hér réttilega yfir ringulreið og van- stjórn, en þetta er þó ekki nema svipur hjá sjón samanborið við þaö, sem verða myndi, ef farið væri eftir lögmáli frumskógarins, eins og heildsalablaðið Visir predikar. r Osanngjarn samanburður Heildsalablaðið Visir heldur áfram að ófrægja IandbUnaðinn. Sfðasta áróðursefni Vísis er það, að landbúnaðurinn beri sig ekki eins vel hérlendis og I Bandarikj- unum og Danmörku. Það eru ekki nein ný visindi, að ísland sé lakara landbUnaðarland er beztu landbUnaðarlönd heimsins. Það sýnir ósanngirni heildsalanna, að þeirskuli gera slfkan samanburð. Nær væri að bera okkur saman við lönd, þar sem landbUnaður er stundaður við svipuð skilyrði. Þá kæmi vissulega í ljós, að sökum framtaks og samvinnu bænda, er islenzkur landbUnaður fullkom- lega samkeppnisfær. Heildsalarnir, sem margir hverjir eru þó viðförulir og eftir- tektarsamir, virðast ekki hafa komið auga á það, að það er kappsmál allra sjálfstæðra þjóða að bUa við blómlegan landbUnað og vera ekki of háðir öðrum á sviði landbUnaðarframleiðslunn- ar. Alveg sérstaklega gildir þetta um mjólkurframleiðsluna. Bæði Norðmenn og éviar gætu flutt inn ódýrari mjólk frá Danmörku en þeir framleiða sjálfir. Þeir keppa eigi að siður að þvf að fullnægja sjálfir þörfum sinum á þessu sviði. Þannig mætti nefna hundruð dæma. Það er furðulegt, að heildsalarnir skuli ekki hafa uppgötvað þetta á ferðum sinum erlendis. Einhverjir kunna að segja, að þetta sama gildi ekki um sauð- fjárræktina. Þeir sömu menn gæta þess ekki, að sauðfjárræktin geri meira en að fullnægja þörf- um okkar fyrir kindakjöt. HUn er jafnframt undirstaða vaxandi og blómlegs Utflutningsiðnaðar. Með þvi að leggja hana niður, eins og heildsalablaðið gerir tillögur um, væri þvi ekki aðeins verið að draga saman landbUnaðinn, heldur væri verið að kippa stoðum undan þeirri iðngrein, sem nU er einna blómlegust I landinu. Furðulegt er, að jafn glöggir menn á fjármuni og margir heildsalarnir áreiðanlega eru, skuli láta bendla sig við slik- an málflutning. Lögmál frumskógarins Stefnu slna I landbUnaðarmál- um byggir Visir a.m.k. öðrum þræði á þeirri kenningu, að meginrækt eigi að leggja við þá atvinnugrein, sem bezt ber sig hverjusinni. Þegar saltfiskverzl- un ber sig vel, eigi t.d. að salta fisk, en loka frystihúsunum. Þegar síldveiði ber sig vel, eigi að stunda sildveiðar, en hætta þorskveiðum. NU vita flestir, að gengi atvinnugreina er mjög mis- munandi, ein gengur vel þetta árið, önnur hitt árið o.s.frv. Ef framangreint lögmál væri látið ráöa, væri öll skipuleg uppbygg- ing atvinnuveganna útilokuð. Áhrif tveggja kosninga Blöð stjórnarandstöðuflokk- anna kappkosta mjög þann áróður, að framkvæmdir séu nU verulega minni á ýmsum sviðum en á síðastl. ári. Þetta er að vissu leyti rétt og stafar það einkum af tveimur ástæðum. t fyrsta lagi voru efnahagshorfur sæmilegar i byrjun ársins 1974 og voru miklar framkvæmdir ákveðnar i trausti þess. Þetta gerbreyttist svo, þegar komið var fram á árið, en þá voru margar framkvæmdir komnar svo áleiðis, að ekki var hægt að hætta við þær. I öðru lagi ýtti það svo undir framkvæmdir, að bæði var kosið til bæjar- og sveitarstjórna og Alþingis á ár- inu. Oþarft er að skýra það að sllkt kosningaár hefur veruleg áhrif á það, að ráðizt er I meiri fram- kvæmdir en ella. Þetta tvennt varöorsök þess, að árið 1974 var óvenjulega mikið framkvæmda- ár. í raun réttri var þá ráðizt i miklu meiri framkvæmdir en þjóðin hafði efni á og vinnuaflið leyfði, og átti það ekki minnstan þátt I aukningu verðbólgunnar á árinu. Það hefði áreiðanlega orðið mat manna, að ekki væri hægteða skynsamlegt að halda áfram jafnmiklum framkvæmdum, enda þótt viðskiptakjörin hefðu haldizt sæmileg. Þjóðin héldi þá áfram að framkvæma meira en efni hennar leyfðu og ofþensla á vinnumarkaðnum myndi halda áfram aö auka verðbólguna. Nokkur samdráttur hefði undir öllum kringumstæðum þótt eðli- legur. Þegar það bættist svo við, að viðskiptakjörin versnuðu um 30% á fáum mánuðum og enginn bati er sjáanlegur i náinni fram- tlö, hlaut óhjákvæmilega að koma til þess, að framkvæmdir yrðu drengar verulega saman. Framkvæmdir um efni fram Þrátt fyrir þann samdrátt, sem orðið hefur mun það mál hag- lærðra manna, að enn haldi þjóöin áfram að framkvæma meifa en hun hefur efni á, miðað við það hve erfitt efnahags- ástandið er. Þessu valda ekki sízt tvær ástæður. önnur er sU, að rlkisstjórnin vill ekki að sam- drátturinn verði svo mikill, að það leiði til atvinnuleysis. Höfuð- mál rikisstjórnarinnar er það, að tryggja atvinnuöryggið. Hin er sU, að rikisstjórnin vill fylgja fram byggðastefnunni, eins og framast er kostur. Ef verulegt lát yröi á henni nú, gæti það komið af stað nýjum fólksflutningum til þéttbýlisins, sem væri öllum til óhags. Af þessum ástæðum reynir ríkisst jórnin nU að halda uppi eins miklum framkvæmdum og fjár- hagsgetan leyfir og sennilega öllu meiri, en getan leyfir, sökum þess hve mjög viðskiptakjörin hafa versnað. Rlkisstjórnin verður þvi ekki að réttulagi ásökuðfyrir það, að hUn hafi dregið óeðlilega mikið Ur framkvæmdum. Það er lika ótvi- ræður vitnisburður um þetta, að alveg fram til nýgerðra kjara- samninga var tsland eitt fárra landa, þar sem hið alþjóðlega kreppuástand hafði ekki valdið atvinnuleysi, og er þó tsland meira háð viðskiptakjörunum Ut á við, eu flestar aðrar þjóðir. Vonandi breyta nýju kjara- samningarnir þessu ekki og af hálfu rikisstjórnarinnar verður áfram stefnt að þvi, að atvinnu- leysi komi ekki til sögunnar. Þar skiptir vissulega mestu máli að tryggja stöðugan rekstur at- vinnuveganna, þvi að það er undirstaða þess, að hægt verði að halda uppi nægum framkvæmd- um til að koma i veg fyrir at- vinnuleysi. Fjölgun , námsbrauta Hér í blaðinu birtust nýlega við- töl við forstöðumenn nokkurra menntaskóla, þar sem fjallað var um það, að stUdentum með lágar einkunnir hafi farið stórlega fjölgandi á sfðari árum. Aðai- skýring á þessu virðist sU, að margir unglingarstunda mennta- skólanám vegna skorts á fjöl- breyttari námsbrautum. Rétt þykir að rifja hér upp hugleiðingu Kristjáns Bersa Ólafssonar, skólastjóra i Hafnarfirði. Kristján sagði m.a. „Hitt er svo aanað mál að það eru að verða fleiri og fleiri, sem leita eftir einhverri menntun eftir að grunnskóla, landsprófi eða gagnfræðaprófi lýkur. Og fram undir þetta hefur eiginlega ekki verið neinna annarra kosta völ nema annað hvort iðnmenntun eða þá menntaskólanám. Það sem greinilega vantar eru náms- brautir, sem geta veitt fleiri nem- endum framhaldsskólamenntun, sem geti bæði komið þeim sjálf- um að gagni og þá væntanlega þjóðfélaginu. Menntun á fleiri sviðum og sem ekki endilega þyrfti að leiða til stúdentsprófs, en um leið loki engum leiðum fyrir þyi, að þeir geti ekki tekið stUdentspróf og farið í háskóla þegar fram I sækir ef verkast vill. Og það er spurning hvort stUdentspróf eigi að vera algilt inntökuskilyrði i háskóla. Hvort mismunandi háskóladeildir ættu ekki fremur að gera kröfur til ákveðinnar jafnvel breytilegrar menntunar. Svo er lika annað mál, sem á við um háskóla og önnur skólastig. Hvað á að ganga langt I þvi að gera ákveðnar kröf- ur um rétt til inngöngu I skóla? Og að hve miklu leyti á að láta þær kröfur, sem gerðar eru i skólanum sjálfum ráða hverjir komast þar áfram eða ekki? Ég er ekki viss um að árangur i há- skóla sé að öllu leyti I beinni sam- svörun við árangur á stUdentsprófi." Vissulega bendir Kristján Bersi hér á mjög athyglisverð atriði. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.