Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 34

Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 34
u 34 TÍMINN Sunnudagur 29. júni 1975. Asmundur Eirfksson Maður skrifar bréf Ásmundur Eiríksson svarar ¦ Jónmundi Guðmundssyni ¦HH^MPMipinHpHHVHH Heill og sæll ævinlega! Þá ertu búinn aö skrifa mér sama bréfið tvisvar sinnum! Hvi- likur eldlegur áhugi á bréfaskrift- um. Þegar ég virti myndina af þér fyrir mér, þar sem hún trónaði yfir bréfinu, varö mér hugsað til gömlu mannanna, bræðranna samrýmdu, pabba þlns og pabba mins. Snuröur gátu fallið á mál þeirra við aðra menn, en þá ræddu þeir málin af raunsæi, velvilja og viröingu. Þannig greiddu þeir snurðurnar, báðum aðilum til sæmdar, og við synirnir fengum lærdóm af. Þeir skrifuðu bréf einnig, og hvenær og við hvaða aðstæður, sem þeir gerðu það, lokuðu þeir bréfum sínum. Bréfið var þeim boðberi frá yfirvegaðri og djUpri hugsun. Þeir báðu ekki um torgið til að auglýsa það, að þeir hefðu skrifað manni bréf. Onei, þeir voru dálit- ið dýpri en það. En þii skrifar mér „opið bréf". Gerðirðu það með vilja að hafa það opið I báða enda? Það var i sjálfu sér bara gott, þvi að þá get ég gengið inn um endana til skipt- is, ef ég fer að skirskota til ein- hverra atriða I svona löngu bréfi. Annars þyrfti ég að ganga fyrir Langanes i hvert sinn." XX 1 inngangsorðum að bréfi þinu, segir þú, eftir samtal okkar á heimili minu I Reykjavik: „Ég skildi mál Asmundar þannig, að hann ætlaði að verða við ósk minni, að við værum sáttir." Þetta er alveg rétt farið með, að þvi viðbættu, að ég var aldrei ósáttur yið þig. Langt frá þvi. Mér er það þvi mikið undrunar- éfni að svona miklir smámunir geti spillt friði á milli okkar. Vegna þess að þU skýrir málið ekkert fyrir hinum mörgu, er þú hefur boðið til málþings okkar, tel ég mér þörf á að gera það. A öörum stað i inngangsorðum þin- um segir þú: „Ásmundi finnst vottorð Jóns Guðmundssonar fyrrv. hreppstjóra frá Molastöð- um um fund Mariönnu i Straum- nesröstinni ekki vera nógu skil- merkilega framsett, til að vera sönnunargagn". Hér ferð þú rangt með, bæði orð og meiningu. Ég sagði við þig, aö bréfið hefði verið sterkari sönnun ef skrásetningarnúmer skipsins hefði verið lagt fram. Hyggur þú, að nokkur neiti þvi, að ég fari þarna með rétt mál? Munum við ekki eftir þvi, þegar rússneska flöskuskeytiðfannstá þessu vori? RUssar ætluðu að neita þvi, að hafa orðið fyrir þessum mikla skipstapa, sem skeytið greindi frá. En þá var skrásetningar- niimer skipsins lagt á borðið, sem fannst I flöskuskeytinu. Þá sönn- un gátu Rússar ekki hrakið. Að Jón Guðmundsson hafi ekki sett hugsun sina skilmerkilega fram, sagði ég ekki, enda þekki ég Jón að öðru. Ég óskaði aðeins eftir þvi, aö bréfiö hefði sagt frá þvi, að skipsmenn hefðu séö skrásetningarnúmer Mariönnu á brakinu. Þá vorum við komnir með sönnunina i hendurnar. En heimildirnar sem Jóni voru gefn- ar báru þetta ekki með sér, og það veröur honum ekki að ámæli. TaktunU eftir þvl, Jónmundur, hvað ég segi hér á eftir, þó að ég sé bUinn að seg ja það sama I sima við þig áður. En yfir það hefur þu breitt hönd þlna, annaðhvort óviljandi eða viljandi I inngangs- orðum þlnum, og rekst ég ekkert meira í því. Það var einmitt I sambandi við þetta atriði, sem ég gerði tilraunir til þess að fá það upp á hvaða skipi heimildar- maður Jóns hefði verið, er þeir fengu brakið upp Af þvi tilefni fór ég milliliðalaust til ekkju viðkom- andi manns og spurði hana um þetta. 1 fyrstu hélt hún sig muna hvaö skipið hét, en eftir á sá hún, að þáð gæti ekki verið það skip. A þessum mörkum, þegar ég er að kanna leiðir til að hafa upp ;i þessu, hringir þú til min. Svo var móðurinn mikill á manninum, að þU heilsaðir mér varla, en barst óðara upp á mig brigði. Þótt mér hefði verið stillt upp frammi fyrir rauðglóandi byssuhlaupi, hefði ég ekki orðið meira undrandi. ,,ÞU hefur farið til þessarar konu," sem þU nefnir, sagðir þU. „Var nokkuö athugavert við það?'', spurði ég. A þetta virtist þU Hta mjög alvarlegum augum. Nú reyndi ég að útskýra málið fyrir þér, og gat þess að nokkur vandi væri kominn upp, þvl að ekkjan hefði beðið mig að birta ekki bréfið I bók minni. Hún sagði, að þar sem maðurinn sinn hefði aldrei minnzt á þetta við sig i löngu samlífi, vildi hUn ekki láta nafns hans getið að neinu I sam- bandi við það. sem ekki væri hægt að sanna. Þegar þU heyrðii þetta varstu hinn æfasti. ÞU tókst það ekki i mál, að sinna ósk ekkj- unnar. ÞU lézt mig skilja það, að ef ég færi ekki alveg að þinum vilja I málinu og birtir bréfið eins og það væri, mundir þU taka málið I þlnar hendur á þann veg, að ég yrði var við það. Svona var tónninn og hljóðan orðanna efnis lega. NU spyr ég þig, er langa bréfið þitt þessi ósköp sem áttu að dynja yfir mig ef ég félli þér ekki að fót- um? Ef svo er, þá er þvi til að svara,aðégfinnafar Htið til þess. Leyfðu mér þó að bæta þvi við, að eigi ég eftir að komast i sömu málsaðstöðu aftur, að velja á milli þess, að gera að ósk ein- stæðrar ekkju eða þinni I þeim anda rem þU varst i þetta sftipti, þá mundi ég standa með ekkj- unni. Þegar ég gekk frá simanum, hugleiddi ég það með sjálfum mér, hvernig A þvi gæti staðið, að þU værir svona einstrenginslegur, að það jaðraði við heimsku. Sem ég var að hugleiða málið, runnu upp I huga mér orð, er þú sagðir við mig nokkru áður, einmitt þegar við vorum að ræða þessi mál saman á heimili minu og skildum sáttir. ÞU mæltir svona, efnislega: „Það þýddi ekkert að banna mér þegar ég var barn eða unglingur, ég beygði mig ekki". Var svarið við hugsunum mlnum, e.t.v., komið þarna I þinum eig in orðum? Um leið og þU mæltir orðin af munni fram, leit ég I gegnum grámu minninganna og sá klóalang gamla I Reykjarhóls- baðstofunni, og mig langaði til að kyssa á hrisið. Annars var vönd- urinn ekki notaður mikið heima, en hann var til, og þegar gripið var til hans, var meining I þvl. Leyndardómurinn er sá, að sá sem ekki lærir að beygja sig sem barn, gerir það ekki heldur á efri árum ævi sinnar. Við þennan stein varð slysið, ef slys skal kalla, en hitt ekki, að málið væri svo mikið að vöxtum. A ég nU ekki að segja þér dálitla skrítlu? Þegar þu haslaðir þér völlinn i Timanum, var alveg búið að fullsetja næsta hefti ævisögu minnar, með leiðréttingum og skýringum. Þar kemur allt ljós- lega fram, sem i bréfinu stóð og snertir Marlönnu, með Jdns eigin orðum. En jafnframt komið til móts við beiðni ekkjunnar I þvi, að nafn manns hennar sé ekki birt. Þetta er alveg samkvæmt þvl sem ég vildi tala um við þig i simann, en þU léðir þviekki eyra. Það verður þvl eilitið auðmýkj- andi fyrir þig að lesa þetta með eigin augum, og vita nU að allt var komið á sinn stað, vikum áður en stórstreymið flæddi um blað- siður Timans. Ég hefði heldur viljað segja þér þetta undir fjögur augu, en þU valdir þér opinberarE vettvang. Gerðu svo vel og njóttu heill. Að öðru leyti tek ég undir þln eigin orð I niðurlagi inngangsorða þinna að bréfinu langa: „Lesend- um læt ég eftir að meta málsmeð- ferð okkar frænda." XX NU vlk ég að öðru efni. Jón- mundur, það vekur mér furðu, hvað þU tekur þér nærri, öllum öðrum fremur, .það sem ég hef skrifað um Mariönnuslysið. Um slys sem hent hefur fyrir meira en hálfri öld, ættu allir að geta talað um án þess að geðsmunir gangi úr jafnvægi. Það var styttra liðið frá þessu slysi, þegar við mamma þin ræddum langa stund saman um það. Þar voru vötnin kyrr og yfirveganir skýr- ar. Ég hef talað við GuðrUnu Guðmundsdóttir frá Syðsta-Mói I Fljótum. HUn átti elskaðan bróð- ur á Marlönnu. Hann var yngsti maðurinn á skipinu, átján ára að- eins. Jóhann skipstjóri mátti heita að væri afi hennar, þvi móð- ir hennar var fóstruð upp hjá Jó- hanni. Hún leit ávallt á Jóhann sem föður sinn, og dóttirin á hann sem afa. GuðrUn Guðmundsdóttir hefur veitt mér allar vitundir, sem hUn átti ráð á i sambandi við slysið og heimanför afa sins og bróöur; Svo vinsamleg hefur hUn verið og hugkvæm, að hUn hefur hringt heim til min, hUn býr I Reykjavik, þegar henni fannst hUn muna betur um eitthvert atriði samræðna okkar, en fram kom meðan við ræddumst við. Við Þórunni Jóhannesdóttur á Sauðárkróki, ekkju Jóns Jónsson- ar, sem fórst með Mariönnu, hef ég rætt þessi mál. Þar var sama kyrrðin/yfirvegunin og jafnaðar- geðiö, eins og ég var að lýsa hjá mömmu þinni og GuörUnu Guð- mundsdóttur. Tíöum er ég gestur á heimili Indlönu Sigmundsddttur frá Vestara-Hóli. Hún missti tvo bræður slna með Marlönnu. I engu er framkoma hennar breytt við mig, enda veit hUn hver til- gangur minn er: að gera tilraun til að fá hið sanna fram i ljósið. Friðjón Vigfússon, fóstursonur Jóhanns skipstjóra, lifir enn. Við höfum talað ýtarlega saman um þessi mál. Hann hefur sagt mér frá könnun fósturbróður sins, Jó- hanns Guðmundssonar, sem nU er dáinn. Jóhann var greindar- maður og duglegur. Hann mun hafa lagt sig æðimikið fram I þvl, aö fá það rétta upp ef hægt væri um afdrif Mariönnu. Niður- stöðurnar ræddu þeir svo saman, fóstbræðurnir. En þar semég hef ekki fengið tlma til að fullkanna heimildir, sem Friðjón benti mér á, vil ég ekki tjá mig meira um þetta hér. Fyrir meira en 40 árum kynntist ég dóttur Alberts Finn- bogasonar skipstjóra á Skildi. HUn heitir Fanney og lifir enn, greind kona. Hún sagði mér, að það hefði verið talið efunarlaust, að Skjöldur hafi fundizt krdaður i Is norður I höfum nokkrum árum seinna, en talið var að hann hefði farizt í Tjörfagarði 8. mars 1903. HUn sagði mér, að margir fyrir- boðar hefðu gengið á undan skips- tapa þessum um veturinn, áður en pabbi hennar silgdi skipi Ur höfn. Þegar Fanney sagði mér frá þessu, var ekki liðið frá fundi skipsins meira en u.þ.b. 20 ár. Þó gat hUn talað svo stillilega og viturlega um þennan sorglega skipstapa, að ég dáðist að. Einhverntlma hefðum við báðir talið það ótrUlegt, að þU mundir nokkurntima standa þannig að máli, að það gæti verið nokkur spurning um það, að þU værir ekki maður kvensterkur. Sama sunnudag, sem þú sendir mér kveðjuna I Timanum, getur að lesa i lesbók Morgunbíaðsins ýtarlega frásögn um snjóflóðið I Goðdal. Sllka harmsögu minnist ég ekki að hafa heyrt um Islenzkt fólk, enda segir Sigurður Rós- mundsson, sem ritar og er frændi bóndans sem lenti i nauðunum: „Hér er hvorki i sogusögnum né I minnum nUlifandi manna neitt sambærilegt til, er við hér höfð- um orðið áhorfendur að". Þessi hryllingsatburður gerðist 1948. Það eru þvi ekki nema 27 ár siðan atburðurinn gerðist. Hvað heldur þU að séu margir aðstandendur þeirra sem fórust þar lifandi nU? Það vitum við ekki. Einn þeirra skrifar þó þessa frásögn. ÞU missir bróðir þinn fyrir meira en hálfri öld, og enn I dag berð þU missinn miklu verr en konur. Þér finnst ég kannski vera kaldlyndur, en það er ég ekki, þegar ég segi, að ég kenni ekki hið minnsta I brjósti um þig. Það hafa margir misst ástvini og hafa ekki kveinkað sér þess vegna I hálfa öld. Ég ræð þér til að ganga á vit Joabs SerUjusonar hers- höfðingja og athuga hvernig hann skipar þessum sama sjálfsmeð- aumkunaranda Ut af konungi sín- um, sem misst hafði son sinn og varð svo harmi þrunginn af, að varla var sæmandi. Orð hers- höfðingjans voru svo kröftug að kóngur læknaðist við þau. Hann gekk Ut til fólksins og sannfærðist um, að Guð lifði og átti gnægð góðra gjafa handa honum, þó.tt hann hefði tekið eina gjöf áður gefna. Jónmundur, þU finnur þessa frásögu I Bibliunni, 2. SamUelsb. 19. kafla, versunum 1- 8. Ég hygg að þU gætir læknazt llka, ef þU lest kaflann með at- hygli. XX Mér er engin dul á þvi, hvað olli þvl að ég sló Mariönnuslysinu upp Ifyrra bindi ævisögu minnar. Þvl réðu tvær ástæður: Fyrri ástæðan var sU, að þessi atburður ger- breytti Hfsbraut minni. Maður sem ritar ævisögu sina, hlýtur að bregða ljósi á svo skarpar kross- götur. Annað væri rökleysa og fals á staöreyndum. Hin ástæðan var sU, að mig langaði að vita hið sanna um örlög skipsins ef þess væri kostur, áður en ég væri ailur. Það voru þvi slðustu tækifæri að heyra frá þeim, er voru komnir til nokkurs þroska, er slysið varð, mundi atburðinn og ýmsa fyrir- boða, er fóru á undan slysinu. Um þetta höfðu margar sagnir verið á lofti, leyndust ekki einhverjar enn, sem ég hafði ekki heyrt um, en gátu gefið einhverja vit- neskju? ÞU hneyklast mjög á orðum mlnum varðandi hugsanlegan af- gang Mariönnu, sem á loft hafði farið. Aður en þU sæktir mig til saka fyrir orð mln, hefðir þU átt aö vita, að löngu fyrr, og miklu nær sorgaratburðinum, var Gils Guðmundsson rithöfundur bUinn að kveða sér hljóðs í sama máli. Þar kemst hann þannig að orði: „SUsaga kom upp nokkrum árum seinna, að nprskir selveibimenn hefðu fundið skip þetta (Mari- önnu) I Is langt norður I höfum og llk skipverja helfrosin i skipinu" (SkUtuöldin 1. bls. 545. Gils Guð- mundsson). Þessi orð eru ekki siöur ber en min. Hvað hélt aftur af þér þá, að skrifa bréf og and- mæla rithöfundinum? Þá voru þó ekki liðin nema 22 ár frá þvi að sjóslysið hafði skeð, og ástvinir fleiri og viðkvæmari fyrir? Þótti þér ef til vill garðurinn vera heldur hár fyrir þig að ráðast til atlögu, þar sem þekktur rithöf- undur stóð fyrir? Það verður ekki komizt hjá þeirri staðreynd, að mannsand- inn spyr inn i dulina og leit- ast við að skil.ia hið óræða. Þess vegna halda menn áfram að rýna "söguna i það óendanlega. Ég tel að tilraunir minar hafi borið nokkurn árangur, þvi að ýmislegt hefur borið á fjörur minar, en þvi miður ekkert sem færir okkur fullvissuna i hlað. Likur eru bara llkur,þangað til sönnunin er feng- in. Og til þess, ef mögulegt hefði verið, bað ég þig að hitta menn á Akranesi, sem trUlega fyndust þar, og spyrja þá nánar um það sem bréf Jóns hljóðaði um, þvi að frá Akranesi var maðurinn, sem heimildin var rakin til. En þU harðneitaðir þvi. XX ÞU véfengir það, að Eirikur bróðir þinn hafi skrifað mér bréf til Danmeriuir, þess efnis sem ég nefni i bókinni. En að þu skulir gera þetta, Jónmundur? Þegar ég tók lasleika nokkurn, sem heldur áfram að angra mig, fyrir tveim árum.baðégkonu mina að ganga með mér I gegnum öll bréf min. Ég brenndi þeim nær öllum, þó að kona mln bæði mig að gera eigi. Ekki þó Eirfks bréf í það sinn. Þvi brenndi ég stuttu eftir heimkomu mlna frá Danmörku, enda þóttist þá sýnt að Marianna sigldi ekki Ur því til hafnar. I bréfi þessu voru ekki aðeins spurningar, sem snertu eillfa lifið, en lfka einka vandamál, sem snertu hið timan- lega Hf. Þess vegna ráðstafaði ég þvl þannig. Þig furðar á þvi að Eirlkur hefði ekki látið neitt I ljós um afstöðu slna til trUarinnar við þig, ef orð min væru sönn. A þvi furða ég mig ekkert. Það er nefni- lega alveg eins með mannsálina, sem er að byrja að opna sig fyrir hinni sáluhjálplegu trU og blómið. Hvort tveggja opnar sig fyrir ljósinu og deginum, en lokast fyrir kuldanum og nóttunni. Þess vegna gekk Eirfkur á fund Guð- mundar Jónssonar, þvi að hann vissi, að hann þekkti hið sanna og eillfa ljós. Hins vegar ber bréf þitt greinilega með sér, að þU virðir trUna harla litið, og svo hefur mér virzt jafnlengi og kynning okkar nær. Það skyldi nU vera, að hér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.