Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 8
i íYiT: .CTÖl 'iahl .«- iij;j;:V i i . - TÍMINN Sunnudagur 29. júni 1975. TIAAINN HEIMSÆKIR Höfoahverfi Sverrir Guömundsson, Lómatjörn ASK-Akureyri. Við utanveröan Eyjafjörö að austan er Höfða- hverfi, litil sveit en þéttbýl og nær frá Fnjóská aö Grenivfk. Höfðahverfi dregur nafn sitt af Þengilshöfða, sem er vestan við Grenivfk. Þar i sveit eru nokkrir staðir, merkilegir frá sögulegu sjónarmiði. Nes, bær Einars Ás- mundssonar fyrrum alþingis- manns og samvinnufrömuðar, Höfði, prestsetur tii 1890 og kirkjustaður til 1880. Höfði er landnámsjörð og bjó þar Þengill, við hvern höfðann er kenndur. Núverandi kirkjustaður er Laufás sem er ef til vill kunnari en flestir aðrir staðir 1 Höfðahverfi, fyrir gamlan torfbæ, sem þar er og kirkjuna sem er frá 1865. Þá er og kirkja á Grenivik, sem er þjónað frá Laufási. Tlminn heimsótti Höfðahverfi nU fyrir skemmstu og ræddi við ýmsa framámenn i hreppnum. Þá Sverri Guðmundsson bónda á Lómatjörn, Bolla Gústafsson prest í Laufási og Knút Karlsson Ungir Grenvfkingar. Timamyndir: Ask. Grenivfk framkvæmdastjóra frysti- hússins. Fyrstur var sóttur heim, Sverrir Guðmundsson á Lóma- tjörn. Hann byrjaði þar búskap 1939 og rekur þar nú félagsbú með tengdasyni sinum Arvid Krog og Valgerði Sverrisdóttur. Jafnframt sveitastörfunum er Sverrir framkvæmdastjóri minkabúsins og sveitarstjóri, en i þaö embætti var hann ráðinn siðastliðið vor. Léleg útkoma minkabúsins — Hvernig hefur rekstur minkabúsins gengið frá stofn- un þess: — Frá fyrsta rekstrarári, eða 1972, hefur verið stöðugt tap á rekstri biísins. Sala á skinnum hefur verið með lélegasta móti, og við höfum ekki fengið nema helming þess verðs, sem til dæmis Norðmenn telja nauðsynlegt til að rekstur geti borgað sig. Þess veröur Mns vegar að gæta, að við biíum við mun ódýrara fóður, en Norðmenn, og getum leyft okkur að lita bjartari aug um á framtlðina, þar sem þeir eru að draga saman seglin. — Hafið þið náð fullum tökum á framleiðsiunni? — I pelsun skinnanna höfum við náð ágætum árangri, en nokkuð hefur borið á að óhreinindi og matarleifar setjist I feldinn, en það kemur út sem hriíður, og lækkar eðlilega gæði skinnanna. Þannig var mikið af þvi, er við sendum án erlendan markað, í lægfi gæðaflokkum, enhjá sams konar framleiðend- um I Noregi. Hins vegar litur nú út fyrir að meira vald sé að nást á framleiðslunni og rekstur búsins að færast I eðlilegt horf. Má benda á,'að hvolpafjöldi er * með mesta móti, I búinu eru nú tæplega 8000 hvolpar og um 2000 læöur. Þá eru að koma til búsins fullkomnari tæki til hreinsunar búranna og ætti það að geta bætt að mun gæði fram- leiðslunnar. — Hver er hlutdeild minka- búsins i atvinnulifi Grenvikinga? — Ég held, að það megi segja að fjórir starfsmenn vinni þar allt árið, en þess utan vinnur fjöldi fólks af og til við pelsun skinna. Þá er ótalin sú atvinna er .búið veitir bæði beint og obeint. Launagreiðslur fyrir- tækisins voru á síðasta ári um 5 milljónir króna og það eitt segir sína sögu." Leitað að heitu vatni i sumar — Hverjar eru helztu fram- kvæmdir á vegum hreppsins? — í sveitarfélagi er fær um 13 milljónir i heildartekjur verður tæplega miklu varið til stór- framkvæma. En við höfum beitt okkur fyrir þvi', að Orkustofnun leiti að vatni við Gljúfurá og. reiknum með að þær fram- kvæmdir geti hafizt nú I sumar. Þá verður byrjað næsta sumar á skólabyggingu, en á fjárlögum var veitt 300 þúsund til þeirra framkvæmda, hins vegar verður tæplega hafizt handa i ár. Þá verður væntanlega reist ein íbiíð fyrir rfkisfé, en af þeim fimm er sveitarfélagið ósk'aði eftir lánum fyrir, fékkst aðeins vilyrði fyrir einni. Húsnæði vantar tilfinnanlega i Grenivík, en einstaklingar hafa byggt þar tiltölulega mikið undanfarin ár, þannig eru nú í smiðum fimm einbýlishús. En I einu mesta áhugamáli okkar heimamanna verður ekk ert gert I sumar, en það eru vegamálin, að visu verður veitt I Grenivikurveginn fjórum milljónum á næsta ári, en það er einungis endurgreiðslu á þvi fé er hreppurinn hefur lagt i þann veg. Einn gjafafrekasti vet- urinn — Reyndist vetrinn bændum þungur I skauti? Æði margir bændur voru orðnir heylausir þegar loks voraði, og litlar sem engar fyrningar voru til, en

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.