Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 13
' t T f 9 \ T 'J • Sunnudagur 29. júni 1975. TÍMINN 13 gerviefna, sem við komumst i snertingu við i nútimaheimi. Á hverju ári koma 120.000 ný gerviefni á markaðinn, og a.m.k. nokkur hundruð þeirra geta framkallað ofnæmi. Rikharður III Englands- konungur var greinilega með of- næmi. Hann borðaði jarðarber, og heilbrigðislegur hörundslitur hans breyttist. Hann varð eld- rauður I framan, segir sagna- ritarinn, og þvi rauðara sem andlit kóngs varð, þvi verra varð skap hans: Einn lávarðanna i krúnuráðinu, sem konungur hlýtur að hafa vantreyst mjög, var tekinn af lifi fyrir að hafa reynt að ráða einvaldinn af dög- um með eitri. Nokkrum dögum eftir aftökuna var konungur aftur hraustlegur á hörund segir sagan. DUnkoddar voru vandamál 33 ára læknis i Vestur-Berlin. Hann fékk andarteppu og missti alla löngun til kvenna. Andstuttur og náfölur reis hann af beði vinu sinnar. Það liðu þrir dagar, áður en hann var búinn að jafna sig. Reyndur starfsbróðir, gaf honum ráð sem dugði, svo hann gæti notið lofts og ástar — I rúmi nýju vinkonunnar hans eru engir diinkoddar. Verra var það með tólf ára skóladreng i Seattle i Banda- ríkjunum, sem lét lifið vegna ógætilegs leiks félaga sinna. Þeir köstubu honum út i sundlaug með köldu vatni, og drengurinn dó eftir fáar sekúndur. Hann hafði ofnæmi fyrir kulda! Hinn dular- fulli sjúkdómur, ofnæmið, hafði krafizt einn einnar fórnar. Breyttur viðbragðshæfi- leiki Orsakirnar eru mjög mis- munandi, og það eina sem þessi þrju tilfelli höfðu sameiginlegt, Feldir dýra geta vuldio ofnæmi. var „breyttur viðbragðshæfi- leiki" Hkamans. Það var barna- læknirinn dr. Clemens von Pirquet i Vln, sem 1906 hóf að kalla þetta fyrirbrigði ofnæmi (allergi).Orðið er Ur grisku: allos Síðar var orðið tekið upp I flest tungumál. Ofnæmi, eins og t.d. heymæði, hefur alltaf verið álitið „finn" sjúkdómur, sem enginn hefur þurft að skammast sin fyrir. En samt er ofnæmi meira en „tizku- sjúkdómur" nú á dögum. Fjöldi sjúklinga vex stöðugt, eins og áður var sagt, og reikna má með að fimmti hver maður I okkar heimshluta sé sjUklega viðkvæm- ur fyrir einhverju efni I umhverf i sinu: Það rennur Ur augum hans eða nefi, sllmhimnur bólgnar eða blóðþrýstingurinn of lágur. í vissurn starfsgreinum — t.d. meðal afgreiðslufólks, málara og þeirra sem vinna að rannsóknum á lyfjum — þjáist þriðji hver maöur af ofnæmi. Enginn er Blómailmur er ljúfur — en hættulegur sumum. Frjóduft er algengur ofnæmisvaldur. öruggur um að fá ekki ofnæmi fyrr eða siðar I lifinu. Ofnæmi, segja læknar, er tilraun hins flókna mannsíikama til að losa sig við óæskileg aðskotaefni. Hér er um að ræða „ranga starfsemi" varnarkerfis, sem út af fyrir sig er gagnlegt". Viðbragð likamans kallar fram vefhormóninn, histamin. Næstum allir ofnæmissjUkdómar, allt frá kláða I hiiðinni til banvænnar stöðvunar blóðrásarinnar, skrif- ast á reikning þessa eggjahvitu- sambands. Þetta efni berst með blóðinu og sogæðavökvanum um allan likamann og er oft banvænt, þótt i örsmáu magni sé. Histamin víkkar háræðarnar, veldur Ut- brotum, krampakenndum vöðva- samdrætti og margfaldri kirtla- starfsemi. Eftir magni og staðsetningu veldur það I of- næmiskasti skyndilegri lækkun á blóðþrýstingi, bolgu i hiið og sHmhimnum, krampakenndum samdrætti I öndunarfærum, mikilli sllmmyndun eða „ofnæmissjokki". Engin yfirsýn Histamin, sem þýzki Nóbels- verðlaunahafinn Adolf Windaus fann 1907, getur komið fram fyrir áhrif svo fjölmargra efna (og jafnvelhita og kulda), að ómögu- legt er að hafa yfirsýn yfir þau öll. Loftmengun hefur I för með sér að menn anda stöðugt að sér iðnaðarreyk og öðrum ertandi efnum. Kemisk efni í mat auka enn tölu ofnæmisvalda. Annað, sem valdið getur ofnæmi, eru snyrtivörur, ýmiss konar úðunar- efni og lyf. Dr. Erich Fuchs, sem starfár að rannsóknum á Mayo Clinic I Wiesbaden, segir að Hta verði á siaukna utbreiðslu ofnæmis- sjUkdóma i vestrænum heimi i tengslum við „yfirhleðslu snertiflata líkamans." Húð og sllmhimnur nútimamanna eru jafnþunnar og þær voru fyrir iðnbyltingu, og þær verða stöðugt fyrir árásum ofnæmisvaldandi efna. Ef tölvan i Mayo-rannsókna- stöðinni i Wiesbaden er að þvi spurð, hve margir af 45.000 manns, sem rannsakaðir hafa verið, hafi ofnæmi fyrir pensilini, þá er svarið á reiðum höndum — 40. Enginn þessara sjúklinga má nokkru sinni fá pensilin aftur — það gæti orðið þeim að bana. Hættan á lffshættulegum auka- verkunum af lyfjum er sérlega mikil, þegar um antibiotika eins og pensilin er að ræða. Fimm til tólf prósent allra sjúklinga, sem fá pensilln áburði, duft eða töflur, hafa ofnæmiseinkenni gagnvart þvi — I bezta falli aðeins kláða og útbrot, en þegar verst lætur, fá þeir áfall og deyja af völdum þess. Sjúkdómur hans gaf ofnæmissjúklingum nýja von Eitt blóðsýni hefur nú i mörgum tilfellum leyst 30 ofnæmissprautur af hólmi. Visindamenn og ofnæmissjúklingar geta þakkað það bóndanum Nils Danielsson. Hann þjáðist af sjaldgæfri tegund krabbameins, sem varð til þess að nýtt ónæmisefni fannst i blóðinu. Nils Danielsson var smábóndi og átti heima Inágrenni Uppsala. Hann var 53 ára, þegar hann lézt fyrir sex árum. Banamein hans var sjaldgæf tegund krabba- meins,sem eyðileggur þær frum- ur Hkamans, sem framleiða ónæmisefnin. Þessi sjaldgæfi sjúkdómur hans varð til þess að ný uppgötvun var gerð I læknisfræði — fimmta ónæmisefnið fannst. Nánast af til- viljun fundu nokkrir visindamenn við háskólasjúkrahúsið I Uppsöl- um það, og vísindamönnum og lyfjaframleioendum varð kleift að einfalda prófanir á ofnæmis- sjUklingum. Ofnæmisprófin, og um 30 sprautur sem þeim fylgja, leysir nýja aðferðin af hólmi með einni blóðprufu. Nils Danielsson færði læknavisindunum nýtt ónæmis- efni með þvi að krabbategundin, sem hann fékk, réðst einmitt á þá frumutegund i likamanum meðal milljóna annarra, sem framleiðir mótefni, sem valda ofnæmi. Sjúk- dómur Nils Danielsson hafði i för með sér að mörg kiló af þessari frumugerð urðu til I likama hans. Heilbrigt fólk hefur aðeins fá grömm af þeim. Það eru einmitt þessar frumur, sem framleiða hið nýfundna ónæmisefni. Nils Danielsson bjó með konu sinni Astrid. Honum hafði varla orðið misdægurt um ævina, þegar hann var svo óheppinn vordag einn að hrasa og brjóta nokkur rifbein. Við sjUkdómsrannsókn á spltalanum kom i ljós, að i likama hans var óvenju mikið af eggja- hvituefnum, og hann var fluttur á lyflækningadeildina á háskóla- sjUkrahúsinu til nánari rannsókn- ar. Blóðsýni leiddi i ljós að Nils Danielsson hafði i sér þetta óþekkta ónæmisefni. — Við fengum blóðsýni, sem leiddi i ljós, að sjuklingurinn Nils Danielsson, sænski bóndinn, sem fékk sjaldgæft krabbamein, sem varð þess valdandi að ofnæmislæknar gerðu mikilvæga uppgötvun. Gunnar Jóhansson dósent á háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum er i hópi þeirray sem gert hafa tilraunir með nýju rannsóknarað- ferðina. hafði furðulega mikið af eggja- hvituefni, sem við þekktum ekki. Við höfðum unnið i mörg ár að rannsðknum á eggjahvituefnum og vissum hvernig hin fjögur þekktu ónæmisefni litu út. Hér var komið nýtt efni, en við sáum að það var ónæmisefni, segir Gunnar Jóhansson dósent. — Við reyndum það á kaninum, gerðum tilraunir og komumst að þeirri niðurstöðu, að hér var um alveg nýtt efni að ræða. Aðrir vlsindamenn gengu til liðs við okkur, og loks fékkst sU niður- staða, að þetta eggjahvituefni var ekki sérstakt fyrir þennan sjUk- ling, heldur fannst I óeðlilega miklum mæli I Hkama hans. Nils Danielsson lá nokkrum sinnum á sjúkrahUsinu. — Hann horaðist hratt. Um tlma var hann svo veikur, að hanri varð að vera i hjólastól, þegar hann fékk að fara heim, en hann hafði stálvilja, og gafst ekki upp fyrr en hann gat risið upp Ur hjólastólnum. Skömmu seinna gat hann gengið við hækjur, og um skamman tlma losnaði hann við hækjurnar, segir kona hans Astrid. — Pabbi fór á milli sjUkrahUss- ins og heimilisins. Hann vildi helzt vera heima. Svo virtist einnig sem hann hresstist, þegar hann var hér hjá okkur, segir dóttir hans, Magareta, sem er elzt þriggja systkina. — Við vonuðum alla tið að hann kæmist heim fyrir fullt og allt og gæti farið að vinna, segir Astrid. — Við sáum hvernig hann hresst- ist með köflum. Læknarnir sögðu honum, aðhann væri með fimmta efnið i blóðinu, er áður hafði ekki verið þekkt, og hann fylgdist af áhuga með þróun málanna. A sjUkrahUsinukölluðu menn nýja ónæmisefnið eítir honum Ig Nd. NU gengur það undir nafnin IgE. — Þaö var tilviljun, að efnið fannst. Við reiknuðum Ut, að lfkurnar á að við fyndum sjuíding i sömu aðstæðum næstu tiu árin væru mjög litlar. En okkur skjátlaðist. 1968 fannst annað til- felli. NU eru firhm, sex sjUklingar iheiminum með samskonar sjUk- ddm, sem vitað er um. Þessi sérstaka krabbategund herjar á frumurnar, sem fram- leiða ónæmisefni likamans. Venjulega fjölgar hvitu blóðkorn- unum, sem framleiða ónæmisefn- ið, þegar sjUklingur fær þennan sjUkdóm. En þau halda hæfi- leikanum til að framleiða ónæmisefni. Magnið af IgG — sem við fáum sem smitverjandi lyf, þegar við förum til Mið- jarðarhafslandanna, gamma- globulin — er 50.000 meira en IgE- magnið i blóðinu. Þ.e.a.s. 50.000 fleiri frumur framleiða IgG en IgE. Líkurnar eru þvi miklu meiri á að þessi sjaldgæfi sjUkdómur leggist á frumurnar, sem fram- leiöa IgG, eða frumur, sem fram- leiöa hin ónæmisefnin, en einmitt þessar fáu, em framleiða IgEog gefa frá sér mótefni, sem fram- kalla ofnæmi. Það er einmitt IgE, sem gerir okkur að ónæmissjUklingum. — Fundur þessa mikla magns af IgE i sjUklingi gerði það að verkum, að hægt var að fram- leiða mótefni gegn þvi, sem notað er við nýju prófunaraðferðina með blóðsýni, segir Gunnar Jóhansson dósent.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.