Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN .r.vm hii'ii .b'- id;j,;V i . > Sunnudagur 29. júni 1975. Hárkarlaskip (Hvafta skip?) Ingólfur Davíðsson: ¦ Byggt og búið í gamla daga LXXX. Helga EA 2. Smiftuft 1874 Hákarlaöngull (sókn) I festi. Hákarlakrókur t.v. Hákarlaskipift Anna KA 12 ivo haxariasktp i Krossanesbot „Heyrið morgunsöng á sæn- um, sjáið bruna fley." Svo kvaft Steingrlmur. Ungur man ég eft- ir hákarlaskipum sigla út og inn Eyjaf jörð, og skellirnir 1 mótor- bátunum við Hrisey hljóma enn i eyrum minum. í bókinni „Hákarlalegur og hákarlamenn 1933", eftir Theódór Friðriks- son, segir: „Hákarlalegurnar gömlu eru nú aðeins endur- minningar hjá eldri mönnum, einkum við Eyjaf jörð. — Kemur þarna margt til greina:: Ein- kennilegur veiðiskapur, ein- kennilegir menn og einkennileg- ir timar I sögu Eyfirðinga, harð- neskja talsverð, en þá ekki siður hreysti og karlmennska." Hákarladallarnir voru fyrst opnir bátar en siðar þilskip. I minni sveit — Árskógsströnd — man ég vel eftir hinum alkunnu hákarlaformönnum Jóhanni á Selárbakka og Sæmundi 1 Stærra-Árskógi (Látra-Sæmundi, sjá bók Haga- Hns „Virkir dagar"). Eldri menn töluðu mikið um Jörund I Hrlsey, Anton I Arnarnesi, Gunnlaug á Krossum, Jónas á Látrum og syni hans, „hina al- máttugu" Látrabræður o.fl. fræga hákarlaformenn. Theo- dór segir flest gömlu hákarla- skipin hafa verið 15-20 smálestir að stærð, en nokkur keypt frá Noregi stærri, eða 20-30 smá- lestir. Einna flest munu hákarlaskipin hafa verið I Eyja- firði og Siglufirði frá 1883 til aldamóta. Oft mun hafa verið um 12 manns á skipi.Hákarla- miðin voru hingað ogþangaðá svæðinu vestan frá Barðagrunni og austur fyrir Langanes og komið mun hafa fyrir aö skip frá Eyjafirði lægju við hákarl norður á Halamiðum. Algengur matur var hákarlinn, etinn með brauði og harðfiski, á unglings- árum mlnum. Bezt þótti að hákarlsbeiturnar (ræmurnar) héngu uppi I hjalli ár eða lengur. Nýr ungur hákarl var stundum matreiddur I stöppu, en ekki þótti hollt að eta mikið af henni. Flest voru hákarlaskipin sett upp á Oddeyrartanga að lokinni vertlð. Þótti myndarlegt að sjá þau standa þar hlið við hlið, flest 14-17 að tölu. Við Eyjafjörð var 14. aprll kallaður út- siglingardagur hákarlaskip- anna. Menn urðu að gera sig út sjálfir og höfðu engan fastan matsvein. Lenti starfið oft á við- vaningum. Oft var komið á Hornvfk og þá keypt egg I stað sykurs og skonroks. Mest var eldað kjöt. Um og fyrir aldamót kom fyrir að gengið var á land i Kolbeinsey og þar tekin egg til matar. Sögðu sjómenn ótnilegt misdýpi við eyna. Hér eru til-sýnis 4 hákarla- skipamyndir frá Minjasafni Akureyrar. Þarna gefur að llta tvö I Krossanesbót við Eyja- fjörð. Slðar varð slldarverk- smiðjan I Krossanesi alkunn. Helga EA 2 sést með bát I eftir- dragi undir snjóugri hllð. Hún var smiðuð I Englandi 1874. Sett I hana vél 1916. Eftir að hætt var að nota skipið til sjósókna var vélin tekin úr þvl. Loks var það fengið til kolaflutninga milli Ingólfsfjarðar og Drangsness I togi aftan I öðru skipi. Að kvöldi var þessu gamla skipi (Helgu) lagt við akkeri, en um nóttina gerði aftakaveður og slitnaði festin. Sást til skipsins um morguninh þar sem það skreið fyrir vindi ut Húnaflóa. Urðu þar endalok þessa áður happa- sæla skips. Anna EA 12 og hið óþekkta hákarlaskip sóma sér vel undir seglum. Sýnd eru Hka veiðarfærin hákarlakrókur og sóknir, þ.e. öngull bundinn I járnfesti og hún I kaðal. Beitt var hrossakjöti og selspiki o.fl. Hákarlaveiðar voru ærið áhættusamur atvinnuvegur og skipstapar tlðir, en mikið gat gefizt i aðra hönd. Myndirnar frá Vík, sem birtar voru I síðasta þætti eru I bókinni „Merkir Mýrdælingar" eftir Eyjólf frá Hvoli. Þar eru og birt nöfn fólksins i Suðurvlk. Attæringsmyndin (Pétursey) mun vera frá um 1910. Hana tók Ólafur Jónsson, systursonur Eyjólfs. Jón Aðalsteinn Jónsson orðabókarritstjóri benti mér á að myndin af vegavinnumönn- um um aldamótin væri tekin I Meðallandi, en ekki I Mýrdal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.