Tíminn - 29.06.1975, Side 6

Tíminn - 29.06.1975, Side 6
6 TÍMINN Sunnudagur 29. júni 1975. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga LXXX. rvo naKanasklp 1 Krossanesböt „Heyriö morgunsöng á sæn- um, sjáiö bruna fley.” Svo kvaB Steingrlmur. Ungur man ég eft- ir hákarlaskipum sigla út og inn EyjafjörB, og skellirnir I mótor- bátunum viB Hrísey hljóma enn i eyrum minum. 1 bókinni „Hákarlalegur og hákarlamenn 1933”, eftir Theódór FriBriks- son, segir: „Hákarlalegurnar gömlu eru nú a&eins endur- minningar hjá eldri mönnum, einkum viB EyjafjörB. — Kemur þarna margt til greina:: Ein- kennilegur veiBiskapur, ein- kennilegir menn og einkennileg- ir tlmar I sögu EyfirBinga, harö- neskja talsverö, en þá ekki siöur hreysti og karlmennska.” Hákarladallarnir voru fyrst opnir bátar en slöar þilskip. 1 minni sveit — Árskógsströnd — man ég vel eftir hinum alkunnu hákarlaformönnum Jóhanni á Selárbakka og Sæmundi I Stærra-Árskógi (Látra-Sæmundi, sjá bók Haga- llns „Virkir dagar”). Eldri menn töluöu mikiö um Jörund I Hrísey, Anton I Arnarnesi, Gunnlaug á Krossum, Jónas á Látrum og syni hans, „hina al- máttugu” Látrabræöur o.fl. fræga hákarlaformenn. Theo- dór segir flest gömlu hákarla- skipin hafa veriö 15-20 smálestir aö stærö, en nokkur keypt frá Noregi stærri, eöa 20-30 smá- lestir. Einna flest munu hákarlaskipin hafa veriB I Eyja- firöi og Siglufiröi frá 1883 til aldamóta. Oft mun hafa veriö um 12 manns á skipi. Hákarla- miðin voru hingað og þangað á svæöinu vestan frá Barðagrunni og austur fyrir Langanes og komið mun hafa fyrir aö skip frá Eyjafiröi lægju viö hákarl noröur á Halamiðum. Algengur matur var hákarlinn, etinn með brauöi og haröfiski, á unglings- árum mlnum. Bezt þótti aö hákarlsbeiturnar (ræmurnar) héngu uppi I hjalli ár eða lengur. Nýr ungur hákarl var stundum matreiddur I stöppu, en ekki þótti hollt aö eta mikiö af henni. Flest voru hákarlaskipin sett upp á Oddeyrartanga aö lokinni vertiö. Þótti myndarlegt aö sjá þau standa þar hliö viö hliö, flest 14-17 að tölu. Við Eyjafjörö var 14. aprll kallaður út- siglingardagur hákarlaskip- anna. Menn uröu aö gera sig út sjálfir og höföu engan fastan matsvein. Lenti starfið oft á viö- vaningum. Oft var komið á Hornvlk og þá keypt egg I stað sykurs og skonroks. Mest var eldað kjöt. Um og fyrir aldamót kom fyrir aö gengiö var á land I Kolbeinsey og þar tekin egg til matar. Sögðu sjómenn ótrúlegt misdýpi við eyna. Hér eru til sýnis 4 hákarla- skipamyndir frá Minjasafni Akureyrar. Þarna gefur að llta tvö I Krossanesbót viö Eyja- fjörð. Siöar varö sildarverk- smiöjan I Krossanesi alkunn. Helga EA 2 sést með bát I eftir- dragi undir snjóugri hllð. Hún var smlBuð I Englandi 1874. Sett I hana vél 1916. Eftir aö hætt var að nota skipiö til sjósókna var vélin tekin úr þvl. Loks var þaö fengiö til kolaflutninga milli Ingólfsfjaröar og Drangsness I togi aftan I öðru skipi. AB kvöldi var þessu gamla skipi (Helgu) lagt við akkeri, en um nóttina gerði aftakaveöur og slitnaöi festin. Sást til skipsins um morguninn þar sem það skreið fyrir vindi út Húnaflóa. Urðu þar endalok þessa áöur happa- sæla skips. Anna EA 12 og hið óþekkta hákarlaskip sóma sér vel undir seglum. Sýnd eru lika veiðarfærin hákarlakrókur og sóknir, þ.e. öngull bundinn I járnfesti og hún I kaðal. Beitt var hrossakjöti og selspiki o.fl. Hákarlaveiöar voru æriö áhættusamur atvinnuvegur og skipstapar tlöir, en mikið gat gefizt I aðra hönd. Myndirnar frá Vlk, sem birtar voru I slðasta þætti eru I bókinni „Merkir Mýrdælingar” eftir Eyjólf frá Hvoli. Þar eru og birt nöfn fólksins I Suöurvik. Attæringsmyndin (Pétursey) mun vera frá um 1910. Hana tók Ólafur Jónsson, systursonur Eyjólfs. Jón Aðalsteinn Jónsson orðabókarritstjóri benti mér á að myndin af vegavinnumönn- um um aldamótin væri tekin I Meðallandi, en ekki I Mýrdal. Hákarlaskipiö Anna EA 12 Hárkarlaskip (Hvaöa skip?) Helga EA 2. Smlðuö 1874

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.