Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 33

Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 33
• ¦ •/(.-. I , , Sunnudagur 29. ji'tni 1975. TÍMINN 33 enda línunnar til ann- ars. Drottningin greip allt i einu i ermi kóngsins og sagði: —Þetta er undarlegt. Það er eitthvað við þessa mörgæs, sem minnir mig svo mikið á hana dóttur okkar. Eftir sýninguna komu kóngurinn og drottningin til Perlu og þökkuðu henni fyrir skemmtunina. Ottó stóð við hlið Perlu og var mjög stoltur af henni. Og þegar drottn- ingin beygði sig niður og kyssti á kollinn á Perlu, brosti hann alveg út að eyrum. — Hvílík upphefð, hugsaði hann, og hélt niðri í sér andan- um af hrifningu. Á sömu stundu heyrðust brak og brest- ir. Mörgæsin hyarf, og I hennar stað vár komin Perla prinsessa, bros- hýr og laglegri en nokkru sinni fyrr. Þetta var mikil gleði- stund. Konungshjónin tárfelldu af gleði yfir hafa endurheimt dóttur sina, Ottó var ekki seinn á sér og bað hennar, og Perla tók bónorðinu, þvi að henni þótti orðið svo fjarska- lega vænt um hann. Nú var haldin vegleg brúðkaupsveizla i höll- inni, og að henni lokinni fóru Perla og Ottó aftur i húsvagninn sinn og héldu áfram að ferðast með félögum sinum i fjölleikahúsinu. En i hvert sinn sem sýning- ar voru haldnar i ná- grenni hallarinnar, fóru þau i heimsókn til konungshjónanna, sem fögnuðu þeim innilega. Þegar faðir Perlu var orðinn svo gamall, að hann treysti sér ekki lengur til að vera kóng- ur, varð Perla drottn- ing og Ottó kóngur i rikinu. O Thatcher — Þú ætlar þér auðvitað út i stjórnmálin, Margrét. — Ég varð máttvana, eitt augnablik, segir hún, — mér varð allt i einu ljóst, að það var einmitt það, sem ég varð að gera. Þegar þetta gerðist var hún 21 árs gömul. Hún fór að vinna við efnafræðirannsóknir I limbanda- verksmiðju. Þar vann hún við rannsóknir á nýju efni, sem átti að geta límt saman plast og járn eða tré. Þegar hún var ekki i vinnunni, sótti hún fundi Ihalds- flokksins og ráðstefnur, eftir þvi sem færi gafst. — Þetta var óskaplega lagleg ung stUlka, og enginn hefði trúað þvi, að hún hefði nokkuð i kollin- um, fyrr en hiin opnaði munninn og fór að tala, sagði dæmigerður karlaðdáandi. Þegar hún var 24 ára gömul, fór hiin I framboð i Dartford i Knet, og var yngsti kvenframbjóðand- inn i öllu Englandi. Kvöld nokkurt bauðst Denis Thatcher til að aka henni heim eftir einnfundinn. Hann var ógift- ur og á fertugsaldri, en fjölskylda hans átti málningarverksmiðju f bænum. Þá datt engum i hug, að málningin og plastið ættu eftir að eiga eitthvað sameigínlegt. — HUn hafði ekki tima til að hugsa um að festa ráð sitt, segir annar flokksbróðir um hana. HUn undirbjó og framkvæmdi kosningabaráttuna á þann hátt, að hUn virtist telja öruggt, að hún næði kosningu. En hún tapaði. Þegar hUn bauð sig svo fram i annað sinn átján mánuðum siðar, fékk hún 3000 atkvæðum meira en I fyrra skiptið, en samt náði hún ekki kosningu. Hafði hún tekið skakkan pól i hæðina? Arið 1951 giftist hiínsvo Denis Thatcher. Þá fór hun að vinna við rannsóknarstörf i málningar- verksmiðjunni. A kvöldin lagði hún stund á lögfræði og tók lög- fræðiprófið fjórum mánuðum eft- ir að hUn eignaðist tvíburana. Thatcher-fjölskyldan hafði þá lagt alla stjórnmálabaráttu á hill- una og var flutt i ágætisibUð i London. Margrét fór að vinna á lögfræðiskrifstofu, og lagði sér- staklega fyrir sig skatta og einka- réttarmál, en hun gat ekki haldið siglengi frá stjórnmálunum. Arið 1959 barðist hún fyrir þvi að ná „öruggu" sæti á framboðslista i- haldsmanna I norðvestanverðri London, og allt frá þeim tima hefur hUn verið i þingflokki fhaldsmanna. Harold Macmillan forsætisráð- herra veitti henni embætti i ráðu- neyti, og það kom æ betur f ljös i Verðlaunagripir og félagsmerki Hefi ávallt fyrirliggjandi verolaunapemnga, bíkara og styttur fyrir flestar tegundir íþrótta. Framleiii aiis konar félagsmerki. LEITI-Ð UPPLÝSINGA MAGNÚSE.BALDVINSSON Uugavegi 12. H.ykjaviL Sími 22804 öllum ræðum hennar og ritum, að hUn var mjög framarlega i sinum flokki. Arið 1966, þegar Harold Wilson var við völd, kom það i hennar hlut að flytja ræðu um f járlagatil- lögur verkamannaflokksins. Aður en hUn hélt ræðuna, las hUn hver einustu fjárlög flokksins, og gat vitnað f fjárlagaumræður tuttugu undangenginna ára. Arið 1970 gerði Edward Heath hana að menntamálaráðherra. Eitt af þvi, sem mesta umræðu vakti, og hUn gerði, var að leggja niður ókeypis mjólkurgjafir til skólabarna. — Flestir foreldrar hafa efni á þvi að borga fyrir mjólkina, sagði hUn. — Þeir hafa hins vegar ekki ráö á að borga nýja skóla. Thatcher-fjölskyldunni hefur gengið vel udanfarin ár. Denis Thatcher er orðin forstjóri Burmah Oil. Fjölskyldan á hUs i Tudor-stil Uti á landi, og þar er meira að segja Utisundlaug svo eitthvað sé nefnt, en þvl miður gefst sjaldan eða aldrei timi til þess að dveljast i hUsinu. NU er svo komið, að Thatcher hjónin hafa tæpast tima til þess að fara i lengra fri en að bregða sér i sigl- ingu i kringum Wight-eyju, og jólaleyfinu eyða þau gjarnan á einhverjum vetrariþróttastöðum. Muriel CuIIen, systir Margrét- ar.er orðin bóndakona i Essex, og hUn segir, að Thatcher-fjölskyld- an komi oft i heimsókn til þess að hvlla sig svolitið. Nú segist systir- in kviða þeim degi, þegar systir hennar verður forsætisráðherra, vegna alls þess, sem sliku fylgir. Þá verður ekki lengur friður i kringum hana, heldur allt fullt af öryggisvörðum,blaðamönnum og Ijósmyndurum, á hverju strái. En Thatcher-hjónin sætta sig bæði við þau óþægindi, sem fylgja frægðinni. Og svo að orð Margrét- ar sjálfrar séu notuð: — Maðurinnminn spurði, hvort hann myndi nokkru sinni sjá mig aftur,ogégsvaraði — Aðminnsta kosti ekki þessa vikuna. Margrét Thatcher er komin svo langt á sviði stjórnmálanna, að ekki verður við snuið. Bretar segja, að hUn sé mikill sigur fyrir kvennabyltinguna. (ÞýttFB) alerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaonum í dag. Auk þess fáið þér frian álpappír meö. Hagkvæmasta einangrunarefniö i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munio Johns-Manville i alla einangrun. Sendum hvert á land sem er. JON LOFTSSON HF. mgbrout 121 Slmi 10-600 Rafstöð til 1 Ilöl'um til leigu s< diesel-rafstöð 37 kVA, Höfum einnig til sölu n sömu gerð (Ford dies< eigu írlega vel búna 380/220 V. ýja dieselrafstöð af ílvél) Laugavegi 178 simi 38000 FLESTAR STÆRÐIR HJÓLBARÐA Vörubila- Fólksbila- Vinnuvéla- Jeppa- Traktorsdekk Vörubiladekk á Tolívörugeymsluverði gegn staðgreiðslu ALHLIÐA HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA OPIÐ 8til7 HJÖLBAROAR HÖFÐATÚNI 8 Simi 16740 Véladeild Sambandsins Simi 38900 J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.