Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 29. júni 1975. rlyað gera þan í tófnstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaf Hér sitja þau hjónin, dr. Broddi Jóhaunesson og Friörika Gestsdóttir f stofunni sinni. Húsgögnin hefur húsbóndinn sjálfur smiöaft, og reyndar er húsio sjálft einnig aft mestu leyti hans verk. Timamynd Gunnar. MORGUM HEFUR þótt kennsla erilsamt starf og þreyt- andi. Þvl mætti ætla, aö maður sem áratugum saman hefur stundao kennslu og skólastjórn hefði meiri þörf fyrir hvíld og til- breytingu en þeir, sem áhyggju- minni verk vinna. Þó er höfundur þessara lina engan veginn viss um, ao viömælandi okkar i dag, dr. Broddi Jóhannesson rektor, hafi stundað tómstundavinnu sína vegna þreytu eða leiða á aðal- starfi sinu. Miklu er Hklegra að þar hafi komið til innri þörf hans sjálfs. En um þetta verður ekki fleira rætt að þessu sinni, ef til vill skýrist það, þegar á líður samtal- ið. Að endurlifa reynslu annarra manna — Þá langar mig að spyrja þig fyrst, dr. Broddi: Hvenær minnist þií þess fyrst að hafa leitað á vit hjáverka til þess að lyfta þér upp frá skyldustörfum? — Ég er ekki viss um að ég geti svaraö þessu. Fljótt á litið virðist mér að það muni vera liðnir tveir áratugir eða svo frá þvi ég hef átt nokkrar tómstundir, og I annan stað má vera, að mörkin milli tómstunda og skyldustarfa hafi alltaf verið dálltið óljós hjá mér. Ef ég Ht á það, sem ég myndi einna fyrst flokka undir tóm- stundaiðju, eða tómstund, eins og góður maður mun hafa lagt til að kalla slik viðfangsefni, þá virðist mér að það snerti langmest Hkamleg viðbrögð, jafnvel llkamsstrit af einhverju tagi, og þá þráfaldlega með einhverjum hætti tengt — jafnvel nátengt — áráttu minni að setja mig i ann- arra spor, leitast við að endurlifa llf annarra manna, og þá sérstak- lega Hf minnar eigin þjóðar I dag- legum störfum, þannig að ég gæti komizt eitthvað nálægt því að verða þar beinn þátttakandi. — Hvað er það helzt I þessum hlutum, sem þU hefur reynt að nálgast? — Sumt af þvl hefur verið nátengt handverki, sumt hrossum og sumt einfaliega islenzkri náttúru. — Ertu smiður? — Ég trúi þvl, að ég sé að eðlis- fari lagtækur og hef ði átt að verða járnsmiður, en verð að játa, að ég hef aldrei haft tækifæri til þess að stunda járnsmiði, en hef fengizt nokkuð við trésmiði. Mætti ég kannski skýra svolltið trésmiðs- reynslu mina? Mér hefur oft sýnzt, að virðing manha fyrir llkama slnum sé alltof litil, og skilningurinn á hon- um einhæfur og takmarkaður. — Tómstundastörfin fá fyllingu af þeim sökum, að þar nýt ég og neyti skynfæra minna með öðrum hætti en I skyldustörfunum, að sumu leyti miklu fullkomnari hætti. Og eigi aðeins skynfær- anna, heldur engu slður annarra hluta, sem nátturan hefur gefið okkur, eins og til dæmis likam- legrar orku og þeirrar aðkenning- ar að reyna til hvers maður dugir. Trésmiðin getur gert okkur ofurlitið hógværari...... t stofu Brodda Jóhannessonar og konu hans er húsgagn eitt, tem heldur mun sjaldséð I reykvlskum stásstofum. Það er trésmlftavél mikil, raf- knúin. Hér hefur doktoriim tckift sér sæti f hægindastólnum siiium vift hlið vélarinnar goðu. Timamynd Gunnar. Trésmlðar eru starf, sem reynir mjög á mann. Ef við ber- um saman múrverk og trésmíði, þá er múrverkið karlmannlegt starf, en þvlfylgir tiltölulega Htið andlegt álag. Trésmiðin krefst slfelldrar athygli, og hún leiðir glögglega I ljós hversu mikil nauðsyn er á þvi, að þekkja vendilega það efni, sem fengizt er við hverju sinni. Ef slakað er á aðgát, þó ekki sé nema andartak, þá leiðir þráfaldlega af þvl mis- tök, sem erfitt er að bæta. Ef við hugsum okkur, að við höfum óunninn viðarbút milli handa, þá verður þessi viöárbUt- ur merkileg ögrun, og má ræða um það á marga vegu. — Ég ætla ekki að tala .um, hvaða myndir muni leynast I bútnum, en allar llkur eru á hinu,að I honum muni bUaundursamlegur ilmur. Það er þvl mjög sennilegt, að góður trésmiður vinni mikið með nösun- um, hvort sem hann gerir sér grein fyrir þvi eða ekki. Hann nýtur ilmsins úr viðnum, og það gétur örvað hann ýmislega, bæði 'vitandi og óvitandi. Ég hef meira að segja trú á, að hann geti kynnzt ætt viðarins af ilminum einum sarQan. — Smiðurinn nýtur lfka snertingarinnar og hann er ekki jafngóöur smiður, ef snerti- skyn hans hefur skerzt með ein- hverjum hætti. Af þessu hef ég persónulega reynslu. Mér varð það einhverju sinni á að lemja á annan þumalfingur minn, þegar ég var að flýta mér til skóla- setningar, og sroan hef ég ekki haft fullt næmi I þeim fingri. Ég er ekki jafnnæmur og áður að meta fjalir minar, ef ég strýk þær með honum. Trésmfðin sannfærir mann Hka ákaflega vel um það, hversu mik- ils virði reynslan er, og hve var- lega verður að trúa skynsemi og ályktunargáfu einni saman. Ég ætti kannski að skýra þetta með dæmi úr allt annarri átt. Ég hef þráfaldlega reynt það, að reynsla sauðkindar er i sumum tilvikum meira virði en ályktunargáfa miðlungs sálfræðings. Við getum hugsað okkur fjallshlfð eða gil, sem við ætlum að fara um, og þykjumstaf okkar ályktunargáfu sjá hina greiðustu og skjótustu leið, og sneiðum hjá f járgötunni. En eftirá reynum við — undan- tekningarlaust, að ég hygg, — að fjárgatan, sem lögð var af reynslu suðkindarinnar, var betri en leiðin sem við völdum af ályktunargáfu einni saman. A sama hátt getur trésmlðin gert okkur ofurlitið hógværari en við áður vorum. Ef við tökum viðinn og augað, kemur kannski hvað skýrast I ljós það mikla lif, og sú mikla auðgi forms og áferðar sem I viðnum býr. Og svo er það hljómurinn. Sérhver fjöl hefur sinn sérstaka karakter, að þvi er varðar óm og undirtekt, — hvernig- hún tekur undir við hamar, sög og hefil. Risti torf, stakk klömburur — Erú ekki einhverjar fleiri tegundir handverks en smiðar, sem þU hefur lagt hönd að? — JU, ég get líka minnzt á torf- verk, og notað það sem dæmi um reynslu mina af tökum okkar á þvl að setja okkur I annarra spor. Ég er, eins og eðlilegt er um Skagfirðing, alinn upp I torfbæj- um að verulegu leyti. Þegar ég var orðinn nokkurn veginn full- tlða maður, vildi ég kynnast þvi af eigin raun, hvað það var sem þeir menn reyndu, sem komu upp sllkum hUsum. Ég tók mig þvl til, og kom mér upp dálitlum kofa norður á Silfrastöðum. Ég risti torfið, stakk klömbrurnar og þöttist fara eins að og frændur mlnir og forfeður hefðu gert. Ég fann að sjálfsögðu fyrir átakinu I handleggsvöðvum og baki, þegar ég risti torfið og reif það Ur flagi og ég fann viðnámið I mýrinni, þegar ég stakk klömbrurnar. Ég trUði þvl, að ég væri að vinna sama verkog njóta sömu reynslu og fyrri tiðar menn. Svo gerðist það einhverju sinni siðari hluta dags, að ég hafði verið að stinga klömbrur, og var bUinn að losa rUmlega hundrað. Þá kemur til mln Jóhannes frændi minn, bóndi á Silfrastöðum, Htur á verkið og lætur vel yfir þvi. Ég var töluvert upp með mér. Hann skrafar við mig góða stund, kveður slðan og heldur heim á leið, en þegar hann hefur gengið nokkur skref, snýr hann við og kallar til min: „Nafni var nU vanur að losa þær fjórtán hundruð yfir daginn." Það var vlst freklega tlföld afköst min. Þetta varð mér nokkur viövörun og bending um harla mikilvæga TK T( staðreynd: Hversu fráleitt sem það er I reynd, getur maður trú- að, að hann sé að vinna sama verk og njóta sömu reynslu og annar hafði notið með gerólika reynslu að baki. Þetta vænti ég að megi vera nokkuð almennt dæmi um vandkvæðin á þvi að endur- reyna annarra Hf á fjarlægum stað og tima, að ég ekki tali um, ef sllkt er reynt i stofuhita á mjUku gólfteppi. Hið jafna hlutskipti manns og hests — Kannski við minnumst næst á hrossin? — Það leiðir af likum, að á barns- og unglingsaldri átti ég mikil samskipti við hross, og með ýmsu móti. Ég var að sjálfsögðu mikið á hestbaki, hvort heldur var I sendiferðum, smala- mennsku eða einfaldlega til gam- ans. Ég held, að ég hafi alltaf ver- ið heldur klaufskur og frekar Htill hestamaður, en það breytir engu um það, að ég hef haft marg- háttaðan áhuga á hrossum, sem ég þvi miður hef ekki getað rækt eins og ég hefði kosið, en sá áhugi hefur fyrst og fremst tengzt þjóð- Hfinu og þjóðarsögunni. Ég held, að ég hafi snemma gert mér ljóst, hversu nátengdur hesturinn var allri sögu þessarar þjóðar, hvort heldur var menningarsaga eða saga hins daglega strits, svo ég haldi mig við þá hæpnu greiningu, sem menn gera stundum á þátt- um sögunnar, og sérstaklega reyndi ég I daglegum verkum hið jafna hlutskipti manns og hests I þrældómi og miskunnarlausum A lóftinni aft Sporöagrunni 15er steinn einn m?k aft geta verift bústaður huldufólks. Og hér sjiu Sporðagrunni 15 styður hönd á dranginn. Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinafl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.