Tíminn - 29.06.1975, Side 20
20
TÍMINN
Sunnudagur 29. júni 1975.
Sunnudagur 29. júni 1975.
TÍMINN
H\ að ^era þau í tómstundununi ? Greinaflokkur H\ að gera þau í tómstundunum i Greinaflokkur Hvað
ffera bau í tómstundunnm ? Greinaflokki
íT, ..A
h*i i i
t / \ i'ii i
t n n
I I II I l >v\
Hér sitja þau hjónin, dr. Broddi Jóhannesson og Friðrika Gestsdóttir I stofunni sinni. Húsgögnin hefur húsbóndinn sjáifur smiðað, og reyndar
er húsið sjálft einnig að mestu leyti hans verk. Tlmamynd Gunnar.
kannski skýra svolltið trésmiðs-
reynslu mina?
Mér hefur oft sýnzt, að virðing
manna fyrir likama sinum sé
alltof litil, og skilningurinn á hon-
um einhæfur og takmarkaður. —
Tómstundastörfin fá fyllingu af
þeim sökum, að þar nýt ég og
neyti skynfæra minna með öðrum
hætti en i skyldustörfunum, að
sumu leyti miklu fullkomnari
hætti. Og eigi aðeins skynfær-
anna, heldur engu siður annarra
hluta, sem náttúran hefur gefið
okkur, eins og til dæmis likam-
legrar orku og þeirrar aðkenning-
ar að reyna til hvers maður dugir.
Trésmiðin getur
gert okkur
ofurlitið hógværari........
Trésmiðar eru starf, sem
reynir mjög á mann. Ef við ber-
um saman múrverk og trésmiði,
þá er múrverkið karlmannlegt
starf, en þvi fylgir tiltölulega litið
andlegt álag. Trésmiðin krefst
sifelldrar athygli, og hún leiðir
glögglega i ljós hversu mikil
nauðsyn er á þvi, að þekkja
vendilega það efni, sem fengizt er
við hverju sinni. Ef slakað er á
aðgát, þó ekki sé nema andartak,
þá leiðir þráfaldlega af þvi mis-
tök, sem erfitt er að bæta.
Ef við hugsum okkur, að við
höfum óunninn viðarbút milli
handa, þá verður þessi viðarbút-
ur merkileg ögrun, og má ræða
um það á marga vegu. — Ég ætla
ekki að tala um, hvaða myndir
muni leynast i bútnum, en allar
likur eru á hinu,að i honum muni
búaundursamlegur ilmur. Það er
þvi mjög sennilegt, að góður
trésmiður vinni mikið með nösun-
um, hvort sem hann gerir sér
grein fyrir þvi eða ekki. Hann
nýtur ilmsins úr viðnum, og það
getur örvað hann ýmislega, bæði
'vitandi og óvitandi. Ég hef meira
að segja trú á, að hann geti
kynnzt ætt viðarins af ilminum
einum sarföin. — Smiðurinn nýtur
líka snertingarinnar og hann er
ekki jafngóður smiður, ef snerti-
skyn hans hefur skerzt með ein-
hverjum hætti. Af þessu hef ég
persónulega reynslu. Mér varð
það einhverju sinni á að lemja á
annan þumalfingur minn, þegar
ég var að flýta mér til skóla-
setningar, og síðan hef ég ekki
haft fullt næmi I þeim fingri. Ég
er ekki jafnnæmur og áður að
meta fjalir minar, ef ég strýk þær
með honum.
Trésmfðin sannfærir mann lika
ákaflega vel um það, hversu mik-
ils virði reynslan er, og hve var-
lega veröur að trúa skynsemi og
ályktunargáfu einni saman. Ég
ætti kannski að skýra þetta með
dæmi úr allt annarri átt. Ég hef
þráfaldlega reynt það, að reynsla
sauðkindar er i sumum tilvikum
meira virði en ályktunargáfa
miðlungs sálfræðings. Við getum
hugsað okkur fjallshlið eða gil,
sem við ætlum að fara um, og
þykjumst af okkar ályktunargáfu
sjá hina greiðustu og skjótustu
leið, og sneiðum hjá fjárgötunni.
En eftirá reynum við — undan-
tekningarlaust, að ég hygg, — að
fjárgatan, sem lögð var af
reynslu suðkindarinnar, var betri
en leiðin sem við völdum af
ályktunargáfu einni saman. A
sama hátt getur trésmiðin gert
okkur ofurlitið hógværari en við
áður vorum.
Ef við tökum viðinn og augað,
kemur kannskihvað skýrast i ljós
það mikla lif, og sú mikla auðgi
forms og áferðar sem I viðnum
býr. Og svo er það hljómurinn.
Sérhver fjöl hefur sinn sérstaka
karakter, að þvi er varðar óm og
undirtekt, — hvernig hún tekur
undir við hamar, sög og hefil.
Risti torf, stakk
klömburur
— Eru ekki einhverjar fleiri
tegundir handverks en smiðar,
sem þú hefur lagt hönd að?
— Jú, ég get lika minnzt á torf-
verk, og notað það sem dæmi um
reynslu mina af tökum okkar á
þvi að setja okkur i annarra spor.
Ég er, eins og eðlilegt er um
Skagfirðing, alinn upp i torfbæj-
um að verulegu leyti. Þegar ég
var orðinn nokkurn veginn full-
tiða maður, vildi ég kynnast þvi
af eigin raun, hvað það var sem
þeir menn reyndu, sem komu upp
slikum húsum. Ég tók mig þvi til,
og kom mér upp dálitlum kofa
norður á Silfrastöðum. Ég risti
torfið, stakk klömbrurnar og
þóttist fara eins að og frændur
minir og forfeður hefðu gert. Ég
fann að sjálfsögðu fyrir átakinu I
handleggsvöðvum og baki, þegar
ég risti torfið og reif það úr flagi
og ég fann viðnámið i mýrinni,
þegar ég stakk klömbrurnar. Ég
trúði þvi, að ég væri að vinna
sama verkog njóta sömu reynslu
og fyrri tiðar menn. Svo gerðist
það einhverju sinni siðari hluta
dags, að ég hafði verið að stinga
klömbrur, og var búinn að losa
rúmlega hundrað. Þá kemur til
min Jóhannes frændi minn, bóndi
á Silfrastöðum, litur á verkið og
lætur vel yfir þvi. Ég var töluvert
upp með mér. Hann skrafar við
mig góða stund, kveður siðan og
heldur heim á leið, en þegar hann
hefur gengið nokkur skref, snýr
hann við og kallar til min: „Nafni
var nú vanur að losa þær fjórtán
hundruð yfir daginn.” Það var
vlst freklega tiföld afköst min.
Þetta varð mér nokkur viövörun
og bending um harla mikilvæga
Broddi Jóhannesson.
ég staddur uppi á fjalli i þoku,
þannig að ég óð þokuna i hné og sá
á henni minn eigin skugga. Hann
var lýsandi og i regnbogalitum.
Þetta veit ég að eðlisfræðingarnir
kunna að skýra. Ég kann það
ekki, sem betur fer. Sýnin var
einstæð og eftirminnileg.
Hljóð vinda, ilmur
jarðar
Þá má og minnast á alla þá
dæmalausu hrynjandi, sem aug-
anu gefst kostur á að sjá i fjöllum,
til dæmis I éljagangi, þar sem
vindar leikast á fyrir fjallsrana,
eða i bröttum fjallahliðum.
Sömuleiðis sá leikur, sem vindar
þreyta, i sinustráum eða laufi að
haustlagi.
Þannig væri hægt að ganga á
skynfærin hvert af öðru. Það
mætti til dæmis taka eyrað. Ég tel
mig vera vangefinn til eyrans, ef
svo mætti segja, — forsjónin af-
skipti mig músikgáfunni, — en
engu að siður nýt ég eyra mins á
margan hátt, og þá kemur mér
fyrst I hug sú auðgi, sem gefst
meðal annars á gönguferðum,
hvort heldur það eru hljóð vinda,
sjávar, laufs eða fugla, og þá ekki
slöur hrynjandinn, sem við blasir,
þegar horft er eða hlustað eftir
vængjum, sem berast brott — og
ekki hæfir að gleyma nösum sin-
um á göngunni. Og ekki sæmir að
gleyma þeirri aðkenningu frelsis
Timamynd Gunnar.
sem fjöllin veita, ekki sizt sjálf
öræfin. Af þvi að svo margir búa i
Reykjavik og þéttbýlinu við
Faxaflóa, er kannski vert að
minna þá á það, að i grennd
höfuðborgarinnar eru einhverjar
undursamlegustu gönguleiðir,
sem dauðlegur maður getur kosið
sér.
— Þú lýstir þvi yfir hér að
framan, dr. Broddi, að þú hafir
eiginlega engar tómstundir átt
siðast liðin tuttugu ár eða svo.
Það er þá kannski út i hött að
spyrja, hvort þær stundir komi
ekki enn ,þrátt fyrir allt, að þú
gripir til hamars eða hefils?
— Jú, ég neita þvi ekki. Þegar
ég var strákur, var ég bæði latur
og ágjarn. Ég hugsa til þeirra
tima með söknuði. Menn eru oft
óbilgjarnir, þegar þeir tala illa
um letina, en ég trúi að hún sé
mjög oft merki um góða heilsu.
Agirndin skyldi og njóta sann-
mælis.
Nú er svo komið, að ég ágirnist
helzt engan hlut, ekki einu sinni
bækur, — nema sé hann gljáandi,
og það á ég sameiginlegt með
hröfnunum. Helzt þarf þetta að
vera úr málmi, til dæmis smiða-
tól. Ég á dálitið af þeim og hef að
sjálfsögðu gaman af að gripa i
þau, þegar færi gefst, og ekki að-
eins að ég hafi gaman af þvi,
heldur tel ég mig lika hafa gott
gagn af þvi. — VS.
MÖRGUM HEFUR þótt
kennsla erilsamt starf og þreyt-
andi. Þvi mætti ætla, að maður
sem áratugum saman hefur
stundað kennslu og skólastjórn
hefði meiri þörf fyrir hvfld og til-
breytingu en þeir, sem áhyggju-
minni verk vinna. Þó er höfundur
þessara lina engan veginn viss
um, að viðmælandi okkar i dag,
dr. Broddi Jóhannesson rektor,
hafi stundað tómstundavinnu sina
vegna þreytu eða leiða á aðal-
starfi sinu. Miklu er liklegra að
þar hafi komið til innri þörf hans
sjálfs. En um þetta verður ekki
fleira rætt að þessu sinni, ef til vill
skýrist það, þegar á liður samtal-
ið.
Að endurlifa reynslu
annarra manna
— Þá langar mig að spyrja þig
fyrst, dr. Broddi: Hvenær minnist
þú þess fyrst að hafa leitað á vit
hjáverká til þess að lyfta þér upp
frá skyldustörfum?
— Ég er ekki viss um að ég geti
svarað þessu. Fljótt á litið virðist
mér að það muni vera liðnir tveir
áratugir eða svo frá þvi ég hef átt
nokkrar tómstundir, og i annan
stað má vera, að mörkin milli
tómstunda og skyldustarfa hafi
alltaf verið dálitið óljós hjá mér.
Ef ég lit á það, sem ég myndi
eínna fyrst flokka undir tóm-
stundaiðju, eða tómstund, eins og
góður maður mun hafa lagt til að
kalla slik viðfangsefni, þá virðist
mér að það snerti langmest
likamleg viðbrögð, jafnvel
likamsstrit af einhverju tagi, og
þá þráfaldlega með einhverjum
hætti tengt — jafnvel nátengt —
áráttu minni að setja mig i ann-
arra spor, leitast við að endurlifa
lif annarra manna, og þá sérstak-
lega lif minnar eigin þjóðar I dag-
legum störfum, þannig að ég gæti
komizt eitthvað nálægt þvi að
verða þar beinn þátttakandi.
— Hvað er það helzt i þessum
hlutum, sem þú hefur reynt að
nálgast?
— Sumt af þvi hefur verið
nátengt handverki, sumt hrossum
og sumt einfaliega islenzkri
náttúru.
— Ertu smiður?
— Ég trúi þvi, að ég sé að eðlis-
fari lagtækur og hefði átt að verða
járnsmiður, en verð að játa, að ég
hef aldrei haft tækifæri til þess að
stunda járnsmiði, en hef fengizt
nokkuð við trésmiði. Mætti ég
i stofu Brodda Jóhannessonar og konu hans er húsgagn eitt, sem heldur
mun sjaldséð i reykviskum stásstofum. Það er trésmiðavél mikil, raf-
knúin. Hér hefur doktorinn tekið sér sæti f hægindastóinum sinum við
hiið véiarinnar góðu. Timamynd Gunnar.
Innan veggja i húsi Brodda Jóhannessonar og konu hans er hefilbekk-
ur, — hið mesta þarfaþing hverjum smið. Tfmamynd Gunnar.
TRÉSMlÐAR
OG
TORFRISTA
staðreynd: Hversu fráleitt sem
það er i reynd, getur maður trú-
aö, að hann sé að vinna sama
verk og njóta sömu reynslu og
annar hafði notið með gerólika
reynslu aðbaki. Þetta vænti ég að
megi vera nokkuð almennt dæmi
um vandkvæðin á þvi að endur-
reyna annarra lif á fjarlægum
stað og tima, að ég ekki tali um,
ef slikt er reynt i stofuhita á
mjúku gólfteppi.
Hið jafna hlutskipti
manns og hests
— Kannski við minnumst næst
á hrossin?
— Það leiðir af likum, að á
barns- og unglingsaldri átti ég
mikil samskipti við hross, og með
ýmsu móti. Ég var að sjálfsögðu
mikið á hestbaki, hvort heldur
var i sendiferðum, smala-
mennskueða einfaldlega til gam-
ans. Ég held, að ég hafi alltaf ver-
ið heldur klaufskur og frekar lítill
hestamaður, en það breytir engu
um það, að ég hef haft marg-
háttaðan áhuga á hrossum, sem
ég þvi miður hef ekki getað rækt
eins og ég hefði kosið, en sá áhugi
hefur fyrst og fremst tengzt þjóð-
lifinu og þjóðarsögunni. Ég held,
að ég hafi snemma gert mér ljóst,
hversu nátengdur hesturinn var
allri sögu þessarar þjóðar, hvort
heldur var menningarsaga eða
saga hins daglega strits, svo ég
haldi mig við þá hæpnu greiningu,
sem menn gera stundum á þátt-
um sögunnar, og sérstaklega
reyndi ég I daglegum verkum hið
jafna hlutskipti manns og hests i
þrældómi og miskunnarlausum
kröfum, ef fólk átti rétt og slétt að
halda lifi. Maður og hestur unnu
ekki saman myrkranna á milli,
þeir unnu frá þvi I myrkri og
fram í myrkur, ef þörf krafði.
Eftirminnilegastur held ég að
mér sé heimflutningur á heyi og
aðrir aðdrættir. Það hagaði svo
til, þar sem ég var drengur, að út-
heyi var safnað saman fram und-
ir haust og svo bundið heim af
engjum i þrjá, fjóra daga, — jafn-
vel viku I einni lotu. Engjavegur
var erfiður, hrossin óðu mýrarn-
ar, ég sá hvernig seigur mýrar-
syörðurinn lét undan hófum
þeirra og þunga, og það fór ekki
hjá þvi ég fyndi ósjálfrátt fyrir
striti skepnunnar. Þetta var
strit af þvi tagi, sem jafnvel
vanþroska barn skildi til fullrar
hlitar. Auk þess var ég alinn upp
meö ágætum hestamönnum, körl
um og konum, og þar voru einnig
góðhestar, þannig að ég kynntist
hrossunum frá báðum hliðum.
Einkanlega hefur mér orðið
ljóst, hversu mikill var hlutur
hestsins að þvi að hér væri ein
þjóð I landi. Ef til vill er hann
höfuðforsenda þess, að svo mátti
verða. Þegar ég tala um eina
þjóð, á ég m.a. við, að hér mæla
allir á sömu tungu, hér eru ekki
mállýzkur af liku tagi og tiðkast
meðal frændþjóða okkar.
Ekki vil ég skiljast við hrossin
án þess að minnast aðeins á
Héraðsvötnin og þá reynslu sem
fæst við að kynnast straumvötn-
um á hestbaki. Héraðsvötnin eru
með mannskæðustu fallvötnum
þessa lands og bændur, sem
bjuggu i námunda við þau, þurftu
A lóðinni að Sporðagrunni 15 er steinn einn míkill, ekki óliklegur til þess
að geta veriO bústaOur huldufólks. Og hér sjútim viO hvar húsbóndinn I
SporOagrunni 15 styöur hönd á dranginn. Tlmamynd Gunnar.
fyrr á tið að eiga við þau dagleg
viðskipti, og oftast á hestbaki.
Fátt er stórhrikalegra en að
sundriða slikt straumvatn, bakka
á milli — og þarf ekki sundreið til
— en það á ekki saman nema
nafnið að riða straumvatn, það
fer allt eftir gerð þess. Sums stað-
ar eru Vötnin með háum bökkum
og lygnum kvislum, og þá ef til
vill sandbleytu. Annars staðar
eru eyrar að þeim og meiri
straumþungi, — þótt viðvaning-
um þyki ef til vill straumurinn
óárennilegur, er hann miklu geð-
þekkari viðfangs en sandbleytan
og holbakkarnir.
Frelsistilfinning
knapans
En-vil ég nefna eitt til viðbótar:
Sú frelsistilfinning, sem knapinn
á hestbaki gat notið, sérstaklega
áður en girðingar komu til sög-
unnar með likum hætti og nú er,
— sú frelsistilfinning var einstæð
lifsreynsla og mjög dýrmæt. —
Alhæfingar eru jafnan hæpnar, en
þó hygg ég, að hver sá sem hefur
aldrei kennt þessarar frelsistil-
finningar, viti ekki, hvað frum-
stætt frelsi er.
— Nú hefur þú skrifað mikla
bók um hesta. Var hún ekki öll
unnin I tómstundum?
— Jú, að visu var það, að lik-
lega er samning þeirrar bók-
ar það siðasta, sem ég hef leyft
mér i hreinum munaði.
— Til hvers skrifaðir þú svona
stóra og mikla bók um þennan al-
kunna förunaut okkar?
— Þvi er fyrst til að svara, að
mér finnst ákaflega óskemmti-
legt, hvort heldur að lesa það sem
ég hef skrifað eða að ræða um
það. Ég sneiði hjá þvi, eftir að ég
hef komið þvl frá mér. í annan
stað getur stundum verið erfitt að
vera hreinskilinn, af þeim sökum
að harla torvelt er að koma orð-
um að þvi sem maður vildi sagt
hafa.
Um þessa bók mina, Faxa, er
það að segja, að hún er skrifuð á
styrjaldarárunum. Ytra tilefni
hennar var foli, sem seldur var
frá Silfrastöðum austur að
Möðrudal á Efra-Fjalli. Hestur-
inn strauk og skilaði sér langleið-
ina heim aftur, og ég hafði beinan
sálfræðilegan áhuga á þvi,
hvernig skepnan hefði farið að þvi
að rata, en sjálfur hafði ég þá
nýlokið námi i sálarfræði. Ratvisi
er ákaflega flókið viðfangsefni
sem ég hef að visu varið nokkrum
tlma til þess að athuga, án þess þó
að ég hafi gert þvi nokkur skil, að
gagni.
En þetta var aðeins hið ytra
tilefni. Folinn varð mér ef svo
mætti segja, tákn um tslending-
inn, sem vildi lifa i landi sinu.
Þegar menn lesa bókina, þá væri
kannski ekki alveg út I bláinn að
strika út orðið „hross”, hvar sem
þaö stendur, og setja íslendingur
I staðinn.
— En Faxi er ekki þin eina bók.
Þú hefur lika skrifað bók, sem
heitir Frá mönnum og skepnum.
Hún mun lika vera skrifuð i tóm-
stundum?
— Já, það má liklega segja
það, en ég var fljótur að rubba
henni af. Ég tók þar fyrir nokkur
málefni, sem mér sýndust um-
hugsunarverð. Bókin er rituð i lok
styrjaldarinnar og ég taldi mig
vera að minna á ýmis efni, sem
mér virtist ekki vera gefinn sá
gaumur, sem skyldi. Hitt veit ég
ekki, hvort nokkur hefur áttað sig
á þvi hvað ég var að fara.
Þörfin fyrir fjallgöngur
er enn til staðar
• — Sitthvað fleira munt þú hafa
gert þér til hvildar en það sem við
höfum nefnt, þótt það sé að visu
ærið?
— Þú spurðir iupphafi, hvenær
ég minntistþess að hafa fyrst lagt
mig eftir tómstundaiðju, og ég
sagði sem satt var, að það vissi ég
ekki gjörla. Hitt veit ég, að svo
langt sem ég man hefur verið i
mér mikil fjallanáttúra. Ég
minnist þess, að þegar ég var
drengur, og fluttist frá Uppsölum
að Framnesi I Blönduhlið, þá kom
ég I mjög breytt umhverfi. Upp-
salir voru að kalla uppi i fjalli, og
við bræður flæktumst þar um,
tiltölulega frjálsir og óáreittir. A
Framnesi var aftur á móti lengra
til f jalla, en ég held að ég ýki ekki,
þótt ég segi, að i mér hafi búið
þörfin á þvi að komast þangað.
En ég var ekki nema átta ára
gamall og það þótti ekki tækt að
sleppa mér eins og hagalambi
upp i fjöllin. Svo var það ein-
hverju sinni að biskupsvigsla var
á Hólum i Hjaltadal og fólk ætlaði
að fjölmenna þangað. Ég stóð á
þvi fastar en fótunum, að mér
bæri að fara upp á Brekkukots-
hnjúkinn. Var mér boðið að riða
til biskupsvigslu, og með þvi átti
að hafa mig ofan af þessari ætlan
minni, fjallgöngunni. Ég man að
ég fyrtist við þetta ágæta boð, og
missti af hvoru tveggja, hnjúkn-
um og biskupsvigslunni.
Ég held að ennþá sitji i mér
þessi sama þörf. Þegar ég sagöi I
upphafi spjalls okkar, að ég hefði
ekki átt margar tómstundir sið-
ustu tuttugu árin eða svo, þá var
það að þvi leyti rangt, að ég reyni
að komast til fjalla, helzt ekki
sjaldnar en vikulega, og þá alltaf
I nokkurn bratta, þannig að ég
reyni á likamsþolið. Oftasterég
einn á þessum ferðum, og ég trúi
þvi, að ég haldi ekki andlegri eða
likamlegri heilsu, — hvorki sið-
ferðilegri né vitsmunalegri
— nema að ég stundi minar fjall-
göngur. Vera má, að ég orði þetta
svona til þess að hvetja aðra til
þess að fylgja þessu góða for-
dæmi, og þá er auk þess vert að
hafa i huga, að erfitt er að fara I
fjallgöngu, án þess að þvi fylgi
einhver nýstárleg reynsla. Þar
kemur að þvi sama og ég vék að
fyrr: maður nýtur þar allra sinna
skynfæra, reynir sitt eigið þor og
styrkir það.
Ég býst við, að sá auður, sem
auga minu býðst, sé rikulegastur
i fjölbreytni alls, er ég fæ notið.
Og á slikum ferðalögum ber fyrir
einstæðar sýnir. Einhverju sinni
var ég staddur uppi á fjalli að
haustlagi. Ég laut niður og sá þá
að öll jörð, svo langt sem augað
eygði, var þakin gagnsærri glitr-
andi voð. Þetta kannast smalar
við, þeir þekkja vetrarkviðann,
en ég hef aldrei séð neitt þessu
likt I annan tima. öðru sinni var
Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum?
•*-i