Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 29. júni 1975. TÍMINN 15 Denis Thatcher — Eiginmaður Margrétar—vonasttil þess aö þurfa ekki i framtíðinni að kynna sig sem „eiginmaður frú Thatcher". var: „Til hamingju, mamma, og reyndu að halda sönsum." Fjölskyldan var öll orðin heimsfræg á einni nóttu. — Ég vil alls ekki, að fólk þekkki mig einungis sem son frá Thatcher. Ég vil vera ég sjálfur segir Mark. Mark tók þátt i viðræðuþætti í sjónvarpinu fyrir skömmu, og skrifstofur sjónvarpsins fylltust af aðdáandabréfum næstu daga á eftir. Carol, sem lokið hefur lög- fræðiprófinu, er farin að vinna á lögfræðiskrifstofu i litlu þorpi i Sussex. Daginn, sem hún byrjaði þar, ætlaði enginn að geta komið sér að verki vegna forvitni, og löngunar til að virða þennan nýja starfskraft fyrir sér. — Það má ekki gleymast, að ég er dóttir kaupmannsins á horn- inu, segir Margrét Thatcher sjálf. — Ég átti heima á loftinu fyrir ofan búðina. Það bregður annað slagið fyrir glettnisglampa i augum hennar, og einmitt þessi skemmtilegi glampi hefur aukið mjög á vinsældir hennar. — Ég ætti að hafa nokkuð gott vit á fötum, sagði hún eitt sinn. — Mamma var saumakona, aöur en hun giftist pabba. Það er sorglegt til þess að Og þetta segir Margrét sjálf: — Ég var með sama hattinn þrisvar sinnum i röð, og siðan er hann á hverri ein- ustu skopteikningu sem af mér er gerð. — Ég hef engu að tapa við að koma fram eins og ég er. — Hvers vegna ætti ég ekki að klæðast smekklega? Maður þarf ekki að vera eins og poki til þess að vinna virðingu fólks- ins. — Maðurinn minn segir að ég hafi breytzt. Hann segir að sjálfstraust mitt hafi aukizt En ég hef allt- af haft sjálfstraust. — Ég á kven- réttindasamtökum ekkert að þakka. Ég var búin að ná langt, áður en siðasta bylt- ingin hófst. — Stærsti styrkur minn liggur i þvi að mér tekst að komast fram úr, hvaða vanda sem er, hvað svo sém fyrir kemur. — Viljir þú láta æfa yf irlýsingar i stjórnmálum, þá skaltu snúa þér til karlmanna, en viljir þú að eitthvað sé gert, þá talaðu við konu. — Sannfæring og góður málstaður er bezta veganestið. hugsa, að foreldrum hennar skuli ekki hafa enzt aldur til þess að sjá hana komast svo langt í Hfinu, sem raun ber vitni. Faðir hennar var skdsmiðssonur frá Miðlönd- unum, og hann hætti I skóla, þeg- ar hann var tólf ára, til þess að vinna sem hjálpardrengur i nýlenduvöruverzlun. Endirinn varð sá, að hann keypti búðina — I markaðsbænum Grantham I Lincolnshire — og bæði Margrét og eldri systir hennar Muriel fæddust I svefnherbergi foreldra sinna á loftinu fyri búðinni. Margrét er fædd Roberts, og bernskuminningar hennar sniíast um tepakka, bókasafnsbækur planótíma og föðurinn, sem predikaði stöku sinnum i meþódistakirkjunni og fór auk þess stundum á bæjarstjórnar- fundi — hiín man Hka eftir föður slnum með glitrandi keðju framan á sér, eftir að. hann hafði verið kjörinn borgarstjóri i Grantham. Svo gerðist það, að Margrét tók þátt í samkeppni I ljóðalestri. Hiin hafði æft sig fyrir keppnina dögum saman, og þegar hún var um garðgengin, sagðikennarinn. — Þú varst aldeilis heppin, Margrét. — Ég var alls ekkert heppin, svaraði Margrét um hæl. —- Ég átti þetta skilið, en hún hafði unn- ið fyrstu verðlaunin. Hiin létþað sama I ljósi, eftir að hafa unnið sigurinn i kosningun- um um leiðtogaembættið, og var spurð, hver hefði verið ástæðan fyrir því, að hún sigraði. — Ég átti þetta skilið, sagði hún einnig þá. Þannig hefur Margréti alltaf gengið. Hún vann t.d. einu sinni skólastyrk I finum kvennaskóla I heimahéraðinu. Ár eftir ár var hún bezt I slnum bekk, þrátt fyrir það, að hiin væri hvorki bókaorm- ur né þyrfti að 'leggja neitt sérlega hart að sér við námið. Hún var fyrirliði i íþróttaliði skól- ans, söng I skólakörnum, og var „velþroskuð eftir aldri," eins og stóð í skólaskýrslunni. Þegar hún hélt ræður á málfundum I skólan- um, lagði hún sig alla fram við að losna við Lincolnshire-málizk- una, og faðir hennar borgaði meira að segja fyrir hana tíma i framsögn og framburði. Herra Roberts komst stöðugt hærra I mannfélagsstiganum i litla þorpinu þeirra. Hann var bú- inn að eignast tvær verzlanir, og fyrir kom, að Margrét afgreiddi hjá föður sinum, en hann hafði annars þrjá eða fjóra fastráðna starfsmenn I biiðunum. Þegar farið var að tala um, að hiin ætti að fara i háskóla, vildi hún helzt fara I Oxford. Það virt- ist þtí vera næstum ómögulegt að komast þar að. Margrét lét það þó ekki hafa áhrif á sig, og fór i aukatima hjá meistara nokkrum I klassiskum málum, og eftir eins árs einkatlma var hún biiin að komast I gegnum fimm ára latinunámsefni! — Hún hefur hæfileika til þess að hugsa skýrt, og getur staðizt hvaða erfiðleika sem er. Hun tek- ur eitt fyrir I einu, og lýkur hverju verkefni fyrir sig, sagði bekkjar- kennarinn um hana. Hin unga Margrét tók nii ekki einungis inntökuprófið i Sommerville Coollege I Oxford, heldur einnig ágætis próf I efnafræði. Nokkrir þeirra, sem mi voru með henni i skólanum, höfðu bar- iztí strlðinu I Normandle, áður en þeir komu til Oxford. Margrét Henry Kissinger eyddi SS mlnútunum i að snæða morgunmat með Margréti Thatcher, er hann var á leið um London. gekk þegar I íhaldsflokksdeildina I sktílanum og varð önnur konan I sögu deildarinnar til þess að fara meö formannsstörf. Eitt sinn bar hiín fram kaffi eft- ir dansleik I skólanum. Aður en langt leið, var hún komin á kaf i stjórnmálaumræður, og einhver sagði: Framhald á bls. 33 Góöaferó til Grænlands Til Kulusuk fljúgum viö 5 sinnum í viku með Fokker Friendship skrúfuþotum okkar. Ferðirnar til Kuíusuk, sem er á austur- strönd Grænlands, eru eins dags skoðunarferðir, lagt er af stað frá Reykja- vikurflugvelli, að morgni og komið aftur að kvöldi. í tengslum við ferðirnar til Kulusuk bjóðum við einnig 4 og 5 daga ferðir til Angmagssalik, þar sem dvalið er á hinu nýja hóteli Angmagssalik. Til Narssarssuaq, sem liggur sunnarlega á vesturströnd Grænlands, er flogið 4 sinnum í viku frá Keflavíkurflugvelli með þotum félaganna eða SAS. Flestir þeir sem fara til Narssarssuaq dvelja þar nokkra daga, en kostur gefst á lengri dvöl ef vill. I Narssarssuaq er gott hótel með tilheyrandi þægindum, og óhætt er aö fullyrða að enginn verður svikinn af þeim skoðunarferðum til nærliggjandi staða, sem í boði eru. í Grænlandi er stórkostleg nátturufegurð, og sérkennilegt mannlíf, þar er aö finna samfélagshætti löngu liðins tíma. Þeir sem fara til Grænlands í sumar munu örugglega eiga góða ferð. fujcfélac LOFTLEIDW ISLAMDS Félög þeirra sem ferðast Margrét Thatcher var menntamálaráðherra I fhaldsstjórninni. Hér er hún Iheimsókn hjá nokkrum börnum Ileikskóla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.