Tíminn - 29.06.1975, Page 15
Sunnudagur 29. jún! 1975.
TÍMINN
15
Og þetta segir AAargrét sjdlf:
— Ég var með
sama hattinn þrisvar
sinnum i röð, og siðan
er hann á hverri ein-
ustu skopteikningu
sem af mér er gerð.
— Ég hef engu að
tapa við að koma
fram eins og ég er.
— Hvers vegna ætti
ég ekki að klæðast
smekklega? Maður
þarf ekki að vera eins
og poki til þess að
vinna virðingu fólks-
ins.
— Maðurinn minn
segir að ég hafi
breytzt. Hann segir að
sjálfstraust mitt hafi
aukizt. En ég hef allt-
af haft sjálfstraust.
— Ég á kven-
réttindasamtökum
ekkert að þakka. Ég
var búin að ná langt,
áður en siðasta bylt-
ingin hófst.
— Stærsti styrkur
minn liggur i þvi að
mér tekst að komast
fram úr, hvaða vanda
sem er, hvað svo sem
fyrir kemur.
— Viljir þú láta æfa
yfirlýsingar i
stjórnmálum, þá
skaltu snúa þér til
karlmanna, en viljir
þú að eitthvað sé gert,
þá talaðu við konu.
— Sannfæring og
góður málstaður er
bezta veganestið.
Margrét Thatcher var menntamálaráfiherra I Ihaldsstjórninni. Hér
er hún i heimsókn hjá nokkrum börnum i ieikskóla.
Denis Thatcher — Eiginmafiur
Margrétar — vonast tii þess afi
þurfa ekki i framtifiinni að kynna
sig sem „eiginmafiur frú
Thatcher”.
var: „Til hamingju, mamma, og
reyndu að halda sönsum.”
Fjölskyldan var öll orðin
heimsfræg á einni nóttu.
— Ég vil alls ekki, að fólk
þekkki mig einungis sem son frá
Thatcher. Ég vil vera ég sjálfur
segir Mark.
Mark tók þátt I viðræðuþætti i
sjónvarpinu fyrir skömmu, og
skrifstofur sjónvarpsins fylltust
af aödáandabréfum næstu daga á
eftir. Carol, sem lokið hefur lög-
fræðiprófinu, er farin að vinna á
lögfræðiskrifstofu í litlu þorpi i
Sussex. Daginn, sem hún byrjaði
þar, ætlaði enginn að geta komið
sér að verki vegna forvitni, og
löngunar til að virða þennan nýja
starfskraft fyrir sér.
— Það má ekki gleymast, að ég
er dóttir kaupmannsins á horn-
inu, segir Margrét Thatcher
sjálf. — Ég átti heima á loftinu
fyrir ofan búðina.
Það bregður annað slagið fyrir
glettnisglampa i augum hennar,
og einmitt þessi skemmtilegi
glampi hefur aukið mjög á
vinsældir hennar.
— Ég ætti að hafa nokkuð gott
vit á fötum, sagði hún eitt sinn. —
Mamma var saumakona, áður en
hún giftist pabba.
Það er sorglegt til þess að
hugsa, að foreldrum hennar skuli
ekki hafa enzt aldur til þess að sjá
hana komast svo langt i lifinu,
sem raun ber vitni. Faðir hennar
var skósmiðssonur frá Miðlönd-
unum, og hann hætti i skóla, þeg-
ar hann var tólf ára, til þess að
vinna sem hjálpardrengur i
nýlenduvöruverzlun. Endirinn
varð sá, að hann keypti búðina — i
markaðsbænum Grantham i
Lincolnshire — og bæði Margrét
og eldri systir hennar Muriel
fæddust i svefnherbergi foreldra
sinna á loftinu fyri búðinni.
Margrét er fædd Roberts, og
bernskuminningar hennar snúast
um tepakka, bókasafnsbækur
pianótima og föðurinn, sem
predikaði stöku sinnum i
meþódistakirkjunni og fór auk
þess stundum á bæjarstjórnar-
fundi — hún man lika eftir föður
sinum með glitrandi keðju
framan á sér, eftir að hann hafði
verið kjörinn borgarstjóri i
Grantham.
Svo gerðist það, að Margrét tók
þátt i samkeppni i ljóðalestri.
Hún hafði æft sig fyrir keppnina
dögum saman, og þegar hún var
um garð gengin, sagði kennarinn.
— Þú varst aldeilis heppin,
Margrét.
— Ég var alls ekkert heppin,
svaraði Margrét um hæl. — Ég
átti þetta skilið, en hún hafði unn-
ið fyrstu verðlaunin.
Hún lét það sama i ljósi, eftir að
hafa unnið sigurinn i kosningun-
um um leiðtogaembættið, og var
spurð, hver hefði verið ástæðan
fyrir þvi, að hún sigraði.
— Ég átti þetta skilið, sagði
hún einnig þá.
Þannig hefur Margréti alltaf
gengið. Hún vann t.d. einu sinni
skólastyrk i finum kvennaskóla i
heimahéraðinu. Ár eftir ár var
hún bezt i sinum bekk, þrátt fyrir
það, að hún væri hvorki bókaorm-
ur né þyrfti að leggja neitt
sérlega hart að sér við námið.
Hún var fyrirliði i iþróttaliði skól-
ans, söng i skólakórnum, og var
„velþroskuð eftir aldri,” eins og
stóð i skólaskýrslunni. Þegar hún
hélt ræður á málfundum i skólan-
um, lagði hún sig alla fram við að
losna við Lincolnshire-málizk-
una, og faðir hennar borgaði
meira að segja fyrir hana tima i
framsögn og framburði.
Herra Roberts komst stöðugt
hærra i mannfélagsstiganum i
litla þorpinu þeirra. Hann var bú-
inn að eignast tvær verzlanir, og
fyrir kom, að Margrét afgreiddi
hjá föður sinum, en hann hafði
annars þrjá eða fjóra fastráðna
starfsmenn I búðunum.
Þegar farið var að tala um, að
hún ætti að fara I háskóla, vildi
hún helzt fara i Oxford. Það virt-
ist þó vera næstum ómögulegt aö
komast þar að. Margrét lét það þó
ekki hafa áhrif á sig, og fór i
aukatima hjá meistara nokkrum I
klassiskum málum, og eftir eins
árs einkatima var hún búin að
komast I gegnum fimm ára
latinunámsefni!
— Hún hefur hæfileika til þess
að hugsa skýrt, og getur staðizt
hvaöa erfiðleika sem er. Hún tek-
ur eitt fyrir i einu, og lýkur hverju
verkefni fyrir sig, sagði bekkjar-
kennarinn um hana. Hin unga
Margrét tók nú ekki einungis
inntökuprófið i Sommerville
Coollege I Oxford, heldur einnig
ágætis próf i efnafræði.
Nokkrir þeirra, sem nú voru
með henni I skólanum, höfðu bar-
iztistriðinu i Normandie, áður en
þeir komu til Oxford. Margrét
Henry Kissinger eyddi 55 minútunum i afi snæfia morgunmat mefi
Margréti Thatcher, er hann var á leifi um London.
gekk þegar i Ihaldsflokksdeildina
i skólanum og varð önnur konan i
sögu deildarinnar til þess að fara
með formannsstörf.
Eitt sinn bar hún fram kaffi eft-
ir dansleik i skólanum. Aður en
langt leið, var hún komin á kaf i
stjórnmálaumræður, og einhver
sagði:
Framhald á bls. 33
Góðaferð
tíl Grænlands
flvcfélac LOFTLEIBIR
LSLAJVDS
Til Kulusuk fljúgum viö 5 sinnum í viku
meö Fokker Friendship skrúfuþotum okkar.
Feröirnar til Kulusuk, sem er á austur-
strönd Grænlands, eru eins dags
skoöunarferöir, lagt er af staö frá Reykja-
víkurflugvelli, aö morgni og komið aftur aö
kvöldi. í tengslum viö feröirnar til Kulusuk
bjóöum viö einnig 4 og 5 daga ferðir til
Angmagssalik, þar sem dvaliö er á hinu
nýja hóteli Angmagssalik.
Til Narssarssuaq, sem liggur sunnarlega á
vesturströnd Grænlands, er flogiö 4
sinnum í viku frá Keflavíkurflugvelli meö
þotum félaganna eóa SAS. Flestir þeir
sem fara til Narssarssuaq dvelja þar
nokkra daga, en kostur gefst á lengri dvöl
ef vill. í Narssarssuaq er gott hótel meö
tilheyrandi þægindum, og óhætt er aó
fullyrða aö enginn veröur svikinn af þeim
skoöunarferöum til nærliggjandi staöa,
sem í boöi eru.
[ Grænlandi er stórkostleg nátturufegurö,
og sérkennilegt mannlíf, þar er aö finna
samfélagshætti löngu liöins tíma.
Þeir sem fara til Grænlands i sumar munu
örugglega eiga góöa ferö.
sem feróast