Fréttablaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR SJÓN FLYTUR FYRIRLESTUR Í Listaháskóla Íslands Laugarnesi í stofu 024 klukkan 12.30. Fyrirlesturinn nefnist: Í símaskrám, straujárnum og sófalöppum – Súrrealísk tækifæri í ferðaþjónustu. DAGURINN Í DAG 11. apríl 2005 – 96. tölublað – 5. árgangur FLOKKSPÓLITÍK HLAUPIN Í MÁLIÐ Tveir þriðju hlutar borgarbúa andvígir því að Há- skólinn í Reykjavík fái lóð í Öskjuhlíð samkvæmt könnun Tíkin.is. Borgarstjóri segir könnunina lið í baráttu Sjálfstæðismanna fyrir því að koma Háskólanum til Garðabæjar. Sjá síðu 2 DANIR RÁKU GYÐINGA ÚR LANDI Í STRÍÐINU Rannsóknir Vil- hjálms Arnar Vilhjálmssonar sagnfræðings um örlög danskra Gyðinga í Þýskalandi á stríðsárunum hafa nú verið staðfestar. Dönsk stjórnvöld íhuga að biðjast opinber- lega afsökunar. Sjá síðu 4 SKIPTAR SKOÐANIR UM SAM- EININGU Kosið verður um sameiningu sveitarfélaga í Borgarfirði norðan Skarðs- heiðar þann 23. apríl. Skoðanir um sam- einingu eru skiptar í Skorradalshreppi, minnsta sveitarfélaginu, sem hefur 64 íbúa. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 75% 25-49 ára fólks lesa Fréttablaðið á föstudögum.* Þetta er einhver eftirsóttasti markhópur allrar verslunar og þjónustu. *Gallup febrúar 2005 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 KJARNORKUVOPN Mohammed El Baradei, yfirmaður Alþjóðlegu kjarnorkumálastofnunarinnar, seg- ir stofnunina hafa áreiðanlegar upplýsingar um að hryðjuverka- samtökin al Kaída reyni nú ákaft að verða sér úti um kjarnorkuvopn. Þetta sagði El Baradei í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina TV2 í gær. Hann segir að nú sé einungis tímaspursmál þangað til al Kaída tekst þetta. „Við erum í kapphlaupi við tím- ann,“ segir hann og heldur því fram að heiminum hafi aldrei stafað meiri hætta af k j a r n o r k u - vopnum en ein- mitt núna, þrátt fyrir að allt tal um kjarnorkuhætt- una hafi minnkað til muna frá því kalda stríðinu lauk. Hann bendir á að þeim lönd- um, sem hafi yfir kjarnorkuvopnum að ráða, hafi fjölgað á síðustu árum. Pakistan, Indland og nú síðast Norður-Kórea séu komin í klúbbinn, sem upphaf- lega samanstóð af Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Frakklandi, Bret- landi, Kína og Ísrael. Nú beinist grunur manna að Íran, og fylgist Alþjóða kjarnorku- málastofnunin grannt með þróun mála þar í landi. Mesta hættan stafi þó af því ef samtök á borð við al Kaída komist yfir kjarnorkuvopn. „Þeir myndu nota þau,“ segir hann. -gb BÚINN AÐ FÁ NÆGA ATHYGLI Í BILI. Dýrahátíð VÍS var haldin með pompi og pragt í Reiðhöllinni í Víðidal í gær. Fjöldi fólks mætti til að skoða dýrin, klappa þeim og kjassa. Þessi hundur af King Charles Spaniel kyni virðist þó hafa fengið nóg af blíðuhótum og aðdáun í bili. STJÓRNMÁL „Þetta er ekki rétt hjá Össuri, en ég ætla að geyma það að tjá mig opinberlega um þessi ummæli hans þar til ég hef kynnt mér þau betur og skoðað þau í samhengi,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um þau ummæli Öss- urar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, að Framtíðar- hópur flokksins sé lokaður og fá- mennur hópur sem engar nýjar hugmyndir hafi lagt fram. Össur lét þessi orð falla í sjón- varpsþætti Egils Helgasonar í gærdag. Ingibjörg var stödd vest- ur á Fjörðum og segist ekki hafa séð eða heyrt ummæli Össurs, að- eins fengið ávæning af þeim. Þorbjörn Guðmundsson hjá Samiðn sem verið hefur í Framtíð- arhópnum frá upphafi og á sæti í sex manna kjarnahóp hafði þetta um ummæli Össurar að segja: „Mér finnst þetta ekki svaravert og lýsi depurð minni yfir þessari nálgun míns ágæta formanns.“ Fram kom í máli Össurar að hann mæti það svo að hópurinn hefði ekki lagt fram neinar nýjar hugmyndir, nema „skyndibita- lausnir“ í menntamálum, eins og að einkavæða hverfagrunnskóla, sem hann og flokkurinn væru á móti. Þá sagði Össur Ingibjörgu leggja ofuráherslu á orðið um- ræðustjórnmál, sem væru ofnot- aðar og stórar umbúðir utan um lítið. Hann sagði að æskilegra hefði verið ef vinna hópsins hefði verið opnari og ekki lokuð í fámennum hópum sem meðal annars hafi leitt til þess að Guðmundur Árni Stefánsson sagði sig úr utanríkis- málanefnd Framtíðarhópsins, því honum líkaði ekki vinnubrögðin. Guðmundur Árni staðfesti í samtali við Fréttablaðið að hann hafi sagt sig frá frekara starfi inn- an Framtíðarnefndarnnar vegna þess að hann var ekki sáttur við að skila ætti tillögum fyrir lands- fund, en ekki að starfa og móta til- lögur til lengri tíma. -sþs/bs Yfirmaður Alþjóða kjarnorkustofnunarinnar: Erum í kapphlaupi við tímann Kristján Kristjánsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Skoðar hús í New York ● fasteignir ● hús Valur Gunnarsson: ▲ SÍÐA 30 frestar útgáfu nýs blaðs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Risaslagur á Spáni: ▲ SÍÐA 22 Real lagði Barcelona Gael García Bernal: ▲ SÍÐA 26 VEÐRIÐ Í DAG RIGNINNG EÐA SLYDDA austan til og á Vestfjörðum annars úrkomulítið. Víðast hægur vindur í fyrstu en strekkingur síðdegis. Hiti 2-5 stig en kólnar í kvöld. Sjá síðu 4. Repúblikanar í New York: Vilja stöðva Hillary NEW YORK, AP „Að stöðva Hillary Rodham Clinton er það mikilvæg- asta sem þú og ég getum gert sem Repúblikanar á næstu tveimur árum,“ segir Stephen Minarik, formaður Repúblikanaflokksins í New York, í bréfi sem hann sendi í fjáröflunarskyni til félaga sinna í flokknum. Þar hvatti hann alla Repúblikana til þess að leggja sitt af mörkum í sjóð sem meining- in er að nota til þess að koma í veg fyrir endurkjör hennar til Öld- ungadeildar Bandaríkjanna árið 2006. „Það má segja að þetta sé skyl- da okkar sem Repúblikana,“ segir Minarik í bréfinu, sem er fjögurra blaðsíðna langt. Hillary Clinton segist vera „helsta skotmark árásarvélar hægrimanna“ og hefur brugðist við með eigin fjáröflun. ■ ● taumlaus skemmtun í madrid Stórar umbúðir utan um lítið Össur Skarphéðinsson gefur ekki mikið fyrir hugtakið umræðustjórnmál og segir það ofnotað. Hann segir Framtíðarhóp Samfylkingarinnar fá- mennan og lokaðan hóp. Ingibjörg Sólrún segir þetta rangt hjá Össuri. ● skrifar skáldsögu í Finnlandi● kom óvænt til landsins um helgina hefur leikið Che tvisvar MOHAMMED EL BARADEI Segir að samtökin Al Kaída reyni nú ákaft að komast yfir kjarn- orkuvopn. HILLARY CLINTON. Íslensk skólabörn: Minnst fyrir ávextina EVRÓPA Íslensk og spænsk skóla- börn borða allra barna minnst af ávöxtum í Evrópu. Portúgölsk skólabörn borða hinsvegar allra barna mest af ávöxtum. Þetta kemur fram í rannsókn sem hefur verið gerð meðal 13 þúsund 11 ára skólabarna í níu löndum. Fjallað er um niðurstöð- urnar í norska blaðinu VG. Þar segir meðal annars að ástæðan sé sú að norsk börn hafi ekki haft mikinn aðgang að ávöxtum. Búast má við að svipað gildi um þau íslensku. Norsk skólabörn eru í þriðja neðsta sæti en innan við 40 pró- sent þeirra borða ávexti dag- lega. Skólayfirvöld í Noregi hafa ákveðið að gefa þeim einn ávöxt á dag ókeypis til að bregðast við því. -ghs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.