Fréttablaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 70
■ ■ SJÓNVARP
17.00 Þrumuskot – ensku mörkin
á Skjá einum. Mörk helgarinnar í
ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
18.30 Bandaríska Masters-mótið
í golfi á Sýn. Útsending frá fjórða
keppnisdegi bandaríska Masters-
mótsins í golfi.
20.30 Boltinn með Guðna Bergs á
Sýn. Guðni Bergsson og Heminr
Karlsson fara yfir allt það helsta úr
enska, ítalska og spænska boltanum
um helgina.
22.00 Olíssport á Sýn.
23.15 Boltinn með Guðna Bergs á
Sýn. Endurtekinn þáttur.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
8 9 10 11 12 13 14
Mánudagur
APRÍL Fótboltaveisla í Madríd
22 11. apríl 2005 MÁNUDAGUR
> Við gleðjumst yfir því ...
... að Íslendingar hafi eignast tvo
Norðurlandameistara, Róbert
Kristmannsson og Kristjönu
Sæunni Ólafsdóttur úr Gerplu
í fimleikum unglinga um
helgina. Róbert vann gull á
bogahesti en Kristjana
Sæunn vann gull í
gólfæfingum.
sport@frettabladid.is
> Við hrósum ...
... frjálsíþróttakonunni Silju Úlfarsdóttur
sem hefur sýnt miklar framfarir á
hlaupabrautinni í vetur og skapað sér
nafn í hinum harða
heimi bandarísku
háskólakeppninnar í
frjálsum íþróttum.
Um helgina sigraði
Silja með yfirburðum
í 400 metra grindar-
hlaupi á móti í Clem-
son.
Úr handboltanum
Íslenskur úrslitaleikur
Það verður íslenskur úrslitaleikur í
EHF-keppninni í handbolta en Essen,
lið Guðjóns Vals Sigurðssonar, tryggði
sér sæti í úrslitaleiknum með því að
leggja rússneska liðið Astrakhan og
skoraði Guðjón Valur tvö mörk.
Essen mætir Magdeburg, liði Alfreðs
Gíslasonar í úrslitum.
Ólöf María Jónsdóttir úr Golfklúbbnum
Keili lauk í gær keppni á Opna Tenerife-
mótinu á evrópusku kvennamótaröð-
inni í golfi, hennar fyrsta golfmóti sem
atvinnumaður. Ólöf María lék síðasta
hringinn á 74 höggum eða tveimur
höggi yfir pari og endaði í 41. til 47.
sæti mótsins á fjórum höggum yfir pari.
Hún mætti til leiks á Tenerife með
unnusta sinn, hinn bandaríska Randall
Auerbach, sem kylfusvein og vakti það
nokkra athygli þó ekki væri nema fyrir
þær sakir að Randall er tennisspilari
sem hefur ekki hundsvit á golfi.
Ólöf María sagði í samtali við Frétta-
blaðið að Randall væri fyrirtaks kylfu-
sveinn. „Hann skiptir sér ekkert af spila-
mennskunni hjá mér og er ekkert í því
að ráðleggja mér hvaða kylfur ég að
nota í það og það skiptið.
Hann lætur hins vegar í sér
heyra ef honum finnst ég
vera í einhverju rugli. Ég
hef hins vegar lagt mikla
áherslu á andlegu hlið-
ina í vetur og hann hef-
ur verið með mér í því
allan tímann. Hann hefur
góð áhrif á mig á vellin-
um, hvetur mig til dáða
og hvað er hægt að
fara fram á meira af
kylfusveini,“ sagði Ólöf
María.
Hún játti því að það væri
gott að hafa unnstan með
sér á mótum og þetta
væri fyrirtaksleið til að
koma því við.
Real Madrid sigraði Barcelona í stórkostlegum knattspyrnuleik í gær, 4-2.
Dagsskipun beggja þjálfara var sóknarleikur og úr varð taumlaus skemmtun.
KVENNKYLFINGURINN ÓLÖF MARÍA JÓNSDÓTTIR: MEÐ FJÖLKYLDUNA Á GOLFVELLINUM
Með unnustan sem kylfusvein á Spáni
FÓTBOLTI Það var snemma í leikn-
um ljóst í hvert stefndi því að
Real var komið með tveggja
marka forystu eftir aðeins 20.
mínútna leik eftir mörk frá
Zinedine Zidane og Ronaldo. Auk
þess að skora annað markið, hans
fyrsta svo mánuðum skiptir fyrir
Real, lagði Ronaldo upp markið
fyrir Zidane og þaggaði þar með
heldur betur í þeim sem sögðu
hann eiga skilið að byrja leikinn á
varamannabekknum eftir herfi-
lega frammistöðu í síðustu leikj-
um.
Það herbragð Vanderlei Lux-
emburgo að hafa Ronaldo og
Michael Owen í framlínunni og
setja Raul í stað Luis Figo í
stöðunna fyrir aftan framherjana
gekk fullkomnlega upp og spilaði
Real sóknarbolta af bestu gerð.
Figo horfði á af tréverkinu og var
augljóslega ekki skemmt.
Það sama var reyndar upp á
teningnum hinum megin á vellin-
um og var ekki að sjá að
Barcelona saknaði Portúgalans
Deco sem var í leikbanni. Undir
stjórn Ronaldinho bauð Barcelona
upp á dúndrandi sóknarbolta og á
28. mínútu minnkaði hinn magn-
aði Samuel Eto’o muninn með sínu
22. marki á leiktíðinni. Það var
síðan umræddur Raul sem kom
Real í 3-1 með marki í uppbótar-
tíma fyrri hálfleiks eftir frábær-
an undirbúning Roberto Carlos.
Oft vill það gerast í jafn hröð-
um leik og var spilaður í fyrri
hálfleik í gær að liðin slaka
ósjálfrátt á í þeim síðari. Sú var
hins vegar ekki raunin í gær, út-
hald og orka leikmanna virtist
takmarkalaus og verður leikurinn
fyrir við minnst sem eitt mesta
augnakonfekt fótboltaársins.
Micheal Owen skoraði fjórða
mark Real á 65. mínútu eftir
magnaða sendingu frá David
Beckham, en ensku landsliðs-
mennirnir tveir áttu mjög góðan
dag fyrir Real. Börsungar sóttu
hart að marki Real eftir þetta en
Iker Cassilas, markvörður Real,
átti stórleik og varði eins og ber-
serkur. Hann kom þó engum vörn-
um við þegar Ronaldinho minnk-
aði muninn í 4-2 með stórkostlegu
marki beint úr aukaspyrnu þegar
stundarfjórðungur lifði leiks.
Þrátt fyrir nokkrar góðar tilraun-
ir fundu leikmenn Barca ekki leið-
ina framhjá Cassilas á lokamínút-
unum og sætur sigur Real því
staðreynd í leik sem í raun var
sigur fótboltans.
Með sigrinum minnkaði Real
forskot Barcelona á toppnum nið-
ur í sex stig, en sjö umferðir eru
enn óleiknar í spænsku úrvals-
deildinni.
vignir@frettabladid.is
STÍFLAN BRAST HJÁ RONALDO Brasilíski framherjinn Ronaldo fagnar hér marki sínu
fyrir Real Madrid gegn Barcelona í gær ásamt Michael Owen en það mark var kærkomið
því það var hans fyrsta í deildinni í rúman mánuð.
Ótrúleg spenna í einvígi ÍBV og Fram í handboltanum:
Kalandadze hetja ÍBV
HANDBOLTI Tite Kalandaze tryggði
Eyjamönnum sæti í undanúrslit-
um í DHL-deildar karla þegar
hann skoraði sigurmarkið með
þrumuskoti á síðustu sekúndu
oddaleiks ÍBV og Fram í Vest-
mannaeyjum í gær.
Enn einu sinni í einvígi liðanna
var jafnt á öllum tölum og stefndi
allt í eina framlenginguna til við-
bótar. En á síðustu sekúndu leiks-
ins reif Tite Kalandaze sig á flug
og þrumaði knettinum í samskeyt-
in – lokatölur 25-24.
„Ég vil þakka Fram-liðinu fyrir
verulega verðugt verkefni en
þetta eru án efa með erfiðari
leikjum sem við höfum spilað í
vetur,“ sagði Samúel Ívar Árna-
son, hornamaður hjá ÍBV sem var
að vonum ánægður með að vera
kominn áfram í undanúrslit þar
sem liðið mætir ÍR.
„Við töpuðum óverðskuldað
fyrir þeim í bikarnum og hlökkum
til að borga fyrir okkur.“ ■
HETJAN FRÁ GEORGÍU Tite Kalandadze
skoraði sigurmark ÍBV gegn Fram.