Fréttablaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 12
12 11. apríl 2005 MÁNUDAGUR Hefur farið til 144 landa Ingólfur Guðbrandsson ferðamálafrömuður er líklega víðförlasti Íslend- ingurinn. Hann fór fyrst til útlanda árið 1950 og er nýkominn frá Kína. Í haust fer hann með hóp fólks til Asíu. 55 ár eru síðan Ingólfur fór fyrst til útlanda, þá til náms í Bretlandi. Síðan þá hefur hann farið óteljandi ferðir en telst til að áfangastaðirn- ir séu 144. Geri aðrir betur. „Ég fór fyrst út til náms í tónlist og tungumálum,“ segir Ingólfur þegar hann hugsar rúma hálfa öld aftur í tímann. Í ár er hins vegar slétt öld síðan hann stofnaði Ferða- skrifstofuna Útsýn og leiddi fólk um götur Lundúna og Parísar. „Fyrstu ferðir Útsýnar voru þang- að og ég man að það kostaði fólk að jafnaði tvenn til þrenn mánaðar- laun að heimsækja þessar borgir í nokkra daga. Nú geta hinir fjöl- mörgu tekjuháu Íslendingar farið í lúxusferð umhverfis hnöttinn sem tekur mánuð, fyrir aðeins ein mán- aðarlaun.“ Ingólfur segist ekki eiga eftir að koma til einhverra tiltekinna landa, hann hafi í raun komið þangað sem hann helst vilji fara. „Mig langar til dæmis ekki til heimskautaland- anna og býst ekki við að ferðast um miðhálendi Asíu. Ástæðan er sú að ég er í eðli mínu hitabeltisdýr og við höfum alveg nóg af kuldanum hér.“ Ingólfur hefur leitt margan Ís- lendinginn í fjölda ævintýrafara til fjarlægra landa og í haust stendur en slík fyrir dyrum. „Þetta verður stór viðburður í íslenskum ferða- málum. Ég ætla að þræða merk- ustu staðina á norðurhveli jarðar, fara til menningarlandanna sem ég kalla Lönd morgunroðans,“ segir Ingólfur sem er nýkominn frá Kína. Ferðin hefst í Indlandi þar sem margar af stórkostlegustu og fall- egustu byggingum heims eru. „Við skoðum til dæmis Taj Mahal en enginn getur annað en horft af að- dáun á þessa byggingu og hlakkað til að koma þangað aftur og aftur.“ Frá Indlandi verður farið til Tælands, þaðan til Kína, svo Japan, þá Hawaii og loks til San Francisco. „Tæland er vanmetið á Íslandi, það er dauður maður sem ekki heillast af að sjá Kína í dag, í Tokyo búum við á einu glæsileg- asta hóteli heims og þar njótum við leiðsagnar Ingimundar Sigfússon- ar, fyrsta sendiherra Íslands í Jap- an, og á Hawaii verðum við á Waikiki sem er ein allra frægasta baðströnd heims,“ segir Ingólfur sem ætlar að kynna nákvæma ferðatilhögun á fundi á Grand hót- eli á fimmtudagskvöld. Ingólfur hefur verið meira og minna á ferðalagi síðan hann fyrst hélt út fyrir landssteinana. Og hann ferðast ekki bara ferðalag- anna vegna. „Ferðalangar lifa dýpra lífi en aðrir því ferðalög breyta sýn fólks á lífið. Það er hluti af lífsgæðum nútímans að láta það eftir sér að skoða heiminn,“ segir Ingólfur Guðbrandsson hinn víð- förli. bjorn@frettabladid.is ÍBÚAR TÁLKNAFJARÐAR ERU 326 Karlar eru 14 fleiri en konur. Heimild: Hag- stofan SVONA ERUM VIÐ Nýtt sorphirðukerfi var tekið í notkun hjá Reykjavíkurborg um áramót sem fólst í að fólki býðst að vera með grænar ruslatunnur sem eru losaðar á tveggja vikna fresti í stað vikulega. Þeir sem eru með grænar tunnur greiða helmingi lægri sorphirðugjöld, 4.850 krónur í stað 9.700 krónur. Guðmundur Friðriksson, deildarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg segir Reykvíkinga hafa tekið grænu tunnun- um vel. „Alls hafa 2.300 manns óskað eftir grænni tunnu en það er ekki endanleg tala, því fólk er enn að hringja inn og biðja um tunnur,“ segir hann. Í janúar höfðu 1.900 manns fengið sér tunnu og hafa því hvorki né færri né fleiri en 400 tunnur verið pantaðar á undanförnum þremur mánuðum. „Það er lítið um að fólk sé að skila tunnunum vegna þess að það ræður ekki við þetta og við sjáum fram á enn frekari aukn- ingu,“ segir Guðmundur. „Við sett- um okkur lágmarksmarkmið og erum löngu búin að ná því.“ Sjálfur er Guðmundur með græna tunnu og segir það lítið mál að flokka rusl. „Maður þarf að vita hvernig úrgang maður setur í tunnuna og líka að hugsa um rúmmál. Það er ekki hægt að setja Cheerioos pakkann beint í tunnuna, það þarf að brjóta hann saman. En ég hef alltaf flokkað pappír og flöskur. Eina vinnan sem maður bætir við sig er að hugsa um hvað maður setur í tunnuna.“ Á þriðja þúsund hafa fengið sér tunnu EFTIRMÁL: GRÆNAR TUNNUR Í REYKJAVÍK „Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei fyllilega skilið þetta páfaemb- ætti,“ segir Haraldur Freyr Gíslason trommuleikari þegar hann er spurður hvort hann hafi skoðun á því hver ætti að verða næsti páfi. Hinn 18. apríl koma 115 kardínálar saman til að kjósa eftirmann Jóhann- esar Páls II. Til greina kemur að hör- undsdökkur páfi verði kjörinn í fyrsta skipti í fyrsta sinn. „Ég held að það sé hið besta mál ef páfinn verður svartur,“ segir Haraldur. „Fjölbreytileiki er alltaf jákvæður og hver veit nema að það komi til með að hafa áhrif á afstöðu kirkjunnar til getnaðarvarna, þar sem alnæmisfaraldurinn er jú skæðastur í Afríku.“ Haraldur horfði ekki á útför páfa í sjón- varpinu, en kvartar ekki yfir athyglinni sem málið fékk í fjölmiðlum. „Ef manni leiðist það sem er í sjónvarpinu er alltaf hægt að slökkva eða skipta um stöð.“ HARALDUR FREYR GÍSLASON Gott ef hann verður svartur NÝR PÁFI SJÓNARHÓLL ÞAÐ FÓR VÍST Á ANNAN VEG FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Ársfundur Lífeyrissjó›s verzlunarmanna ver›ur haldinn mánudaginn 11. apríl 2005 kl. 17 í Hvammi á Grand Hótel. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Önnur mál. Sjó›félagar og lífeyrisflegar sjó›sins eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn ver›a afhent á fundarsta›. Reykjavík 11. mars 2005 Stjórn Lífeyrissjó›s verzlunarmanna Sími: 580 4000 • Myndsendir: 580 4099 • Netfang: skrifstofa@live.is Ársfundur 2005 E N N E M M / S ÍA / N M 15 52 3 INGÓLFUR GUÐBRANDSSON Fór fyrst til útlanda fyrir 55 árum og hefur um ævina heimsótt 144 lönd. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.