Fréttablaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 65
Þörf á endurskoðun 24 ára reglu
Hin svokallaða „24 ára regla“ í út-
lendingalögunum er afar umdeild,
bæði á Íslandi og í Danmörku. Í
stuttu máli kveður reglan á um að
giftist útlendingur Íslendingi geti
hann ekki fengi dvalarleyfi á grund-
velli fjölskyldutengsla sé útlending-
urinn yngri en 25 ára.
Síðastliðið sumar gagnrýndi
mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins
ákvæði dönsku laganna um 24 ára
aldurstakmarkið, sagði það vera
mannréttindabrot og brjóta á rétti
fólks til einka- og fjölskyldulífs. Það
er því nauðsynlegt fyrir okkur Ísl-
endinga að endurskoða þetta ákvæði.
Yfirvald eins og dómsmálaráðu-
neytið notar flest tækifæri til þess
að sannfæra okkur um að 24 ára
reglan virki til þess að stöðva mála-
mynda- og nauðungarhjónabönd.
Mig langar enn einu sinni að spyrja
tveggja einfaldra spurninga sem ég
hef reynt að fá svör við frá því að
umræður hófust um þessa umdeildu
reglu. 1) Hvaða beinu tengsl eru á
milli aldurstakmarksins og mála-
myndahjónabanda? 2) Hvers vegna
er aldurstakmarkið 24 ár, en ekki 30
ár eða 60 ár?
„Málamyndahjónaband“ er hjú-
skapur sem til er stofnað „eingöngu
til þess að öðlast dvalarleyfi,“ sam-
kvæmt útskýringu dómsmálaráðun-
eytisins. Samkvæmt upplýsingum
sem voru formlega gefnar af ráðu-
neytinu í umræðunum um löggjöfina
á Alþingi síðastliðið vor, voru á milli
50 og 60 einstaklingar grunaðir um
að hafa gengið í málamyndahjóna-
band á árunum þremur á undan
(helmingur þeirra voru Íslendingar
eða fólk sem var búsett hérlendis) en
lögregluyfirvöld gátu ekki rannsak-
að málin þar sem lögfræðilegar for-
sendur til þess vantaði. Lögunum var
breytt og núna er hægt að rannsaka
mál „ef rökstuddur grunur leikur á
að til hjúskapar hafi verið stofnað í
þeim tilgangi einum að afla dvalar-
leyfis eða ekki með vilja beggja“
(Útl.lög, 29. gr.) Mér virðist þetta
lagaákvæði nægilega víðtækt til
þess að freista þess að stöðva meint
umfang þeirra málamyndahjóna-
banda sem hér gætu verið að eiga
sér stað og er spurn: Hvað kemur þá
24 ára aldurstakmark málamynda-
hjónaböndum við? Svo framarlega
sem ég skildi, höfum við hingað til
ekki verið upplýst um aldur þeirra
sem hafa verið grunaðir um að
ganga í málamyndahjónabönd. Er
hann í flestum tilvikum lægri en 25
ár eða hvað? Hvers vegna 24 ára?
Færa má rök fyrir því að forsendur
fyrir 24 ára aldurstakmarki séu til
staðar í Danmörku þar sem kynslóð
af erlendum uppruna giftist mjög
ung og kallar á maka sína frá heima-
löndum sínum og sumir líta á það
sem „nauðungarhjónaband“ en hér
leikur aðeins grunur á að eitt slíkt
dæmi hafi komið upp hérlendis.
Samkvæmt upplýsingum dómsmála-
ráðuneytsins fengu 152 einstakling-
ar, yngri en 24 ára, dvalarleyfi sem
makar Íslendinga á árunum 2001til
2003, og því eru um 50 erlendir ein-
staklingar, yngri en 24 ára, sem á ári
hverju stofna fjölskyldu með Íslend-
ingi. Var tilgangurinn virkilega að
koma í veg fyrir hjónabönd Íslend-
inga og ungra útlendinga, sem hugs-
anlega færi fjölgandi? Ég vil fá skýr-
ari rökstuðning frá viðkomandi
stjórnvöldum um nauðsyn 24 ára
reglunnar á Íslandi, því mér þykir
fórnarkostnaðurinn of mikill.
Höfundur er prestur innflytjenda.
17MÁNUDAGUR 11. apríl 2005
Þurfa nemend-
ur á trúarár-
óðri að halda?
Sigmundur Ernir skrifar í
Fréttablaðinu þann 3. apríl
grein sem ber heitið Af sjálfs-
mynd þjóðarinnar. Með grein-
inni bætist Sigmundur í hóp
þeirra manna sem er einbeittur
í að mistúlka málstað þeirra
sem gagnrýnt hafa form kristin-
fræðikennslu í íslenskum skól-
um. Orðrétt segir hann:„Það
væri álíka gáfulegt að kenna
ekki þessa kristnu sögu í skól-
um landsins og að leggja niður
íslenskukennslu.“
Hann lætur eins og það séu
einhverjir að berjast gegn því
að kennt sé um kristna trú og
sögu kristni á Íslandi í skólum.
Svo er ekki. Umræðan fór af
stað vegna þess að of mikið er
um að kristinfræðikennsla í ís-
lenskum skólum sé einfaldlega
kristniboð. Það er til dæmis
ekki eðlilegt að bænahald sé í
opinberum skólum. Slíkt hefur
meira að segja verið stöðvað í
hinum ofurkristnu Bandaríkj-
um. Það er ekki heldur eðlilegt
að sagan af upprisu Jesú sé
kennd eins og um sagnfræðilega
staðreynd sé að ræða. Síðan eru
til dæmi um að kennarar hafi
niðurlægt nemendur sem ekki
eru trúaðir.
Persónulega hef ég ekkert á
móti því að kennt sé um kristna
goðafræði í skólum, ekki frekar
en að kennt sé um ásatrú. Málið
snýst um að námsefnið sé sett
upp á heiðarlegan hátt í stað
þess að um áróður sé að ræða.
Ég hef á tilfinningunni að
Sigmundur hafi lítið sem ekkert
kynnt sér málflutning okkar
sem gagnrýnt höfum fyrir-
komulag kristinfræðikennslu.
Sigmundur fjallar mikið um hve
kristni er rótgróin í þjóðinni. Í
raun mætti segja að þjóð sem
væri jafn gegnsýrð af kristinni
trú og Sigmundur heldur fram
þyrfti ekki á kristinfræðslu að
halda. Annars má skilja hann
svo að enginn sé alvöru Íslend-
ingur nema hann aðhyllist
kristna trú. Þetta er makalaus
þröngsýni hjá manninum. Það
kemur samt málinu lítið við hve
trúuð þjóðin er. Fræðsla um
kristni er hiklaust af hinu góða.
Sömuleiðis fræðsla um önnur
trúarbrögð og trúarskoðanir.
Fræðslan þarf hins vegar að
vera heiðarleg og hún þarf að
byggja á staðreyndum. Grund-
vallaratriðið er að trúfrelsi á að
vera á Íslandi og því á trúar-
áróður ekki heima í skólum hér
á landi. Þetta grundvallaratriði
ætti jafnvel að gilda þó 100%
þjóðarinnar aðhylltist ákveðna
trú.
Höfundur er háskólanemi.
TOSHIKI TOMA
UMRÆÐAN
ÚTLENDINGALÖG-
GJÖFIN
ÓLI GNEISTI SÓLEYJARSON
UMRÆÐAN
NÁMSEFNI GRUNN-
SKÓLA