Fréttablaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 16
Megas er barn 20. aldarinnar en hann er líka einhvers konar afi hennar – nánast langafi. Rödd hans og fas, músíkin, textarnir, andrúmsloftið allt sem gegnsýrir list hans er vitaskuld óhugsandi án rokksins en hann hefði ekki heldur orðið sá sem hann er án þess að hafa látið síast inn í sig Braga Boddason, Egil, Hallgrím, Steingrím Thorsteinsson og Dav- íð Stefánsson, svo að eitthvað sé nefnt af skáldum sem hann hefur haft unun af að afbaka ljóð eftir, kveðskapur hans er gegnsýrður latínumennt, goðafræði og sálmakveðskap, – að viðbættri klassísku músíkinni og gamalli íslenskri sálmahefð sem manni virðist liggja til grundvallar sumu í tónsköpun hans. Og loks má nefna eitthvað sem svolítið erfitt er að koma orðum að en á ekki minnstan þátt í að gera hann svo ástsælan með þjóðinni sem raun ber vitni og mætti ef til vill kenna við klassíska íslenska meinfýsi, – hin gráa gamansemi – hundingsspott kallaði hann það sjálfur. Ég man eftir manni í ver- búð í eyjum sumarið '74 sem við félagarnir sungum fyrir kvæðið um Jón Arason og þrástagaðist allan þann dag á setningunni “þeir sörguðu af honum hausinn ha ha ha” – mér fundust þau við- brögð dæmigerð fyrir viðtökur Íslendinga við kveðskap Megas- ar sem bæði hefur búið við meiri hylli sinna landsmanna en við gerum okkur kannski grein fyrir – og meiri andúð. Forsendurnar hjá Megasi eru aldagamlar. En hann er barn 20. aldarinnar, – hann er “Orfeus, rafmagnsbassisti í innheimum”. Hann er þversagnarkenndur. Hann er utangarðsmaðurinn sem er innsti koppur í búri íslenskrar menningar. Hann er hinn ná- kvæmi óreglumaður, hinn með- vitaði skynfæraruglari. Hann er hinn klóki klerkur sem snýr á skrattann til að geta haft í ýmis- legt snatt. Hann er safnarinn sem dregur jafnharðan dár að öllu því sem hann dregur að sér. Hann er í senn barnið í dalnum og ókindin. Hann er hirðskáld Basils fursta, finnur víddirnar í Hvell-Geira, tekur sér stöðu hjá Birkiland, þræðir afvegi og út- skot íslenskrar menningar en er samt alltaf í þjóðbraut. Hann er íslenskuséníið sem þráir að vera hljóðvilltur og reynir með öllum tiltækum ráðum að verða sér úti um þágufallssýki eins og hún sé sjálf hin forboðna og sælu- þrungna synd: þegar hann syng- ur “mér langar” heyrir maður að þarna er maður að drýgja unaðs- fulla synd. Hann er spekingurinn sem ber á borð fyrir okkur þvætting. Hann er ólíkindatólið sem skyndilega afvopnar okkur með nístandi einlægni og fegurð, rugludallurinn sem orðar þegar minnst varir fyrirbæri, kenndir og ástand í eitt skipti fyrir öll. Hann gaf firrunni þegnrétt í ís- lenskum kveðskap. Hann fann ljóðrænunni stað á kömrunum. Hann lætur fábrotin sannindi hljóma eins og bull eða dúpa visku: lína úr söngnum Um raun- gildisendurmat umframstað- reynda sem er að finna á hinni framúrskarandi endurútgáfu Skífunnar frá 2002 á plötunni Á bleikum náttkjólum er dæmi- gerð: “sértu ekki stöðugur stafar það trúlega af því þú ert valtur”. Svona línur vitja manns stundum á köldum dögum og þótt þær ylji manni ekki þá hjálpa þær manni að átta sig. Megas er glaðvær söngvari, í raun og veru glaðbeittur. Hann er Elvis-eftirherman sem hljóm- ar stundum eins og langdrukkinn íslenskur sveitaprestur á 19. öld að tóna, stundum eins og ljúfur drengur, stundum eins og kátur púki – alltaf eins og rokk, glað- vær og ískyggilegur. Hann er El- viseftirherman sem hljómar aldrei eins og Elvis, nema þá sem stökkbreytt afbrigði af öðrum Elvisarnema, Bob Dylan – og samt er hann niðurstaða af Elvis. Hvað er Elvis? Hann var nátt- úruhamfarir á 20. öld, maður með gítar og mjaðmir sem hóf upp raust sína með þeim afleið- ingum að jörðin titraði og björg- in klofnuðu, gott ef rifnaði ekki musteristjaldið sjálft. Sú þrá að vera Elvis er ef til vill náskyld þránni eftir að vera hljóðvilltur og sennilega ber hún líka vott um nokkurs konar valdagræðgi og spámannsfýsn, – að vilja leiða lýðinn í nýjar lendur, – en um- fram allt er það frelsisþrá. Sé eitthvað skylt með músík Megas- ar og Elvisar – framan af að minnsta kosti – þá er það lífs- gleðin í henni, lífsþráin, óum- ræðileg frelsiskenndin. Eða eig- um við frekar að segja: sjálf frelsiskrafan. Að heimta sinn rétt til að ólga. ■ Á sama tíma og samgönguráðherra flutti landsmönnum þauánægjulegu tíðindi að færri hafi slasast í umferðinni ásíðsta ári en árið á undan, birtir Umferðarstofan nú í blöð- um og á víðavangi ógeðfelldar auglýsingar, þar sem börn eru not- uð til að vekja athygli á ýmislegu sem betur má fara í umferðinni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem börn eru notuð í þessu skyni, og furðulegt eftir alla þá umræðu sem varð í vetur um börn í umferð- arauglysingum, að sami leikur skuli nú endurtekinn. Tilgangurinn á greinilega að helga meðalið. Oft hefur verið rætt um að vara- samt kunni að vera að nota börn í auglýsingum, nema vandað sé til verka, en þegar börn eru látin gretta sig og skæla i þessum aug- lýsingum og segja setningar eins og „ drullaðu þér áfram, kallpungur“ og „færðu þig, kelling“ eða „ ertu heilalaus, hálfvitinn þinn“, er skotið yfir markið. Það er kannski ætlun þeirra sem að þessum auglýsingum standa, að ofbjóða fólki með myndum og texta og þannig sé tilganginum náð. Auglýsingarnar verði umtal- aðar og um þær verði rætt og skrifað á opinberum vettvangi eins og hér. Það hlýtur að vera hægt að ná til vegfarenda með einhverj- um öðrum hætti, og sannarlega er ástæða til þess að vekja athygli á hættum þeim sem við blasa í umferðinni. Eitt af því sem virðist hafa gefið góða raun til að koma í veg fyrir umferðarslys, er að lækka hámarkshraða í íbúðahverfum og setja þar upp hindranir og annað til að koma í veg fyrir hraðakst- ur. Í skýrslunni sem samgönguráðherra kynnti fyrir helgi kemur í ljós að flest banaslys í umferðinni verða úti á vegum, en ekki í þéttbýli. Áður var þessu öfugt farið, enda þá vegir varla til hraðaksturs og hlutfallslega mun meiri umferð í þéttbýli. Oft er hægt að rekja umferðarslys úti á vegum til hraðaksturs, og menn halda honum ekki niðri með auglýsingum af grettum börnum. Þar dugar ekkert annað en öflug og góð löggæsla. Það hefur sýnt sig að í þeim lögregluumdæmum þar sem lögð er áhersla á eftirlit með hraðakstri eru ökumenn á varðbergi, en láta svo kannski gamminn geysa þar sem eftirlit er minna. Þrjú lögregluembætti koma að umferðareftirliti á Holtavörðuheiði: lögreglan í Borgar- nesi, á Hólmavík og Blönduósi. Þar virðast menn oft á tíðum gæta sín, sérstaklega þegar ekið er um Húnaþing. Ekki fer hinsvegar miklum sögum af eftirliti með hraðakstri víða í öðrum landsfjórð- ungum. Það gefur líka auga leið að þar sem aðeins fáir lögreglu- þjónar eru við störf er ekki mikið eftirlit. Þessu er nauðsynlegt að breyta og í því skyni væri áreiðanlega til bóta að stækka lögsagn- arumdæmin þannig að lögregluyfirvöld gætu betur einbeitt sér að einstökum verkefnum. Ökumenn verða líklega ekki jafnmikið var- ir við vegaeftirlit lögreglu í Skaftafellssýslum og á leiðinni á milli Egilsstaða og Mývatns og í Húnaþingi. Í þessum landshlutum eru víða beinar og greiðar brautir og því full þörf á auknu eftirliti. ■ 11. apríl 2005 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Færri slösuðust í umferðinni á síðsta ári en árið á undan Ógeðfelldar um- ferðarauglýsingar ORÐRÉTT Trostrantarnir! Þeir eru helvíti brattir og rífa stólpakjaft. Tala „trash“ eins og það heitir á körfuboltamáli, gaman að því. Ingimundur Ingimundarson, hand- knattleiksmaður, kann vel að meta óheflaðan talsmáta mótherja sinna DV 7.apríl Traustur vinur... Hann á það til að koma vinum sínum í fangelsi, sem var ómet- anleg upplifun og telst því ekki galli. Reynir Traustason ritstjóri um Þór- hall Gunnarsson, sjónvapsstjörnu DV 9.apríl Er það kennt í hundaskólanum? Ekki þykir núorðið við hæfi að taka hvolp til umsjár nema fara fyrst á uppeldisnámskeið fyrir hundaeigendur. Hjúskap/sambúð og barnauppeldi ætti heldur eng- inn að storma út í án rækilegs undirbúnings og leiðsagnar. Elín Eggerz-Stefánsson vekur athygli á kunnáttuleysi landans í nokkrum grundvallaratriðum Morgunblaðið 10. apríl Uppáhaldsgras og uppáhaldslag Á strikamerki verður til dæmis hægt að sjá hvar og hvenær gripurinn fæðist, hvenær honum er slátrað, hver úrbeinar og hvenær við leggjum til að kjötið verði í fyrsta lagi borðað eftir að það hefur meyrnað nægilega. Reynir B. Eiríksson, framleiðslu- stjóri Norðlenska, um rekjanleika nautakjöts „Úr haga í maga.“ Morgunblaðið 10.apríl Vonandi, vonandi Hin fornu húsmóðurstörf eru enn ómissandi, þótt nú þurfi ekki að sinna sjálfsþurftarbúskap líkt og áður var. Vonandi verður nýr sjónvarpsþáttur nefndur „Allt í drasli“ einhverjum til stuðnings. Elín Eggerz-Stefánsson, sem man tím- ana tvenna, skrifar um tíðarandann, mannleg gildi og lífsleikni kynslóðanna Morgunblaðið 10.aprí l Er hægt að fá vinnu hjá þessu fyrirtæki? Hefði útvarpsstjóri fallist á beiðni hans um starfslokasamning sem tæki til hálfs árs (...) þá hefði upp- hæðin numið um fjórum milljón- um króna. Umreiknað í tímakaup Auðunar þýddi það um 450 þús- und á tímann. Jakob Bjarnar Grétarsson veltir fyr- ir sér starfslokasamningi fréttastjóra DV 9.apríl FRÁ DEGI TIL DAGS Oft hefur verið rætt um að varasamt kunni að vera að nota börn í auglýsingum, nema vandað sé til verka, en þegar börn eru látin gretta sig og skæla i þessum auglýs- ingum og segja setningar eins og „ drullaðu þér áfram, kallpungur“ og „færðu þig, kelling“ eða „ ertu heilalaus, hálfvitinn þinn“, er skotið yfir markið. ,, Í DAG MEGAS SEXTUGUR GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Hann er Elvis-eftir- herman sem hljómar stundum eins og langdrukk- inn íslenskur sveitaprestur á 19. öld að tóna, stundum eins og ljúfur drengur, stundum eins og kátur púki – alltaf eins og rokk ,, Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Tilboð Glæný laxaflök 890,- kr/kg Frægur sigur Fagleg ráðning? Spurning hvort hún verði fagleg eða pólitísk ráðningin á næsta forstöðu- manni RÚVaust, en Björn Malmquist sem gegnt hefur stöðunni eystra um nokkurn tíma er að hverfa þaðan af braut. Þegar hafa þrír fjöl- miðlamenn meldað sig, þau Ágúst Ólafsson starfs- maður Athygli og áður fréttamaður Stöðvar 2 á Austurlandi, Edda Óttars- dóttir fréttamaður hjá RÚVaust og Sig- urður Mar Halldórsson ritstjóri viku- blaðsins Eystrahorns og myndatöku- maður Stöðvar 2 á Austurlandi um ára- bil ... Nenna ekki að sækja um! Það ágæta blað, Austurglugginn er ekk- ert að skafa utan af því í umfjöllun sína um forstöðumannsstarfið hjá RÚVaust. Þar segir að fréttahaukar syðra nenni ekki að sækja um – og leggur tals- verða fýlu af skrifum blaðsins um þetta efni. Það nefnir til sögunnar kunna fréttamenn á borð við Björn Þorláksson á Akureyri og Eftsaleitis- fólkið Ernu Indriðadóttur og Jóhönnu Margréti Einarsdóttur sem mögulega kandídata í starfið eystra ... en býst allt eins við að ekkert þeirra sæki um ... Stjórnlaus stofnun Á sama tíma og leitað er að forstöðu- manni RÚVaust dripla menn fingrum norður á Akureyri, en þar á ekki að ráða nokkurn skapaðan mann í stað Jóhanns Haukssonar sem yfirgaf plássið í fússi, foxillur út í Markús Örn Antonsson og gjörðir hans í frétta- stjórafarsanum. Ekki verður ráðið í stöðu Jóhanns fyrr en framtíðarskipu- lag Ríkisútvarpsins kemst á hreint með nýjum lögum og hefur það, út af fyrir sig, skapað þá umræðu nyrðra, hvort til greina komi að flytja höfuð- stöðvar Rásar 2 aftur suður í Efstaleit- ið. Það er annars af Jóhanni að frétta að hann hefur munstrað sig á Frétta- blaðið og byrjar þar næstu daga. Eru þar með tveir síðustu RÚVAK-stjórar komnir á það sama blað, því Sigurður Þór Salvarsson er nýkominn á ritstjórn þess. ... gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.