Fréttablaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 2
2 11. apríl 2005 MÁNUDAGUR Lögreglan í Egyptalandi: Bar kennsl á sprengjumann EGYPTALAND Lögreglan í Egypta- landi hefur borið kennsl á mann- inn, sem gerði sprengjuárás á fjölmennum ferðamannastað í Kaíró á fimmtudaginn. Þrír er- lendir ferðamenn fórust í árásinni, auk sprengjumannsins. Lögreglan vill ekki gefa upp nafn mannsins, en segir hann vera frá fátæku svæði skammt norður af Kaíró. Þrír aðrir menn hafa verið handteknir, og eru þeir grunaðir um að hafa átt hlut að árásinni. Ekki er vitað til þess að mennirn- ir fjórir tengist neinum hryðju- verkasamtökum. Þessi árás á fimmtudaginn var sú fyrsta í sjö ár sem gerð er á er- lenda ferðamenn í Kaíró. Algengt hefur þó verið að árásir séu gerð- ar á vinsæla ferðamannastaði í Egyptalandi. Síðast í október fór- ust 34 ferðamenn á Sínaískaga þegar gerðar voru sprengjuárásir á nokkur hótel á því svæði. Ferðaþjónustan í Egyptalandi beið mikinn hnekki árið 1997 þeg- ar 68 manns fórust í tveimur árás- um, annars vegar í miðborg Kaíró og hins vegar í bænum Luxor. ■ LONDON, AP Skoðanakannanir benda til þess að mjótt verði á mununum í bresku þingkosning- unum sem haldnar verða þann 5. maí. Þrjú til sjö prósentustig skildu Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn að í þremur könn- unum sem birtust í breskum fjölmiðluum í gær. Flokkarnir mældust báðir með 37 prósent ef aðeins var tekið tillit til þeirra sem sögðust staðráðnir í að kjósa. Kosningabaráttan fór aftur í gang í gær eftir stutt hlé vegna útfarar páfa og brúðkaups Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles. Tony Blair tók formlega við tilnefningu sinni sem frambjóð- andi Verkamannaflokksins í gær og sagði við það tækifæri að hann myndi setja mennta- og efnhagsmál á oddinn. Hann vék ekki orði að Írakstríðinu. Málefni innflytjenda hafa ver- ið ofarlega á baugi hjá Michael Howard, leiðtoga Íhaldsflokks- ins, en hann sakar Blair um að forðast að tala um þau. Howard lofar að lækka skatta, auka lög- gæslu og endurskoða innflytj- endalöggjöfina. Charles Kennedy, leiðtogi Frjálslyndra hefur útilokað að hann muni mynda stjórn með Verkamanna- eða Íhaldsflokkn- um, en Frjálslyndir voru eini stóri flokkurinn sem voru mótfallnir Íraksstríðinu. ■ Flokkspólitík hlaupin í málið Tveir þriðju hlutar borgarbúa andvígir því að Háskólinn í Reykjavík fái lóð í Öskjuhlíð samkvæmt könnun Tíkin.is. Borgarstjóri segir könnunina lið í bar- áttu Sjálfstæðismanna fyrir því að koma Háskólanum til Garðabæjar. KÖNNUN Samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir vefritið Tíkina vilja 73 prósent borgarbúa að svæðið milli Öskjuhlíðar og Naut- hólsvíkur verði þróað áfram sem útivistarsvæði en ekki boðið undir byggingar. Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir borgarstjóri segist gera athugasemdir við orðalag spurn- ingar í könnuninni og segir bull- andi flokkspólitík hlaupna í málið. Borgaryfirvöld hafa sem kunn- ugt er boðið Háskólanum Í Reykjavík framtíðarlóð undir starfsemi sína á umræddu svæði í nágrenni Reykjavíkurflugvallar en Garðbæingar hafa líka hug á að fá Háskólann til sín og hafa boðið fram lóð í því skyni. Í könnun Gallups voru rúmlega 1300 einstaklingar í Reykjavík á aldrinum 16-75 ára spurðir hvort þeir vildu að Háskólinn í Reykja- vík fái að byggja á svæðinu eða hvort það verði þróað áfram sem útivistar- og afþreyingarsvæði. Sem fyrr segir sögðust 73 af hundraði svarenda vilja nýta svæðið sem útivistarsvæði frekar en að þar verði byggt. Nokkur munur er á afstöðu kynjanna í þessum efnum en 80 prósent kvenna eru hlynnt útivistarsvæði þarna en 67 prósent karla. „Mér finnst spurningin í þess- ari könnun mjög gildishlaðin og markmiðið greinilega að fá fram ákveðna niðurstöðu“, segir Stein- unn Valdís Óskarsdóttir borgar- stjóri. Hún segir bullandi flokkspólitík greinilega hlaupna í þessa umræðu og að ýmsir áhrifa- miklir Sjálfstæðismenn séu aug- ljóslega staðráðnir í að koma Há- skólanum í Reykjavík til Garða- bæjar, hvað sem það kosti. „Skýringin á þessu er einfald- lega sú að þar eru stjórnvöld sem eru Sjálfstæðisflokknum þóknan- leg“, segir borgarstjóri. Kristrún Lind Birgisdóttir hjá Tíkin.is segir vissulega mega deila um orðalag spurningarinnar. „Það sem við leggjum áherslu á með þessari könnun er að við vilj- um að hlustað sé á raddir borgar- búa í þessu máli og lítum svo á að könnunin leiði vilja þeirra til þess ótvírætt í ljós“, segir hún. ssal@frettabladid.is Samtök iðnaðarins: Brögð í tafli IÐNAÐUR Varað hefur verið við er- indi frá sænska fyrirtækinu Nor- disk Industri þar sem óskað er skriflegrar staðfestingar á faxi með ýmsum upplýsingum, til dæmis um símanúmer og heimil- isfang. Sölumennirnir senda erindi á tiltekna starfsmenn og fái þeir ekki staðfestingu beina þeir sama erindi til annarra starfsmanna. Ef fyrirtækin senda staðfest- ingu má búast við að þeim berist reikningar fyrir birtingu á aug- lýsingum eða upplýsingum í gagnabönkum og er vísað í smátt letur á faxinu. Nokkuð er um að fyrirtækin hafi bitið á agnið. ■ REIÐIR KÍNVERJAR Mótmælendur krefjast þess að japönsk stjórnvöld biðjist afsökunar. Kínverjar reiðir Japönum: Mótmæli stigmagnast KÍNA, AP Þúsundir Kínverja héldu áfram að mótmæla japönskum kennslubókum sem sagðar eru gera lítið úr voðaverkum Japana í Kína í seinni heimsstyrjöld. Tíu þúsund manns umkringdu stór- markað í eigu Japana í borginni Shensen í suðurhluta Kína og hvöttu til þess að japanskar vörur yrðu sniðgengnar og köstuðu vatnsflöskum að versluninni. Þrjú þúsund manns örkuðu að skrif- stofum japanska ræðismannsins í borginni Gvangsjú og mótmæltu. Á laugardag mótmæltu um þús- und manns við japanska sendiráð- ið í Peking og brutu í því rúður. ■ Mál Og Fjarskipta: Afgreitt á föstudag FJARSKIPTI Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofn- unar segir úrskurðar að vænta í máli Og Fjarskipta vegna við- skiptavina Margmiðlunar. „Við höfum verið að afla okkur gagna og gerum ráð fyrir að af- greiða þetta á föstudaginn kem- ur“, segir Hrafnkell. Málið snýst um kæru Og Fjar- skipta vegna þess að Landsíminn neitaði að afgreiða beiðnir um flutning á tengingum fyrrverandi viðskiptavina Margmiðlunar yfir til Og Fjarskipta. Ástæðan var sú að ekki væru færðar sönnur á að viðskiptavinirnir vildu vera í við- skiptum við Og Fjarskipti. -sþs Borgarstjóri um Sunda- braut: Köld vatnsgusa SAMGÖNGUMÁL Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir borgarstjóri lýsir von- brigðum með ummæli Sturlu Böðv- arssonar um að vafasamt sé að ráð- ist verði í byggingu Sundabrautar fyrr en ný samgönguáætlun gerir ráð fyrir jafnvel þótt verkið verði sett í einkaframkvæmd. „Þessi yfirlýsing kemur eins og köld vatnsgusa framan í okkur“, segir borgarstjóri. „Miðað við þessi ummæli ráðherrans sýnist mér að það eigi að svíkja okkur um þessa framkvæmd eina ferðina enn og skjóta henni á frest um mörg ár“. -sþs SPURNING DAGSINS Egill, ætlarðu ekki að hætta áður en þú ferð að silfrast í vöngum? „Hver veit nema ég liti á mér hárið og haldi áfram endalaust.“ Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Egill Helgason hélt upp á sex ára afmæli sjónvarpsþáttar síns Silfur Egils í gær. Hann hefur gert hátt í þrjú hundruð þætti og og ætlar sér greinilega að halda áfram að kryfja þjóðfélagið til mergjar á meðan eitthvað markvert ber á góma á Íslandi. UMDEILD LÓÐ Hin umdeilda lóð við Nauthólsvík sem Reykjavíkurborg hefur boðið Háskólanum í Reykja- vík. Nauthólsvíkin er lengst til hægri á myndinni. TONY BLAIR Tók við tilnefningu sinni sem frambjóðandi Verkamanna- flokksins í gær. Bresku þingkosningarnar: Mjótt verður á mununum ■ NOREGUR SAMKYNHNEIGÐIR FÁI AÐ ÆTT- LEIÐA Flokksþing norska Verka- mannaflokksins hefur sett í stefnuskrá sína að samkyn- hneigðum verði leyft að ættleiða börn. Flokkurinn segir þessa samþykkt vera tímamótaskref í réttindabaráttu samkynhneigðra. GÓMUÐU MUNCH-ÞJÓF Norska lögreglan hafði í gær hendur í hári meints þjófs tveggja af þekktustu málverkum Edvards Munchs, Öskursins og Guðsmóð- urinnar. Þeim var stolið í bíræfnu ráni um hábjartan dag úr Munch- safninu í Ósló í ágúst í fyrra. ■ FARSÍMAR NOKIA TVÖFALDAR TRYGGING- UNA Nokia hefur tvöfaldað trygg- ingu á Nokia-símum, úr einu ári í tvö og tók þetta gildi frá og með 1. apríl. Tryggingin gildir í öllum löndum Evrópusambandsins, Nor- egi, Sviss, á Íslandi og í Tyrklandi. FERÐAMENN Í KAÍRÓ Myndin er tekin skammt frá þeim stað, þar sem sprengjuárásin var gerð á fimmtudaginn. M YN D /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.