Fréttablaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 11. apríl 2005 13 HELOSAN RAKAKREM fyrir alla fjölskylduna Mýkjandi og rakagefandi Orti best um Karl og Kamillu: Innblásinn af vímuefnum „Ég snaraði þessu saman í fyrir- lestri um vændi og vímuefni í Há- skólanum á Akureyri, þar sem ég er við nám,“ segir Einar Kol- beinssson, sauðfjárbóndi í Ból- staðarhlíð um tilurð ljóðsins Prinsinn af Wales – Kveðja frá ís- lensku þjóðinni, sem sigraði í kvæðakeppni Hins konunglega fjelags, sem efnt var til í tilefni brúðkaups Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles. Sjálfur er Einar ekki í Hinu konunglega fjelagi, en sendi ljóð sitt inn á Leirlistann, þar sem keppnin var haldin og þótti vísa hans dýrast kveðin. Einar tekur viðurkenningunni með stóískri ró og segir sigurinn hafa komið sér á óvart. Í verðlaun fær hann inn- rammaða mynd af skötuhjúunum sem hann er hæstánægður með. „Ég fæ myndina í pósti og er bara að bíða eftir henni. Ég rými engar hillur fyrr en ég er búinn að máta myndina.“ Þótt Einar hafi kveðið dýrast um brúðkaupið gefur hann lítið fyrir það, hvernig honum finnst það hafa tekist til. „Ég missti af brúðkaupinu, hafði öðrum hnöpp- um að hneppa á laugardag.“ -bs Ístölt 2005: Þokki og Þorvaldur slógu í gegn Þeir Þokki frá Kýrholti og Þor- valdur Á. Þorvaldsson slógu rækilega í gegn á Ístölti 2005, sem fram fór í Skautahöllinni í Laugardal á laugardagskvöld. Þeir tóku strax forystuna eftir forkeppnina og héldu henni með glæsibrag í úrslitum. Eftir stóð langhæsta einkunnin í keppninni, 9,17. Bekkurinn í skautahöllinni var þétt setinn eins og endranær á slíkum keppnum og greinilegt að mikil spenna ríkti í áhorfenda- skaranum. Ekki að ástæðulausu, því þarna kepptu á svellinu nokkrar helstu stjörnur greinar- innar, sem mikils mátti vænta af. Og þær ollu ekki vonbrigðum. Að öðrum ólöstuðum er vert að nefna Sigurbjörn Bárðarson sem keppti á Grun frá Oddhóli. Þeir voru í 4. sæti í úrslitum en skutust upp í 2. sætið í úrslitum. Hans Kjerulf mætti með Braga frá Kópavogi, sem er að- eins 5. vetra. Eftir úrslitin voru þeir með sömu einkunn og Snorri í Dal og Vaka frá Hafnarfirði. Hans tók þá ákvörðun að draga sig út úr keppni þar sem hestur- inn er svo ungur. Sannur hesta- maður, sem lætur velferð hests- ins ganga fyrir hugsanlegum augnabliksávinningi. -jss SIGURVEGARAR Þorvaldur Á. Þorvaldsson fagnar góðum sigri. ÁHORFENDUR Bekkurinn var þétt setinn eins og alltaf á Ístölti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.