Fréttablaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 4
4 11. apríl 2005 MÁNUDAGUR
Forstjóri Vinnumálastofnunar:
Reglugerðin er
útfærsla á vinnulagi
VINNUMARKAÐURINN Alþýðusam-
bandið gagnrýnir nýja reglugerð
félagsmálaráðuneytisins um at-
vinuréttindi útlendinga og telur
að hún sé meingölluð. Vinnumála-
stofnun sé látin um að túlka
stefnu stjórnvalda í þessum mála-
flokki á hverjum tíma.
Reglugerðin er gengin í gildi
og hyggst ASÍ því tryggja að
„skikkanlega verði haldið á fram-
kvæmdinni“ í gegnum Vinnu-
málastofnun. Þetta segir Halldór
Grönvold, aðstoðarframkvæmda-
stjóri Alþýðusambandsins.
Gissur Pétursson, forstjóri
Vinnumálastofnunar, telur að
reglugerðin sé útfærsla á vinnu-
lagi en hin pólitíska stefna eða
stefnumótun geti birst með öðrum
hætti en í formi reglugerðar.
„Það er ekkert sem segir að þó
að þessi reglugerð hafi tekið gildi
og sé mjög til bóta varðandi fram-
kvæmd laganna þá geti ekki kom-
ið fram pólitískar áherslur ráðu-
neytisins sem stofnunin reyni að
framkvæma,“ segir hann.
„Ég held að ráðuneytið hafi
ekki sleppt hendinni af þessum
málaflokki með útgáfu reglugerð-
arinnar. Sjónarmið þess geta kom-
ið fram síðar,“ segir hann.
-ghs
Danir ráku Gyðinga
úr landi í stríðinu
Rannsóknir Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar sagnfræðings um örlög danskra
Gyðinga í Þýskalandi á stríðsárunum hafa nú verið staðfestar. Dönsk stjórn-
völd íhuga að biðjast opinberlega afsökunar.
GYÐINGAR Anders Fogh Rasmussen
forsætisráðherra Dana íhugar að
biðja samfélag Gyðinga í Dan-
mörku opinberlega afsökunar á
því að dönsk stjórnvöld vísuðu
fjölmörgum Gyðingum úr landi til
Þýskalands á stríðsárunum, þar
sem flestir enduðu ævina í fanga-
búðum nasista.
Samkvæmt danska dagblaðinu
Politiken komu upplýsingar um
þetta fyrst fram árið 1998, þegar
íslenski sagnfræðingurinn Vil-
hjálmur Örn Vilhjálmsson birti
niðurstöður rannsókna sinna á ör-
lögum danskra Gyðinga í Þýska-
landi á stríðsárunum. Þáverandi
ríkisstjórn í Danmörku ákvað í
framhaldinu að skipa opinbera
nefnd til að gera ítarlega könnun á
örlögum þessa fólks. Nefndin hef-
ur nú skilað af sér skýrslu þar
sem niðurstöður Vilhjálms Arnar
eru staðfestar.
Fram kemur að dönsk stjórn-
völd höfðu frumkvæði að því að
vísa að minnsta kosti 19 Gyðing-
um úr landi á árunum 1940-1942.
Hvergi kemur fram að þetta hafi
verið gert að beiðni Þjóðverja,
sem hersátu Danmörku á þessum
tíma. Í nokkrum tilvikum var um
að ræða Gyðinga sem flúið höfðu
til Danmerkur undan ofríki nas-
ista.
Í skýrslunni segir enn fremur
að lögfræðingar hafi ítrekað var-
að danska embættismenn við því
að vísa þessu fólki úr landi, þar
sem lífi þess væri bráð hætta búin
í Þýskalandi. Talsmenn nefndar-
innar segja þó ekki hægt að sýna
fram á að dönsk stjórnvöld hafi
haft vitneskju um fyrirætlanir
nasista um útrýmingu Gyðingum
á þessum tíma. Engu að síður er
fullyrt að dönskum stjórnvöldum
hafi verið ljóst að Gyðingar voru
ofsóttir í Þýskalandi á þessum
árum.
Síðar í þessum mánuði kemur
út bók eftir Vilhjálm Örn um ör-
lög þessa flóttafólks þar sem með-
al annars segir frá konu að nafni
Brandla Wassermann sem var vís-
að frá Danmörku ásamt þremur
börnum sínum og endaði ævidag-
ana í útrýmingarbúðunum í
Auschwitz.
ssal@frettabladid.is
ODDUR FRIÐRIKSSON
Aðaltrúnaðarmaður á Kárahnjúkum.
Aðaltrúnaðarmaður á
Kárahnjúkum:
Þreyta á löng-
um úthöldum
KÁRAHNJÚKAR Oddur Friðriksson,
aðaltrúnaðarmaður á Kárahnjúk-
um, segist telja að Íslendingarnir
sem vinna hjá Impregilo á Kára-
hnjúkum séu þreyttir á löngum
úthöldum.
„Það er það sem er langerfið-
ast fyrir Íslendinga hjá Impreg-
ilo. Önnur verktakafyrirtæki
vinna mun styttri úthöld og þar er
þetta með hefðbundnum hætti,“
segir hann.
Íslendingum hefur ekki fjölgað
svo neinu nemi þrátt fyrir að
samið hafi verið um staðaruppbót
fyrir starfsfólk í löngu úthaldi og
starfsfólk fengið greitt sam-
kvæmt því sex mánuði aftur í tím-
ann. -ghs
Iceland International Film Festival
www.icelandfilmfestival.is
7. - 30. apríl 2005
65 kvikmyndir
á 3 vikum
Reykjavík-Keflavík-Akureyri-Selfoss
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
■ KÁRAHNJÚKAR
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
61,27 61,57
114,57 115,13
78,62 79,06
10,55 10,62
9,62 9,68
8,59 8,64
0,56 0,57
91,94 92,48
GENGI GJALDMIÐLA 8.4.2005
GENGIÐ
Heimild: Seðlabanki Íslands
SALA
108,56 -0,07%
ÚTRÝMINGARBÚÐIR NASISTA
Fjöldi danskra Gyðinga lét lífið í útrýmingarbúðum nasista í stríðinu eftir að dönsk yfirvöld
vísuðu þeim úr landi.
Jarðskjálfti við Súmötru:
Engin
flóðbylgja
JAKARTA, AP Þúsundir manna flúðu
heimili sín á eyjunni Súmötru í
Indónesíu þegar snarpur neðan-
sjávarjarðskjálfti reið yfir í gær.
Skjálftinn mældist 6,8 stig á Richt-
er en enginn flóðbylgja myndaðist
af völdum hans.
Skjálftans varð meðal annars
vart í borginni Padang þar sem
rúður brotnuðu, en yfirvöldum
bárust engar tilkynningar um al-
varleg slys eða mikið tjón. Tíu eft-
irskjálftar fylgdu þeim fyrsta eftir
og mældist sá stærsti 6,3 stig á
Richter. Súmatra er enn í rúst eft-
ir jarðskjálftann á annan í jólum
þar sem 126 þúsund Indónesa
týndu lífi. ■
SEINKAR EKKI Oddur Friðriks-
son, aðaltrúnaðarmaður á Kára-
hnjúkum, telur að nýjar upplýs-
ingar um Kárahnjúka sem virkt
jarðskjálftasvæði verði ekki til
þess að seinka framkvæmdum á
svæðinu.
■ KJARASAMNINGAR
KJÖLUR SAMÞYKKIR SAMNINGA
Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í
almannaþjónustu, hefur sam-
þykkt kjarasamning við ríkið
með 88 prósentum greiddra at-
kvæða. Kjörsókn var 68 prósent.
Nei sögðu átta prósent og auðir
og ógildir voru fjögur prósent.
Kjarasamningurinn var því sam-
þykktur og gildir frá 1. febrúar
2005 til 30. apríl 2008.
GISSUR PÉTURSSON
Forstjóri Vinnumálastofnunar.
Meirihluti í Skagafirði:
Getur fallið á
fimmtudag
SKAGAFJÖRÐUR Framtíð meirihluta-
samstarfs Sjálfstæðismanna og
Vinstri grænna í sveitarstjórn
Skagafjarðar ræðst á fundi sveit-
arstjórnar á fimmtudag.
Einn fulltrúi Sjálfstæðismanna
lýsti yfir vantrausti á oddvita
flokksins í síðustu viku en ekki hef-
ur formlega reynt á yfirlýsingu
hans vegna þess að sveitarstjórn
hefur ekki komið saman til fundar.
„Samkvæmt lögum ber oddvita
að hafa meirihluta á bak við sig og
það kemur í ljós á fimmtudag
hvort meirihlutinn er fallinn eða
ekki“, segir Ársæll Guðmundsson
sveitarstjóri. -sþs
Týndi Brasilíumaðurinn:
Leitað aftur
án árangurs
MANNSHVARF Á laugardaginn gengu
björgunarsveitarmenn fjörur frá
Þjórsá til Herdísarvíkur í leit að
Brasilíumanninum Ricardo Cor-
reia Dantas, sem ekkert hefur
spurst til síðan hann hvarf á
Stokkseyri fyrir rúmri viku. Leitin
bar engan árangur.
Formleg leit hafði þá legið niðri
í tæpa viku. Ekki hefur verið
ákveðið hvenær næst verður leitað.
Anna Kjartansdóttir, fóstur-
móðir hans, segir að haft hafi
verið samband við fjölskyldu
hans úti í Brasilíu, en hún standi
ráðþrota eins og aðrir. -gb