Fréttablaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 78
Apríl er upphaf vorsins, þótt enn finnist kuldadagar milli
blíðudaga, og flestar tegundir fljúgandi vorboða komnar
til landsins. Að venju er heiðlóan kærust farfugla, sem
og krían, segir Guðmundur A. Guðmundsson fugla-
fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
„Lóan skipar háan sess hjá Íslendingum og eins er
krían mjög vel liðin. Báðar tegundirnar tengjast vori og
sumri órjúfanlegum böndum, eins og segir í ljóðinu um
lóuna sem gleður fólk að vori, meðan krían kemur þeg-
ar sumarið er komið á dagatalið,“ segir Guðmundur,
sem sjálfur heldur mest upp á margæs, sem var hans
sérsvið í doktorsnámi.
„Ég bíð alltaf eftir margæsinni, sem reyndar er núna
komin til landsins. Margæs er fargestur, kemur á far-
tíma um vor og haust til að fita sig upp fyrir áframhald-
andi ferð norður á bóginn, en hún tilheyrir hánorræn-
um fuglum.“
Að sögn Guðmundar eru farfuglar oftast samstilltir þeg-
ar þeir streyma til landsins, en þeir sem á undan hafa
komið í ár hafast við í fjörum vegna kuldans, í von um
meira æti.
„Skógarþrestir eru áberandi og sjást í hópum, sem og
hrossagaukar og heiðlóur og það er óvenju snemmt.
Við vitum í raun ekki hvað stýrir því, hvort það er veður-
farið hér eða í Evrópu. Fuglar eru tækifærissinnar sem
aðlagast breytingum fljótt. Þeir koma fyrr ef tíðin er
góð, en kólni er flugáætlunin líka fljót að breytast.“
Langflestir farfuglanna koma frá Norðvestur-Evrópu og
Afríku. Lokaflugspretturinn er tekinn frá ströndum
Skotlands en leiðin yfir Atlantshafið er um 1000 kíló-
metrar.
„Það fer eftir flughraða hve
lengi þeir eru á leiðinni en í
logni tekur flugið tæpan sól-
arhring. Fuglar reyna að
velja sér hagstætt veður og
meðvind, sem styttir flug-
tímann verulega, en lendi
þeir í hrakningum og mót-
vindi eykst flugtíminn að
sama skapi. Sem dæmi lifa
níutíu prósent fullorðinna
vaðfugla á milli ára og lítið
hlutfall þeirra drepst á leiðinni, þótt meira sé um slíkt á
haustin þegar óreyndir ungar fljúga yfir hafið.“
Guðmundur segir farfugla koma fyrst að suðaustur-
strönd Íslands og Suðurlandi en dreifast svo hratt
um landið. Alls eru sextíu prósent íslenskra fugla far-
fuglar, en í aukana hefur færst að farfuglar setjist hér
að, eins og grágæsin í Reykjavík, sem nú telst til
staðfugla.
Guðmundur A. Guðmundsson fuglafræðingur hefur dálæti á margæsum
SÉRFRÆÐINGURINN
GUÐMUNDUR A. GUÐ-
MUNDSSON FUGLA-
FRÆÐINGUR Segir heið-
lóu og kríu Íslendingum
hjartfólgnasta farfugla.
Fuglar eru
tækifærisinnar
30 11. apríl 2005 MÁNUDAGUR
Lárétt:
2 stjórnmálafélag, 6 forlag, 8
tæki, 9 andi, 11 átt, 12 karlfugl,
14 dót, 16 jökull, 17 auli, 18
skolla, 20 frá, 21 fyrsti stafur
gríska stafrófsins.
Lóðrétt:
1 fíkniefni, 3 bardagi, 4 þjóðhöfð-
ingjana, 5 fæða, 7 lítið fley, 10
heldur ekki vatni, 13 guggin, 15
kona, 16 niðursuðufyrirtæki, 19
tveir eins.
Lausn:
LEIÐRÉTTING
Hvimleið stafavíxl urðu til þess
að brengla lausnarorðið í SMS-
gátunni á blaðsíðu 18 í Frétta-
blaðinu í gær. Bókstafurinn „J“
fylgir réttu svari við fimmtu
spurningunni. Það er rangt þar
sem lausnarorðið verður ekki
rétt nema bókstafurinn „K“
fylgi svarinu. Um leið og þessi
mistök eru hörmuð er rétt að
benda á að þau svör sem þegar
er búið að senda í símanúmerið
1900 með brengluðu lausnarorði
með „J“ verða tekin sem fullgild
og rétt svör.
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
– hefur þú séð DV í dag?
LEIKUR SNÆFELLS OG KEFLVÍKINGA DREGUR DILK Á EFTIR SÉR
Móðir og afi
körfuboltamanns
urðu fyrir árás
Keflvíkinga
Síðasti þáttur Regnhlífanna í New
York var sýndur fyrir skömmu.
Þáttastjórnandinn, Þorsteinn J.
Vilhjálmsson, er þó hinn hressasti
og vonast til þess að þátturinn
verði jafnvel tekinn upp aftur í
haust. „Ég tel að það sé þörf fyrir
svona bókmenntaþátt á dag-
skránni. Mér fannst margt heppn-
ast vel í Regnhlífunum og þessir
tíu þættir hafa hjálpað okkur að
finna út hvert er besta formið og
hvaða efni gerir sig best í svona
bókaþætti. Ég veit að það er hægt
að gera enn meira og betra efni út
frá þessari hugmynd og helst í
lengri þætti sem væri um fimmtíu
mínútur,“ segir Þorsteinn sem sit-
ur þó ekki auðum höndum þessa
dagana.
Veftímarit Þorsteins er að
finna á slóðinni www.thor-
steinnj.is og segir hann vera
mikla og þétta umferð á síðunni.
„Ég er að undirbúa fjórða tölu-
blaðið sem kemur um miðjan
mánuðinn. Internetið er frábær
miðill fyrir svona þætti og það er
þegar komið fullt af áskrifendum
þannig að þetta er í fínu formi.“
Auk þessa er Þorsteinn að
skrifa bók ásamt fótboltastjörn-
unni Guðna Bergs. „Þetta er eins
konar fótboltasaga úr atvinnu-
mennskunni þar sem Guðni lýsir
fótboltaheiminum og hvernig
hann sér það fyrir sér að hafa
straujað búninginn í síðasta skipt-
ið,“ segir Þorsteinn. „Annars verð
ég alltaf að passa upp á að vinnan
taki ekki of mikinn tíma frá flugu-
veiðinni. Ég er alveg orðinn for-
fallinn veiðiáhugamaður og von-
ast til þess að geta eytt ágætis
tíma í það áhugamál í sumar.“ ■
Þörf fyrir bókmenntaþátt
ÞORSTEINN J. VILHJÁLMSSON Bók-
menntaþáttur hans, Regnhlífarnar í New
York, er ekki lengur á dagskrá Ríkissjón-
varpsins en vonast Þorsteinn til þess að
hann muni aftur birtast á skjánum í haust.
„Hingað til hef ég verið pulsusali,
unnið við gluggaþvott, skipaþrif
og starfað í vodkaverksmiðju,“
segir Valur Gunnarsson, ritstjóri
og rithöfundur, um hin margvís-
legu störf sem hann hefur lagt
fyrir sig í Finnlandi en hann er
farinn þangað eina ferðina enn en
nú í þeim tilgangi einum að full-
klára skáldsögu sem kemur út hjá
Eddu fyrir næstu jól.
Valur hefur ritstýrt tímaritinu
Reykjavík Grapevine með mikl-
um glæsibrag síðustu misseri en í
dag kemur fyrsta eintakið út í rit-
stjórn arftaka hans Bart Camer-
on. Sjálfur hugðist Valur vinda
sér beint í útgáfu annars tímarits,
Þorparans, sem á að vera á svip-
uðu róli og Grapevine en þó skrif-
að á Íslensku.
„Finnlandsferðin setur strik í
þann reikning og útgáfu Þorparans
hefur verið frestað fram á haust
þar sem ég verð í Finnlandi fram á
mitt sumar. Ég hef undanfarin tvö
ár fórnað bókinni fyrir blaðaútgáfu
en ætla nú að snúa því við. Það er
líka fínt að leyfa nýju Grapevine að
eiga sumarið en það er á góðri sigl-
ingu undir stjórn Barts.“
Valur fór fyrst til Finnalnds
árið 1999 eftir að hafa verið rek-
inn af Stúdentagörðum fyrir
kattahald. „Ég þurfti meira að
segja að borga stórfé í hreingern-
ingarkostnað eftir að ég flutti og
rauk beint niður á Alþjóðaskrif-
stofu og vildi komast út í heim.
Finnland var þá eina landið sem
var í boði vegna þess að það vildi
enginn fara þangað. Ég sló til og
kom þangað í 25 stiga frosti í jan-
úar og sá mann spila einmanalegt
lag á harmoníku og svo kom annar
og sagði að konan sín hefði skilið
við sig og faðmaði mig. Þá fann ég
að þarna ætti ég heima,“ segir Val-
ur sem ætlar að temja sér lifnað-
arhætti aðalpersónu sinnar og búa
við þröngan kost í Finnlandi. ■
VALUR GUNNARSSON Aðalpersónan í nýrri skáldsögu hans er Finni sem heitir Ilkka Hampurilainen, Sjálfur segist Valur vera Finni í
hjarta sínu og því hafi verið lítið mál að setja sig í spor Ikka og bætir því að það sé aldrei að vita nema Ikka muni skjóta upp kollinum á
síðum Grapevine á næstunni.
VALUR GUNNARSSON: ER FARINN TIL FINNLANDS AÐ SKRIFA BÓK
Þorparinn bíður á meðan
... fá Íslandsmeistarar Keflavíkur
í körfubolta fyrir að hampa titlin-
um þriðja árið í röð á laugardag-
inn.
HRÓSIÐ
FRÉTTIR AF FÓLKI
Nú hefur verið staðfest að Mínusverður aðalupphitunarhljómsveit
fyrir tónleika Velvet
Revolver sem haldnir
verða í Egilshöll þann
7. júlí. Meðlimir Mín-
usshafa lengi þekkt
Slash og félaga og var
það einlæg ósk Velvet
Revolver að Mínus hit-
aði upp. Seinni upp-
hitunarhljómsveitin verður tilkynnt
síðar. Velvet Revolver mun stíga á
stokk í þætti Jay Leno mánudaginn
10. apríl á Skjá einum. Þess má geta
að Velvet Revolver fékk nýlega
Grammy-verðlaunin sem besta tón-
leikasveitin
og ættu því
íslenskir tón-
leikagestir
ekki að
verða sviknir
af tónleikum
hljómsveitarinnar í sumar. Velvet
Revolver leggur mikla áherslu á að
sinna unnendum Guns n' Roses og
Stone Temple Pilots og má finna
marga helstu smelli þessara sveita í
lagavali hljómsveitarinnar.
Skákmeistarinn sérlundaði BobbyFischer er þegar farinn að setja
sterkan svið á bæjarlífið eins og við
var að búast. Hann virðist þó síður
en svo vera í góðu andlegu ástandi
og þannig urðu gestir tælensks veit-
ingastaðar hressilega fyrir barðinu á
kappanum og samsæriskenningum
hans þegar hann snæddi þar há-
degisverð
ásamt vini
sínum og
verndara,
Sæma rokk,
á föstudag-
inn. Fisher
hélt inn-
blásna ræðu um CIA og stríðið gegn
hryðjuverkum yfir matnum og var
mikið niðri fyrir og svo æstur að
undir tók í matsalnum. Virðulegur,
jakkafataklæddur starfsmaður er-
lends sendiráðs hafði hætt sér
þarna inn og var heldur betur
brugðið þegar Fischer vatt sér að
honum í jötunmóð og spurði hann
hranalega hvort hann væri útsendari
bandarísku leyniþjónustunnar CIA.
Manninum mun hafa verið illa
brugðið enda þótti Fischer í meira
lagi ógnvekjandi.
Lárétt: 1vaka,6ab,8tól,9sál,
11na,12stegg,14skran,16ok,
17áni,18ref, 20af, 21alfa.
Lóðrétt:1hass,3at,4kóngana,
5ala,7bátskel,10lek,13grá,
15nift,16ora,19ff.