Fréttablaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 6
6 11. apríl 2005 MÁNUDAGUR Fangavarðafélag Íslands: Brýnt að reisa nýtt fangelsi FANGELSISMÁL Fangavarðafélag Ís- lands skorar á stjórnvöld að standa við áform um byggingu nýs fangelsis sem koma á í stað- inn fyrir bæði Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og Fangelsið að Kópavogsbraut 17. Fyrirsjáanlegt er að föngum fjölgi á næstu árum, og því telur Fangavarðafélagið brýnt að hið nýja fangelsi rísi sem allra fyrst til þess að plássum fækki ekki þótt þessum tveimur fangelsum á höfuðborgarsvæðinu verði lokað. Jafnframt segir Fangavarðafé- lagið brýnt að lokið verði við frek- ari uppbyggingu á Litla-Hrauni, Kvíabryggju og í fangelsinu á Ak- ureyri, enda megi kerfið augljós- lega ekki við því að plássum fækki. Í áskorun sinni fagnar Fanga- varðafélagið mjög þeirri stefnu- mörkum sem gerð hefur verið í fangelsismálum, þar sem meðal annars er lagt til að föngum verði gefinn kostur á meðferð í upphafi afplánunar. Félagið segist oft hafa bent á „nauðsyn þess að markvisst sé tekið á málefnum fanga við upp- haf úttektar og að afplánunará- ætlun verði gerð í samráði við fangann sjálfan.“ -gb Um sex heróínfíklar á Vog á ári: Hvíti dauði ekki kominn til landsins MEÐFERÐ Rétt tæplega eitt þúsund manns sem hafa sprautað fíkni- efnum í æð fóru í meðferð á Vogi á síðustu fimm árum og 770 óp- íumfíklar hafa farið í meðferð á síðustu tíu árum. Á síðustu sjö árum hafa um sex stórnotendur heróíns, stundum nefnt hvíti dauði, farið í meðferð árlega. Þeir koma erlendis frá í meðferð. Þórarinn Tyrfingsson yfir- læknir á Vogi greindi frá því á blaðamannafundi að fjörutíu manns væru í viðhaldsmeðferð fyrir heróín- og morfínfíkla hjá meðferðarsjúkrahúsinu sem þýð- ir að þeir eru á lyfjum. Heilbrigð- isráðuneytið greiðir lyfjanotkun tuttugu þeirra. „Ópíumfíknin er eini fíknisjúk- dómurinn sem hefur lyfjafræði- lega lausn sem getur verið í því fólgin að láta fólkið hafa ópíum- efnin án þess að það fari í vímu og án þess að það sé í fráhvörfum,“ segir Þórarinn. Fólkið sé byggt upp félagslega og andlega áður en hugað sé að því hvort hætta beri lyfjameðferðinni. - gag Skiptar skoðanir um sameiningu Kosið verður um sameiningu sveitarfélaga í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar þann 23. apr- íl. Skoðanir um sameiningu eru skiptar í Skorradalshreppi, minnsta sveitarfélaginu, sem hefur 64 íbúa. Áhugi fyrir sameiningu er meiri í stærsta sveitarfélaginu, Borgarbyggð. SVEITARSTJÓRNARMÁL Þann 23. apríl munu íbúar fimm sveitarfélaga í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar greiða atkvæði sitt með eða á móti sameiningu sveitarfélaganna Borgarbyggðar, Skorradals- hrepps, Hvítársíðuhrepps, Kol- beinsstaðahrepps og Borgarfjarð- arsveitar. Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Borgarbyggð, segir sameiningarnefndina ein- huga. „Í skoðanakönnun á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vestur- landi kom fram eindreginn vilji íbúa fyrir sameiningu. Við höfum sent út málefnaskrá og fundaher- ferð hefst í vikunni,“ segir Helga og bætir við að þau málefni sem brunnu heitast á mönnum við sameininguna 1994 séu nú í góð- um farvegi. „Mér vitandi er enginn ásteit- ingarsteinn í þessari umræðu. Fólk sér að við sameiningu verður til fjárhagslega sterkt sveitarfé- lag á landsvísu; ákveðið mótvægi við Árborg og Reykjanesbæ. Svæðið hefur verið eitt þjónustu- og atvinnusvæði lengi og við orð- in vön að vinna saman,“ segir Helga. „Sameining styrkir svæðið sem eina heild og veitir ákveðna möguleika á uppbyggingu til framtíðar.“ Fram að þessu hefur Skorra- dalshreppur fellt sameiningartil- lögur og Davíð Pétursson oddviti segir skoðanir manna enn skiptar. „Menn vilja vera sjálfstæðir eins lengi og hægt er. Við höfum rekið sveitarfélagið þannig að álögur eru minni en annarsstaðar og ekki þurft fjárhagslega aðstoð. Það er talað um að æskilegt sé að stækka þótt maður sjái ekki rekstrarlegan ávinning af því. Fólk er hrætt við að í stóru sveit- arfélagi myndist jaðarbyggðir sem verði útundan. Fámenn sveit- arfélög hafa litlar líkur á miklum áhrifum og þéttbýli tekur alltaf til sín töluvert af ráðstöfunarfé. Við- kvæmust eru þó skólamálin, því með hagræðingu sameiginlegs sveitarfélags er hætta á að fá- mennari skólar leggist niður,“ segir Davíð sem hvetur fólk að mæta á kjörstað. „Það væri dapurlegt ef samein- að yrði með innan við fimmtíu prósent atkvæðamagni og slæmt ef fólk skilar sér ekki á kjörstað. Kjörsókn verður að vera áttatíu prósent svo hún sé marktæk.“ ■ Bandaríkin gagnrýnd: Skorað á Sþ HAVANA, AP Um fjögur þúsund manns hvaðanæva að úr heimin- um skora á aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að hafna ályktunartil- lögu um mannréttindabrot Kúbu- stjórnar síðar í mánuðinum. Bandaríkin eru meðal þeirra ríkja sem leggja tillöguna fram. Margir nafntogaðir einstak- lingar skrifa undir áskorunina, þar á meðal Mikhaíl Gorbatsjoff, Jose Saramago rithöfundur og Walter Salles leikstjóri. Í áskoruninni kemur fram að Bandaríkin réttlæti viðskiptabann sitt á Kúbu í skjóli alþjóðlegra ályktana og að þau hafi ekki sið- ferðilegan rétt til að gagnrýna Kúbustjórn í ljósi eigin breytni gagnvart grunuðum hryðjuverka- mönnum. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BÍLVELTA Í SKRIÐDAL Fimm manns voru í jeppa sem valt í hálku og lausamöl í Skriðdal suð- ur af Fljótsdalshéraði snemma í gærmorgun. Einn farþegi þurfti að fara til læknis en fékk að fara heim að því loknu. Jeppinn skemmdist illa. ■ EVRÓPA FYRRVERANDI NJÓSNARI SKOT- INN Fyrrverandi yfirmaður í rússnesku leyniþjónustinni, Anatolí Trefemov, var skotinn til bana í Moskvu í gær. Trefemov var aðstoðarforstjóri Rússnesku leyniþjónustunnar þegar Boris Jeltsín var forseti Rússlands. FRELSISFLOKKURINN TAPAR Frelsisflokkurinn í Austurríki beið afhroð í sveitarstjórnarkosn- ingum í vesturhluta landsins í gær. Jörg Haider og aðrir framá- menn flokksins höfðu sagt skilið við hann skömmu áður en kosn- ingarnar voru haldnar, og ætla sér að stofna nýjan flokk. Sá flokkur tók ekki þátt í kosningunum. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR MIKIÐ UM ÖLVUNARAKSTUR Töluvert mikið var um ölvun- arakstur í Reykjavík þessa helgina. Fimmtán manns voru teknir ölvaðir við stýri við hefð- bundið eftirlit lögreglunnar, þar af sjö í fyrrinótt. Ökumennirnir voru á öllum aldri, allt frá ung- lingum upp að sjötugu. KVARTAÐ UNDAN FLUGELDA- SÝNINGU Kvartað var til lög- reglunnar í Keflavík á laugar- dagskvöldið vegna flugeldasýn- ingar. Þar voru á ferðinni stuðningsmenn körfuknatt- leiksliðs Keflavíkur, sem voru að fagna sigri liðsins á Íslands- mótinu. VÖRUBIFREIÐ VALT Á HOLTA- VÖRÐUHEIÐI Vörubifreið valt á Holtavörðuheiði við Sanddalsá í gærmorgun. Ökumaður slapp alveg við meiðsli og bifreiðin skemmdist lítið. Lögregla lok- aði veginum meðan eigendur bifreiðarinnar komu með belta- gröfu til að rétta hann við, en að því búnu var bifreiðinni ekið brott. Ungverska leynilögreglan: Skjalasöfnin opnuð BÚDAPEST, AP Stjórnarflokkar Ung- verjalands hafa komist að sam- komulagi um að auka aðgengi al- mennings að skýrslum ungversku leynilögreglunnar frá tímum kommúnista. Í desember tilkynnti stjórnin að hún myndi opna öll skjalasöfn en þegar drög voru birt að lagafrum- varpinu sem átti að tryggja að skjalasöfn yrðu opnuð fannst mörgum ekki nærri nógu langt gengið, þar á meðal Bandalagi jafn- aðarmanna sem eru í ríkisstjórn með Sósíalistum. Stjórnarflokkarn- ir hafa nú leyst ágreining sinn og almenningi verður heimilaður að- gangur að skjalasöfnunum. ■ Er Hemmi Gunn að standa sig í nýja sjónvarpsþættinum? SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlarðu að sjá eitthvað á kvikmyndahátíðinni ? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 32,53% 67,47% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN HERÓÍN Í BANDARÍKJUNUM Hér sést heróín frá ólíkum landssvæðum. Það hægra megin frá suðaustur Asíu og það vinstra megin frá suðvestur Asíu. Þórarinn segir að langt leiddir morfín- og heróínfíklar fari í viðhaldsmeðferð. Þeir fái lyf án þess að komast í vímu eða fá fráhvarfseinkenni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FRÁ BORGARNESI Í BORGARBYGGÐ Borgarbyggð er stærst þeirra fimm sveitarfélaga þar sem íbúar kjósa um að sameinast þann 23. apríl næstkomandi. Sameinað sveitarfélag yrði fjárflest, auk þess að geyma ann- að stærsta sumarhúsasvæði landsins og tvo háskóla. FANGELSIÐ Í KÓPAVOGI Brátt styttist í að tveimur fangelsum á höfuðborgarsvæðinu verði lokað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.