Fréttablaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 75
Walter er sleppt úr fangelsi eftir að
hafa afplánað12 ára dóm fyrir kyn-
ferðislega misnotkun á tveimur
ungum stúlkum. Hann reynir að
fóta sig í samfélaginu á ný, brenni-
merkur af glæpum sem fyrnast
aldrei. Hann leigir sér íbúð gegnt
leikskóla, eins viðeigandi og það nú
er, og vinnur á trésmíðaverkstæði
þar sem hann reynir að halda
skuggalegri fortíð sinni leyndri
fyrir vinnufélögunum.
Walter er vænsti drengur sem
hefur skömm á sjálfum sér og
hneigðum sínum og berst vonlítilli
baráttu gegn barnalönguninni sem
hann fær lítið við ráðið. Draumur
hans er að verða „eðlilegur“ og
geta horft á og talað við litlar stelp-
ur án þess að girnast þær kynferð-
islega.
Kevin Bacon gerir persónu
Walters frábær skil í The Woods-
man en myndin setur áhorfandann
í þá óþægilegu stöðu að geta ekki
komist hjá því að finna til með níð-
ingnum. Barnaníðingurinn er
kynntur til leiks sem manneskja en
ekki skrímsli og það gerir manni
óhjákvæmilega erfitt að afgreiða
hann sem úrþvætti sem hefur fyr-
irgert tilverurétti sínum. Walter er
því búinn að vinna okkur á sitt
band þegar hneigðirnar taka völdin
og hann fer að fara á fjörurnar við
12 ára stúlku sem hann hefur auga-
stað á en þau atriði eru virkilega
óþægileg á að horfa.
Barátta Walters við sjálfan sig
og umhverfi sitt er áhugaverð
stúdía en þar sem hann er svo góð-
ur gæi þrátt fyrir brenglunina og
félagslega einangrunina missir
myndin nokkurn kraft þegar upp
er staðið. Lausnin á flækjunni er
líka full ódýr og maður er ekki al-
veg sáttur við hvað myndin og að-
alpersóna hennar komast létt fram
hjá þeim viðbjóði sem þær hverf-
ast um.
Nicole Kassell fær þó stórt prik
fyrir þetta glæsilega byrjendaverk
sitt og bæði leikstjórinn og ekki
síst Kevin Bacon í aðalhlutverkinu
sýna mikið hugrekki með því að
sýna kynferðisglæpamann í þessu
mannlega ljósi. The Woodsman er
áhrifarík og eftirminnileg mynd
sem hefði getað orðið frábær ef
níðingurinn hefði ekki fengið smá
Hollywoodglassúrslettu á sig.
Þórarinn Þórarinsson
Níðingur en ekki skrímsli
THE WOODSMAN:
LEIKSTJÓRI: NICOLE KASSELL
AÐALHLUTVERK: KEVIN BACON, KYRA
SEDGWICK, MOS DEF
NIÐURSTAÐA: Kevin Bacon gerir persónu Walt-
ers frábær skil í The Woodsman en myndin set-
ur áhorfandann í þá óþægilegu stöðu að geta
ekki komist hjá því að finna til með níðingnum.
[ KVIKMYNDIR ]
UMFJÖLLUN
The Motorcycle Diaries kl. 5.30, 8 og 10.30
Don´t Move kl. 5.30 og 8 b.i. 16
A Hole in my Heart kl. 10.30 b.i. 16
Maria Full of Grace kl. 6 b.i. 14
Imaginary Witness */** kl. 8
Fine art of Whistling */** kl. 10
Life Aquatic with Steve Zissou kl. 5.45 b.i. 12
Life and Death of Peter Sellers kl. 8 og 10.30
Million Dollar Baby kl. 8 b.i. 14
The Mother * kl. 6
The Mayor of Sunset Strip * kl. 10.30
* enskt tal - ekki texti / ** Myndin er sýnd af skjávarpa
3 tilnefningar til
óskarsverðlauna
opnunarmynd iiff 2005
GASHITIARI
13kw
hæð 220cm
15.600 kr. 690 kr. pr.stk 9.890 kr.
REGNGALLASETT
LUXUS STÆRÐIR
S,M,L,XL,XXL
3.900 kr.
GREINA-
KLIPPUSETT
1.090 kr.
STUNGUSKÓFLA
GAFFALL
1.390 kr. pr.stk
LAUFAHRÍFUR
verð frá 290 kr.
PLÖNTUSKÓFLUR
GAFFALL OG KLÓRA
FISKARS
390 kr. pr.stk
SKÓFLA OG
STRÁKÚSTUR
Í SETTI
2.190 kr.
GREINAKLIPPUR
790 kr.
Öll helstu merkin í verkfærum.
Ótrúlegt úrval af BMF festingum,
boltum, skúfum og saum.
Sjón er sögu ríkari.
Súperbygg, þar sem þú færð
meira fyrir minna.
Opið mán-fös 8-18 og lau 9-15
Bæjarhaun 8 Hafnarfjörður
Sími: 414-6080
HRÍFA,
BEÐAKLÓRA
BEÐASKAFA
NÝTT Á ÍSLANDI
HEKKKLIPPA
BLACK & DECKER
53 cm 520w
» BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MÁNUDÖGUMÁ LEIÐ Í DÓMSAL Það fór ágætlega um Michael Jackson og lögfræðinga hans á leið í
dómsalinn í Santa Barbara. Jacko hefur verið kærður fyrir að misnota börn.