Fréttablaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 75
Walter er sleppt úr fangelsi eftir að hafa afplánað12 ára dóm fyrir kyn- ferðislega misnotkun á tveimur ungum stúlkum. Hann reynir að fóta sig í samfélaginu á ný, brenni- merkur af glæpum sem fyrnast aldrei. Hann leigir sér íbúð gegnt leikskóla, eins viðeigandi og það nú er, og vinnur á trésmíðaverkstæði þar sem hann reynir að halda skuggalegri fortíð sinni leyndri fyrir vinnufélögunum. Walter er vænsti drengur sem hefur skömm á sjálfum sér og hneigðum sínum og berst vonlítilli baráttu gegn barnalönguninni sem hann fær lítið við ráðið. Draumur hans er að verða „eðlilegur“ og geta horft á og talað við litlar stelp- ur án þess að girnast þær kynferð- islega. Kevin Bacon gerir persónu Walters frábær skil í The Woods- man en myndin setur áhorfandann í þá óþægilegu stöðu að geta ekki komist hjá því að finna til með níð- ingnum. Barnaníðingurinn er kynntur til leiks sem manneskja en ekki skrímsli og það gerir manni óhjákvæmilega erfitt að afgreiða hann sem úrþvætti sem hefur fyr- irgert tilverurétti sínum. Walter er því búinn að vinna okkur á sitt band þegar hneigðirnar taka völdin og hann fer að fara á fjörurnar við 12 ára stúlku sem hann hefur auga- stað á en þau atriði eru virkilega óþægileg á að horfa. Barátta Walters við sjálfan sig og umhverfi sitt er áhugaverð stúdía en þar sem hann er svo góð- ur gæi þrátt fyrir brenglunina og félagslega einangrunina missir myndin nokkurn kraft þegar upp er staðið. Lausnin á flækjunni er líka full ódýr og maður er ekki al- veg sáttur við hvað myndin og að- alpersóna hennar komast létt fram hjá þeim viðbjóði sem þær hverf- ast um. Nicole Kassell fær þó stórt prik fyrir þetta glæsilega byrjendaverk sitt og bæði leikstjórinn og ekki síst Kevin Bacon í aðalhlutverkinu sýna mikið hugrekki með því að sýna kynferðisglæpamann í þessu mannlega ljósi. The Woodsman er áhrifarík og eftirminnileg mynd sem hefði getað orðið frábær ef níðingurinn hefði ekki fengið smá Hollywoodglassúrslettu á sig. Þórarinn Þórarinsson Níðingur en ekki skrímsli THE WOODSMAN: LEIKSTJÓRI: NICOLE KASSELL AÐALHLUTVERK: KEVIN BACON, KYRA SEDGWICK, MOS DEF NIÐURSTAÐA: Kevin Bacon gerir persónu Walt- ers frábær skil í The Woodsman en myndin set- ur áhorfandann í þá óþægilegu stöðu að geta ekki komist hjá því að finna til með níðingnum. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN The Motorcycle Diaries kl. 5.30, 8 og 10.30 Don´t Move kl. 5.30 og 8 b.i. 16 A Hole in my Heart kl. 10.30 b.i. 16 Maria Full of Grace kl. 6 b.i. 14 Imaginary Witness */** kl. 8 Fine art of Whistling */** kl. 10 Life Aquatic with Steve Zissou kl. 5.45 b.i. 12 Life and Death of Peter Sellers kl. 8 og 10.30 Million Dollar Baby kl. 8 b.i. 14 The Mother * kl. 6 The Mayor of Sunset Strip * kl. 10.30 * enskt tal - ekki texti / ** Myndin er sýnd af skjávarpa 3 tilnefningar til óskarsverðlauna opnunarmynd iiff 2005 GASHITIARI 13kw hæð 220cm 15.600 kr. 690 kr. pr.stk 9.890 kr. REGNGALLASETT LUXUS STÆRÐIR S,M,L,XL,XXL 3.900 kr. GREINA- KLIPPUSETT 1.090 kr. STUNGUSKÓFLA GAFFALL 1.390 kr. pr.stk LAUFAHRÍFUR verð frá 290 kr. PLÖNTUSKÓFLUR GAFFALL OG KLÓRA FISKARS 390 kr. pr.stk SKÓFLA OG STRÁKÚSTUR Í SETTI 2.190 kr. GREINAKLIPPUR 790 kr. Öll helstu merkin í verkfærum. Ótrúlegt úrval af BMF festingum, boltum, skúfum og saum. Sjón er sögu ríkari. Súperbygg, þar sem þú færð meira fyrir minna. Opið mán-fös 8-18 og lau 9-15 Bæjarhaun 8 Hafnarfjörður Sími: 414-6080 HRÍFA, BEÐAKLÓRA BEÐASKAFA NÝTT Á ÍSLANDI HEKKKLIPPA BLACK & DECKER 53 cm 520w » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MÁNUDÖGUMÁ LEIÐ Í DÓMSAL Það fór ágætlega um Michael Jackson og lögfræðinga hans á leið í dómsalinn í Santa Barbara. Jacko hefur verið kærður fyrir að misnota börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.