Fréttablaðið - 11.04.2005, Síða 13
MÁNUDAGUR 11. apríl 2005 13
HELOSAN
RAKAKREM
fyrir alla fjölskylduna
Mýkjandi og rakagefandi
Orti best um Karl og
Kamillu:
Innblásinn af
vímuefnum
„Ég snaraði þessu saman í fyrir-
lestri um vændi og vímuefni í Há-
skólanum á Akureyri, þar sem ég
er við nám,“ segir Einar Kol-
beinssson, sauðfjárbóndi í Ból-
staðarhlíð um tilurð ljóðsins
Prinsinn af Wales – Kveðja frá ís-
lensku þjóðinni, sem sigraði í
kvæðakeppni Hins konunglega
fjelags, sem efnt var til í tilefni
brúðkaups Karls Bretaprins og
Camillu Parker Bowles.
Sjálfur er Einar ekki í Hinu
konunglega fjelagi, en sendi ljóð
sitt inn á Leirlistann, þar sem
keppnin var haldin og þótti vísa
hans dýrast kveðin. Einar tekur
viðurkenningunni með stóískri ró
og segir sigurinn hafa komið sér
á óvart. Í verðlaun fær hann inn-
rammaða mynd af skötuhjúunum
sem hann er hæstánægður með.
„Ég fæ myndina í pósti og er bara
að bíða eftir henni. Ég rými engar
hillur fyrr en ég er búinn að máta
myndina.“
Þótt Einar hafi kveðið dýrast
um brúðkaupið gefur hann lítið
fyrir það, hvernig honum finnst
það hafa tekist til. „Ég missti af
brúðkaupinu, hafði öðrum hnöpp-
um að hneppa á laugardag.“ -bs
Ístölt 2005:
Þokki og Þorvaldur slógu í gegn
Þeir Þokki frá Kýrholti og Þor-
valdur Á. Þorvaldsson slógu
rækilega í gegn á Ístölti 2005,
sem fram fór í Skautahöllinni í
Laugardal á laugardagskvöld.
Þeir tóku strax forystuna eftir
forkeppnina og héldu henni með
glæsibrag í úrslitum. Eftir stóð
langhæsta einkunnin í keppninni,
9,17.
Bekkurinn í skautahöllinni var
þétt setinn eins og endranær á
slíkum keppnum og greinilegt að
mikil spenna ríkti í áhorfenda-
skaranum. Ekki að ástæðulausu,
því þarna kepptu á svellinu
nokkrar helstu stjörnur greinar-
innar, sem mikils mátti vænta af.
Og þær ollu ekki vonbrigðum.
Að öðrum ólöstuðum er vert
að nefna Sigurbjörn Bárðarson
sem keppti á Grun frá Oddhóli.
Þeir voru í 4. sæti í úrslitum en
skutust upp í 2. sætið í úrslitum.
Hans Kjerulf mætti með
Braga frá Kópavogi, sem er að-
eins 5. vetra. Eftir úrslitin voru
þeir með sömu einkunn og Snorri
í Dal og Vaka frá Hafnarfirði.
Hans tók þá ákvörðun að draga
sig út úr keppni þar sem hestur-
inn er svo ungur. Sannur hesta-
maður, sem lætur velferð hests-
ins ganga fyrir hugsanlegum
augnabliksávinningi.
-jss SIGURVEGARAR Þorvaldur Á. Þorvaldsson fagnar góðum sigri.
ÁHORFENDUR Bekkurinn var þétt setinn
eins og alltaf á Ístölti.