Fréttablaðið - 09.06.2005, Síða 1

Fréttablaðið - 09.06.2005, Síða 1
AUSTURLAND [ ÁLVER OG KÁRAHNJÚKAR SMITA ÚT FRÁ SÉR ] Skortur á gistirými Hótel Aldan Bls. 2 Staður ríkur af steinefnum Álfasteinn Bls. 4 Aldargamalt tilhöggvið hús Hótel Framtíð Bls. 10 Blanda af bæverskum og dönskum stíl Skriðuklaustur Bls. 9 Álver og Kárahnjúkar smita út frá sér SKORTUR Á GISTIRÝMI: ▲ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG AUSTURLAND MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 NÚ Í BÍÓ ÞAÐ VERÐUR RIGNING MEÐ MORGNINUM suðaustanlands en annars yfirleitt þurrt. Skýjað með köflum syðra en bjart norðan- og austanlands. VEÐUR 4 FIMMTUDAGUR 9. júní 2005 – 154. tölublað – 5. árgangur Svið Group Hefur innreið sína í íslenskt menningarlíf. Stúlkurnar eru einn af þeim hópum sem vinna að Skapandi sumarstarfi Hins Hússins. UNGT FÓLK 44 Orkuveitan á að selja til stóriðju Sigrún Elsa Smáradóttir segir að sala á orku til stóriðju sé einn af lykilþáttum þess að Orku- veita Reykjavíkur skili hagnaði og mikilvægur þáttur í því að fyrirtækið geti vaxið og dafnað. UMRÆÐAN 24 Jafntefli á Akureyri Ísland og Svíþjóð skildu jöfn í síðari vináttulandsleik sínum sem fram fór á Akureyri í gærkvöld. ÍÞRÓTTIR 33 Ekki hægt a› sofa í náttbuxum MATTHÍAS MÁR MAGNÚSSON: Í MIÐJU BLAÐSINS ● tíska ● heimili ▲ Aðstoðarlandlæknir segir öllum aðferðum beitt: Tugir falsa›ra morfínlyfse›la Kuldakast í Evrópu: Snjókoma í Austurríki VÍN, AP Þótt júní sé genginn í garð þá er kalt í Evrópu. Þegar íbúar í austurrísku Ölpunum vöknuðu í gærmorgun blasti við þeim fjörutíu sentímetra jafnfallinn snjór. Í landbúnaðarhéruðum nærri Verónu í norðaustanverðri Ítalíu varð skyndilegur upp- skerubrestur þegar þriðjungur ferskja og epla urðu kuldabola að bráð. Í Króatíu sem er vinsæl sum- arleyfisparadís skörtuðu fjallatopparnir hvítum kollum og hitinn fór niður í þrjár gráður. Skotar fóru heldur ekki var- hluta af kuldanum og fór hiti þar víða niður fyrir frostmark í gær. Breski flugherinn mældi lægsta hita í júní síðan mælingar hófust í Oxfordskíri en þar mældist hit- inn einungis 0,3 gráður. ■ LOKSINS, LOKSINS, LOKSINS Íslenska landsliðið tók sig loks saman í andlitinu í gærkvöld og sýndi Maltverjum í tvo heimana á Laugardalsvelli. Lyktir leiksins urðu 4-1 Íslendingum í vil. Það voru þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Tryggvi Guðmundsson og Veigar Páll Gunnarsson sem skoruðu mörk Íslands. Tæplega 5.000 manns horfðu á leikinn í blíðskaparveðri og skemmtu allir sér hið besta. Sjá síður 30-32 HEILBRIGÐISMÁL Algengt er að fíkl- ar útivegi sér morfín og önnur ávanabindandi efni með því að falsa lyfseðla, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlækn- is. Hann segir líklegt að fjöldi lyf- seðla af því tagi hlaupi á tugum það sem af er þessu ári, en kveðst ekki hafa nákvæma tölu yfir þá. Slíkt athæfi verði lögreglumál. „Þessi lyf sem um ræðir kom- ast með ýmsu móti á svokallaðan fíkniefnamarkað,“ sagði Matthías. „Embættinu hafa til dæmis borist ábendingar um verkjasjúklinga og fyrrum krabbameinssjúklinga sem eru sagðir halda áfram að fá sterk verkjalyf hjá lækni sínum eftir að þeim er batnað en selja þau síðan og þá með góðum hagn- aði. Það getur verið óskaplega erfitt fyrir lækna að neita fólki sem segist vera með mikla verki. Þá leita fíklar allra leiða til að ná sér í efni. Þess eru meira að segja dæmi að leitað hafi verið til land- læknisembættisins eftir uppá- skrift til að reyna að næla sér í verkjalyf.“ Matthías sagði að landlæknis- embættið hefði svipt einn lækni leyfi til að skrifa út tiltekin verkjalyf það sem af væri þessu ári. Ef embættið hefði sannanir fyrir því að læknar misnotuðu að- stöðu sína með þeim hætti, þá hik- aði það ekki við að beita slíkum úrræðum. -jss Sjá síðu 6 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Fjárlaganefnd fjallar ekki frekar um sölu ríkisbankanna Minnihluti fjárlaganefndar vill kanna hvort Halldór Ásgrímsson forsætisrá›herra hafi veri› vanhæfur til a› fjalla um bankasöluna vegna hugsanlegra tengsla fjölskyldufyrirtækis hans vi› kaupendur Búna›arbankans. EINKAVÆÐINGIN Löngum fundi fjár- laganefndar með ríkisendurskoð- anda og framkvæmdanefnd um einkavæðingu lauk í gær með samþykkt meirihlutans um að nefndin fjallaði ekki frekar um málið. „Við mótmæltum þessu,“ segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar og talsmaður minnihlutans í málinu. „Það kom margt fram á fundinum sem kall- aði á frekari útskýringar. Þess vegna óskuðum við eftir því að halda þessari umræðu áfram og klára hana í næstu viku. Á það var ekki fallist. Samt eigum við eftir að fara yfir upplýsingar og vinna úr þeim. Í rauninni er okkur þing- mönnunum bent á að spyrja við- komandi ráðherra sjálfa, en þing- ið kemur ekki saman fyrr en fyrsta október,“ segir Lúðvík. Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins og formað- ur fjárlaganefndar segir að það hafi verið mat meirihluta fjár- laganefndar að búið væri að fá upplýsingar og svör sem varpi skýru ljósi á málið. „Ég hafði boð- ið ákveðna leið til þess að ljúka málinu með sátt í nefndinni í næstu viku. Því miður náði það ekki fram að ganga,“ segir Magn- ús. Stjórnarandstæðingar í fjár- laganefnd stöldruðu sérstaklega við bréf sem framkvæmdanefnd um einkavæðingu barst 2. septem- ber 2002 áður en Búnaðarbankinn var seldur. Þar er staðhæft að fé- lagið Hesteyri hf. hafi þá verið að fullu og öllu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Hálfum mánuði fyrr, 16. ágúst 2002, var Hesteyri að hálfu í eigu Kaupfélags Skag- firðinga og að hálfu í eigu Skinn- eyjar-Þinganess, fyrirtækis í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Á þessum tíma var Halldór Ás- grímsson varaformaður ráðherra- nefndarinnar um einkavæðing- una. „Það þarf að kanna sérstak- lega hvort þau tengsl kunni að gera það að verkum að Halldór Ásgrímsson hafi verið vanhæfur til þess að fjalla um málið. Við vöktum sérstaka athygli á því að það væri óþægilegt að ljúka mál- inu með þetta upp í loft og reynd- um því að fá frekari fundi,“ sagði Lúðvík Bergvinsson. Magnús Stefánsson formaður fjárlaganefndar segir að þetta bréf hafi verið rætt við einkavæð- ingarnefndina. „Um er að ræða eitt bréf sem nefndinni mun hafa borist frá einum aðila. Þeir munu senda okkur gögn í framhaldinu og það verður upplýst,“ segir Magnús. -jh VEÐRIÐ Í DAG

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.