Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 6
MORFÍN Aðstoðarlandlæknir sýnir læknum sem ávísa morfíni óvarlega nokkra samúð því hann telur fíklana slynga við að leika á fólk. „Starfsmenn Landlæknisem- bættisins hafa ávísað ávanabindandi lyfj- um þegar fíklar hafa haft samband, borið sig illa og kvartað undan því að ná ekki í lækni til að fá lyf til að lina kvalirnar“. Þetta sagði Matthías Halldórsson, aðstoð- arlandlæknir, í Há- degisútvarpinu á Tal- stöðinni í gær. „Það getur verið að aðgengið að morfíni sé orðið of mikið en það er ekki endilega vegna brots- legs athæfis hjá læknum. Sumir fíklar eru snjallir í því að leika á fólk, lækna jafnt sem aðra. Það hefur komið fyrir að þeir hafi leikið á okkur hjá landlæknis- embættinu, sagst ekki ná í nokkurn lækni, vera krabbameinssjúklingar og illa haldnir af verkj- um. Kannski hefur það einhvern tímann því miður leitt til þess að við höfum skrifað út ör- fáar töflur fyrir þetta fólk sem á alls ekki að gera,“ sagði hann. Matthías kvaðst skilja lækna. Þeir lendi í klemmu þegar mikið sé um frí og fólk beri sig illa. „Fíklarnir ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.“ -ghs 6 9. júní 2005 FIMMTUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Formaður Lækna- félags Íslands fagnar því að land- læknir hafi brugðist við vegna lækna sem ávísað hafa morfínlyfj- um óvarlega. „Þetta sýnir og sannar hversu lítinn hluta læknastéttarinnar er þarna um að ræða og það er fagn- aðarefni að landlæknir geti tekið á málum tengdum þeim er ávísa ávanabindandi efnum í meira mæli en eðlilegt er,“ segir Sigur- björn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands. Hann segir ekkert nýtt að hér á landi séu einstöku læknar að ávísa sjúklingum sínum óeðlilegu magni af morfíni eða öðrum ávanabind- andi efnum en nú sé hægt að finna viðkomandi aðila strax með hjálp nýs lyfjagagnagrunns sem land- læknir hefur aðgang að en Lækna- félagið barðist fyrir því að sá grunnur yrði settur á laggirnar. Grunnurinn gerir allt eftirlit með lyfjaávísunum mun einfaldara en áður var og öll óvenjuleg frávik eru rannsökuð. „Hér á landi eru um 800 starf- andi læknar og það er alveg við því að búast að stöku læknar sýni útbrunaeinkenni eins og gerist í öllum öðrum starfsstéttum. Ein- kennin eru fjármálaóreiða og al- mennt kæruleysi og þessu fólki og skjólstæðingum þeirra þarf að koma til hjálpar. Því ber að fagna að hægt sé að finna viðkomandi fljótt og örugglega.“ - aöe Landlæknisembættið hefur skrifað út morfín: Fíklar eru slyngir a› villa á sér heimildir Fjörutíu og sjö n‡ir morfín- fíklar komu á Vog í fyrra HEILBRIGÐISMÁL Undanfarin fjögur ár hafa rúmlega fjörutíu nýir morfínfíklar bæst árlega í hóp þeirra sprautufíkla sem koma til meðferðar á Vogi, að sögn Þórar- ins Tyrfingssonar yfirlæknis. Á síðasta ári voru nýgreindir mor- fínfíklar 47 talsins. Af þeim 272 sjúklingum sem leitað hafa með- ferðar á Vogi undanfarin ár vegna morfínfíknar eru fjórtán látnir. Landlæknisembættið hefur skorið upp herör gegn óhóflegum ávísunum lækna á morfínlyf, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Einkum er um að ræða morfínlyf- ið contalgin, sem gefið er í forða- töflum við verkjum, í mismun- andi styrkleikaflokkum. Að sögn Þórarins kaupa fíklarnir töfluna á 2.500-3.500 krónur eftir því hve styrkleikinn er mikill. „Við vitum að contalgin-töflur ganga kaupum og sölum,“ sagði Þórarinn. „Það veldur okkur áhyggjum að talsvert virðist vera af contalgini á þessum ólöglega vímuefnamarkaði og menn geta náð í það nokkuð auðveldlega ef þeir eiga peninga. Mikil aukning hefur orðið á morfínlyfjum á markaði á síðari árum. Morfín- fíklar voru ekki til fyrir 1999. Þetta eykst frá ári til árs. Við höf- um ekki undan, þótt okkur gangi vel að ná fólki út úr þessu. Þá virðist fólk eiga greiðan aðgang að kódeini og verkjalyfjum al- mennt, sem eykur enn á þennan vanda.“ Þórarinn sagði ýmsar leiðir til að contalgin og önnur morfínlyf kæmust á vímuefnamarkað. Stundum væri þeim stolið frá stofnunum sjúklingum eða ávísað beint af læknum á sjúklinga sem síðan seldu það. „Þá eru sjálfsagt dæmi þess að læknar séu að ávísa á þessi lyf og telji að þeir séu að gera fíklunum gott,“ sagði hann. „En ég kann ekki að segja ná- kvæmlega frá þessu ferli. Það er landlæknis og lögreglu að gera það. Við erum á hinum endanum, að reyna að minnka eftirspurn- ina.“ Þórarinn sagði vonir standa til að þessi mál skýrðust þegar lyfja- gagnagrunnur landlæknisem- bættisins yrði kominn í fulla notkun. jss@frettabladid.is Stjórnvöld í Kína: Ritsko›a vefsí›ur VEFURINN Stjórnvöld í Kína hyggj- ast taka upp sérstakt eftirlit með bloggsíðum og umræðuvefjum. Opinberrar skráningar vef- síðna hefur lengi verið krafist í Kína. Breska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að yfirvöld hefðu nú ákveðið að bloggsíður skyldu einnig lúta ríkisvaldi. Kínverska upplýsingaráðuneyt- ið segir að þjónustur sem halda úti bloggsíðum verði nú að skrá allar persónuupplýsingar þeirra sem rita bloggið. Verði misbrestur á skráningu liggja við háar sektir. Allar blogg- og vefsíður þarf að skrá fyrir lok mánaðarins. ■ Hermannaveiki í Noregi: Upptökin fundin NOREGUR, AP Upptök hermanna- veikifaraldurs í Noregi, sem orð- ið hefur 10 manns að aldurtila og valdið veikindum yfir 50, hafa verið rakin til loftræstikerfis Borregaard-efnaverksmiðjunnar í Sarpsborg í suðausturhluta landsins. „Við erum nær fullviss um að hafa þarna fundið upptök veik- innar,“ sagði Svein Roensen læknir við norska fjölmiðla í gær. Fyrstu tilfellin greindust 21. maí í Fredrikstad, nærri Sarpsborg. Hermannaveiki er sérstaklega skæð eldra fólki og sjúklingum og leggst á öndunarfæri fólks. Bakterían berst gjarnan með loftræstikerfum og vatnskerf- um húsa, en smitast ekki á milli manna. Sjúkdómurinn er talinn banvænn í 5 til 30 prósentum tilfella. ■ Allra síðasta sýning föstudagskvöld! Taktu þátt... í kjöri um áhorfendaverðlaun ársins á visir.is og þú gætir farið frítt í leikhús - 20 miðar og 2 árskort í boði! Verðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu 16. júní B as eC am p Pr od uc tio ns Í samvinnu við: Er rigningin síðustu daga kær- komin? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að tengja Vatnsmýri og Álftanes með brú yfir Skerjafjörð? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 14% 86% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN FJÖLDI GREINDRA ÓPÍUMEFNAMISNOTENDA OG FÍKLA Á ÁRUNUM 1994-2004 Konur Karlar Alls Látnir Konur Karlar Morfín misnokun 27 89 126 4 1 3 Morfín fíkn 44 102 146 10 4 6 Morfíntilfelli alls 71 191 272 14 5 9 YFIRLÆKNIRINN Þórarinn Tyrfingsson segir meðferðarstöðina á Vogi ekki hafa undan við að aðstoða morfínfíkla og aðra sprautufíkla. Morfínfíklum hefur árlega fjölga› um rúmlega fjörutíu a› me›altali sí›ustu ár. Sí›astli›inn áratug hafa samtals 272 morfínfíklar sem sprauta sig í æ› komi› til me›fer›ar á Vogi. Af fleim eru fjórtán látnir. SIGURBJÖRN SVEINSSON Segir gagna- grunninn sem notaður er til að fylgjast með lyfjaávísunum lækna þegar hafa sannað sig en Læknafélagið barðist fyrir að honum yrði komið á fót. Nýr lyfjagagnagrunnur þegar farinn að sanna sig: Læknafélagi› fagnar framtakinu MATTHÍAS HALLDÓRSSON AÐSTOÐARLANDLÆKNIR Jóhann Sebastían Bach: Á›ur óflekkt lag fundi› ÞÝSKALAND, AP Fundið er í Þýska- landi áður óþekkt aría eftir Jóhann Sebastían Bach. Sagnfræðingar fundu nóturnar innan um bóka- safnspappíra í borginni Weim- ar í Austur- Þýskalandi, að því er fram kom í tilkynningu á vef Bach-safns- ins í Leipzig í gær. Sönglagið samdi Bachs fyrir hertogann af Saxlandi árið 1713, en Bach starfaði við hirð hans. Ekki er vitað hvort verkið hefur einhvern tímann verið flutt. Bach-safnið segir lagið vel samið, en þó ekki stórkostlegt. Baerenreiter útgáfan þýska hyggst gefa verkið út í haust. ■ JÓHANN SEBASTÍAN BACH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.