Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 10
JACKSON-DÓMS BEÐIÐ Stuðningsmaður Michaels Jackson heldur á borða með áprentaðri mynd af poppgoðinu fyrir utan dómhúsið í Santa Maria í Kaliforníu, þar sem kviðdómur í máli hans sat í gær á rökstólum þriðja daginn í röð. Í bakgrunni sést spjald með boðskap herskárra and- stæðinga Jacksons, sem vilja að „kynvilltir barnaníðingar“ verði tafarlaust teknir af lífi. 10 9. júní 2005 FIMMTUDAGUR Skíðasvæði Dalvíkinga verður snævi þakið allan næsta vetur: Dalvíkingar hefja snjóframlei›slu í haust SKÍÐI Skíðafélag Dalvíkur stefnir á að hefja snjóframleiðslu í Böggvisstaðafjalli í haust. Kostnaðurinn er talinn vera um 21 milljón króna og segir Óskar Óskarsson, formaður félagsins, að fjármögnun gangi vonum framar. „Við erum að leita eftir framlögum frá aðilum innan og utan bæjarins og höfum nú þeg- ar fengið loforð fyrir meira en helmingnum af kostnaðinum. Því verður varla til baka snúið,” segir Óskar. Vegna snjóleysis hefur geng- ið erfiðlega að halda skíðasvæð- unum á Norðurlandi opnum und- anfarna vetur. Snjóframleiðsla hefst í Hlíðarfjalli við Akureyri í haust og mun Vetraríþrótta- miðstöð Íslands fjármagna kaup á snjóframleiðslukerfi sem kostar um 80 miljónir króna. Óskar segir að skíðasvæði Dal- víkinga sé smærra í sniðum og því sé kostnaðurinn við snjó- framleiðslu þar minni en í Hlíð- arfjalli. „Ákvörðun um snjó- framleiðslu í Hlíðarfjalli ýtti við okkur og það er ljóst að við höf- um ekki hug á að sitja eftir með sárt ennið: með mannvirki í fjallinu upp á tugi milljóna króna en engan snjó,” segir Ósk- ar. - kk BORGARMÁL „Með hliðsjón af við- miðum um þéttbýli og þéttleika byggðar þá er ég ekki viss um að Reykjavík félli annars staðar und- ir þá skilgreiningu að teljast borg,“ segir Orri Gunnarsson verkfræðingur. Hann gagnrýnir hversu mikið landsvæði innan borgarmarkanna fer undir sam- göngumannvirki og telur það óeðlilega mikið miðað við aðrar borgir af sömu stærðargráðu. Bendir Orri á tölur Níels Ein- ars Reynissonar máli sínu til stuðnings en Níels komst að því að tæp 50 prósent landflæmis innan borgarmarkanna fara undir sam- göngumannvirki. „Ég nefni sem dæmi fjölda mislægra gatnamóta í borginni en hvergi annars staðar er hægt að finna tólf slík í 150 þúsund manna borg. Það eru til milljónaborgir sem aldrei hafa byggt ein slík gatnamót og al- mennt er staðan sú í dag að lagst er gegn slíkum mannvirkjum. Land undir slíkt er bæði stórt og dýrt, framkvæmdin er dýr, við- hald er dýrt og deila má um hvort þau leysa einhvern vanda.“ Orri segir að rannsóknir hafi sýnt að ólíkt því sem áður var haldið þá dragi þétting byggðar úr umferð en ekki öfugt. Þá gefst meira og betra tækifæri til að nýta almenningssamgöngur og borgaryfirvöld þurfa að fram- fylgja stefnu sinni um þéttingu byggðar mun harðar fram.“ - aöe Orri Gunnarsson verkfræðingur ómyrkur í máli: fiörf á mun meiri fléttingu bygg›ar Costa del Sol M all or ca Sóla rlottó Síð ustu sætin í sólina í júní og júlí. • Þú velur áfangastað og ferðadag og tekur þátt í lottóinu um hvar þú gistir. • Viku fyrir brottför staðfestum við gististaðinn. Sama sólin, sama fríið en á verði fyrir þig. *Innifalið er flug, gisting í 7 nætur, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. á mann miðað við 2 eða 4 í stúdíói eða íbúð. Enginn barnaafsláttur. Spilaðu með! Krít 27. júní, 4. 25. júlí 22. og 29. ágúst Mallorca 15. 29. júní, 6. 13. júlí 17. og 24. ágúst Costa del Sol 16. 23. 30. júní 7. 21. júlí og 18. ágúst Portúgal 20. 27. júní, 4. 11.18. júlí 15. og 22. ágúst ÞÉTTING BYGGÐAR Borgaryfirvöld hafa um hríð haft þéttingu byggðar í forgangi en Orri Gunnarsson segir að enn harðara átak þurfi til. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SKÍÐASVÆÐI DALVÍKINGA Formaður Skíðafélags Dalvíkur segir að uppbyggingarstarfið á skíðasvæðinu síðustu 30 ár verði að engu ef ekki verði brugðist við veðurfarsbreytingum með framleiðslu á snjó. EÞÍÓPÍA, AP Að minnsta kosti tutt- ugu og tveir létust í skothríð ör- yggissveita eþíópísku ríkisstjórn- arinnar í höfuðborginni Addis Ababa í gær. Öryggissveitirnar hófu skot- hríðina þegar mótmælendur tóku að fleygja grjóti í átt að þeim. Miklar óeirðir hafa nú verið í höfuðborginni síðustu þrjá daga en mótmælendur saka ríkisstjórn- arflokkinn og forsetann um að hafa svindlað í kosningum sem haldnar voru fyrir þremur vikum. Ríkisstjórnin segir að öryggis- sveitirnar hafi einungis verið að reyna að stilla til friðar og stað- festir ekki fregnir um mannfall. Meles Zenawi, forseti landsins, bannaði öll mótmæli strax eftir kosningarnar 15. maí en mótmæl- endur létu bannið ekki stöðva sig. Þeir telja að forsetinn hafi brotið á kosningarétti fjölmargra. Eftirlitsmenn frá Evrópusam- bandinu sem fylgdust með kosn- ingunum á sínum tíma sögðu þær hafa verið þær lýðræðislegustu sem landið hefur upplifað. Engu að síður báru eftirlitsmennirnir vitni um allmörg brot á mannrétt- indum kjósenda. ■ LÍK Á SJÚKRAHÚSI Í ADDIS ABABA Mót- mælendur vilja meina að ríkisstjórnarflokk- urinn hafi svindlað í kosningum. Öryggis- sveitir skutu tugi til bana eftir að mótmæl- endur hófu grjótkast. Óeirðir í Eþíópíu vegna kosninga: Öryggissveitir skutu á mótmælendur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.