Fréttablaðið - 09.06.2005, Síða 18

Fréttablaðið - 09.06.2005, Síða 18
18 9. júní 2005 FIMMTUDAGUR Helgafellsnauðgarinn Kristinn Óskarsson farinn úr landi: Ógeðslegasti nauðgari Íslands laus úr fangelsi Morfín er verkjadeyfandi lyf og er eitt af hin- um svokölluðu ópíumlyfjum. Hér á landi er morfín fyrst og fremst notað sem verkjadeyf- andi lyf fyrir krabbameinssjúklinga og eitt afbrigði af því sem mikið er notað heitir contalgin. Contalgin er langvarandi lyf í töflu- formi og fæst í mismunandi styrkleika eða allt frá fimm milligrömmum upp í tvö hundruð milligrömm. Lyfið hefur sljóvgandi áhrif og er ávanahætta af notkun þess mikil. HVERNIG ER LYFIÐ MISNOTAÐ? Eins og áður segir er lyfið ávanabindandi og þegar notkun þess er hætt geta komið fram fráhvarfseinkenni. Þeir, sem ánetjast lyfinu í öðru formi en við venjulega inntöku eftir læknisráði, leysa töflurnar upp og sprauta þeim í líkamann. Þannig myndast víma sem getur varað í mismikinn tíma allt eftir magni og styrk þess sem sprautar því í sig. Flestir þeir sem leita aðstoðar vegna morfínfíknar til sjúkrahúss SÁÁ hafa ánetjast lyfinu með þess- um hætti og fjöldi morfínsjúklinga hefur auk- ist ár frá ári. HVERJIR SKRIFA UPP Á LYFIÐ? Contalgin gengur sölum á svörtum markaði en sala annarra aðila en lyfsala á því er óheimil. Læknar eru þeir einu sem hafa heimild til að skrifa lyfseðla fyrir contalgini. Ekki hafa þó allir læknar heimild til að ávísa á lyfið enda er um mikla hættu á misnotkun þess að ræða og eru leyfin þess vegna bund- in við þá sem alla jafna hafa með sjúklinga að gera sem þurfa á slíkum lyfjum að halda. Lyfið er einnig eftirritunarskylt en með því er átt við að skráð er hvaða læknar ávísa lyfið, í hve miklu magni og til hverra. Afar ávanabindandi lyf HVAÐ ER? MORFÍN fréttir og fró›leikur Finnland Ísland Noregur 35 / 81 70 k m 2 4 / 19 37 k m 2 1 / 75 0. 00 0 km 2 0 / 0 SVONA ERUM VIÐ Fjöldi þjóðgarða á Norðurlönd- unum og samanlögð stærð þeirra. Heimild: Hagstofan Grænland Svíþjóð 21 / 26 44 6 km 2 21 / 69 15 k m 2 Danmörk Hátt gengi, fjöldauppsagnir og nýjustu tíðindi frá Hafrannsókn- arstofnun um stærð þorskstofns- ins gefa ekki mikla ástæðu til bjartsýni fyrir þá sem standa í út- flutningi sjávarafurða. Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda hf. á Patreksfirði og bæjar- fulltrúi í Vesturbyggð tekur undir að það blæs ekki byrlega fyrir sjávarútveginn. „Allar okkar tekj- ur koma frá útflutningi og ráðast allar af genginu. Það hefur þar af leiðandi öll áhrif. Fyrirtækin sem pluma sig í þessu umhverfi og verða ekki fyrir miklu tapi eru þau sem eru búin að sérhæfa sig og tryggja sér góðan aðgang að hráefnismörkuðum og starfs- mönnum. Það verður að segjast eins og er að það eru ekki mörg fyrirtæki í þeirri stöðu í dag. Fyr- irtæki sem ekki eiga kvóta í dag eiga litla sem enga möguleika. Þau eru rekin á dugnaði og bjart- sýni frekar en eiginlegri getu.“ Engin nýliðun Sigurður segir að þótt staðan sé vissulega erfið hafi Oddi komið ár sinni þannig fyrir borð að líklega þurfi ekki að stöðva vinnslu; jafn- vel sé útlit fyrir að starfsfólki verði fjölgað þar sem fyrirtækið hafi keypt aflaheimildir og aukið veltuna undanfarið. Það standi hins vegar ljón í veginum fyrir hagræðingu. „Við höfum vissu- lega farið í gegnum öldudali en reynum að bregðast við aðstæð- um sem þessum með því að draga úr rekstrinum og lækka hráefnis- kostnað. En því miður býður lög- gjöfin ekki upp á það og Verðlags- stofa skiptaverðs setur okkur skorður. Þetta er gamalt kerfi og úr sér gengið og veldur því að við getum ekki lækkað hráefnisverð- ið eins mikið og við þyrftum og fært það til samræmis við lækkun afurðaverðs. En með því að lækka verðið eins og við megum tel ég að við munum spjara okkur.“ Sigurður dregur þó ekki dul á að mörg fyrirtæki í landinu eru illa stödd. Spurður um stöðu Þórs- bergs, sem er stærsta fiskvinnsl- an á Tálknafirði, segir Sigurður að um síðustu áramót hafi Oddi gert samning við fyrirtækið um að stjórnendur Odda komi að rekstri Þórsbergs. „Þórsberg hef- ur verið í verri stöðu en við, tapað fé og þurft að segja upp fólki. Næstu tveir til þrír mánuðir eiga eftir að reynast þeim erfiðir en ef þeir halda rétt á spilunum fram á haust trúi ég að þeir muni pluma sig. Þetta verður auðveldara með nýju kvótaári.“ Sigurður segist vona að eigend- ur Bílddælings hafi orku til að koma vinnslu af stað aftur því það séu litlar líkur að nýir aðilar muni hefja rekstur miðað við núverandi aðstæður. „Það er augljós flótti úr greininni og mikill samdráttur því miðað við núverandi stöðu á geng- inu eru tekjurnar alltof litlar til að það borgi sig að reka útgerð og fiskvinnslu. Ef þetta ástand verð- ur langvarandi er ég hræddur um að það gæti endað illa því margar sjávarbyggðir sem eru veikar fyr- ir þola ekki slíka tekjuskerðingu.“ Stóriðja er sértæk aðgerð Á sjómannadaginn flutti Kristinn H. Gunnarsson hátíðarræðu á Pat- reksfirði og reifaði sjónarmið sín um það hvernig mætti koma til móts við byggðir sem líða fyrir hátt gengi krónunnar. Lagði hann til að þau byggðarlög sem ekki nytu góðs af stóriðju fengju út- hlutað til sín viðbótaraflaheimild- um. Sigurður segist skilja viðhorf Kristins, en er ekki sammála út- færslunni. „Hann nefndi í ræð- unni að það þyrfti um tuttugu þús- und tonn af botnsfiskskvóta til að þetta næði fram að ganga. Það er vissulega rétt að slík viðbót myndi snúa möguleikum sjávar- byggðanna við og festa þær í sessi. Aðalgalli fiskveiðistjórnun- arkerfisins er óöryggið sem það veldur íbúunum og verður til þess að þeir flytjast á brott. En al- mennt séð er ég á á því að ríkið eigi ekki að grípa inn í með sér- tækum aðgerðum. Það tilheyrir liðinni tíð að gengið sé fellt og það ætti að vera eins með kvótann sem er jú fjármunir.“ Sigurður telur aftur á móti að ríkið standi þegar fyrir sértækum aðgerðum, til dæmis með stóriðju fyrir austan og norðan og geti þar með ekki hunsað kröfur um að önnur byggðarlög fái eitthvað fyr- ir sinn snúð. „Það er til dæmis stór spurning hversu lengi á að beita Seðlabankanum til að hækka stýrivexti og styrkja þar með krónuna. Það er hrein stjórnvalds- aðgerð. Hér fyrir vestan er hvorki verðbólga né þensla. Það sem okk- ur sem erum í útflutningi finnst sárast er að okkur er fórnað til að halda niðri verðbólgunni sem er búin til á höfuðborgarsvæðinu og fyrir austan. Og ef ég á að segja þér eins og er kýs ég frekar dá- litla verðbólgu en að útflutnings- greinarnar séu sveltar.“ ■ Útflutningsgreinum fórna› fyrir stóri›ju Sta›a krónunnar er a› sligar útflutningsgreinarnar og fjöldauppsagnir a› undanförnu gætu veri› fyrirbo›i fless sem koma skal. Útflytjendur segja a› fleir séu látnir bera kostna›inn af ver›bólgu sem fylgir stóri›junni. BERGSTEINN SIGURÐSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL GENGIÐ OG SJÁVAR- ÚTVEGURINN NÚPURINN VIÐ BRYGGJU Línubáturinn Núpur BA 69 er 182 lestir og stærsta skipið í eigu Odda. SIGURÐUR VIGGÓSSON Segir erfitt fyrir stjórnvöld að skella skollaeyrum við kröf- um um sértækar aðgerðir fyrst þau fóru á annað borð í slíkar aðgerðir fyrir austan.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.