Fréttablaðið - 09.06.2005, Side 26

Fréttablaðið - 09.06.2005, Side 26
Stjórnendur stærsta bíla- fyrirtækis heims ætla að segja upp 25 þúsund manns á næstu árum. Þeir ætla einnig að reyna að draga úr kostnaði vegna heilbrigðistrygg- inga og eftirlauna. General Motors, stærsti bílafram- leiðandi heims, hefur tilkynnt að 25 þúsund starfsmönnum fyrir- tækisins verði sagt upp fyrir árið 2008 og að fjölmörgum verk- smiðjum verði lokað. Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu lítillega við tilkynninguna. General Motors tapaði á fyrsta ársfjórðungi 70 milljörðum króna og var það mesta tap fyrirtækis- ins á einum fjórðungi í þrettán ár. Talið er að aðgerðirnar muni spara General Motors 190 millj- arða króna á ári og komast langt með að að loka fyrir þann halla sem er á rekstrinum í Bandaríkj- unum. Raunar er það svo að góður ár- angur í fjárfestingarstarfsemi heldur þessum stærsta bílafram- leiðanda heims á floti en bílafram- leiðslan skilar hins vegar minna en engu. General Motors hefur lagt áherslu á að framleiða smá- jeppa á undanförnum árum en margt bendir til þess að neytend- ur í Bandaríkjunum séu farnir að huga meira að sparneytni og því hefur markaðshlutdeild jap- anskra og kóreskra smábíla vaxið á kostnað bandarískra bensín- háka. Þá er líklegt að General Motors þurfi að endurskoða kjarasamn- inga, því útgjöld vegna eftirlauna og heilsutryggingar á þessu ári verða nálægt sex milljörðum dala – um 380 milljarðar íslenskra króna. Í ræðu á aðalfundi félags- ins á þriðjudag lýsti Rick Wago- ner, forstjóri fyrirtækisins, því yfir að lífsnauðsynlegt væri fyrir fyrirtækið að draga verulega og snögglega úr útgjöldum vegna heilbrigðismála. Þessi ummæli féllu í grýttan jarðveg hjá for- svarsmönnum verkalýðsfélaga í Bandaríkjunum. Þeir halda því fram að léleg framleiðsla sé ástæða vandræðanna hjá General Motors en að forsvarsmenn fyrir- tækisins neiti að horfast í augu við það. Wagoner sagði í ræðu sinni að General Motors myndi breyta áherslum sínum í framleiðslu á næstunni og leggja meira í fram- leiðslu smærri og sparneytnari bíla. -jsk/ -þk Alltaf undir grun Enn einu sinni eru íslenskir bankar grunaðir um yfirtökutilraunir á erlendum fjármálafyrirtækjum. Töluverð viðskipti hafa verið með bréf í norska fyrirtækinu Storebrand, sem er fyrst og fremst tryggingafélag, á síðustu vikum og hefur Lundúnaútibú UBS-bankans keypt tæplega sex prósent hlutafjár upp á síðkastið. Talið er líklegt að UBS sé að safna bréfum fyrir einhvern annan og grunsemdirnar falla vitaskuld á íslensku bankana, einkum KB banka og Íslandsbanka. Vitað er að báðir bankarnir hafa vilja og getu til að fjárfesta meira erlendis og Storebrand yrði tæpast of stór biti, í það minnsta ekki í tilviki KB banka. Markaðsvirði Storebrand er um 150 milljarðar íslenskra króna. Halli í enska boltanum Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte et Touche segir í árlegri skýrslu sinni um ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu að viðskiptahalli deildarinnar hafi aldrei verið meiri. Fjallar skýrslan um tímabilið 2003 til 2004. Segir í skýrslunni að félögin hafi á tímabilinu keypt leikmenn fyrir 30 milljörðum króna meira en þau seldu leikmenn á. Er það 225 prósenta aukning milli ára. Stóran hluta hallans má rekja til eyðsluorgíu Romans Abramovitsj, eiganda Chelsea. Launareikningur Chelsea var líka langhæstur allra félaga, alls um fjórtán milljarðar króna. Manchester United varð í öðru sæti, borgaði leikmönnum sínum rúmum fjórum milljörðum minna. Inni í þessum tölum eru ekki þær fjárhæðir sem „hinn útvaldi“ Jose Mourinho hefur eytt síðan hann tók við liðinu. „Launareikningur Chelsea hlýtur að vera sá langhæsti í veröldinni,“ sagði Paul Rawnsley, starfsmaður Deloitte. Ef ekki væri fyrir eyðslusemina hjá Chelsea hefðu laun í enska boltanum hins vegar lækkað milli ára enda reyna knattspyrnufélögin að halda aftur af sér um þessar mundir eftir að laun hækkuðu stjarnfræðilega nokkur ár á undan. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.088* KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 235 Velta: 2.310 milljónir +0,61% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Stjórn Actavis ákvað að gefa út kauprétt að hlutafé í félaginu til níu framkvæmdastjóra og 21 lyk- ilstjórnanda. Fá þeir að kaupa bréf í félaginu á genginu 38,5 næstu þrjú árin fyrir samtals 44 milljónir að nafnvirði. Actavis hefur gert samning við Landsbankann um viðskiptavakt með bréf félagsins. Hámarksfjár- hæð sem Landsbanki Íslands er tilbúinn að kaupa eða selja á hverjum degi er 200 milljónir króna að markaðsvirði. Tryggingamiðstöðin hefur ákveðið að lána fólki fyrir bíla- kaupum án skilyrða um að tryggt sé hjá þeim. TM segist vera fyrst tryggingafélaga til að veita við- skiptavinum slíkt val. 26 9. júní 2005 FIMMTUDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 40,30 +0,25% ... Atorka 6,00 - 0,83% ... Bakkavör 35,40 +1,14% ... Burðarás 14,70 -0,34%... FL Group 14,60 +1,39% ... Flaga 4,90 -0,41% ... Íslandsbanki 13,60 +0,37% ... KB banki 532,00 +0,95% ... Kögun 60,20 -0,17% ... Landsbankinn 16,80 – ... Marel 56,30 – ... Og fjarskipti 4,00 – ... Samherji 12,10 – ... Straumur 12,35 +1,65% ... Össur 78,00 +0,65% Tölur frá kl. 15.20 í gær. Nýjustu tölur á Vísi. Gríðarlegur samdráttur hjá General Motors Síminn 8,89% Straumur 1,65% FL Group 1,39% Jarðboranir -1,83% Atorka -0,83% Falga -0,41% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Glös fyrir góðar stundir – einstök ending og frábært verð Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Opnu nartí mi í ver slun RV: R V 20 42 B Pils 36 cl bjórglös, 3 stk. Maldive 36 cl bjórglös, 6 stk. Imerial 31 cl rauðvínglös , 12 stk. Á tilboðsverði í júní 2005 1.528,- 12 stk. 742.- 6 stk. 324,- 3 stk. Hættir í Samherja Eiríkur S. Jóhannsson, sem nú er forstjóri Og Vodafone, tekur við stjórnarfor- mennsku í Samherja á Akureyri af Finnboga Jónssyni. Finnbogi lætur af störfum í stjórninni eftir fimm ára setu, en hann er framkvæmdastjóri SR- Mjöls. Á framhaldsaðalfundi Samherja á þriðjudaginn voru þeir Óskar Magnússon, Jón Sigurðsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Kristján Vilhelms- son kosnir í stjórn félagsins auk Eiríks. Óskar sinnir störfum varaformanns stjórnar. Samþykkt var að heimila stjórninni að kaupa bréf í Samherja fyrir allt að 1,7 milljarða króna á næstu átján mánuðum. Kaup- verðið má vera allt að tíu prósentum yfir meðalgengi bréfanna síðustu tvær vikurnar á undan. Stefnt er að afskráningu félagsins úr Kauphöll Íslands. - bg Selja hlut í France Telecom Nýskipuð ríkisstjórn Frakklands hyggst selja allt að átta prósenta hlut í símafyrirtækinu France Tele- com. Ágóðann hyggst stjórnin nota til að takast á við fjárlagahalla og atvinnuleysi í landinu. Rúmlega tíu prósent Frakka eru án atvinnu og horfur í efnahagsmálum almennt slæmar. Gangi salan eftir mun ríkið eiga tæplega þriðjungshlut í France Telecom. Í september seldi ríkið tíu prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir 420 milljarða króna. „Tímasetning sölunnar er póli- tísk. Menn eru að bregðast við því að stjórnarskrá ESB hafi verið hafn- að,“ sagði Matthieu Cordier, sér- fræðingur ABN Amro bankans. - jsk FRAKKLAND Franska ríkið hyggst selja allt að átta prósenta hlut í símafyrirtækinu France Telecom. Sérfræðingar segja tíma- setningu sölunnar pólitíska. Laugaból seldi 1,25 pró- senta hlut sinn í Jarðbor- unum. Atorka keypti ekki. Fjárfestingarfélagið Laugaból hefur selt 1,25 prósenta hlut sinn í Jarðborunum fyrir 107,5 milljónir króna. Félagið var níundi stærsti hluthafinn í Jarðborunum. Laugaból er í eigu Aðalsteins Karlssonar, Lárusar Blöndal og Guðmundar Birgissonar. Aðal- steinn Karlsson segist persónu- lega hafa viljað halda hlut sínum í Jarðborunum lengur: „Þeir tóku ákvörðun um þetta, félagar mínir, í gær. Ég var þó ekki ósáttur lengi því peningarnir fara til kaupa á bréfum í Atorku“. Guðmundur Birgisson sagði að einungis hefði verið um venjuleg- ar hreyfingar að ræða og að ekki hefði þurft stjórnarákvörðun til að ákvarða um söluna: „Laugaból er fjárfestingafélag og þetta er bara eins og gerist og gengur. Menn kaupa og selja.“ Ekki er vitað hver keypti bréf- in en ljóst er að það var ekki At- orka, sem á 43,85 prósenta hlut í Jarðborunum og er stærsti hlut- hafinn, enda hefði verið skylt að tilkynna um kaup svo stórs hlut- hafa til Kauphallarinnar. - jsk Laugaból selur í Jar›borunum FINNBOGI JÓNSSON Hættur í stjórn Samherja. HUMMER-JEPPAR FRAMLEIDDIR AF GENERAL MOTORS Fyrirtækið hefur tilkynnt um gríðarlegar sparnaðaraðgerðir. 25 þúsund starfsmönnum verður sagt upp. JARÐBORANIR Laugaból hefur selt hlut sinn í Jarðborunum. Atorka, sem er stærsti hluthafi í Jarðborunum, keypti ekki.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.