Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 38
„Áður en ég keypti Álfastein var reksturinn stopp í nokkra mánuði. Álfasteinn rekur sögu sína allt aftur til ársins 1981. Sú hefð sem hefur skapast í að gera listmuni og viðurkenningar tryggir mér marga fasta viðskiptavini. Stefnt er að því að bæta við rekstur Álfasteins og við erum að sérhæfa okkur í íslenska leirsteinin- um,“ segir Steinn Eiríksson, framkvæmda- stjóri Álfasteins í Borgarfirði eystri. „Hliðargrein Álfasteins er skiltagerð og höf- um við í þeirri framleiðslu þjónustað Austur- landið. Áformað er að hinn 17. júní verði opnað kaffihús í Álfa- steini og verður þá mikið um dýrðir. Borgarfjörður eystri er hálfgerður endapunktur ferða- langa og upplagt fyrir þá að setjast hér niður og fá sér kaffi. Þó að hér sé aðeins hægt að komast eina leið á landi er umferðin hingað tölu- vert mikil, sem hefur komið mér á óvart. Hér er mikil náttúruparadís og ég horfi því björtum augum til framtíðarinnar með rekstur Álfasteins. Þegar Álfasteinn byrjaði var hér mikið unnið úr hörðum gljáandi steintegundum svo sem jaspis, sem mikið er af á þessu svæði. Líparítið er einnig al- gengt hérna og er gríðarlega gott úrvinnsluefni fyrir okkur. Líparítið hefur mikinn fjölbreytileika í útliti og áferð og er orðið grunnurinn að fram- leiðslunni hjá Álfasteini.“ 4 ■■■ { AUSTURLAND } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Tískuvöruverslunin Sentrum ehf í hjarta bæjarins, gott verð og gott úrval. Föt á alla fjölskylduna. Komið við og verið flott í sumar. SENTRUM sími 471 2412 Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilsugæslustöðin á Reyðarfirði: Heilsugæslulæknir Staða yfirlæknis við heilsugæslustöðina á Reyðarfirði er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. febrúar 2005 eða eftir nánari samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2005. Miðað er við að umsækjendur séu sérfræðingar í heimilislækningum en einnig kæmu til greina sér- fræðingar í öðrum greinum svo og læknar með lækningaleyfi. Heilsugæslustöðin er í nýju og góðu húsnæði sem tekið var í notkun í ársbyrjun 2004. Á Reyðarfirði búa nú um 700 manns. Vegna byggingar álvers verður þar tímabundin fjölgun næstu 3-4 ár um allt að 1.800 manns og síðan varanleg fjölgun í byggðarlaginu. Fjórðungs- sjúkrahúsið í Neskaupsstað er í um það bil 35 km. fjarlægð og þar eru skurðlæknir, lyflæknir og svæfingalæknir. Heilsugæslustöð á Eskifirði er í 15 km. fjarlægð með sérfræðing í heimil- islækningum. Nánari upplýsingar um starfið veita Stefán Þórarinsson lækningaforstjóri í síma 471-1400, 892-3095 (netf: stefanth@hsa.is) og Þórir Aðalsteinsson, rekstrarstjóri, sími 476-1432, 860-6848 (netf: thorir@hsa.is). Opið alla daga kl. 11-17. Þjóðháttadagar og lifandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna annan hvern laugardag í sumar. 11. júní – jurtalitun 23. júlí – fjallagrasaferð 25. júní –útsaumur 6. ágúst – útsaumur 9. júlí – þjóðdansar 20. ágúst – Safnanótt Sjá frekari upplýsingar á heimasíðu safnsins; www.minjasafn.is Minjasafn Austurlands, Laufskógum 1, Egilsstaðir. Sími 471-1412. Bjóðum kaffi og kökur, öl og smurt brauð alla daga ásamt fersku og góðu meðlæti. Verið ávallt velkomin FÓLK Á FERÐ OG FLUGI Alla daga nýtt brauð frá bakaríi …strax í bítið! Súpa & brauð í hádeginu virka daga Er með heit brauð m/fyllingu Tertur og nóg að borða H ér að sp re nt Opið frá kl. 8- 18 virka daga 10 - 18 um helgar Kaffihús í hjarta bæjarins Listamenn allt árið um kring Líttu við, þú sérð ekki eftir því! Er með sæti fyrir allt að 39 manns! Mikil fjallafegurð og fuglalíf Jóhanna Borgfjörð hefur um áratugaskeið rekið veit- ingasölu og farfuglaheimili við Borgarfjörð eystri. „Ég hef rekið veitingasölu í Fjarðar- borg sem er opin júní, júlí og ágúst á ári hverju. Veitingasalan er ekki eingöngu bundin við Fjarðarborg því algengt er að við færum göngu- hópum mat í skálana í Breiðuvík og Húsavík. Gönguhóparnir eru yfir- leitt hér á vegum Ferðafélags Ís- lands eða Ferðafélags Fljótsdalshér- aðs. Það er einnig nokkuð um að einstaklingar skipuleggi gönguhópa sem fá matarþjónustu hjá okkur. Hér í Bakkagerði er einnig farfugla- heimilið Ásbyrgi, sem er opið allt árið þó að traffíkin sé mest á sumr- in. Hingað sækir fjöldi útlendinga í fugla- eða náttúruskoðun. Þeir sækja mikið í Hafnarhólmann, þar sem er friðuð fuglabyggð. En þeir hafa ekki uppgötvað gönguleiðirnar hérna ennþá,“ segir Jóhanna Borg- fjörð, ábúandi að bænum Brekkubæ í Borgarfirði eystri og eigandi Veit- ingasölunnar Fjarðarborgar og far- fuglaheimilisins Ásbyrgis. „Hér á Borgarfirði eystri er mikil fjallafegurð og töluvert af láglendi. Á sumrin er hér mikil veðursæld þegar sunnanáttin er komin. Norð- anáttin er hins vegar köld og hér geta verið kaldir vetur þó að stundum komi hér hlýir veðurkafl- ar. Við gætum því tekið á móti miklu fleira fólki þó að leiðin hingað um Njarðvíkurskriður sé nokkuð hrikaleg ásýndar. Ég hef þó aldrei fundið til hræðslu við að keyra hingað um Njarðvíkurskrið- ur og er sennilega öruggari þar en á labbi á Laugaveginum í Reykja- vík,“ segir Jóhanna. Fáir staðir jafn ríkir af steinefnum Steinn Eiríksson festi kaup á Álfasteini fyrir rúmu ári og hefur mikla trú á framtíð fyrirtækisins. Gisting við höfnina á Höfn Hvammurinn er eitt af eldri og virðulegri húsum á Höfn. Hann stendur niðri við höfn þar sem hjar- ta bæjarins slær. Halldór Sævar Birgisson er eigandi Hvammsins. Þar rekur hann gistiheimili og reið- ir fram morgunverð. Kveðst geta tekið um 40 manns í gistingu enda sé hann líka með annað hús í nokk- urra metra fjarlægð. Það heitir Sól- hóll og stendur uppi á hólnum sem Hvammurinn stendur undir. Jóhanna Borgfjörð er ábúandi að Brekkubæ í Borgarfirði eystri. Hvammurinn hefur átt sín blóma- og hnignunarskeið. Fyrst var það íbúðarhús útgerðarmanna, síðan hótel sem nefnt var Skálholt og á tímabili verbúð sem gekk undir nafninu Skakkinn. Nú er þar glæsilegt gistiheimili. Sólhóll er með rauða þakinu. Guðrún Sævarsdóttir, afgreiðslumaður hjá Álfasteini í Borgarfirði eystri, er hér með nokkra gripi úr framleiðslunni. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI FRÉTTABLAÐIÐ/ÍSAK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.