Fréttablaðið - 09.06.2005, Side 43

Fréttablaðið - 09.06.2005, Side 43
„Gunnar skáld Gunnarsson bjó lengi erlendis en kom aftur til föð- urlandsins og þegar Skriðuklaustur í fæðingarsveit hans varð falt árið 1938 keypti hann jörðina og byggði þetta merkilega hús. Þau hjónin gáfu ríkinu Skriðuklaustur 1948 og fluttu til Reykjavíkur, þar sem þau bjuggu til æviloka,“ segir Gunnar Gunnarsson, móttökufulltrúi að Skriðuklaustri. Gunnar segist þrátt fyrir nafnið ekkert vera skyldur Gunnari skáldi. „Gunnarshús þykir hafa mjög sér- kennilegan byggingarstíl, enda hannað af þýskum arkitekt þar sem blandast saman bæverskur alpastíll og danskur herragarðsstíll. Eitt af sérkennum hússins er útveggirnir, en valin var sú leið við byggingu þeirra að hlaða upp hálfþurri stey- pu og leggja í hana steina sem höfðu verið þvegnir og vírburstað- ir. Útveggirnir eru óvenju þykkir, um 80 cm þar sem þeir eru þykkast- ir. Húsið kostaði jafnmikið og tíu einbýlishús í Reykjavík á sama tíma,“ segir Gunnar. „Svalir voru ekki byggðar við Gunnarshús fyrr en á áttunda ára- tugnum. Svo virðist sem bygging- arefnið í svölunum sé verra en í upphaflega húsinu. Frá því að sval- irnar voru byggðar hefur þurft að gera á þeim lagfæringar, en ekki á eldri byggingunni,“ segir Ragna Fanney Jóhannsdóttir, móttökufull- trúi að Skriðuklaustri. „Á hverju sumri erum við með 2-3 stórar listasýningar að Gunnarshúsi í Skriðuklaustri í Fljótsdal. Þann 7. maí til 20. júlí stendur yfir sýning á Snæfelli í íslenskri myndlist, allt frá árinu 1916 yfir í verk sem eru að- eins nokkurra vikna gömul. Síð- sumars verðum við með sýningu sem verður byggð á fornleifaupp- greftri sem hefur staðið yfir hér úti á túni. Þar er verið að grafa upp rústir munkaklaustursins sem hér stóð. Munkaklaustrið var stofnað 1493 í Ágústínusarreglu en lagt af 1552 vegna siðaskiptanna. Hér á Skriðuklaustri er einnig íbúð fyrir lista- og fræðimenn og eru þeir ekki rukkaðir um aðstöðuna, heldur er ætlast til að þeir skili einhverju til hússins í formi fyrirlestra, sýn- inga í galleríinu eða jafnvel verka sem þeir skilja eftir,“ segir Gunnar. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { AUSTURLAND } ■■ 9 LAGARFLJÓTSORMURINN Lagarfljótsormurinn siglir sumarlangt frá Atlavík Útsýnisferðir Grillferðir Skemmtiferðir Árshátiðir Upplýsingar og bókanir: Sími 471-2900 Fax 471-2901 Netfang : ferja@ormur.is veffang. www.ormur.is Léttar veitingar/Bar Lifandi tónlist„Á Stöðvarfirði er víðfrægt steina-safn í Sunnuhlíð, í garði og íbúðar- húsi Petru Sveinsdóttur. Petra hef- ur búið þar frá árinu 1946, en steinasöfnun hefur verið áhugamál hennar frá barnæsku. Allt að tutt- ugu þúsund ferðamenn sækja safn- ið heim á ári hverju og leggja margir á sig krók eingöngu til að heimsækja safnið,“ segir Hrafn- hildur Ýr Víglundsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Austurbyggðar. „Á Stöðvarfirði er einnig merkilegt gistiheimili, Kirkjubær, sem er í af- helgaðri kirkju. Á Stöðvarfirði eru búsettir margir lærðir listamenn, til dæmis er hægt að sjá afraksturinn af verkum þeirra í Gallerí Snærós. Hjónin Sólrún Friðriksdóttir og Ríkharður Valtingojer, hafa bæði verið að vinna grafísk listaverk, en Valtingojer er austurrískur. Anna Hrefnudóttir áformar að opna vinnustofu á Stöðvarfirði, en hún vinnur aðallega akrýlverk og ferðalangar geta barið verk hennar augum í sumar.“ STEINASAFNIÐ á hvergi sinn líka Það er skylda þeirra sem leið eiga um Stöðvarfjörð að skoða Steinasafn Petru, sem er eitt stærsta og glæsilegasta steinasafn í einkaeigu í heiminum. Steinasafn Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði er í garðinum og íbúðarhúsinu á heimili hennar. Fr ét ta bl að ið /Í sa k Blanda af bæverskum og dönskum stíl Skriðuklaustur er yngsta klaustur á Íslandi og það eina á Austurlandi. Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri, sem flestir kannast við, er frá árinu 1939, byggð af Gunnari Gunnarssyni skáldi. Fr ét ta bl að ið /Í sa k Gunnar Gunnarsson og Ragna Fanney Jóhannsdóttir, móttökufulltrúar á Skriðuklaustri. Eitt af sérkennum Gunnarshúss á Skriðuklaustri er útveggirnir. Fr ét ta bl að ið /Í sa k

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.