Fréttablaðið - 09.06.2005, Page 58

Fréttablaðið - 09.06.2005, Page 58
9. júní 2005 FIMMTUDAGUR > Við hrósum ... ... Tryggva Guðmundssyni sem átti frábært kvöld með íslenska landsliðinu í gærkvöldi. Hann sýndi og sannaði að það er ekki sjálfgefið að menn sem spila hér heima eigi ekkert erindi í íslenska landsliðið. Hann skoraði sitt tíunda landsliðsmark og var óheppinn að bæta ekki fleirum við. Heyrst hefur ... ... að allt sé á öðrum endanum í Víkinni eftir að Sigurður Jónsson, þjálfari liðsins, losaði sig við þá Vilhjálm Vilhjálmsson og Stefán Örn Arnarson. Svo er FH-ingurinn Pétur Óskar Sigurðsson farinn að láni til ÍBV og veitir þeim ekki af liðsstyrknum í sóknina. sport@frettabladid.is 30 > Við bíðum spenntir ... .... eftir að sjá hvernig íslenski landsliðs- hópurinn verður skipaður í haust þegar liðið verður kallað saman á ný. Munu Ásgeir og Logi treysta enn og aftur á þekktu stærðirnar eða gefa nýju mönnum sem stóðu sig svo vel í vikunni áfram tækifæri? Íslenska landsli›i› í knattspyrnu bjarga›i flví sem bjarga› var› eftir bagalega ni›urstö›u gegn Ungverjum um helgina. Íslendingar skoru›u fjögur gó› mörk gegn Maltverjum og juku sjálfstrausti› a›eins fyrir lokasprettinn. Loksins þrjú stig í húsi FÓTBOLTI Eftir að öll íslenska varn- arlínan var þurrkuð út í leiknum gegn Ungverjum á laugardag var kominn nýr grunnur í íslenska lið- ið. Auðun Helgason var kallaður í landsliðið og settur í byrjunarliðið og var í vörninni ásamt Stefáni, Arnari Þór og Grétari sem allir voru á miðjunni gegn Ungverjum. Eftir fremur rólega byrjun þar sem íslenska liðið er einfaldlega að þreifa fyrir sér virðist vörnin eilít- ið óstyrk en henni vex ásmegin eft- ir því sem líður á leikinn. En þessar fyrstu 25 mínútur voru erfiðar. Maltverjar pakka sex mönnum í vörn og aðrir þrír eru ekki langt undan. Og íslenska liðið virðist ráðþrota. Eini maðurinn sem virðist geta gert eitthvað er Eiður Smári Guðjohnsen sem reynir hvað hann getur að sækja boltann aftur og spila honum fram. Það gengur erfiðlega. En eftir fyrsta markið sem Gunnar Heiðar skorar eftir frá- bæra sendingu Tryggva virðist ís- inn brotinn og restin kemur sjálf- krafa. Eiður skorar gott mark þar sem boltanum er fleytt í gegnum maltnesku vörnina og snertir aldrei jörðina fyrr en hann hefur sungið sitt lag í netmöskvanum. Íslendingar voru þó heppnir að fá ekki á sig mark skömmu áður en þeir skora sitt fyrsta er hinn skjóti Mifsud kemst fram hjá Árna Gauti í markinu eftir langt úthlaup hans. Stefán Gíslason stendur vaktina á línunni og Árni Gautur er fljótur aftur. Undir lok hálfleiksins bjarg- ar svo Auðun Helgason stórkost- lega er George Mallia er við það að setja boltann í autt mark Íslend- inga eftir góða fyrirgjöf Mifsud. Síðari hálfleikur byrjar eins og sá fyrri. Rólegur og lítið að gerast. Þar til að Maltverjar skora að því er virðist fyrirvaralaust. Íslend- ingar vakna upp við vondan draum og hysja upp um sig brækurnar og klára leikinn. Eftir þriðja markið, sem Tryggvi Guðmundsson skorar eftir að hafa skotið tvisvar í tré- verkið, er leiknum lokið. Íslend- ingar taka öll völd og eru óheppnir að skora aðeins eitt í viðbót. Það var gaman að sjá „minni spámenn“ fá sitt tækifæri í ís- lenska landsliðinu og voru það þeir sem héldu leik íslenska liðsins á floti allt til lokamínútunnar. Vara- mennirnir áttu mjög fína innkomu og Veigar Páll átti frábæran lokakafla í leiknum. Vörnin stóð fyrir sínu og ánægjulegt að sjá að það sé hægt að sjóða saman ágæta vörn með ekki lengri fyrirvara. Það hefði þó sjálfsagt horft öðru- vísi við ef andstæðingurinn hefði verið sterkari. Tryggvi átti frá- bæra innkomu í íslenska landsliðs- ins og naut sín til hins ítrasta. Það var unun að fylgjast með honum. En þegar öllu er á botninn hvolft anda allir eilítið léttar, þó sérstaklega landsliðsþjálfararnir og forráðamenn KSÍ. Þeim tókst að bjarga andliti íslenska boltans þó ekki sé nema um stundarsakir. eirikurst@frettabladid.is „Ég var búinn að plana það að skora tí- unda landsliðsmarkið fyrir löngu, svo maður verður að standa við stóru orðin. Ég er mjög ánægður með mitt framlag hérna í dag. Ég næ að skora mark og leggja önnur tvö, svo að ég vona að ég sé ekki að spila minn síðasta landsleik. Ég hefði líka viljað sjá skotið mitt sem fór í slána fara inn. Eiður sagði mér að það hefði munað nokkrum senti- metrum, en svona er boltinn,“ sagði Tryggvi Guðmundsson sem varð í gær tíundi leikmaðurinn frá upphafi sem skorar 10 A-landsliðsmörk. Tryggvi skoraði fyrsta markið sitt í fyrsta landsleiknum sínum gegn Færeyjum 27. júlí 1997 og það tíunda í sínum 35. landsleik á Laugardalsvellinum í gær. Það hafa aðeins þrír leikmenn verið fljót- ari að skora tíunda markið sitt, Rík- harður Jóns- son náði því í 14. leiknum, Eiður Smári Guðjohnsen í þeim þrítug- asta og Ríkharður Daðason skoraði sitt 10. mark í sínum 32. landsleik. Tryggvi hefur skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum Landsbankadeildar- innar og þessi mikli markaskorari nýtti tækifærið í landsliðinu vel í gær en hann skilaði, auk marks og tveggja stoðsendinga, fyrirliðastöðunni síðustu tíu mínútur leiksins. „Maður heyrir raddirnar í stúkunni þegar fólk er orðið pirrað á því hvað okkur gengur illa að brjóta niður þessa 6-3-1 vörn hjá þeim sem er auðvitað mjög erfið við að eiga. Það er bara þolinmæðisvinna að brjóta svona vörn á bak aftur og hún bíður ekki upp á neina samba-knattspyrnu, en við náð- um að setja fjögur mörk á þá og klára þetta,“ segir Tryggvi sem skoraði þarna í þriðja landsleiknum í röð gegn Möltu- búum sem ættu að vera farnir að kann- ast vel við kappann. MARKAHRÓKURINN TRYGGVI GUÐMUNDSSON: 10. LEIKMAÐURINN SEM SKORAR 10 LANDSLIÐSMÖRK Vonandi ekki minn sí›asti landsleikur 4–1 Laugardalsv., áhorf: 4887 Skomina, Slóveníu (5) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–14 (13–7) Varin skot Árni Gautur 6 – Gauci 7 Horn 3–2 Aukaspyrnur fengnar 15–22 Rangstöður 5–0 1–0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (28.) 2–0 Eiður Smári Guðjohnsen (34.) 2–1 Brian Said (59.) 3–1 Tryggvi Guðmundsson (75.) 4–1 Veigar Páll Gunnarsson (85.) Ísland Malta FRAMMISTAÐA ÍSLENSKU LEIKMANNANNA GEGN MÖLTU MARKIÐ: ÁRNI GAUTUR ARASON 5 Virkaði ekki sannfærandi og hefði ekki átt að missa boltann frá sér í markinu. VÖRNIN: GRÉTAR RAFN STEINSSON 7 Ekkert upp á hann að klaga varnarlega og sótti hart fram þegar þar átti við. Skil- aði boltanum ágætlega frá sér og var enginn duglegri en hann að prjóna sig í gegnum vörn Möltu. STEFÁN GÍSLASON 8 Var mjög traustur og hafði góð tök á Mifsud, hættulegasta manni Maltverja. Var eilítið óöruggur í byrjun, eins og bú- ast mátti við. AUÐUN HELGASON 7 Kom beint í byrjunarliðið eftir að hafa verið kallaður skyndilega í hóp um helg- ina. Átti fínan dag og var traustvekjandi. ARNAR ÞÓR VIÐARSSON 6 Var mjög ferskur framan af en róaðist eft- ir að Íslendingar skora mörkin. Náði ein- staklega vel saman með Tryggva og Eið. MIÐJAN: BRYNJAR BJÖRN GUNNARSSON 6 Duglegur eins og alltaf. Gekk illa að skila boltanum frá sér eins og alltaf. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN 8 Algjör lykilmaður í liðinu. Var eini maðurinn sem gerði eitthvað í stöðunni 0–0 en lét lítið á sér bera eftir að sigurinn var tryggður. Skoraði gott mark. (81., Helgi Valur Daníelsson, –): Átti góða innkomu og var óheppinn að skora ekki. KÁRI ÁRNASON 5 Náði sér aldrei almennilega á strik og var lítið áberandi í leiknum. (63., Jóhannes Harðarson, 6): Átti náðugan dag í sínum fyrsta landsleik og stóð sig ágætlega. SÓKNIN: VEIGAR PÁLL GUNNARSSON 7 Var lengi að vinna sig inn í leikinn en átti frábæran lokakafla þar sem hann lagði upp eitt mark og skoraði annað. Kemst langt á því. GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON 7 Skoraði gott mark sem kom Íslendingum á sporið og lagði upp mark númer tvö. Var annars í strangri gæslu og fékk úr fremur litlu að moða. (63., Hannes Þ. Sigurðsson, –): Nýtti sínar mínútur vel. TRYGGVI GUÐMUNDSSON 8 Maður leiksins. Átti frábæran dag, lagði upp tvö mörk og skoraði eitt sjálfur, auk þess að skjóta tvisvar í tréverkið. Tryggvi naut sín til hins ýtrasta og var hrein unun að fylgjast með honum. ALLIR MARKASKORARNIR SAMANKOMNIR Markaskorarar Íslands í gær, Tryggvi Guðmundsson (til hægri), Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Veigar Páll Gunnarsson (7) og Eiður Smári Guðjohnsen (9) fagna marki þess síðastnefnda ásamt Grétari Rafni Steinssyni (2) FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.